Morgunblaðið - 04.07.1976, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JULÍ 1976
27
Þegar viö göngum niður í vinnu-
stofurnar á neðri hæðinni, má sjá að þar
eru þau hjónin að gera upp gamla hluti.
Þar má t.d. sjá gamlan klukkukassa og
kistu. Talið berst aftur að viðgerðum á
kirkjum. Og Jón segir frá því, er hann
var á sínum tíma að leysa upp gamla
málningu á predikunarstólnum í
Grenjaðarstaðakirkju og i ljós kom letur.
Þarna mátti sjá að stóllinn var frá þeim
tíma, er sr. Tómas Hallgrlmsson var þar
prestur um aldamótin 1700. Jón hringdi
til Kristjáns Eldjárns, sem staðfesti hvað
þarna var á ferð og hvatti til varúðar.
Undir gömlu málningunni mátti viða
greina linur. Málarinn, Jón Hallgríms-
son, hafði lært i Kaupmannahöfn á 18.
öld. Og á Urðum i Svarfaðardal var til
stóll, sem hann hafði málað. Þangað fór
Gréta til að kynnast handbragði hans.
Síðan var gert við predikunarstólinn og
hann málaður upp. Slíkt er ákaflega
mikið vandaverk, segir Gréta. Kennar-
inn okkar, sem hét Filip Monson, gerði
mikið upp af kirkjum i Sviþjóð og hann
brýndi fyrir okkur að mála aldrei ofan í
skreytingu í kirkju nema vera búin að
kanna hana og vita vel hvað þar hefði
verið.
Gréta hefur málað frá því hún var 16
ára gömul. Skömmu eftir að hún kom til
íslands eða árið 1920, hafði hún sína
fyrstu sýningu á vatnslitamyndum á
Laugavegi 3 og skömmu síðar aðra á
Vesturgötunni. Lengi vel mátti sjá
myndir eftir hana á sýningum. — En nú
er ég alveg hætt að mála myndir, segir
hún. — Mér leiddist að hafa ekki lengur
heilsu til að sitja úti og vinna. Og svo er
of erfitt að standa i því að koma upp
sýningu.
Á seinni árum hefur hún fremur átt
myndvefnað á sýningum. En dæmi um
hvort tveggja, myndir hennar og teppi,
má viða sjá á heimilinu. Og í íbúðinni er
vefstóll, sem sýnilega hefur verið nýttur.
Á viðargólfunum eru hvarvetna mottur,
sem Gréta hefur ofið. Og það kemur í
ljós, að áklæði á húsgögnunum hefur
hún líka ofið. Á gömlu sænsku borð-
stofuhúsgögnunum er t.d. blátt áklæði.
— Þetta var fyrsta áklæðið, sem ég óf
skömmu eftir að ég kom hingað segir
Gréta. Ég fékk lánaðan vefstól og vin-
kona tengdamóður minnar setti upp
fyrir mig vefinn. Sjálf fór hún með mér
inn i Framtiðina á Frakkastígnum, þar
sem ég keypti band. Svo fórum við niður
i kjallara og lituðum það. Þetta er alveg
óslitið ennþá og lítið upplitað. Fram-
tíðarbandið var mun mýkra en Gef junar-
bandið, sem ég óf úr annað áklæði, bætir
Gréta við og strýkur bæði klæðin.
Á veggnum, þar sem gengið er upp á
efri hæðina, hangir stórt skemmtilegt
teppi. — Þetta óf ég eftir barna-
teikningu, segir Gréta. Elzta dóttir min
gerði hana eftir að hún var í sveit.
Fleira vekur athygli á veggjunum, svo
sem sænsk ofin hörteppi, útskorin
íslenzk rúmfjöl með bænaversi, teikning
eftir Albert Engström af listamanni, vini
fjölskyldu Grétu, mörg málverk eftir
föður hennar og hana sjálfa. Þarna er
t.d. teikning eftir sænska listakonu af
langafa Grétu og langömmu og mynd
eftir Sirri Dererk og fleira, sem of langt
yrði upp að telja. — Listakonan, sem
teiknaði langafa og langömmu, gerði
mikið af andlitsmyndum og var af þvi
fræg, segir Gréta. Hún gerði fólkið fal-
legra, þar sem Sirri aftur á móti fegraði
það ekki, málaði það bara eins og hún sá
það, og gekk því verr að selja.
Langafinn hét Axel Erdman og var
fyrsti sænski prófessorinn í geológiu,
afinn var líka doktor í geológíu og safn-
aði mikið af steinum, þegar hann setti
upp Geológiskasafnið í Stokkhólmi. Og
Gréta hefur mikinn áhuga og þekkingu á
grjóti. Það hefur Jón einnig, enda af
þeim stað á landinu, þar sem mest er um
skemmtilegt berg, Austurlandi. Þess má
sjá merki á heimilinu. Þegar inn er
komið í anddyrið blasir við hrafntinnu-
steinn, griðarstór og svo fallegur I laginu
að hann er líkastur skúlptúr. Og garður-
inn bak við húsið er lagður grjóti. Þar
eru engar grasflatir, heldur fallegir
steinar, sem þau Gréta og Jón hafa valið
og flutt með sér heim. Einu sinni höfðu
þau Gréta og dreift glerhöllum innan um
blómin. En þegar þau komu heim eftir
þriggja vikna fjarveru voru steinarnir
allir horfnir. Einhverjir höfðu gert sér
lítið fyrir og stolið þeim.
Framhald á bls. 34
Upp á milli steinanna er fjölbreytt plöntuval, yfir 100 tegundir
af jurtum. Þar lifa Islenzkar f jallajurtir góðu Iffi.
Með drykkjarskál úr
tré f orralfki. Hún ber
þess merki að margir
hafa haldið um stél og
höfuð og borið skálina
að þyrstum vörum —
kannski göngumóðir
gestir f einhverju sel-
inu.
Hvar? Hvers vegna?
m
KVEN LEÐUR
SANDALAR
með leðursólum --
Vero