Morgunblaðið - 09.07.1976, Page 1

Morgunblaðið - 09.07.1976, Page 1
36 SIÐUR 147. tbl. 63. árg. FÖSTUDAGUR 9. JULÍ 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Níu þúsund biðu bana í landskjálfta Djakarta. 8. júlí. AP. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 9.000 manns hafa farizt f jarðskjálftum og skriðuföllum á vesturhluta Nýju Guineu að sögn félagsmálaráð- herra Indónesfu í dag. 17 þorp að minnsta kosti hrundu og hætta er á nýjum skriðuföllum. Ráðherrann kvað nauðsynlegt að flytja burtu 15.000 manns sem komust lffs af. Svæðið er hins vegar hrjóstr- ugt, flugvélar geta ekki lent þar og bifreiðar komast þangað ekki. Ráðherrann sagði að erfitt yrði að flytja þénnan mikla fjölda með þyrlum. Ef fólkið fer fótgangandi til að fá hjálp tekur ferðin tíu daga. Jarðskjálftinn mældist 7.2 stig á Richters-kvarða og var því öfl- ugri en jarðskjálftinn sem varð á Norður-ítalíu í maí. Sovézku geimfararnir Boris Volynov og Vitaly Zholobov. Stefnt að metdvöl í Salyut-5 Moskvu, 8. júlí. Reuter. SOVÉZKU geimfararnir Boris Volynov og Vitaly Zholobov virð- ast búa sig undir langa dvöl f geimstöðinni Salyut-5 eftir teng- ingu Soyuz-21 við það. Þeir notuðu fyrsta daginn f geimstöðinni til þess að athuga hvort allt væri í lagi með tækin sem þeir eiga að nota til rann- sókna á veðurfari og kennileitum á jörðu niðri. Seinna tilkynntu þeir að öll tækin um borð f Salvut störfuðu eðlilega, að lfðan þeirra væri góð og vel færi um þá í stöðinni. Hægt er að tengja tvö geimför við Salyut-5 og þvi er talið hugsanlegt að annað Soyuz-far verði sent til geimstöðvarinnar með súrefni og vistir handa á- höfninni. Kristnir hermenn hefja harða sókn 1 Líbanon Tveir sovézkir geimfarar voru 63 daga um borð í geimstöðinni Salyut-4 i fyrra en Bandaríkja- menn eiga dvalarmetið i geimn- um sem er 84 dagar og var sett 1974. Talið er að Rússar vilji hnekkja þessu meti og að Volynov og Zhol- obov verði sem lengst i Salyut til að afla aukinnar vitneskju um áhrif þyngdarleysis. Beirút, 8. júlí. AP. Reuter. KRISTNIR falangistar hófu harða gagnsókn gegn Palestinu- mönnum og vinstrisinnum á norð- urvfgstöðvunum í Lfbanon í dag og þar með virðist sóknin sem Palestfnumenn gerðu til að draga úr þunga árásanna á flóttamann- búðir þeirra nálægt Beirút hafa farið út um þúfur. Falangistar segja að þeir hafi tekið bæinn Amiouh, höfuðstað Koura-héraðs, mörg sveitaþorp og hafnarbæinn Chekka þar sem harðir bardagar hafa geisað und- anfarna daga. Vestrænir fréttamenn segja að kristnir menn hafi sótt inn i einn mikilvægasta bæ vinstrisinna, Enfe, sem er við veginn meðfram ströndinni og 16 km suður af Tri- Flóttinn þurfti ekki að takast Vestur-Berlín, 8. júlf. Reuter. DÓMSYFIRVÖLD í Vestur- Eerlfn fengu viðvörun með 10 tíma fyrirvara um flótta kvenn- anna fjögurra úr kvennafangels- inu f borginni að þvf er frá var skýrt f dag. Upplýsingunum var strax komið á framfæri við örygg- isyfirvöld, en á það er bent að slíkar viðvaranir séu algengar. Maður nokkur hringdi f dóms- málaráðuneyti borgarinnar og sagði: „Þetta er 2. júnf hreyfing- in. Við munum bjarga föngunum. Oxfort (dómsmálaráðherra borg- arinnar) verður drepinn." Lögreglan telur að konurnar hafa fengið hjálp innan og utan fangelsismúranna. Tvær þeirra, Inge Viett og Juliane Plambeck, eru ákærðar fyrir þátttöku í ráni stjórnmálamannsins Peter Lorenz í fyrra. Ungfrú Viett flýði úr sama fangelsi 1973, lék lausum hala í tvö ár og var ein gíslanna sem flugvélarræningjarnir á Ent- ebbe-flugvelli vildu fá leysta úr haldi. Hinar konurnar eru Gabriele Rollnick sem var handtekin fyrir stuðning við hreyfinguna og Mon- ika Berberich sem afplánaði 12 ára dóm fyrir bankarán á vegum Baader-Meinhof-samtakanna. Lögreglan er enn ekki viss um hvaða leið þær flúðu en telja að þær séu enn í felum f borginni. Hermann Oxfort dómsmálaráð- herra telur að þær hafi ekki haft tíma til að komast til Austur- Þýzkalands áður en landamæra- stöðvum var lokað. poli, aðalvigi múhameðstrúar- manna í norðri. Kristnir menn segjast staðráðn- ir að taka Enfe til að treysta varn- ir Chekka sem er nokkrum kiló- metrum sunnar og við djúpan flóa sem þeir segja að yrði bezta skipa- lægið ef Líbanon yrði skipt og kristið riki sett áfót. Fréttamennirnir segja að kristnu hermennirnir sæki fram og afvopni vinstrisinna í þorpum á 10 km breiðri viglínu frá Enfe til Amiouh en mæti harðri andspyrnu palestínskra skæruliða og vinstrisinna sem styðja þá. Sóknin miðar einnig aö því að treysta yfirráð kristinna manna yfir veginum frá Amiouh til Zag- harta, nyrzta bæjarins á yfirráða- svæði kristinna manna og heima- bæjar Sulieman Franjieh forseta. Falangistar beita stórskotaliði og spánnýjum brynvörðum bílum. Chekka féll í skyndiárás Palest- inumanna á mánudag en kristnir menn náðu bænum aftur þegar þeir hófu gagnsóknina. I flóttamannabúðum Palestinu- manna í Austur-Beirút, Tal Zatar, halda skæruliðar og vinstrisinnar áfram að veita mótspyrnu þótt hún sé talin vonlaus. Rauði kross- inn sendi hjúkrunargögn með flugvélum til Beirút i dag og þær lentu á flugvellinum þótt hann hafi verið lokaður. Tenging Soyuzar og Salyuts tókst svo vel að sagt er að engar tengingar i geimnum hafi gengið eins fljótt og snurðulaust. Það þykir renna stoðum undir þá skoðun að Rússar reyni eitthvað nýtt afrek. Óvissuástandi spáð á Spáni Madrid, 8. júlí. Reuter. AP. NÝ STJÓRN lltt þekktra manna tók við á Spáni i dag og framtiö hennar er talin óviss. Adolfo Su- arez forsætisráðherra segir að til- gangur stjórnarinnar sé að undir- búa þingkosningar og Andres Reguera Guajardo upplýsingaráð- herra sagði blaðamönnum: „Við erum bráðabirgðastjórn og höf- um Iftinn tfmatil stefnu." Þar sem Jose Maria de Areilza fyrrverandi utanrikisráðherra og Manuel Fraga fyrrverandi innan- ríkisráðherra neituðu að taka sæti i stjórnjnni segja stjórnar- andstæðingar að hæfustu menn- ina vanti i hana, en aðrir segja að nýja stjórnin geti reynzt samhent- ari en sú fyrri. Meðalaldur ráð- herranna er 50 ár eða lægri en ráðherra nokkurrar fyrri stjórnar og frjálslyndasti ráðherrann er talinn Marcelino Creja utanríkis- Framhald á bls. 20 Amin veit ekkert um sjúka ísraelska konu London. 8. júlí. AP. Reuter. BREZKI sendiherrann í Uganda, James Hennessy, sneri aftur til Uganda í dag úr leyfi i Bretlandi til að reyna að hafa upp á 73 ára gamalli brezk-fsraelskri ekkju, frú Doru Bloch — eina gfslinum sem fsraelsku vfking'asveitunum tókst ekki að bjarga í árásinni á Entebbe-flugvöll. Hennessy sagði í kvöld að hann hefði enn ekkert svar fengið frá Ugandamönnum við fyrirspurn sinni um hvar frú Dora Bloch væri niðurkomin. Hann kvaðst hafa farið í utanríkisráðuneytið og sagði að hann mundi halda áfram að kref jast svars. Fú Bloch ferðaðist á brezku vegabréfi og var flutt í sjúkrahús i Kampala tveimur dögum fyrir árásina. Þar heimsótti hana brezkur fulltrúi 12 klukkustund- um eftir árásina en var meinað inngöngu þegar hann kom aftur einum tíma síðar með mat handa henni. Hennessy staðfesti þetta Og sagði að hún hefði ekki sézt síðan. Framhald á bls. 20 Frú Dora Bloch

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.