Morgunblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JULÍ 1976
33
fclk f
fréttum
+ YFIRVÖLD skatta-
mála i Svíþjóð eru ekki
lambið að leika sér við
eins og komið hefur fram
í fréttum og beita enda
ýmsum óvenjulegum að-
ferðum við innheimtuna.
Fyrir nokkru skoraði
skattstjórinn Carl
Magnus Blomgren í grein
í blaðinu Expressen á
söngkonuna Anitu Lind-
blom að gjalda keisaran-
um það sem keisarans
væri enda hefði hún vel
efni á því. Anita er aftur
á móti á annarri skoðun
og syngur sem fyrr „Sánt
er livet“.
+ Þó að listahátíð sé gengin um garð er ekki þar með sagt að fólki
gefist ekki kostur á að njóta góðs söngs og skemmtilegrar sviðs-
framkomu, svo ekki sé minnzt á kvenlega fegurð. Söngkonan Wilma
Reading, sem mörgum er að góðu kunn frá fyrri komu hennar
hingað, er nú stödd hér öðru sinni mun verða henni til aðstoðar
hljómsveitin Galdrakarlar og Steve Hill.
Um Wilmu má það annars segja að hún er af ensk-frskum og
Suðurhafseyjaættum og er fædd ( borginni Queensland I Astralfu.
Hún gat sér snemma orð fyrir góðan söng og var orðin vel þekkt
þegar hún settist að I Englandi. Þar hefur vegur hennar vaxið mjög
og hefur hún komið fram 1 fjölda sjónvarpsþátta sem mikilla
vinsælda hafa notið og þess má geta að hún leysti Cleo Laine af I
hlutverki ,Julie“ f söngleiknum „Showboat". Sem sagt — góða
skemmtun.
Lifandi
listaverk
+ I BANDARÍKJUNUM er
starfandi klúbbur áhugamanna
um húðflúr og einu sinni á ári
koma félagar saman, einkum
til að sýna sig og sjá aðra. Flest-
ir klúbbfélagar eru karlmenn
en þó munu vera um 10 konur f
þessum félagsskap. Eftirlætis-
húðflúr karlanna er nakin kona
og einnig nýtur seglprúð skúta
mikilla vinsælda. Á sfðasta
þingi klúbbsins kom fram, að
nú er hægt að nema burt húð-
flúr en það fylgdi fréttinni, að
það væri nokkuð dýr aðgerð.
Meðfylgjandi myndir gefa
nokkra hugmynd um áhugamál
klúbbfélaga og þau skilyrði,
sem þeir verða að uppfylla til
að öðlast inngöngu.
Útför með
afborgunum
+ ARTHUR T. Aldridge heit-
inn sem lifði og dó I Bandarfkj-
unum, mun nú aftur fá legstein
á leiðið sitt. Sá fyrri var gerður
upptækur þvf að ekkja Arthurs
heitins átti f mestu erfiðleikum
með að standa f skilum með
afborganirnar. Þessi atburður
'vakti mikið uppistand f smá-
bænum Quincy f Massachusetts
og þess vegna hefur forstjóri
fyrirtækisins nú boðizt til að
koma fyrir nýjum steini ef
ekkjan vill halda áfram að
borga af þeim fyrri.
+ JEANNIE Wallence, sem er
fyrsta konan, sem útskrifast frá
þyrluflugskóla bandarfska
hersins, hefur nú ákveðið að
segja skilið við herþjónustuna
og er ástæðan sú, að yfirmenn
hafa meinað henni að skipa sér
f þá sveit þyrluflugmanna, sem
ávallt eru reiðubúnir að taka
þátt f hernaðaraðgerðum þegar
þörf krefur. Fram til þessa hef-
ur Jeannie flogið þyrlu f þágu
hersjúkrahúss f Niirnberg f V-
Þýzkalandi.
— Bókmenntir
Framhald af bls. 5
Hugurinn ber haná hraðfluga
að vfðustu sjóndeildarhringj-
um, þótt sálin sé bundin við
jörðina, við allt hið harð-
hnjóskulega, þar sem mikils-
verðustu hlutir speglast í hinu
smáa.
I sumum ljóðanna er raun-
sæi, sem gefur þeim sérstakt
gildi, gerir þau tilgangsrík, ef
svo mætti segja. Einar Bragi
beitir ekki háfleygum táknum,
en þau sem hann notar eru
traust og haldgóð...
Einar Bragi er .ósvikið ljóð-
skáld. Hann syngur hugprúðu
hjarta, þótt sálin hryggist, og er
viðfelldinn söngvari...“
I Nerikes Allehanda skrifar
Mats Hörmark um ljóð Einars
og nýja ljóðabók eftir brasil-
íska skáldið da Silva undir sam-
eiginlegri fyrirsögn: „Tveir
söngvagestir — árgalar með
gjörólíkan tón“. Um Einar
Braga segir:
„Hann virðist ekki tengdur
við neinn tfma, verður ekki
dreginn i dilk, ekki skráður i
tiltekinn „skóla“. Stundum
málar hann af impressjónísk-
um léttleik eins og japanskur
listmálari jbirtir sem dæmi
ljóðið Stef]. I Spunakonum er
meira af staðbundnum lit
[birtir einnig það ljóð allt].
I formlegu tilliti eru prósa-
ljóðin sérkenni Einars Braga. I
einu þeirra beitir hann opinni
þjóðfélagsádeilu og teflir fram
sem andstæðum kókakólagæf-
unni og blessun hins hreina
íslenzka úthafssjávar. Þess má
reyndar geta, að Einar Bragi
hefur verið þrádreginn fyrir
dómstóla vegna skrifa um
amerísku hersetuna á ís-
landi... Mér sýnist sem ,,skin“
og „Ijós" séu lykilorð í ljóðlist
Einars Braga.. Böl myrkursins,
djúp ljóðgleði, dögunarþrá eru
grunntónar í skáldskap hans.
Hér fer maður með skapferli
norðurbúans... Ljóð Einars
Braga hafa kviknað f galdra-
myrkrinu sem grúfir þungt yfir
sögueynni, „ljósörvar" hans
leitast við að brjótast gegnum
dimm ský...“
Lennart Hjelmstedt skrifar
um bókina f Kristianstadsblad-
et. Hann getur þess í byrjun, að
Einar Bragi sé í hópi formbylt-
ingarskálda sem gerðu upp-
reisn gegn fornri formhefð, en
telur hann hafi þó ekki með
öllu snúið baki við íslenzkri
bragerfð: „Einar Bragi er
meistari f að yrkja hnitmiðuð
prósaljóð, en hefur einnig full-
komið vald á gamla ljóðalag-
inu“, segir hann. Ritdómarinn
telur nafn bókarinnar eiga vel
við: „Leit að ljósi og von er
meginþáttur i ljóðlist Einars
Braga, einnig i pólitískum
skilningi. Herstöðvamálin, sem
ævinlega eru ofarlega á baugi á
Islandi, eru hér einnig í sjón-
máli. Einar Bragi lítur fyrst og
fremst á herstöðina sem ógnun
við fslenzka menningu."
Lennart Hjelmstedt fer lof-
samlegum orðum um hlut þýð-
andans: „Vegna þess að ljóð
Einars Braga eru tíðast í
frjálsu formi“, segir hann,
„hefur þýðandinn ekki neyðzt
til að miðla málum með efni og
formi, eins og oft verður raunin
á við þýðingu á bundnum ljóð-
um.“
REYKJAVÍKURFLUGVELLI
Símar: 26060—26066
FLUGAÆTLUN 15. júnf - 15. okt. 1976/
Fró Reykjavfk
Tfðni Brottför/ komutfmi Viðkomustaðir
Til Bíldudals þri, fim, lau 0930/1020
Til Blönduóss þri, fím, lau sun 0900/0950 2030/2120
Ti 1 Flateyrar ( Holts ) món mið, föst sun 1100/1205 0930/1035 1700/1805
Til Gjögurs món, fim 1200/1340
Til HólmavTkur món, fim 1200/1340
Til Hvammstangc i món,fim 1200 a}
Til Mývatns b)
Til Reykhóla man fös 0830/0940 1600/1710 Stykkishólmur it
Til Rifs món, fös mið lau, sun 0900/0945 0900/1005 1500/1605 Beint flucj Stykkisholmur
Ti 1 Slgluf jarðar þri, fim, lau sun 1130/1245 1730/1845
Ti 1 Stykkishólms món mið fös lau, sun 0830/0910 0900/0940 1600/1640 1500/1540
Til Suðureyror món mið, fös sun 1100/1230 0930/1100 1700/1830 Holt II
Athugasemdir: a) ASeins ef farþegar, annare fellt niöur yfir sumarið
b) ASeins leiguflug eftir þörfum.
Fljúgið með