Morgunblaðið - 04.07.1976, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 04.07.1976, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JULÍ 1976 •• | 8 GRETA OG JON BJORNSSON SÓTT HEIM Á FALLEGA HEIMIEINU ÞEIRRA NORÐAN í LAUGARÁSNUM frá íslandi og það réð því sem á eftir fór. Gréta giftist honum og flutti til Islands rúmlega tvítug að aldri árið 1929. Jón var sonur Björns Stefánssonar, verzlunarstjóra á Vopnafirði, og Margrétar Jónsdóttur frá Hjarðarholti og þarna í námi. — Nei, ég vissi að hér voru fjöll, kindur og fiskveiði og það fannst mér nóg, svaraði Gréta spurningunni um það, hvort hún hefði vitað nokkuð hvert hún var að fara. — Þegar maður er ungur er bara spennandi að skipta alveg um. Ég lenti líka í svo góðri fjölskyldu, sem tók mér opnum örmum. Við byrjuðum okkar búskap á loftinu á Vesturgötu 17. Ég fékk lánað reiðhjól og hjólaði um allt. Og þegar ég kom i Laugardalinn, fannst mér svo indælt þar. Við vorum svo hepp- in að þar reyndist vera til sölu gamalt fjós og hlaða. Við keyptum það og byggð- um við það. Maður er svo kjarkmikill, þegar maður er ungur. Og þarna fædd- ust börnin og ólust upp. í kring var aðeins gras og rabbabaraplöntur, svo við fórum að rækta plöntur og tré og héldum áfram í 37 ár. Það var orðið mikið af fallegum trjám þarna, þegar borgin keypti garðinn og húsið. Og mér finnst , ánægjulegt að sjá að fólk getur notið garðsins og húsinu er vel haldið við. Jón og Géta eru víðar þekkt en i Reykjavík. Þær eru orðnar 30 kirkjurn- ar, sem þau hafa málað að innan. Jón er málarameistari og sá hluti verksins fellur í hans hlut, en Gréta skreytir. — Við höfum alltaf unnið saman, segja þau. — Það er allt annað að velja saman liti þegar maður veit hvað hitt hugsar. Fyrsta stóra verkefnið var skreyting Hafnarfjarðarkirkju árið 1934. Þá hafði Gréta samt áður unnið við að skreyta loft og forstofur. Nú síðast voru þau hjónin í vor á Reyðarfirði, og búið er að biðja þau um að mála tvær kirkjur í viðbót. — Það fer eftir því hvað heilsan leyfir hve lengi við getum haldið þessu áfram segja þau. Gréta vinnur venjulega hugmyndir sínar að skreytingum frá grunni. skissurnar að skreytingunni í Selfoss- kirkju eru komnar á safn í Svíþjóð, Skissernes Museum í Lundi. Þar er fróð- legt safn af uppdráttum að verkefnum listamanna, og þannig hægt að kynnast vinnubrögðum þeirra. Kona frá safninu kom hingað og falaðist eftir uppdráttun- um að skreytingunni í Selfosskirkju. Þó kemur fyrir að Gréta málar annað. Ný- lega skreytti hún t.d. verzlun á Akranesi, sem Gunnar Bjarnason hafði hannað. Hún er í norskum stíl og málað á plötur, sem síðan voru settar upp. Það verk vann hún I vetur í vinnustofunni heima. Og þar hefur hún skreytt kistur o.fl. Gréta er af gamalli og gróinni ætt í Sviþjóð. — Faðir minn var jarð- fræðingur og áhugamaður um fornminj- ar. Hann fór mikið um og safnaði mun- um í Skansinn og Nordiska Museet, þegar það var að byrja. Um leið safnaði hann gömlum munum fyrir sjálfan sig. Sumt var svo aftur látið, en úrvalshlutir héldust kyrrir hjá fjölskyldunni. Þaðan kom gamli Dalaskápurinn frá 1797, sem þú varst einmitt að skoða. Þeir eru mjög sjaldfengnir núna. Marga er búið að lakka yfir og mála upp, en Svíar reyna nú að halda í þá. Til dæmis gátum við Jón ekki fengið skápinn tryggðan til flutnings, þegar við fengum hann, urð- um að taka hann með eins og venjulegan skáp. Sumt af þessum munum hefi ég fengið beint frá afa og öðrum í fjölskyld- unni og annað erfði ég eftir föður minn. Til dæmis fékk ég þetta safn af gömlum bókum eftir langafa minn, sem mest safnaði þeim. í nýju liúsi Jón stendur á stigapallinum með gamla lútu. Fyrir neðan er teppi, sem Gréta óf eftir teikningu sem eizta dóttir hennar gerði sem barn. Sænsku bækurnar í gömlu brúnu skinnbandi eru þarna í skáp og hluta þeirra hefur verið komið fyrir í mjórri, hárri bókahillu, sem felld er inn í skor- steininn. Gréta kveðst vera svo heppin, að sonur þeirra hjónanna er smiður og hann smíðaði þetta skemmtilega skot fyrir minni bækurnar. í stofunni kemur maður auga á hvern hlutinn á fætur öðrum og langar til að skoða. — Það er gaman að því að sjá hvernig þessir gömlu hlutir hafa verið notaðir. Á þeim er gljái þar sem hönd hefur verið höfð á þeim, segir Gréta og sýnir mér danska straufjöl með gljáandi handfangi frá 1792 með stöfum Kristjáns VII og eins Húsið stendur norðan I Laugarásnum með útsýni til Viðeyjar og f þessum sérkennilega garð' Einn af hinum fágætu Dalaskápum frá 1797, sem Svfar leyfa ekki lengur að séu fluttir úr landi. Og á veggnum má sjá dönsku straufjölina frá 1792 með útskornum stöfum Christians VII. Framan við dyrnar mætir gestinum stór jökulnúin klöpp og á húsveggnum mosaikmynd, en upp með húsinu liggur hraunhellurenna með jurtum í og hverfur i forvitnilegan garðinn á bak við. Strax þarna úti á götunni við Norðurbrún 20, með útsýni yfir Viðey og fjöllin í fjarska, má merkja að þar býr fóik með sérstæðan smekk. Enda eru húsráðendur listafólkið Jón og Gréta Björnsson, sem á langri ævi voru búin að koma upp yndislegum og gróðurríkum reit í Laugardalnum, sem borgin fékk og lagði við útivistargarðinn þar. Þau Jón og Gréta fóru þvi 1968 að búa sér nýjan ramma um líf sitt og það, sem þeim þykir vænt um — gróður, steina og ekki sízt gripi og húsgögn, sem margt eru erfða- gripir Grétu úr hennar gamalgrónu sænsku fjölskyldu. Sumt jafnvel safn- gripir, sem ekki er lengur leyft að flytja frá Svíþjóð, eins og Dalaskápurinn í stof- unni hennar. — Já, ég kveið fyrir því að þurfa ailt í einu að fara að koma mér fyrir í steypt- um kassa, sagði Gréta, þegar við gengum um stofuna og gesturinn dáðist að því hve þessir gömlu gripir virðast falla vel að nýju húsinu. — Við erum svo heppin að eiga arkitekt fyrir tengdason, Jóhannes Ingibjartsson, byggingarfull- trúa á Akranesi, og hann vissi nákvæm- lega fyrirfram hverju þyrfti að koma hér fyrir og hvernig við vildum búa. I sameiningu sköpuðum við því þetta heimili utan um það, sem hér er inni. Það vekur athygli, að þarna er eins og renni saman í eina heild garðurinn, vinnustofur húsbændanna á neðri hæð- inni og heimilið með fallegu mununum, alveg eins og það gerði í gamla timbur- húsinu í Laugatungu í Laugardalnum. Til skilningsauka er líklega nauðsynlegt að skýra í upphafi máls uppruna Grétu og hvernig heimili þeirra Jóns varð í upphafi til. gljáir blettur á útskurðinum, þar sem straukonan hefur við verk sitt stutt hin- um lófanum ofan á. Og hún kemur með norska skrautmálaða drykkjarskál úrtré I orralíki, sem ber þess merki að margur munnurinn hefur sopið af skálarbarmin- um og hendur haldið um höfuð og stél fuglsins, er skálin var borin að vörum. Borðstofuhúsgögnin gömlu úr mahogny með bláu ullaráklæði eftir Grétu sjálfa, eru frá afasystur hennar, sem bjó ógift í gamla bænum í Stokk- hólmi. *— Hún sagði alltaf að ég ætti að erfa þau, segir Gréta til skýringar. — Nei, henni datt ekki í hug að þau ættu eftir að fara til íslands. Hún grét, gamla konan, þegar hún vissi að ég ætlaði að gifta mig. „Eiga þá húsgögnin mina að fara til Islands?" sagði hún. En það breytti engu, ég átti að fá þau. Þetta leiðir talið að tildrögum þess, að Gréta sjálf lenti hér á þessu landi. Hún hafði fengið að fara til náms í Mynd- listarskólanum í Stokkhólmi í þeim tilgangi að verða teiknikennari, segir hún. En færði sig i deild í skólanum, sem tók atvinnumálara, er voru að læra skrautmálningu. Þar var Jón Björnsson Gamlir gripir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.