Morgunblaðið - 04.07.1976, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚ'LI 1976
37
Guðrún Sigurðar-
dóttir—Minning
Fædd 19. nóv. 1918.
Dáin 27. júní 1976.
Á morgun, mánudaginn 5. júlí
verður gerð frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði útför Guðrúnar Sig-
urðardóttur, húsmóður, Hverfis-
götu 19b, Hafnarfirði.
Guðrún eða Rúna eins og hún
var ávallt kölluð í vina og skyld-
menna hópi var fædd að Brekkum
í Holtum 19. nóvember 1918, dótt-
ir hjónanna Sigurðar Gíslasonar,
bónda þar, og konu hans, Elínar
Sigurðardóttur. Þriggja ára missti
hún föður sinn og fluttist þá að
Meiritungu í Holtum til hjónanna
Þorsteins Jónssonar og Þórunnar
Þórðardóttur og ólst hún þar upp
að miklu leyti undir handarjaðri
ömmu sinnar, Jóhönnu Árnadótt-
ur, sem þar dvaldist og var Rúnu
bæði mamma og amma. Síðar, er
Rúna hafði stofnað eigið heimili í
Hafnarfirði, dvaldi Jóhanna lang-
dvölum á heimili hennar. Rúna
vandist öllum venjulegum sveita-
störfum í æsku og var í Meiri-
tungu til 16 ára aldurs og jafnan á
sumrum næstu árin, en á vetrum
vann hún ýmis störf í Reykjavík.
11. janúar 1941 gekk hún að eiga
eftirlifandi eiginmann sinn,
Kristján Símonarson, flugumferð-
arstjóra, og festu þau kaup á litlu
húsi við Hverfisgötu 19b í Hafnar-
firði, þar sem þau bjuggu allan
sinn búskap.
Þau hjónin eignuðust þrjár
dætur: Jóhönnu Kolbrúnu, sem
gift er Reyni Jónassyni, hljómlist-
armanni, Hrafnhildi, hennar mað-
ur er Jón Marinósson, fulltrú hjá
IBM-umboðinu, og Steinþórunni,
sem gift er Kristjáni Haukssyni,
vélvirkjatækninema. Þá ólu þau
upp eina fósturdóttur Rúnu Lísu,
sem nú er 17 ára. Auk hennar
eiga þau 5 barnabörn.
Eins og áður sagði bjuggu þau
Rúna og Kristján allan sinn
búskap í Hafnarfirði og fyrir um
það bil 15 árum breyttu þau og
endurbyggðu hús sitt og áttu þar
yndislegt heimili, þar sem mynd-
arskapur húsmóðurinnar kom
glöggt í ljós. Rúna var mikilhæf
húsmóðir og var sístarfandi að
heill og hamingju fjölskyldu sinn-
ar. Þau Rúna og Kristján voru
mjög samrýnd og hjónaband
þeirra mjög ástsælt. Þau höfðu
mikið yndi af ferðalögum og ferð-
uðust mikið bæði innanlands og
utan. Gestrisni þeirra var við-
brugðið og gaman að sækja þau
heim og aldrei leið Rúnu betur en
þegar hún var með fullt hús af
gestum, eða þegar hún gat veitt
þurfandi hjálparhönd. Meginþátt-
urinn í lundarfari hennar var þó
félagslyndi og alls staðar var hún
hrókur alls fagnaðar, hvort sem
var á spilakvöldum, dansleikjum
eða L þröngum hópi innan eða
utan fjölskyldu. Rúna var heilsu-
hraust alla ævi og þvi kemur hið
A lexía Pálsdótt-
ir—Kveðjuorð
Fædd 29. mí 1900
Dáin 20. júní 1976.
Tengdamóðir mín, Alexía Páls-
dóttir, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni mánudaginn 5.
júlí. Hún lézt eftir skyndilegt
hjartaáfall i Landakotsspítala 20.
júní síðast liðinn. Þannig endar
leið okkar allra fyrr eða síðar.
Enda þótt hún væri nýlega orðin
76 ára gömul bjóst enginn við
dauða hennar svo skyndilega og
þó líklega allra sízt hún sjálf.
Alexía fæddist 29. mai 1900 í
Reykjavík og átti heima þar alla
tíð. Foreldrar hennar voru hjónin
Guðlaug Ágústa Lúðvígsdóttir,
ættuð úr Reykjavik og Páll Haf-
liðason, skipstjóri frá Gufunesi.
Hún giftist Lúðvik Sigmunds-
syni járnsmið 19. september 1925
og eignuðust þau 6 börn, sem öll
eru á lífi. Hjónaband þeirra var
sérlega gott og hjónin samhent,
en hún varð fyrir þeirri miklu
sorg að missa mann sinn árið
1947, aðeins 43 ára gamlan. Börn-
in tiovm Kó n nM vinn m 1 O Of\ óro
og öll i námi og urðu næstu árin
henni og börnum hennar ákaflega
erfið, en með mikilli eljusemi og
dugnaði og ýtrustu sparsemi tókst
henni að halda heimili fyrir börn
sín og styðja þau til náms. Á þess-
um erfiðu árum reyndi mjög á
þolinmæði hennar og stjórnsemi
til að endar næðu saman, en með
góðu samstarfi við börnin tókst að
komast yfir þennan erfiða hjalla.
Á þessum tíma hóf hún einnig
vinnu utan heimilis til að drýja
tekjur þess og vann hún síðan við
ýmis störf, bæði verzlunarstörf og
matreiðslustörf fram á síðustu ár.
Alexía átti því láni að fagna að
halda góðri heilsu mestan hluta
ævinnar. Hún fékk hjartaáfall
fyrir nokkrum árum, en virtist ná
sér vel eftir það. Það eina sem
hrjáði hana var augnsjúkdómur,
sem gerði vart við sig fyrir um
það bil 10 árum og ágerðist með
aldrinum. Hún var dul að eðlis-
fari og leyndi því lengi hvað augn-
sjúkdómur hennar var kominn á
hátt stig og var hún því sem næst
blind, er hún gekkst undir augn-
aðgerð í London fyrir tæpum 2
árum. Aðgerðin tókst betur en
nokkur þorði að vona og náði hún
með timanum svo góðri sjón að
hún gat lesið og unnið fíngérð-
ustu handavinnu, sem hún hafði
ekki getað í mörg ár. Þessi síðustu
ár reyndust henni þvi dýrmætari
og ánægjulegri en hún hafði átt
lengi og hefði þessi tími svo
sannarlega mátt vera lengri. Þó
má það teljast mikil gæfa að geta
haldið sínu starfsþreki svo að
segja allt til hinztu stundar.
Þrátt fyrir háan aldur er hún
lézt, bar útlit hennar þess ekki
merki, þar sem hún var ávallt
mjög ungleg. Hún var mikil að
mannkostum og drengskap og
alltaf boðin og búin að rætta
hjálparhönd ef til hennar var leit-
að, um það ætti undirrituð að geta
borið vitni, þvi að við bjuggum
ýmist saman eða i nábýli í rúm-
lega tvo áratugi.
Alexia var mikil verkmann-
eskja að hverju sem hún gekk og
þar sem börnip voru mörg og
barnabörnin fjölmörg var alla tíð
mjög fjölmennt á heimili hennar,
en hún hafði mikið yndi af öllu
heimili hennar alla tíð vott um
reglúsemi og snyrtimennsku.
Við sem þekktum hana bezt og
vorum mest með henni þökkum
henni löng og góð kynni og send-
um henni alúðarþakkir fyrir allar
samverustundirnar. ,
Megi friður GuAs vera með
henni.
hún þá í fóstur að Meiritungu, hjá
hjónunum Þorsteini Jónssyni og
Þórunni Þórðardóttur. Þar til
heimilis var og amman, Jóhanna,
móðir hins látna föður, og telp-
unni alltaf svo kær. Til 16 ára
aldurs elst svo Rúna þar upp, og
eitthvað lengur er hún á þessu
heimili, þótt ekki væri það óslitin
dvöl.
Hinn 11. jan. 1941 1941 giftist
Guðrún eftirlifandi manni sínum
Kristjáni Simonarsyni flug-
umferðarstjóra, sem er innfædd-
ur Hafnfirðingur. Hin ungu hjón
festu sér til eignar húsið Hverfis-
götu 19 B þar í bæ, og hafa átt þar
heimili síðan. Hafa því þessi hjón
verið næstu nágrannar okkar i 35
ár.
Við erum búin að eiga margar
góðar og glaðar stundir á heimili
þeirra, svo sem í afmælum
dætranna þeirra þriggja, meðan
ungar voru, Kolbrúnar, Hrafn-
hildar og Steinþórunnar, sem all-
ar eru nú giftar og koma nú orðið
sjaldnar á Hverfisgötu 21 B en
áður var.
Öllum þeim blessuðum systrum
og þeirra börnum vottum við inni-
legustu samúð, og ekki síður
föður þeirra, eftirlifandi eigin-
manninum. Við kveðjum góða
grannkonu, með þökk fyrir 35 ára
indæl kynni. Alfaðir veiti henni
allt. sem bezt má verða í eilífðar
heimkynnum.
Halla og Jón.
óvænta andlát mjög á óvart öllum,
sem hana þekktu, en ekki er mér
grunlaust um, að hún hefði helst
kosið að fara á þennan hátt, hefði
hún mátt einhverjú um ráða.
Við andlát hennar er skarð fyr-
ir skildi og vil ég fyrir mína hönd,
fjölskyldu minnar, starfsfélaga
Kristjáns, ættingja og vina votta
honum og fjölskyldu hans innileg-
ustu samúð okkar allra og biðja
þann, sem öllu ræður, að styrkja
þau á sorgarstundu.
Guð blessi minningu hennar.
A.Þ.Þ.
Övænt og fyrirvaralaust bar
það til, að okkar góða, glaðværa
og hraustlega vinkona var hrifin
burt úr jarðlífinu. Utför hennar
fer fram frá Fríkirkjunni i
Hafnarfirði á morgun, mánudag-
inn 5. júlí.
Guðrún var fædd að Brekkum í
Holtum, 19. nóv. 1918. Voru
foreldrar hennar hjónin Sigurður
Gíslason og Elín Sigurðardóttir,
þá búandi þar. Hún var aðeins
þriggja ára er faðirinn lézt. Fór
MUdð tap á tryggmgum
bifreiða og fiskiskipa
AÐALFUNDUR 57. starfsárs
Sjóvátryggingafélags Islands hf.,
var haldinn 24. júní s.l. Sigurður
Jónsson, framkvæmdastjóri,
flutti skýrslu um starfsemi félags-
ins og skýrði reikninga þess og
kom þar fram að heildar iðgjalda-
tekjur félagsins námu 1305 millj-
ónum króna á árinu 1975 og höfðu
aukizt um 59% frá árinu 1974.
Heildartjón ársins nam 1332
milljónum króna og tjónabætur
og önnur útgjöld fóru hraðvax-
andi á árinu vegna hinnar öru
verðbólguþróunar. Mikið tap varð
á bifreiðatryggingum og trygging-
um fiskiskipa og tap á heildar-
rekstri nam 13.8 milljónum
króna. Tryggingasjóður félagsins,
þ.e. iðgjalda-, bóta- og áhættusjóð-
ur, nam i árslok 832 milljónum og
hafði hækkað um 236 milljónir
frá árinu áður. Hlutverk þessa
sjóðs er fyrst og fremst að mæta
óuppgerðum tjónum frá árinu '75
og fyrri árum.
Stjórn félagsins skipa nú
Sveinn Benediktsson formaður,
Agúst Fjeldsted varaformaður,
Björn Hallgrímsson ritari, Ingvar
Vilhjálmsson og Teitur Finnboga-
son. Framkvæmdastjórar félags-
ins eru Sigurður Jónsson og Axel
Kaaber.
kbrndum
rl IÍf
Kerndum,
Kotlendiy
ffr-i iuiu.i
LANDVERIMD
CROWN
Verð
9.733
Verö
12.892
•s*..y°L ,
< ♦ tW „6* 6 8 10 1416 km* *
Mtt 88 96 102 108 MHz
* TUN5NI3
O Pí
Verö
125.315
8 rása stereol
Asa Þorgeirsdóttir.