Morgunblaðið - 04.07.1976, Page 22

Morgunblaðið - 04.07.1976, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚLl 1976 Þinghúsið í Ffladelfíu 1776. „Bretland hefur fyllzt heimsku, Bandaríkin vizku” sagði John Adams 4. júlí 1776 Sagt frá aðdraganda bandarísku byltingarinnar og samþykkt sjálfstæðisyfir- lýsingarinnar Filadelfiu, Pennsylvaniu, 9. júli 1776 Ki ,-lukkan var 6 að morgni 2. júli í Filadelfiu- fylki. Thomas Jefferson, fulltrúi Virginíu, horfði upp i grámuggu hininsins og sá að hitamælirinn sýndi 22 stig á celcius. Skömmu seinna bjarmaði af eldingu og er þrumurnar drundu i kjölfar hennar helltist regnið niður eins og allar gáttir himins hefðu opnazt i sömu andrá. Fulltrúarnir 50 á 2. Meginlandsþinginu voru að tinast inn í fundarsalinn i þinghúsinu við Walnut Street. Þeir töluðu saman i hálfum hljóðum, en fylgdust vel og af eftirvæntingu með hverjum, þeim, sem gekk i salinn. Rök hitamollann i salnum gerði mönnum þungt fyrir brjósti, en þótt gluggarnir væru lokaðir hafði það þó þann kost i för með sér að hrossafiugurnar komust ekki Daginn áður hafði óformleg atkvæða- greiðsla um ályktun Richards Henry Lees frá Virginiu um sjálfstæðisyfirlýsingu leitt i ljós, að 9 af nýlendunum voru henni fylgjandi, S-Karólina og Pennsylvania á móti, New York sat hjá en tveir fulltrúar Delaware voru á öndverðum meiði og sá þriðji, Ceasar Rodney, ókom- inn og því óljóst um afstöðuna. Þingmenn höfðu gert sér vonir um að alger eining yrði um svo mikið stórmál, sem það var að kljúfa stóran hluta meginlandsins og 2,5 milljónir ibúa þess frá brezka heimsveldinu. Allt annað gæti orðið til að sá frá sér fræjum sundurlyndis og þvi var ekki að undra þótt þingfulltrúar væru kvíðafullir þennan gráa júlimorgun. Brátt komst sá orðrómur á kreik í fundarsal, að fulltrúar Pennsylvaníu hefðu breytt afstöðu sinni og skömmu seinna skýrði Edward Rutledge, fulltrúi S-Karólinu svo frá, að þeir myndu einnig greiða tiilögunni atkvæði. Fulltrúar New York biðu enn eftir fyrirmælum að heiman, en þeir myndu ekki vera á móti. Þá var aðeins Delaware eftir. John Hancock frá Boston, forseti þingsins, sló nú með fúndar- hamri sinum í púltið og sagði fund settan, en ritari þingsins, Charles Thomson, las ályktunina upp á ný fyrir atkvæðagreiðsluna. Meðan á lestrinum stóð heyrð- ist hófatak fyrir utan húsið og brátt var dyrunum hrundið upp og inn gekk þriðji fulltrúi Delaware, bóndinn Ceasar Rodney, útataður í leir og gegnblautur með klút bundinn um hökuna að skýla kaunum af vöidum krabbameins. „Þrumurnar og rigningin töfðu för mína,“ sagði hann um leið og hann settist. SÁRSAUKAFULLT OG BLÖÐUGT þeirri stundu samþykktu fulltrúarnir ein- róma að rjúfa 169 ára gömul tengsl við Bretland og lýstu yfir að nýlendurnar væru og ættu rétt á að vera frjáls og sjálfstæð ríki. Sjálfstæði, sem getur verið eins sársauka- fullt og blóðugt og fæðing, er einstök söguleg tilraun, þar sem veðjað er á þá framtiðarsýn, að vilji væri allt sem þyrfti til að fólk af ólíkum uppruna sameinaðist og myndaði nýja pólitiska heild i nýju landi. Þingfulltrúar voru fullir gleði og John Adams frá Boston lýsti þvi yfir að 2. júlí ætti eftir að verða eftirminnilegasti dagurinn i sögu Bandarikjanna. rátt fyrir að sjálfstæðisyfirlýsingin hafi Ieg-_ ið í loftinu undanfarna mánuði og jafnvel ár virtust atburðir vikunnar óvæntir og jafnvel ótrúlegir þegar þeir voru um garð gengnir. 2. júli var aðskilnaðinum lýst yfir og siðan samþykkti þingið 4. júli einstakt skjal, þar sem lýst var yfir hinum fjölmörgu ástæðum nýlendn- anna fyrir ákvörðuninni um að rjúfa tengslin við Bretland. Svo kann að vera að sá dagur og það skjal eigi eftir að skipa hærri sess i hugum Bandarikjamanna er fram liða stundir en það sem gerðist 2. júli, þvi að yfirlýsingarskjalið, sem Jefferson samdi, gefur bylting- unni heimspekilegan grundvöll og réttlætir hana. B andarikjamenn munu hins vegar halda sjálfstæðið hátiðlegt þessa viku en ekki ástæðurnar fyrir þvi. Eftir að yfirlýsingin hafði verið lesin opinberlega hringdu Filadelfiubúar kirkjukiukkum sínum i heilan sólarhring og hvarvetna i nýlendunum rikti mikill fögnuður er fréttirnar bárust. Oe þannig var það. Enda þótt Bandarikja menn hafi sameinazt um sjálfstæðisyfirlýsinguna voru ástæður þeirra og hagsmunir mjög ólíkir. Hin nýju Bandaríki teygðu sig yfir um 2000 km frá klettóttum ströndum Massachusetts og Maine til sandhóla Thomas Jefferson og samnefndarmenn hans afhenda John Hancock þingforseta yfirlýsinguna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.