Morgunblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JULÍ 1976
37
VELA/AKAIMOI
Velvakandi svarar ! sima 10-100
kl 14—15, frá mánudegi til föstu-
dags
% Hákarlinn
Rrgfna Thorarensen á Eski-
firði, áður á Gjögri á Ströndum,
kom að máli við Velvakanda. Hún
kvaðst hafa þjáðst af astma um
nokkurt skeið og þá var farið að
dæla i hana meðulum. En með því
var ekki allt fengið. því hún átti
erfitt með að halda þeim niðri,
maginn gerði uppreisn. Var henni
þá gefin einhver hvít leðja til þess
að róa líffærin, en þau létu sér
ekki segjast.
En Regina tók þá til sinna ráða,
minnug gömlu, góðu daganna á
Ströndum — varð sér úti um há-
karl og fékk sér hæfilegan bita að
lokinni hverri meðalainntöku. Og
viti menn, nú varð allt í lagi og
batinn kom eins og til var stofnað.
„Ég vil vekja athygli á því, hve
heilsusamlegur hákariinn er,"
sagði Regína. „Hvað sem öllum
læknavísindum liður sannar þetta
mér að minnsta kosti, að hann
getur komið að meira gagni en
rándýr, erlend mixtúra."
0 Lyktin
„Eg talaði um þetta við lækn-
ana á Vífilsstöðum þar sem ég
var,“ sagði Regína. „Kom þá i ljós
að þeir voru síður en svo á móti
hákarlinum — og einn þeirra
meira að segja mikil hákarlsæta.
En þeir óttuðust lyktina, mótmæl-
um myndi ekki linna vegna henn-
ar.“
„Að lokum vil ég þakka lækn-
um og hjúkrunarfólki á Vífils-
stöðum fyrir frábæra umönnum.
Þar er öll þjónusta fullkomin, og
hvergi vildi ég frekar vita af mín-
um, ef á þyrfti að halda — jafnvel
þó að þar sé ekki almennt leyft
hákarlsát."
Regína kvaðst vera á förum
norður á Strandir þar sem hún
heldur uppteknum hætti og
verður í sumarbústað sínum þar
fram í ágúst. Og þar skortir ekki
hákarlinn.
% Þrælkun?
Oft hafa menn hneykslazt á
vinnuþradkun barna, ekki sízt
fyrr á öldum, þegar jafnvel ung
börn víða erlendis unnu erfiðustu
störf og væru notuð sem þrælar.
Faðir barns eins, sem ber út blöð,
hringdi nýlega og ræddi þessi
mál. Hann sagði m.a. að það væri
undarlegt hversu óforskammað
sumt fólk gæti verið og jafnvel
ósanngjarnt við blaðburðarbörn-
in. Engu likara væri en það væri
iitið á þau sem vélar en ekki
manneskjur. Miðað væri við að
blöðin skyldu vera komin til
kaupenda klukkan hálf-niu til niu
á morgnana i síðasta lagi. Einu
sinni varð svni hans það á að vera
hann meðulin sin í baðherberg-
inu?
Nei, svaraði Cecilla strax. —
Öll meðulin voru I náttborðinu
hans.
Gregor kinkaði kolli.
— 6g hef þegar gáð að því hvort
hann hefði tekið auka skammt af
digitalis, en ég sé engin merki
þess. Annaðhvort hefur honum
ekki unnizt tfmi til þess, eða hann
hefur ekki ekki gert sér Ijóst að
hverju stefndi. Eg býst við hann
hafi aðeins fundið til óljósrar
vanlfðunar og hafi verið á leið
fram á baðherbergið.
En þegar hér var komtð sögu
tók Malin Skog einnig á sig rögg
og spurði:
— Á hvaða böggli hélt hann?
— Böggli?
Allir virtust jafnhissa. En Kári
slökkti f sígarettunni sinni og
skauzt fram f baðherbergið.
Þegar hann kom aftur hvíldi
örlftill pakki f lófa hans.
— Malin hefur rétt fyrir sér. Eg
fann þetta á baðherbergismott-
unni. Mér sýnist þetta vera frá
gullsniíðaverzlun.
Augnaráð Gregors Isanders
varð hvassara.
— Hvað á nú þetta eiginlega að
þýða? Ég sé ekki betur en þarna
sé komin afmælisgjöf Jóns til
Cecilfu. Ilann hafði beðið mig að
i seinna lagi svo síðustu blöðin
komu til kaupenda um tíuleytið.
Hefði mátt halda að heimurinn
væri að farast, svo harkaleg voru
viðbrögð fólksins. Það kemur
fyrir að menn verði seinir til
vinnu á morgnana af ýmsum
ástæðum og blaðburðarbörn eru
engin undantekning þar á.
Annað atriði ræddi þessi faðir
um en það eru rukkanir á
áskriftargjöldum. Þúsund krónur
á mánuði er ekki mjög mikil upp-
hæð, en það væri alltaf sumt fólk,
sem hefði samvizku til að láta
börnin rápa aftur og aftur eftir
þessum peningum. Þannig
safnaði fólk kannski margra
mánaða áskriftargjöldum, sem
það ætti sifellt erfiðara með að
borga.
„Ég man sérstaklega eftir þrem
tilfellum, hvað varðar þetta
atriði. Dóttir mín bar út blöð fvrir
fáum árum og var sem oftar í
innheimtuleiðangri. Ekki gekk
innheimtan alveg nógu vel svo ég
fór með henni og þegar hún fékk
neitun í húsi einu, fór ég þangað
með henni aðeins fáum minútum
síðar. Þá gat kaupandinn greitt
fyrir sitt blað á stundinni og alveg
orðalaust. Ég sagði heldur ekkert,
en aðeins það, að fullorðinn
maður skyldi innheimta, hefur
haft sín áhrif. I öðrum tilvikum
man ég eftir að ég sat heima
þegar dóttir min rukkaði og fór
svo með henni út til þeirra sem
ekki höfðu borgað. Af hvaða
ástæðu sem það nú er þá átti þetta
fólk allt i einu fyrir áskriftar-
gjaldinu tuttugu mínútum seinna
þegar ég kom með henni.“
Undir þessi orð getur Vel-
vakandi tekið og bætt við að þau
litlu kynni sem hann hafði af út-
burði blaða og rukkun voru m.a.
þau, að einn maður sagði alltaf
þegar hann var rukkaður: Æ,
komdu seinna, penningarnir eru í
öðrum buxum. Það er þvi oft ekk-
ert sældarbrauð að bera út blöð.
Kona nokkur hafði samband við
Velvakanda og var að velta fyrir
sér hvernig togaraútgerðin á
tslandi stæði:
# Hvar er tapid?
„Á þessum timum þegar allar
nágrannaþjóðirnar sem hafa ein-
hverja togaraútgerð eru að tapa
eða í einhverju basli með skip sin
kemur engum á óvart að inn-
lendir togaraeigendur beri sig
illa. Ég minnist fréttar af út-
gerðarfélagi einu nýlega þar sem
fram kom hjá því að nokkurt tap
varð á rekstrinum siðastliðið ár.
Fróðlegt þætti mér að vita hvort
þetta tap nær yfir alla þætti út-
gerðarinnar, svo sem vinnslu
aflans i landi og verkun eða er
hér átt Við aðeins skipin sjálf ?“
HÖGNI HREKKVÍSI
„Högni er að reyna ad venja hann af að elta bíla.“
HLUSTAVERND
HEYRNASKJÓL
Jm I
SöyFöanuigjiyiir
Vesturgötu 16,
sími 13280.
Þrýstimælar
Hitamælar
Vesturgötu 16,
sími 13280.
Ödýrar vörur
Myndabolir kr. 500.— Frottegallar kr. 800.—
Frottenáttföt kr. 800.— Denimbuxur í
stærðum 1—5 kr. 1000—1300.— Fallegar
sængurgjafir í miklu úrvali
Barnafataverzlunin Rauðhetta,
Iðnaðarmannahúsinu v/ Hallveigarstíg.
LEITIÐAÐ ÞVOTTA VÉL MEÐ STÚRRI HURÐ
(auðvelt að hlaða og afhlaða)
LEITIÐAÐ ÞVOTTAVÉL MEÐ STÓRUM ÞVOTTABELG
(fer betur með þvottinn-Þvær beturj
LEITIÐAÐ ÞVOTTA VÉL SEM ER ÓDÝR íREKSTRI
(tekur bæði heitt og kalt vatn, sparar rafmagn)
LE/T/ÐAÐ ÞVOTTA VÉL MEÐ DEMPURUM
(lengri ending og hljóðlátari)
LEITIÐAÐ ÞVOTTAVÉL SEM ER ÞUNG
(meira fyrir peningana, vandaðri vara)
o.fl. o.fl. o.fl. o.fl. o.fl. o.fl. o.fl.
OG ÞÉR MUNUÐ SANNFÆRAST UM YFIRBURÐI
PHILCO ÞVOTTAVÉLANNA.
Þess vegna segjum við að þær hafi
VIÐGERÐARÞJÓNUSTA OKKAR TRYGGIR YÐAR HAG.
heimilistœki sf
Hafnarstraeti 3—Sætúni 8