Morgunblaðið - 04.07.1976, Side 34

Morgunblaðið - 04.07.1976, Side 34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JULÍ 1976 34 BAUSCH & LOMB MJÚKAR LINSUR Mjög stuttur afgreiðslufrestur Leitió upplýsinga - Gamlir gripir Framhald af bls. 27 GLERAUGNAVERZLUN Ingólfs S. Gís/asonar hf. BANKASTRÆT! 14. SÍM116456 En ekki vantar jurtír í fiaröinn, þó ekki sé þar gras, Þar er mikið safn af plöntum — yfir 100 tegundir — og þeim komið fyrir innan um grjótið. Þar er mikið af islenzkum jurtum og hálfgrös- um, sem virðast dafna vel. Nellikkuteg- und með smáu blómi ilmar mjög um þessar mundir og brátt blómstrar blóð- bergið. — Það hættir að blómstra, ef borinn er áburður í garðinn, segir Gréta. Það er ekki gert í þessum garði og held- ur ekki var sótzt eftir sérstakri gróður- mold í hann. Þarna var fyrir leirborinn jarðvegur, og var bætt á hann venjulegri móamold. — Islenzku plönturnar þola svo illa húsdýraáburð. Þó kemur f.vrir að ég myl örlítið af honum þurrum, rétt eins og þegar kind skilur eftri sig spörð í haga, segir Gréta til skýringar. Og þarna er krækiberjalyng og holtasóley og fleira. sem fólki gengur yfirleitt erfið- lega að láta lifa í görðum. Litirnir á hlómunum eru líka ákaflega skærir, og í þessum garði er nær enginn arfi, sem gjarnan fylgir húsdýraáhurðinum. — Við erum ekki sérstaklega að safna mörgum tegundurh, segir Gréta. Við tök- um bara jurtir, sem á vegi okkar verða. Þar sem unnið er að vegagerð er t.d. oft gott að hirða upprifna hnausa og fara með heim. Á þeim kennir þá iðuléga margra grasa. T.d. fékk ég þannig smjör- laufið, sem mér þykir svo gaman að. Það er hentugt að hafa svona garð, þar sem grjót kemur i stað grasflata. Á vetr- I þessum garði eru engar grasflatir, bara grjót og jurtir. Þar er hægt að tylla sér á stein. Ljósm. f’riðþjófur. um er hann lika fallegur. Stundum seg- ist Gréta fá sér þang og leggja það ofan á jurtirnar milli steinanna þeim til hlífð- ar. Og um leið fæst svolítill áburður í moldina. Það væri hægt að halda lengi áfram að ganga um húsið og garðinn með Jóni og Grétu og spyrja: Hvað er þetta — og þetta? En einhvers staðar verður að setja punktinn og betra að hafa eitthvert rými eftir fyrir myndir. Að lokum spyr ég Grétu hvort hún fari oft heim til Svíþjóðar. Nei, svarar hún. Þar á ég engan að lengur. Þegar við leggjum land undir fót, þá förum við annað. Til dæmis fórum við í haust il Júgóslavíu með danskri ferðaskrifstofu. Einu sinni fórum við til Egyptalands, því ég hefi alltaf verið svo hrifin af fornri egypzkri list. Og við fórum til ísraels, segir Gréta og kemur með oddmyndaðan botn úr fornu ísraelsku leirkeri, sem hún hafði rekið tána í, þegar hún óð út í Genesaret- vatnið. Þannig verða alls staðar dýrgrip- ir til ánægjuauka fyrir þeim, sem kunna að meta og með að fara, eins og húsráð- endur á þessu heimili — E.Pá jKiga nú húsgögnin mín að fara til lslands? sagði afasystir Grétu, (sem bjó í gamla bænum í Stokkhólmi, er hún frétti að erfingi I hennar ætlaði að giftast Islendingi. Gréta situr I borðkrókn- um sfnum með sænsku „skólahús- gögnunum". Bak við hana er norskur skápur frá 1899 og lengst til vinstri rétt sér á hornið á mjórri bóka- hillu, sem felld er í skorsteininn. skápnum eru fornar sænskar bæk- ur. A hill- unni undir skápnum er stór hrafn- tinnusteinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.