Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5, JUNt 1976
KJÖRDÆMAFUNDIR
FORSÆTISRÁÐHERRA
Geir Hallgrímsson,
forsætisrádherra
flytur rædu og svarar
fyrirspurnum fundargesta
Norðurland vestra
Sauðárkróki
miðvikudaginn 9. júní kl. 20.30
í félagsheimilinu Bifröst
Blönduósi
fimmtudaginn 10. júní kl. 20. 30
í Félagsheimilinu
Takið þátt í fundum
forsætisráðherra
FERÐASKRIFSTOFA
vÆVRtKIðHVS
Kynnist náttúrufegurð Snæfellsness og Vestfjarða. Ferðaskrifstofa ríkisins
efnir til 7-daga hringferða um Snæfellsnes, Breiðafjörð, Barðaströnd og
Vestfirði til ísafjarðar; heim um Djúpveginn nýja, Laxárdalsheiði og
Borgarfjörð Kunnugur leiðsögumaður verður með í förinni, gist á
hótelum. Verð kr. 54.900 á mann, allt innifalið. Brottför 20. og 27. júní,
4., 11. og 25. júlí. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni, Reykjanes-
braut 6, símar (91) 1 .1 5.40 og 2.58.55.
r
Attræðisafmæli:
Margrét Runólfsdóttir
Á morgun,6.þ.m., er áttræðisaf-
mæli Margrétar Runólfsdóttur,
sem nú býr að Furugerði 26 hér í
borg.
Sú mynd hennar, sem Morgun-
blaðið hefir góðfúslega lofað að
birta ofan fárra orða í tilefni
þessa tyllidags, mun áreiðanlega
hlýja mörgum þeirra samferða-
rnanna Margrétar um hjartaræt-
ur, sem fylgzt hafa með ævibraut
hennar allt frá æskudögunum
austur á Stokkseyri og til þess er
hún fluttist hingað til Reykjavík-
ur fyrir tæpum fimmtiu árum.
I dag finnst mér, að öll nöfn og
ártöl þeirrar sögu sé óþarfi upp
að rifja, önnur en þau, sem bein-
línis varða morgundaginn, þar
sem þau eru þeim kunn, er um
þurfa að vita, en skipta í raun
réttri svo litlu, þegar til þess er
horft, sem mest er um vert, að á
þeim æviferli, sem nú er að baki,
hefir Margrét áunnið sér hugheil-
ar þakkir okkar, hinna fjölmörgu
vina, sem höfum notið þess mun-
aðar að kynnast þeirri hjarta-
hlýju og drenglund hennar, sem
gerir okkur þessi tímamót að sam-
eiginlegum hátíðisdegi.
í endurminningunum var Mar-
grét orðin svo nátengd Loftleið-
um, að mér kom það á óvart að
fundum okkar hefði ekki borið
þar fyrr saman en á afmælisdegi
hennar fyrir 28 árum, en skrásett
er, að þá fyrst hafi hún gengið í
þjónustu félagsins, þar sem hún
starfar raunar enn. Hún vann
fyrst ein við að tryggja það, að
skrifstofur okkar yrðu félaginu
til þeirrar sæmdar að morgni, sem
á skorti stundum að kvöldi, en
síðar, eftir að umsvif jukust, varð
hún fyrirliði þeirra kvenna, sem
hófu hjá okkur hreingerningar
eftir að lokið var hjá þeim flest-
um löngum og ströngum vinnu-
degi við önnur störf.
Ef til vill var það skylduræknin
og trúmennskan, sem fyrst vakti
athygli mína á að Margrét var
mjög óvenjuleg kona. Ég man það
ekki lengur. Ég man það eitt, að i
vitund minni varð hún tengd öllu
því bezta, sem er svo gott að mega
nú muna frá þessum fyrstu bar-
áttuárum, þegar ekkert skipti
meginmáli annað en það eitt að
snúa saman bökum til þess að
mynda eina, órofa sveit, stað-
ráðna í að berjast sameinuð til
sigurs eða falla með sæmd.
Enginn gladdist innilegar með
okkur en Margrét þegar lukkan
lék við, og enginn taldi í okkur
kjark af jafn miklu ofurkappi og
hún þegar við áttum við andbyr
að stríða. Þess vegna varð Mar-
grét fljótlega „hún Magga okkar",
en við henni „blessaðir drengirn-
ir“, sem enn er svo indælt að
heyra hana segja, þó að við séum í
annarra augum fyrir löngu horfn-
ir úr þeirri æskuteitu sveit.
Margrét var óbugandi og dæmi-
gerð hetja harðrar lífsbaráttu,
vægðarlaus i kröfum til sjálfrar
sin og annarra um að þau verk,
sem hún var ábyrgð á, yrðu alltaf
eins vel af hendi leyst og bezt
mátti verða, en hún var einnig svo
hjartaprúð og ljúf, að eigi var
síður gott að leita skjóls í fyrir-
bænum hennar og blessunarósk-
um, þegar syrti í ál, en njóta sam-
fagnaðar með henni þegar sólin
skein. Þess vegna varð hún fyrir-
mynd okkar um allt það, er til
manndóms mátti telja og triinað-
arvinur i gleði og sorg.
Sú kona, sem er orðin svo forrík
á síðari hluta æviskeiðsins, að
hún færir samferðarmönnum sin-
um svo verðmætar gjafir, hefir
áreiðanlega alla tíð dregið saman
i þann sjóð, er verður því digrari
sem meira og oftar er í hann sótt.
Þess vegna munu þeir áreiðan-
lega verða miklu fleiri en við
„drengirnir hennar“ og allir aðrir
alúðarvinir frá Loftleiðum, sem
færa henni þakkir á morgun fyrir
frábæra samfylgd og árna henni
allra heilla.
Sigurður Magnússon.
SUS um lausn landhelgisdeilunnar:
SKYNSEMIN
LÁTIN RÁÐA
STJÓRN Sambands ungra sjálf-
stæðismanna fagnar þvf að fisk-
veiðideilunni við Breta skuli lok-
ið með gerð hagstæðra samninga
til skamms tíma. Auk þess að fela
f sér viðurkenningu af Breta
hálfu á óskoruðum yfirráðarétti
Islendinga yfir 200 mílna efna-
hagslögsögu, er með samningun-
um afstýrt hættuástandi, sem rfkt
hefur á miðunum, veiðar Breta
eru verulega takmarkaðar, þeir
fallast á að virða friðunarsvæði
og munu beita sér fyrir bókun 6 f
samningi Islands við Efnahags-
bandalag Evrópu taki gildi. Með
þessum samningum er því tryggð-
ur fullur sigur hins fslenzka mál-
staðar.
Að orrahríðinni yfirstaðinni
gleðst þjóðin yfir að skynsemin
skyldi látin ráða og friðsamleg
lausn fundin á deilunni. Sú stefna
Geirs Hallgrfmssonar forsætisráð-
herra og rikisstjórnar hans að
samið skyldi til sigurs væri þess
nokkur kostur, hefur reynzt þjóð-
inni heilladrjúg. Stjórnin þakkar
forsætisráðherra sérstaklega fyr-
ir einarða og farsæla forystu á
erfiðustu stigum hinnar við-
kvæmu deilu við Breta, um leið
og hún harmar áframhaldandi
sundrungariðju þeirra afla, sem
ekki virðast geta hugsað sér frið-
samlega lausn landhelgismálsins,
eða taka flokkshagsmuni fram yf-
ir þjóðarhagsmuni.