Morgunblaðið - 04.07.1976, Side 32

Morgunblaðið - 04.07.1976, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JULI 1976 HVER: ættingi Siagsíðunnar, sem reis upp á afturfæturna með hækkandi sól (of> vaxandi rif'niní'u'.') IIVAÐ: spjallar um popptónlist og önnur áhuf>asvið ungs fólks. IIVAR: i Morf>unblaðinu. IIVKNÆR: alltaf á sunnudöfium. IIVERNIG: í formi viðtala, frétta, f>reina, huf'leiðinf'a, umsafina, ábendinpa o.s.frv. IIVERS VEGNA: af (innri) þörf, nauðsyn, huf>ulsemi, áhufía.....af því bara. Lag Rnnars Júl. á þvzka plötu 0 KITT lapið af nýju stóru pliitunni hans Rúnars Júlíus- sonar hefur verið hljóðrifað af júf’óslavneskum sönpvara, Edo að nafni, til útfiáfu á plötu í Þýzkalandi. Er þetta laftið ,,rokk ofi ról, við dönsum hér“. I samtali við Slaf’brand kvaðst Rúnar hafa kynnz.t Edo þessum í Þýzkalandi er hljóðrit- un stóru plötunnar, ,,IIvað dre.vmdi sveininn?", stóð vfir. Eékk Edo þá leyfi til að synfjja lapið inn á plötu, en Rúnar hef- ur ekki fenf’ið frekari frefjnir af framfjangi málsins. Rúnar saftðist aldrei hafa heyrt minnzt á Edo, áður en þeir kynntust, og því síður hróður hans, Vilko. En um þær mundir er fundum þeirra bar saman, var nýlokið gerð heil- mikils sjónvarpsþáttar um Edo, sem kostaði tugi milljóna ís- lenzkra króna í framleiðslu. Hlýtur Edo þvi að hafa eitthvað við sif» í augum og eyrum þýzkra. celcius • SLAGBRANDUR hefur sannfrétt, að poppáhugamenn bíði nú með mikilli eftirvænt- ingu eftir hljómsveitinni CEL- CIUS. Þar eru enda á ferðinni karlar sem til alls eru líklegir: Birgir Hrafnsson og Sigurður Karlsson úr Change, Kristján Guðmundsson sem áður lék með Haukum, bassaleikarinn og söngvarinn Pálmi Gunn- arsson og Birgir Guðmundsson sem áður annaðist gítarleik með góðum árangri í hljóm- sveitinni Nafnið frá Borgar- nesi. • Þegar Slagbrandur leit inn á æfingu hjá hljómsveitinni nú fyrir skömmu voru þeir félagar að æfa lag eftir Birgi Hrafns- son, — þrumandi rokk sem virkaði á Slagbrand eins og tveir fimmfaldir, rétt eins og innvortis hitastig ryki skyndi- lega upp'í 100 gráður á Celcius. En að öllu gamni slepptu bar æfingin þess merki, að hér væri i fæðingu hljómsveit í sér- flokki. . . oft var þörf en nú er nauðsyn, á þessum síðustu og verstu tímum islenskrar popp- menningar. Slagbrandur setti upp spek- ingssvip og spurði um tónlistar- stefnu og framtíðaráform eins og sönnum poppskrifara sæmir. Þeim félögum varð orðfall um stund en siðan fórnuðu þeir höndum og hrópuðu: ,,í guðana bænum farðu nú ekki að skrifa eitthvert rugl um framúrstefnu eða áform um að slá í gegn úti í heimi. Við ætlum ekki að standa og falla með neinni ákveðinni stefnu. Þetta verður bara gott stuð, ,,funk“ og hressilegt rokk." — í samtalinu kom fram að þeir búast við að- koma fram um næstu helgi en þeir bíða nú eftir söngkerfi og af eðlilegum ástæðum vilja þeir ekki byrja fyrr en tækjabúnað- ur er orðinn eins og þeir vilja hafa hann. Rúmlega helmingur efnisvals verður frumsaminn og þegar Slagbrandur arkaði út í rigningarsuddan ómuðu fyrir eyrum þýðir tónar af nettri sveiflu eftir Kidda. . . Ámundi stórumboðsmaður. Paradís og Cabarett á Húnavers- 76 — „Húnaversgleðin verður sett með lúðrablæstri og trommusóló stundvís- lega kl. 8 síðdegis á föstudagskvöldið," sagði Amundi stórumboðsmaður Amundason í stuttu samtali við Slag- brand. — „Um kvöldið verður dansleik- ur þar sem fram koma Paradís og Cabarett auk Berta Jensen. A laugar- dagseftirmiðdag verður svo útihátíð þar sem fram koma ónafngreindir skemmti- kraftar og svo knattspvrnukeppni milli skemmtikraftanna og úrvalsliðs bestu knattspyrnumanna á svæðinu. Undan- farin tvö ár höfum við skemmtikraftarn- ir borið sigur úr býtum og síðast lékum vtð mótsgesti svo illa að þeir mættu ekki á ballið um kvöldið. Þess vegna ætlum við að leyfa þeim að vinna núna. — til að fá fleiri inn á ballið." Amundi var hinn hressasti og kvaðst vera með ýmislegt á prjónunum i sumar sem þó væri ekki ástæða til að blaðra með í fjölmiðla að svo stöddu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.