Morgunblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1976 Skipbrotið tók hann um fót mér og setti hann á höfuð sitt. Með því vildi hann gefa mér í skyn, að hann skoðaði sig eins og þræl minn. Ég rétti honum hönd mína, reisti hann á fætur og reyndi með öllu móti að gera honum skiljanlegt, að hann þyrfti ekkert illt að óttast af minni hendi. Þá litaðist ég um og sá, að villimaður- inn, sem ég hafði slegið til jarðar með byssuskeftinu, var nú farinn að rísa upp; hann hafði aðeins fallið í rot. Ég benti villimanninum mínum á þetta og talaði hann þá einhver orð, sem ég, eins og að líkindum ræður, alls ekki skildi. Þetta voru nú eftir tuttugu og fimm ára tíma fyrstu orðin, sem ég heyrði af mannlegum vörum. Áhrifin, sem þau höfðu á mig, voru óumræðileg. Ég hefði getað faðmaó villimanninrí að mér. En vel má vera, að það hefði orðið honum meira hræðsluefni en allt annað. Nú sem ég tók til byssu minnar og ætlaði að skjóta villimanninn, er þegar var risinn upp til hálfs, þá benti líknar- maður minn á korða minn og gerði mér skiljanlegt með bendingum, að hann vildi, að ég léði sér hann. Églétfúslega að ósk hans. Rauk hann þá óðara í fjand- mann sinn og skeldi höfuðið af bolnum í einu höggi. Kom hann síðan til mín aftur hoppandi og hlæjandi með korðann í annarri hendi, en höfuð hins drepna í hinni, og lagði niður fyrir fætur mér, bæði korðann og höfuðið. Ég lét hann skilja á mér, að ég vildi, að hann fylgdist með mér. Hann svaraði mér með bendingum, að brýna nauðsyn bæri til að grafa fyrst hina dauðu, svo að hinir fyndu þá ekki. Ég kinkaði kolli til samþykkis, og gróf hann þá með miklum hraða gryfju niður í sandinn og götvaði þar líkin. Ég fór með hann inn i hellisskúta minn og gaf honum til hressingar brauð, vín- ber og vatn, og með þvi að ég sá, að hann var dauðþreyttur af flóttanum, þá benti ég honum á hálmbing einn og gaf honum í skyn, að þar ætti hann að hvílast og sofa úr sér þreytuna. Þegar hann hafði matast, lagðist hann til hvildar og sofnaði þegar. Eins og móðir horfir á barn sitt sofandi, eins horfði ég á Frjádag minn eða Föstudag, því að það nafn gaf ég honum þegar, eftir deginum, er ég frelsaði hann úr óvina höndum og gerði hann að mínum manni. Hann var vel vaxið ungmenni, á að giska tuttugu og fimm ára. Andlits- skapnaður hans var fríður og karlmann- legur og um leið alls ekki villimannlegur. Þegar hann brosti, þá skein af svipnum einhvers konar blíða, og helst í þá lík- ingu, sem Evrópumönnum er eiginlegt. Hann var móbrúnn á hörund og litar- hátturinn fremur geðslegur; háriö var ekki hrokkið og ullarkent, heldur sítt og hrynjandi, andlitið kringluleitt, ennið hátt og augun f jörleg, munnurinn fallega lagaður og tennurnar svo skínandi hvítar, sem væru þær úr fílabeini. Villimennirnir voru farnir burt aftur úr eynni. Nú var það Frjádagur minn, sem mér var mest annt um af öllu, og ekkert lá mér eins á hjarta og að fræða hann. Fyrstu orðin, sem hann lærði, voru: Herra, já, nei, borða, drekka. Á öðrum degi fór ég með hann til skotvígisins. Þegar við gengum fram hjá staðnum, þar sem báðir villimennirnir voru grafn- ir, þá lét hann í ljós mikla löngun til þess að grafa þá upp, svo að við gætum étið þá Höskadraumar Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 19 veik os 6styrk og Malin vissi ekki hvorl það var rigning eða lár sem runnu niður kinnar henni þegar hún svaraði: — Jón er dáinn ... Hún greindi sársaukann f and- liti hans f einni sjðnhending. Svo hljóp hún aftur inn f borðstofuna. Hún hafði titrað fram að þessu, en skalf nú og nötraði frá hvirfli til ilja. Eins og I draumi hugsaði hún með sér að hún þyrfti að fara f þurr föt. Þegar hún stúð á ný inni í dimmri forstofunni varð hún aft- ur gagntekin skelfingu. Einhver var áreiðanlega að horfa á hana Ilún snarsnerist á ha-li og stóð andspænis try llingslegu augna- ráði Ylvu. Hún hafðí vafið um sig stóru sjali og hárið hékk tætingv lega um axlir henni. — Hvað er að? hvfslaði hún. — Ilvers vegna eru allir vakandí? Og hvar er mamma? Og enn á ný endurtók Malin þessi fáu en hryllilegu orð: — Jón er dáinn. Viðbrögð hinna höfðu verið á ýmsan veg. Kári svefndrukkinn og utan við sig, Cecilfa hafði hnig- ið f yfirlið á dramatfskan hátt, Björg hafði verið full samúðar í garð eiginmanns síns. en virzt f fyrstu halda jafnvægi sfnu, og þung og óbeizluð sorg Andreasar. En viðbrögð Ylvu voru vissulega mest ráðgáta. Hún sagði revndar ekki annað en: — Aha... Þotla fól ef til vill f f sér undr- un. kannski skelfingu. kannski vottaði fyrir sigurgleði. Malin gat ekki túlkað þetta og hún dró sig i hlé vandræðalega þegar hún hljóp upp stigann og fjálgleikinn lýsti af henni langar leiðir. Skömmu seinna gekk Andreas Ilallmann fram hjá henni og fór siimu leið og Yla. Hann var svo niðursokkinn f sorg sfna að hann tók ekki eftir litla gegnblauta rit- aranum sfnum, sem hallaði sér þreytulega að handriðinu. Hún reyndi að þoka sér upp stigann og mætti þá Björgu þar sem sagði eins og til skýringar. — Eg ætla að bfða eftir Isander lækni niðrl. Þegar Malin hafði Joks tekizt að hafa fataskipti var læknirinn kominn á vettvang. Hann var að skoða hinn látna en aðrir meðlim- ir fjölskyIdunnar höfðu hnappazt saman fyrir framan gapandi tómt sjónvarpstækið. Andreas gekk fram og aftur f mesta uppnámi. Cecilia sem hafði komizt til með- vitundar fyrir nokkru hvfldi sorg- þrungin og þokkafull á legu- bekknum, klædd hvftum siffon- sloppi sem myndaði annarlega andstæðu við náttkjól Ylvu og svart sjalið um herðar henni, Kári reykti f grfð og erg sfgarett- ur mágkonu sinnar, og Björg sem hafði gefið sér tfma til að snvrta sig áður en Isander kom, var klædd f bláan flauelsslopp, og virtist hálf annars hugar vegna þess að hún var sennilega að hugsa um tevatnið og kaffikönn- Striplingar koma hingað sára- sjaldan. Ég held þetta muni lækna þig af flensunni. Samúel Rogers var ásakaður um illyrði f garð náungans. Hann svaraði: „Mér er sagt að ég sé illyrtur. Ég hefi mjög veika rödd, og ef ég væri ekki illyrtur, myndi enginn hlusta á það sem ég segði.“ X Þegar Charles Dawes var sendiherra f Englandi, er sú saga sögð af honum, að eitt sinn er hann var að kaupa blað af blaðsöludreng hafi hann sagt: „Þetta hefði ég orðið að borga tvöföldu verði f Amer- íku.“ „Einmitt það, herra,“ svaraði blaðsöludrengurinn, „þér getið einnig fengið að borga tvöfalt verð hér, svo þér séuð eins og heima hjá yður.“ una sem voru á eldavélinni úti f “ldhúsinu. Þegar Gregor Isunder kom loks fram aftur, beindist augnaráð allra að honum. Ef hann var þrcyttur eftir erfitt kvöld var það ekki á honum merkt. Augu hans — með óvenjulega litlum auga- steinum að þvf er Malin sá — voru vakandi og lífleg og enda þótt hann væri alvarlegur og greinilega mjög snortinn yfir þvf sem gerzt hafði, var hann jafn ræðinn og hann átti vanda til. — Já, það var auðvitað hjartað, sem sagði stopp. Það er auðvitað þungt áfall og kemur alltaf á óvart í augnahlikinu ... en við vissum auðvitað að hverju stefndi og kannski má segja það hafi ver- ið furðanlega lengi sem veikt hjarta hans starfaði. — En — mótmælti Andreas vansældarlegur — f gær var hann frfskur og sprækur. Hann lék á pianóið, hann borðaði og drakk. — Það getur hugsazt, svaraði Isander þurrlega — að hann hafi ekki gætt hófs f þvf. Hann hefur verið við slæma heilsu upp á sfð- kastið. A hinn bóginn gerði hann sér oftast sjálfur grein fyrir Ifðan sinni og hann vissi einnig hversu mikið hann mátti bjóða sér. En hafi hann sem sagt vikið út af þessari hófsemdarbraut vissum Disraeli var að skýra frá þvf, hvers vegna hann ætti svo mikl- um vinsældum að fagna hjá drottningunni. Hann sagði: „Gladstone talar við drottn- inguna eins og hún væri al- menn stjórnardeild. Ég kem fram við hana með þeirri sann- færingu að hún sé kvenmaður.“ X Gilbert Stuart, amerfski málarinn, mætti eitt sinn ungri konu á götu í Boston, sem heils- aði honum með „Ó, hr. Stuart, ég var einmitt rétt áðan að sjá andlitsmynd yðar, og kyssti hana af því að hún var svo Ifk yður.“ „Og kyssti hún yður á móti?“ „Nei auðvitað ekki,“ svaraði stúlkan hlæjandi. „Þá hefur hún ekki líkzt mér mikið," svaraði Stuart. _______________________________4 við hve hjartað var veikt og gat brostið hvenær sem var. — Heldur... heldur þú að hann hafi kvalizt mikið? — Það get ég ekki sagt um. Sennilega hefur þetta tekið fljótt af. Annars hlyti hann að hafa kallað á Cecilfu. Þakka þér fyrir Börg. ..það var hugulsamt af þér að búa til kaffi bara handa mér. — Ég vil Ifka fá kaffi. Cecilfa rétti fram sinn boila og fékk hellt f hann. — Ég skil ekki að ég skyldi ekki heyra f honum. Við látum dyrnar alltaf vera f hálfa gátt á milli svefnherbergjanna okkar, einmitt til að hann geti.... ég meina.... til að hann gæti kallað á mig, ef hann yrði veíkur. — Þú hafðir svelgt alltof mikið kampavfn, sagði Ylva hryssings- lega. — Þú hefur sjálfsagt sofið eins og steinn. Andreas hrukkaði argur dökkar augabrýnnar, en hvort það stafaði af gremju vegna hvatvfslegra orða dóttur hans eða framkomu tengdadóttur hans var hulin gáta. — En Jón dó inni f baðherberg- inu. ' Það var Kári sem loks mælti þessi orð, en fram að þvf hafði hann ekkert lagt til málanna. — Hvernig hefur hann farið að þvf að komast þangað? Geymdi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.