Morgunblaðið - 04.07.1976, Side 19

Morgunblaðið - 04.07.1976, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JULI 1976 19 Þetta gerðist líka .... Uppskeruhátíð hjá portkonum New Yorkborg er um þessar mundir í óða önn a8 búa sig undir flokksþing Demókrataflokksins, sem hefst þar 12. júlí og á að velja forseta- og varaforsetaefni flokksins. Og það á llka við gleðikonur stórborgarinnar. Margo St. James. fyrrum portkona og stofnandi Coyote, — réttindasamtaka portkvenna, segir að búast megi við mikilli örtröð stéttarsystra sinna i námunda við þingstaðinn og verði hart barizt um hvern viðskiptavin. En eins og fram hefur komið i fréttum undanfarið virðast bandariskir stjórnmála- menn vera æðimiklir og hressir gleðimenn, — svo miklir raunar að gleðin verður þeim að falli. Hins vegar hafa borgaryfirvöld og lögreglan I New York hafið samræmdar aðgerðir i heilt ár til að ýta skyndikonum af strætum borgarinnar, þótt þvi sé neitað að þessi aðgerð hafi verið miðuð við væntan- legt flokksþing. Alla vega þykir Ijóst að yfirvöld hafa ekki enn haft erindi sem erfiði. Samkvæmt talningu sem gerð var eina morgunstund virkan dag fyrir skömmu voru ekki færri en 55 skyndikonur á einni götu i aðeins minútna fjarlægð frá Madison Square Garden, þar sem þingið fer fram. Þarna kostar „smágaman" aðeins 10 dollara, plús 5 doilara fyrir herbergi, en lengra inn í borginni, nærri 42. stræti og Times Square, er verðið komið upp i 20 dollara. Gleðikvennafjöldi verður einnig væntanlega við helztu hótel sem hýsa þingfulltrúa, og þar getur prisin farið upp i 30 dollara. Tvöfalt eða þrefalt hærra verð er jafnan greitt fyrir símavændi. Þannig er nú það ástand sem mætir blessuðum demókrötunum. Og til þess að gera þessar tölfræðilegu upplýsingar enn fyllri, — ef einhverjir islendingar (að maður tali nú ekki um islenzka stjórnmálamenn) skyldu slæðast þangað, — þá telur lögreglan að um 1500 gleðikonur séu starfandi i New York, og þá eru hvorki „simastúlkur" né „nuddkonurnar" á 90—100 „nuddstofum" borgarinnar meðtaldar. Að slá gamla konu Einn af forystumönnum andófsmanna I Grúsiu í Sovétríkjunum, Zviad Gamsakhurdia var s.l. sunnudag tekinn fastur af lögreglunni i Moskvu fyrir að hafa veitzt að gamalli konu á götu, að því er Tass-fréttastofan skýrir frá. En Gamsakhurdia, sem er rithöfundur og félagsmaður i sovézku deild Amnesty International. sagði eftir á að lögreglan hefði hneppt sig i gæzlu til að geta gert pappira hans og bækur upptækar, og engin kona hefði komið nálægt málinu. Sam- kvæmt frásögn Tass var grúsiumaðurinn, sem er 37 ára að aldri, tekinn fastur fyrir „skrilshátt" og sleppt eftir að hafa fengið kennslu- stund i þvi „hvernig siðmenntað fólk eigi að hegða sér". Það er ekki algengt að sovézkir fjölmiðlar segi frá glæpum, en I þessu tilviki gat Tass þess sérstaklega að Gamsakhurdia væri „ólátaseggur sem þættist vera „baráttumaður fyrir mannréttindum"" Frásögn Gamaskuhurdia er hins vegar á þann veg, að hann hafði hitt útlending einn fyrir utan neðanjarðarbrautarstöð eina i Moskvu og skömmu siðar tekið eftir að tveir borgaralega klæddir lögreglumenn nálguðust Hann hefði þá hopað inn í brautarstöðina, en þeir náðu honum og spurt: „Hvers vegna slóstu þessa gömlu konu?" Hann kvaðst hafa komið af fjöllum, en engu að siður verið fluttur á næstu lögreglustöð. Þar hefðu mennirnir tveir, sem voru frá KGB, gert upptæk eitt eintak af ,,Gulageyjaklasanum" eftir Alexander Solsénitsyn og mörg tölublöð af neðanjarðarblaðinu „Annál nýlegra viðburða" og fleiri rita. Gamsakhurdia er höfundur frásagna um aðbúnað i sovézkum fangels- um og kveðst vera sifellt ofsóttur af yfirvöldum. Hann er sonur kunnasta rithöfundar Grúsíu, Konstantin Gamsakhurdia sem lézt i fyrra og var grafinn með mikilli opinberri viðhöfn. Vísindalega tilbúin skrímsli Kanadiskur prófessor, dr. Margaret Thompson, hefur vakiðathygli á þvi að hætta sé á þvi að visindamenn búi til ,,líffræðilegar ófreskjur" með erfðafræðilegum tilraunum sinum sem leitt geta til þess að ný lífsform kvikni á tilaunastofum. Hvetur hún til þess að slikum tilraunum sé hætt i bili vegna þeirrar hættu sem þær bjóði heim, og á þá sérstaklega við nýlegar tilraunir með flutninga á erfða- fræðilegum eiginleikum milli lifvera og þar með sköpun nýrra lífverutegunda. „Lifverur geta fjólgað sér og menn geta misst alla stjórn á þeim," segir dr. Thompson. „Við erum að gripa fram fyrir hendurnar á þróun lifsins. Við erum að skapa ný Ifffræðileg skrimsli". Hauslaus draugahundur á prinsessusetrinu Eins og skýrt var frá hér I blaðinu á fimmtudaginn hefur Elisabet Bretadrottning gefið Önnu prinsessu. dóttur sinni, 730 ekra sveita- setur, — Gatscombe Park, og hyggjast Anna og Mark Phillips. eiginmaður hennar. flytjast inn með haustinu. Nú hefur aldeilis komið strik i reikninginn, a.m.k. frá sálrænum sjónarhóli. j vikunni var upplýst að með i kaupunum fylgir afturgenginn hauslaus hundur. Tugir af nágrönnum þar i héraðinu segjast hafa séð draugahund þennan á sveimi á landareigninni. og Joe Hatherhill, 74 ára að aldri, sem býr i litlu þorpi andspænis sveitasetrinu, kveðst hafa séð hundinn fjórum sinnum. „Þetta er stór svartur hundur, hauslaus, og hann skýzt fram hjá manni. Ég hef búið hér i 55 ár, og ég get svarið það að ég er ekki að Ijúga. Fjölmargir vina minna hafa líka séð hann. " Ekki er vitað um neina þjóðsögn sem fylgir þessum fyrirburði. Sitt lítið af hverju Hvað gera svonefndir sportveiðimenn ekki til að tryggja sér góða veiði? Orvæntingarfullur fristundaveiðimaður frá Moskvu gekk þó lengra en flestir um daginn, þegar hann fékk vörubilstjóra til að losa 180 litra fljótandi ammoniaks i Jakhromafljótið fyrir utan Moskvu til þess að vera viss um sómasamlega veiði. Árangurinn varð þó annar og meiri en hann hafði búizt við. Allur fiskur i fljótinu á átta km löngu belti varð eitraður. Og veiðimaðurinn áfjáði hlaut 3 ára fangelsi. . . Ungfrú nakin U.S.A." var kjörin með pompi og pragt I nektarnýlendu einni í Kaliforníu um siðustu helgi. Hún heitir Nona Monthague, 27 ára, með málin 36—23—36. Meðal 17 manna dómnefndar voru leikaranir Bill Dana og Aldo Ray. Að sögn forstöðumanns keppninnar, sem heitir þvi talandi nafni, Bilt Flasher, mun ungfrúin taka þátt i alheimskeppninni i nekt um næstu mánaðamót. . . Sovézka Ijóðskáld ið, Evgeny Evtusenkó sagði I vikunni, að hann hygðist helgb sig skáld- og smásagnagerð eingöngu á næstu árum, og hvila sig á Ijóðlistinni. TORTÍMINGARAÐFERÐIR ALDREI HEFUR verið erfiðara að hafa heimil á vígbúnaði i heiminum en nú. Og Rannsóknarstofnun heimsfriðarins i Stokkhólmi, sem fæst við þessi efni kveður útlitið ekki heldur gott. Kjarnorkutækni verður æ útbreiddari og þar með taldar kjarnorkusprengjur og hefur hingað til komið fyrir ekki, þótt þjóðir heims kepptust við að hvetja hver aðrar að fara varlega í þær sakir. Auðugar þjóði selja fátækum vopn við vægu verði. Og ótal þing og sifelldar umræður um vígbúnaðarkapphlaupið hafa reynzt fanýt. Mætti lengi telja þannig Vígbúnaður virðist kominn úr öllum böndum. Þó munu þær hernaðaraðferðir enn til, sem ekki er of seint að stinga undir stól, eða semja um að minnsta kosti. Það er náttúru- eða umhverfis- hernaður, sem svo er nefndur Þessi heiti eru höfð um ýmsar nýstárlegar tortimingaraðferðir, t d þá að eyða gróðri, og er það kunn aðferð, en aðrar virðast öllu fjarstæðari, svo sem sú að trufla rafboð i heila manna með lág tíðnigeislun Slikar hernaðaraðferðir eru jafnvel enn ógeðslegri en hinar hefðbundnu. Hins vegar eru fæstar þeirra komnar til framkvæmda enn og það er mergurinn málsins Enn væri hægt að ..beina þeim í skynsamlegan farveg” Nú eru Sovétmenn og Banda- ríkjamenn þegar búnir að gera drög að samningi með sér til þess að koma í veg fyrir náttúruhernað Samningsdrögum þessum er í mörgu áfatt, en vonandi verður meira úr þeim og víst er, að það eru gildar ástæður til að menn komist að samningum um þessi efni. Nokkur tími er liðinn frá því að farið var að reyna að breyta veðri og vindum En allt var það í friðsamlegu skyni gert. Nú hafa hermenn aftur á móti fengið veður af þeim tilraunum og upp frá þvi var ekki að sökum að spyrja Rannsóknarstofnun heimsfriðarins gaf út bók um náttúru- hernað fyrir skömmu. Þar stendur þetta meðal annars „Tilhugsunin um íhlutun manna i veður og loftslag veldur flestu fólki svo þungum áhyggjum, að allur þorrinn mundi styðja þá, sem beittu sér fyrir því að bönnuð yrðu jarðeðlisfræðileg vopn Yrði það e.t.v. þyngst á metunum, að áreiðanlegt er, að slík vopn verða smíðuð nema bann verði lagt við í tæka tíð' „En þegar eru til hernaðaraðferðir svo skæðar náttúru og umhverfi manna að brýn þörf er á því að þær verði bannaðar strax Þessar aðferðir hafa sumar svo stórkostleg- ar afleiðingar, að fráleitt er að þær þjóni nokkrum vanaleg- um hernaðarmarkmiðum Nokkrar hafa verið notaðar og eru það t.d\ gróðureyðing með eitri og skipulegt sprengju- varp í bók Rannsóknarstofnunarinnar er talið að Banda- ríkjamenn hafi varpað 200 milljónum sprengja og sprengi kúlna í Vietnamstríðinu og hafi þessar sendingar eytt svæði, sem nemi helmingi Suðurvíetnams Gróðureitri var dreift um 10 hundraðshluta landsins og eyddi þau héruð af skógi, matjurtum og raunar flestum jurtum Þá tróðu brynvagnar niður meira en 300 þúsund hektara skóga og gúmekrur, sána akra og jurtagarða i stórum stil En þetta eru meinleysisleg vinnubrögð í samanburði við þá hernaðartækni, sem koma skal Og menn eru að verða hræddir Sovétmönnum hefur orðið talsvert ágengt i viðureigninni við haglél, sem eyddu akra þeirra löngum. Mun þessi árangur hafa orðið þeim hvatning til að leita hófanna um alþjóðasamninga um náttúruhernað. Sagt er, að þeir láti radára vaka yfir fjórum milljónum hektara ræktarlands Radararnir gera svo viðvart ef haglél er i aðsigi og taka þá-byssur að gelta og flugskeyti hefjast á loft og menga skýin efnum, sem koma i veg fyrir það að stór högl myndist. Hefur Sovétmönnum sem sé tekizt að stjórna veðri aðookkru leyti og er von að þeir kæri sig ekki um, að slik stjórn verði tekin upp i hernaði Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til að ráða regni og er það hægt að nokkru marki. Er ákveðnum efnum þá dreift i ský úr flugvélum Bandarikja menn fóru raunar skipulegar flugferðir í Vietnamsstriðinu til að auka á úrkomu um regntimann Menn hafa líka reynt mikið til að ráða þokum og einkum vegna þess að þær teppa mjög umferð um flugvelli Ennfremur hefur verið reynt að stýra eldingum, en gengið heldur illa Loks er að nefna tilraunir til að stýra ferðum storma Það kæmi mönnum vel víða, ef tæk- ist að stýra stormum, þvi þeir valda ómældu tjóni og hörmungum i mörg- um löndum. En það mál er flókið Setjum svo. að tækist að beina felli- byljum brott frá ströndum Bandarikj- anna. Hvert færu þeir þá? Það eru nefnilega tvær hliðar á málinu. Það væri vissulega ánægjulegt, ef menn gætu mildað loftslag, stýrt hafstraumum og vindum og tlýtt jarðskjálftum En hætt er við þvi að Adam yrði ekki lengi í þeirri Paradis. Það ástand er nú orðið hugsanlegt, að þjóðir, sem yrðu fyrir þurrkum, flóðum eða skriðuföllum og snjóflóðum grunuðu nágrannaþjóðir sinar um græsku Þess má minnast, þegar fyrstu tilraunir voru gerðar með kjarnorkusprengjur. Þá kenndu sumir Bretar þeim um slæm sumur i Englandi. EmhVern tíma hefðu þessar hugmyndir þótt fjarstæðu- kenndar. En þær eru það ekki lengur Visindamenn eru þegar farnir að ræða það i alvöru að sprengja með kjarnorkusprengju „gat'' á ozonhlífðarlagið í gufuhvolfinu yfir óvinalandi og yrðu þeir fjandmenn þá berskjaldaðir fyrir útfjólubláum geislum, sem hefta jurtagróður og valda húðkrabba. Og enn furðulegri aðferðir eru til. T.d. er hugsanlegt að koma af stað lágtíðnigeislum, sem trufla rafboð mannsheila eins og fyrr var nefnt. Þetta verður þó varla fyrst um sinn sem betur fer. En þetta stendur i bókinni frá Rannsóknarstofnun heimsfriðarins: ...... hugsanlega verður hægt að fatla allmarga menn á ákveðnum svæðum um alllangan tíma Flestum mun virðast þetta fjarlægt og vel má vera að svo sé En þetta er hugsanlegt og einhverjir eru farnir að gera ráð fyrir þvi Þess vegna er kominn tími til að ræða málið Fjölmargar velþekktar og áreiðanlegar aðferðir eru til að drepa fólk. Ekki ætti að þurfa að gera göt á gufuhvolfið til þess En það er iskyggilegt, að tima og fé skuli varið til rannsókna á jafnframandlegum hlutum og þessum; sem bæði má nýta til góðs og ills, og virðast svo fléttaðir úr þessum tvennum öflum, að tæpast verði úr þvi greitt Rannsóknir verða varla stöðvaðar héðan af. Iðnrikin hættu ekki að nota kjarnorku í friðsamlegu skyni, enda þótt hana mætti einnig nota i sprengjur. Hins vegar er enn timi til að kveðja til þings og semja um blátt bann við náttúruhernaði Og það ættu menn að gera heldur fyrr en seinna. — DAVID FAIRHALL Að drepa með veðri og vindum STÓRBORGARLIF Dagblöð eru sæng þeirra og svæfill í BANDARÍKJUNUM er allal- gengt, að börn strjuki að heiman og leggist út. Einkum er mikið um þetta í stórborgum. Er talið, að jafnvel séu 15 þúsund strokubörn á útigangi i New York. Stúlka nokkur, Rosa að nafni, er gott dæmi um þessi börn. Rosa hraktist að heiman af því, að stjúpfaðir hennar flekaði hana og móðir hennar trúði henni ekki, þegar hún sagði frá þvi. Rosa fór þvi að heiman. Hún var þá 16 ára. Henni vildi það til, að hópur óeirðaseggja og áflogahunda tók hana upp á arma sina og skaut yfir hana skjólshúsi. Þeir fóru sæmilega með hana, gáfu henni af mat sinum og reyndust henni yf- irleitt allvel. Það amar helzt að henni, að hún hefur verið lasin og auk þess fellur henni illa að vera á framfæri gestgjafa sinna. En timinn iíður við vélhjólaakstur, og veizluhöld endrum og eins, og menn verða brátt sljóir af slikum lifnaðarháttum. Og Rosa hefur hreppt betri örlög en margir aðr- ir. Önnur stúlká, Danielle, er til dæmis um þá. Hún var aðeins 10 ára, þegar hún fór að heiman. Hún lagðist út I Bronxhverfi í New York og bjó þar i gömlum eyðihjöllum, vatnslausum, óhituð- um og jafnvel glugga- og hurða- lausum. Utigangsmenn eiga ekki i önnur hús að venda en þau, sem „venjulegt“ fólk hefur flúið. Og það er sundurleitur söfnuður, sem þarna býr; börnin eru innan um bófa og fíknilyfjaneytendur. Húsgögn og búnaður er þarna af skornum skammti, eins og vænta má. Komst einhver svo að orði, að börnin hefðu New York Post fyrir lak, Daily News fyrir kodda og New York Times fyrir sæng. Er annar aðbúnaður eftir þessu. Alltaf finna börnin sér eitthvað til dægrastyttingar. Þau reika um stræti og torg, fylgjast með um- ferðinni, hlusta á tónlist i útvarp- inu, fljúgast á, betla fé af vegfar- endum eða stela því. Mörg hneigj- ast einnig til eiturlyfjaneyzlu. Mörg strokubarnanna fara ekki ýkjalangt að heiman og svo var um Danielle. Hún hafðist við í heimahögum sínum, einkum vegna þess að sumir kaupmenn þar viku góðu að henni endrum og eins. Ekki dugði það henni þó til lífsviðurværis. Hún fór því að vinna. Vinnan var vændi. Dani- elle var 11 eða 12 ára, þegar hún fór að vinna fyrir sér með þvi móti. Kveðst hún aðspurð hafa sett sér það mark strax, að „verða betri mella en mamma var“. Þess- um hætti hélt Danielle í ein tvö ár. Þá komst hún undir manna hendur og var send í betrunar- hæli. Hundleiðist henni lífið þar og saknar „æsku“ sinnar og vill hún ólm fá frelsið aftur. Það er heldur dapurlegur vitn- isburður, að mörgum börnum finnst útigangslifið mun einfald- ara og átakaminna en það sem þau áttu í föðurhúsum, enda er vafa- lítið, að sumum vegnar betur á útiganginum en ,,heima“, einkum þeim, sem ekki hneigjast til glæpa. Ástæðurnar til þess, að börnin leggjast út eru eflaust margar, en flest munu eiga það sammerkt, að æskuheimili þeirra voru afleit, foreldrarnir ómennt- aðir, framtakslitlir.vinnuleysingj- ar og drykkjusjúklingar eða ann- ars konar eiturlyfjaneytendur. Stendur það sennilega heima; sem kaþólsk nunna, Lorraine Reilly að nafni, sagði: „Oft er strokubarn heilbrigðast manna i ætt sinni. Menn ættu að líta á fjölskyldurnar fremur en börnin. Þær eru sumar slikar, að börnun- um ofbýður. Þess vegna strjúka þau að heiman. Þau hugsa sem svo, að sin geti ekki beðið verri örlög annars staðar en heima“. Lorraine Reilly rekur fjögur strokubarnaskýli í Bronx á vegum borgarsjóðs og þekkir því vel til þessara mála. Hún telur ósenni- legt að strok og útigangur barna í Bandaríkjunum leggist af i bráð. „Hér í landi eiga menn í engin hús að venda nema þeir eigi þau sjálfir,“ segir hún. „Og andi land- nemanna svífur enn yfir vötnun- um. Þegar kreppir að taka menn sig upp og halda á nýjar slóðir og vit ævintýranna." Því miður enda ekki öll ævintýri vel. — GEORGE VECSEY.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.