Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JUNl 1976 39 Björn Benediktsson prentari - Minning Ein mynd. Bara ein litil mynd getur breytt tilveru manna. Hann, sem samkvæmt stöðu sinni ætti að helga sig brauðstriti og spari- sjóðsinnleggi, er allt í einu orðinn þáttta'kandi i gildismati listrænna verðmæta samtiðarinnar. Þannig orkaði Björn Benediktsson á mig, þegar ég kynntist honum fyrst. Hann sýndi mér eina litla mynd eftir Kjarval, sm hann hafði keypt af því að Kjarval vantaði peninga. Síðan varð myndlistin honum ástríða og aldrei brást honum hæfileikinn til að meta listgildið. Hann átti fágætt safn listaverka, sem hann naut í rikum mæli og hvað mest þegar hann Jékk aðra til þess að njóta þeirra með sér. En Björn átti fleira tii að miðla vinum sinum en málverkin góðu, hann var sjálfur meistari við- ræðna og frásagna. Eg hef fáa heyrt segja betur frá liðnum at- burðum og einkennilegu fólki og kom þar berlega i ljós sami hæfi- leikinn til að sjá það óvenjulega og lýsti sér i vali hans á myndum og dálæti hans á frumlegum mál- urum. Björn var einn litríkasti per- sónuleiki sem ég hefi kynnst og ég mun sakna hans og minnast meðan ég heyri góðs manns getið. Gestur Þorgrímsson. Huldukonur Kjarvals — hraun- breiður — Reykjavík í rökkri — lyng og mosi. Þetta var fyrsta myndlistarreynsla mín, og hana öðlaðist ég i Tjarnargötu 47, heima hjá Birni og Bubbu. Sjó- menn Schevings, einfaldar og sterkar teikningar, allt þetta ork- aði sterkt á hugarheim barns, sem litið sá af myndlist. Og Björn unni þessum myndum sínum og opnaði hug minn fyrir töfrum þeirra. Björn unni bæði tónlist og myndlist, og hann var góður vinur og hjálparhella þeirra lista- manna, sem vináttu hans nutu. Hann hafði áreiðanlega oft af litlu að taka, þegar hann keypti málverk af vinum sínum. Hlýr hugur hans og hjálpsemi brást aldrei, og fram á siðasta dag hafði hann óskertan áhuga á baráttu- málum alþýðunnar. Mig langar til að þakka Birni allar góðar stundir með honum og myndunum hans, sem fyrstar opnuðu mér sýn inn i heim mynd- listarinnar. Og ég þakka lika minni góðu móðursystur og dætr- um þeirra Björns fyrir að ég hef alltaf átt annað heimili i Tjarnar- götu 47. Sigrún Guðjónsdóttir. Björn Benediktsson var fæddur 3. júlí 1894 að Eystrireyni á Akra- nesi. Hann fluttist ungur til Reykjavíkur og bjó þar til ævi- loka. Prentnám hóf hann 1910 i prentsmiðjunni Gutenberg og starfaði þar að iðn sinni í meira en hálfa öld. Árið 1923 kvæntist Björn Guðríði Jónsdóttur frá Stokkseyri og eignuðust þau 4 börn, tvo syni, þá Jón Gunnar og Ingólf, og, tvær dætur, þær Sig- rúnu og Gunnvöru. Syni sína tvo misstu þau báða I blóma lífsins. Guðríður Jónsdóttir lifir mann sinn.. Það var fyrir u.þ.b. sjö árum að fundum okkar Björns Benedikts- sonar bar saman í fyrsta skipti. Atvikin höguðu málum þannig að ég, sveitastrákur af Ströndum, og hann þá roskinn maður bundust böndum sem ekki urðu rofin. Marga góða stund sátum við sam- an og spjölluðum, hann fræddi mig um menn og málefni hér sunnan lands, en ég sagði honum furðusögur úr minni heimabyggð. Björn var ættfróður maður og fröðleiksfús og hafði þann heil- brigða metnað fyrir sjálfs sín hönd og sins fólks, sem einkennir oft óbrotið alþýðufólk, þann að reynast gegn, heiðarlegur og dug- legur. Einlægni og falsleysi virt- ust mér áberandi þættir í skap- gerð' hans. Mér býður í grun að Björn hafi hér fyrr á árum átt heitt geð og aldrei eltist hugurinn svo að glóðin sem undir brann leyndi sér eða slokknaði. Björn var að eðlisfari glaðlyndur maður og spaugsamur, en lífið þyrmdi honum ekki við andstreymi, því fátt sýnist manni hörmulegra en ð horfa á eftir mannvænlegum börnum sínum í dauðann. Allt það bar hann af karlmennsku. Björn var trúaður maður, ekki I þeim bænastaglsskilningi sem margir aðhyllast, heldur skildi hann boðskap kristninnar þeim skilningi hjartans, sem kemur fram f lífssýn og breytni manna. I samræmi við þetta tók hann svari hins minni máttar gegn hinum sterka, svari þess fátæka gegn hinum ríka. Hann var sósíalisti og þjóðernissinni, sem hafði þungar áhyggjur af framtíð Islands. Stéttvís var hann og vildi auka veg hins vinnandi manns. Það er dæmigert fyrir afstöðu og lífs- skoðun hans, að þegar hann lá banaleguna hafði hann oft orð á áhyggjum sínum vegna landhelg- ismálsins og þeirra samninga er þá lágu í loftinu og nú hafa verið gerðir. Slíkt siðferðisþrek hafði hann til hinstu stundar. Nú að leiðarlokum er staldrað við, heilli mannsævi er lokið. Eft- irsjá og hryggð setur að nánustu ættingjum og vinum. Hinn mikli græðari — timinn — mun þó leggja hönd sína á eymslin, svo að lokum lifir eftir I brjóstinu hlý minning. Hér má ekki undan víkj- ast. Eitt sinn skal hver deyja. Ég votta aðstandendum öllum mina samúð. Sveinn Kristinsson. Minning: Una Kr. HaUgrímsdótt- ir frá Hrafnabjörgum Fædd 11. 5. 1928 Dáin 2. 3. 1976 Fyrsta minning mín um systur mína er bundin fæðingu hennar. Ég vaknaði snemma morguns við undarlegt hljóð, ólíkt öllu er ég hafði áður heyrt. Ég leit upp, sól- in skein skáhallt á baðstofuglugg- ana, hvítklædd kona var á sveimi um gólfið, ég vissi að eitthvað óvenjulegt hafði gerst. Seinna var mér sagt, að ég hefði eignast litla systur. Fjarskalega langaði mig að halda á henni, en það var ekki talið vogandi því ég var aðeins fimm ára. Næsta skýra minningin er þegar hún datt og hélt ég að hún mundi deyja, hún var 2ja ára. Ég reyndi að fá hana til að brosa með því að búa til fíflafesti um háls henni, hún var öll þakin blómum. en samt svo illt í höfð- inu, fjarskalega var ég glöð er ég vissi að henni var batnað. Æskuárin liðu, og oft var glatt á hjalla i gamla bænum en glöðust allra var hún. Þessi óþrjótandi uppspretta af lífsgleði, sem entist til hinstu stundar var aflvakinn í öllu lífi hennar. Una Kristrún Hallgrimsdóttir var fædd að Hrafnabjörgum i Ragnar Halldór Ragnarsson - Mbming F. 27. ágúst 1969 D. 27. maf 1976 Ég var við vinnu mína í skólan- um, þegar mér barst sú harma- fregn að Ragnar Halldór Ragnars- son væri dáinn. Hann hafði orðið fyrir slysi. Tveim dögum áður hafði hann kvatt mig í skólanum með sínu bjarta brosi. Eftir þessa harmafregn komu minningarnar f hugann frá liðn- um vetri. Það var í byrjun árs 1976 að hann bættist i nemenda- höp minn. Halli var fljótur að kynnast og aðlagast hópnum. Hann var mjög duglegur í leik og námi og vann öll sín verk með bros á vör. Minnist ég þess sér- staklega hve mikla ánægju og mikið kapp Halli sýndi, þegar ég fór með bekkinn út i íþróttahús skólans. Það er mikill harmur að missa góðan dreng, en eftir lifir sterk og fögur minning. Eg votta foreldr- um og öðrum ástvinum samúð mína og bið Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. T.R. Jökulsárhlið 11. mai 1928. Hún var 3ja barn foreldra minna og hlaut i skírn nafn móðurömmu okkar Unu K. Einarsdóttur hús- freyju sem þá var ekkja Eiríks Jónssonar frá Hrafnabjörgum. Dóttir þeirra og móðir okkar er Guðrún Eiriksdóttir sem enn býr á Hrafnabjörgum. Faðir okkar var Hallgrímur Gislason frá Egils- stöðum í Vopnafirði. Haustið 1946 kom Una norður á Hraun i Fljótum til okkar hjón- anna, en þar höfðum við hafið búskap 1945. Á Hraunum kynnt- ist Una fyrri manni sínum Guð- mundi Jónssyni sem þá var vinnu- maður hjá okkur. Sitt fyrsta barn eignuöust þau á Hraunum 1949, Rúnar Hallgrím, sem nú býr á Hrafnabjörgum ásamt ömmu sinni. Til Siglufjarð- ar fluttust þau svo um vorið og bjuggu þar i 2 ár. Vorið 1951 hófu þau búskap á Tungu í Stíflu í félagi við Kristin bróður Guð- mundar. Þar voru þau aðeins i eitt ár því þann vetur fékk Guð- mundur heitinn slag og lamaðist nokkuð. Þann vetur eignuðust þau sitt 3ja barn, en þau höfðu eignast dóttur í Siglufirði. Þau voru nú komin með 3 börn og Guðmundur búinn að missa heils- una. Vorið 1952 varó það að ráði að þau kæmu aftur að Hraunum. Þau komu fyrir sig smá búi, einni kú og nokkuð af kindum. Bjuggu þau þar í 3 ár. Vorið 1955 fékk GUðmundur heitinn fasta stöðu í ríkisverksmiðjunni i Siglurfirði, vann hann á Raufarhöfn það sum- ar, en síðan í Siglufirði. Þau fluttu þvi til Siglufjarðar um haustið. Þar bjuggu þau það sem þau áttu eftir að vera saman, og eignuðust silt síðasta barn, dótt- ur, 1959. Þeim leið vel i Siglufirði, eignuðust hús og þar ólust börn þeirra upp. Þegar ég svo missti heilsuna um tíma og varð að bregða búi, varð það mér ómetan- legur styrkur að flytjast i nálægð systur minnar og hennar góða manns. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Sonur minn hefur verið rekinn úr skóla. Þetta hefur fengið mjög á mig, og ég veit ekki, hvað ég á að taka tii bragðs. Getið þér hjálpað mér? Ég hef innilega samúö meö yður í erfiðleikum yðar. Ég kenni líka í brjósti um drenginn yðar. Þetta er mikil raun fyrir yður, en það getur orðið enn örlagaríkara fyrir drenginn. Éyrst og fremst ber yður að láta hann finna, að þér elskið hann af öllu hjarta og að þér viljið hjálpa honum, en til þess verðió þér að komast að raun um, af hvaða rótum vandamál hans í skólanum eru runnin. Hafi hann brotið reglur skólans, þá reynið að finna út, hvaða reglur það voru. Hafi hann hegðað sér ósiðsamlega, þá reynið að komast að því. Hafi hann verið látinn fara vegna meiri háttar agabrots, þá rannsakið, hvers konar brot var um að ræða. Ég legg til, að þér farið í skólann og takið mál sonar yðar fyrir ásamt þeim mönnum sem fjölluðu um það. Ef til vill áttið þér yður þá betur á, hvernig í öllu liggur, og yður veitist hjálp til að taka réttar ákvarðanir. Talið við drenginn yðar í fullum trúnaði og af einlægni. Og í öllu þessu skuluð þér vera sífellt með hugann í bæn til Guðs, að hann leiði yður skref fyrir skref og stjórni orðum yðar. Sýnið syni yðar, með varfærni og kærleika, hvernig hann hefur farið illa að ráði sínu. Látiö hann finna, hversu þér þráið að hjálpa honum. Ef þér gerið þetta og viljið vera háð hjálp og leiðsögn Guðs, þá getur þessi erfiða reynsla orðið upphaf mikillar blessunar, ekki aðeins yður, heldur einnig drengnum, sem yður er svo kær. Skuggar lífsins höfðu ekki yfir- gefið Unu, því vorið 1964 dó Guð- mundur maður hennar og stóð hún nú ein uppi með 4 börn. Una fór að vinna úti og eldri börnin hjálpuðu til. Allt blessaðist þetta vel og þá fyrst og fremst fyrir lifsgleði og þrótt, og þessa frá- bæru lund er Una hafði hlotið i vöggugjöf. Börn Unu og Guðmundar eru Rúnar Hallgrimur, bóndi á Hrafnabjörgum, ókvæntur. Lilja Kristín, gift Guðmudni Daviðs- syni, búsett i Siglufirði. Hrefna Björg, gift Kjartani Bjarnasyni, búsett i Keflavík, og Hildur Valdis, nemandi á Reykjum i Hrútafirði. Nú verða aftur þáttaskil i lifi Unu. Vorið 1968 kemur hún til okkar hjónanna vestur að Gauks- mýri, þar höfðum við þá búið í eitt ár. Þar kynntist hún síðari manni sínum, Þorkeli Einarssyni byggingarmeistara, Efra- Vatnshorni, fór hún til hans sem ráðskona^með yngstu dóttur sína. Þau giftust skömmu sfðar og fylgdi Una manni sínum til ým- issa staða er hann hafði verkefni hverju sinni. Vorið '73 fóru þau aftur að Efra-Vatnshorni og mun Þorkell hafa gert það fyrir Unu því hann skildi hve mjög hún unni sveitinni og hafði saknað hennar öll þau ár er hún bjó annars staðar. Á Efra-Vatnshorni kunni Una vel við sig, og tók til óspilltra mála við búskapinn. Störfin voru Unu létt og flautaði hún uppáhaldslögin sín við vinn- una, Beethove, Brahms, eða Schubert. Enda þótt hún hl.vti ekki tónlistarkennslu, var hún ótrúlega fróð um tónlist, las allt er hún náði í af ævisögum meist- aranna. Var hún sem dáleidd er hún hlýddi á sígild tónverk i hljóðvarpinu. Engan þekki ég er lofaði eins hina æðri tónlist hljóð- varpsisn sem Unu. Má með sanni segja að hljóðvarpið væri hennar besti vinur, því aðstaða hennar i lífinu leyfði ekki að hún sækti tónleika, sem hefðu þó sannar- lega gefið henni mikla lifsfyll- ingu. En skjótt bregður sól sumri. I febrúar 1975 var svo komið ðð Una varð að leita læKms og skipti það engum togum, hún var send suður til Reykjavikur til frekari rannsókna. Hinn endanlegi dóm- ur er upp kveðinn og þeim dómi verðum við öll að hlýta. í rúmt ár leið Una einhverjar hinar mestu þrautir sem mannlegur líkami fær þolað. Hún baTðist sem-betja við ógnir sjúkdómsins, en hugur hennar var æði oft heima á búinu hennar, því þangað þráði hún ákaft að'komast. Hugur og hjarta Unu var heilt og trútt' hugsjón sinni ti hinstu stundar uns sál hennar sveif á braut til bjartari og betri heima, þar sem ég vona að hún finni þann hljðmgrunn sem hún i lifisinu leitaði stöðugt að. Það er erfitt að skilja og sætta sig við að Una sé að eitífu horfin okkur sjónum. Aldrei sjá hana brosa þessu lífsglaða bjarta brosi. sem fékk alla til að gleðjast með henni. Aldrei oftar að hevra spaugsvrði hennar sem ævinlega gátu leyst hverja þraut og gert gott úr öllu. Það var þó eigi svo að Una væri skaplaus, en óvenjumik- ill herra geðs sins. Raunar sá það enginn þó hún skpti skapi, enda bar það ekki oft við. Henni var ógjarnt að skipta um skoðum eða breyta ákvörðun ef hún á annað borð var búin að taka hana. Er ég lýk þessum línum, þá er mér efst i hugaþakklæti til systur minnar fyrir allan þan'n kærleika sem hún sýndi heimili mínu. Börnin mín og við hjðnin þökkum hrærðum huga og biðjum henni blessunar Guðs í bjartari og betri heimi. Undir þá ósk veit ég að allir hennar nánustu vilja taka með mér. Móðir okkar, sem nú er þrotin að kröftum eftir þrotlaust strit langrar ævi, systkini okkar Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.