Morgunblaðið - 09.07.1976, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JULI 1976
5
ÞANN 4. þ.m. birtist i Morgun-
blaðinu grein eftir Helga
Hálfdanarson undir heitinu
Borgin mikla. Ekki mun ég
fjalla hér um aðalefni þeirrar
greinar, né neitt af því sem þar
er eftir mér haft, heldur aðeins
drepa á örnefnið Kermóafoss.
I nefndri grein segir H.H. að
margræð og skemmtileg óvissa
hjúpi þetta nafn og auki á gildi
þess. Þó virðist hann telja
einna líklegast, að orðliðurinn
„ker“ merki laxakista og vitnar
þar í Grágás. Ekki skal ég vef-
engja þá skýringu, en vil þó
benda á aðra, sem mér þykir
öllu sennilegri.
Norska orðið ,,kjerr“ merkir
kjarr, og „kerr“ gæti verið
fyrirrennari íslenzka orðsins
„kjarr". Að vísu munu
heimildir fáorðar um „ker“
sem íslenzkt orð i þeirri merk-
ingu. Þó verður ekki annað séð
en „kerr“ komi fyrir á einum
stað i texta Fagurskinnu, ef
trúa má orðabók Heggstads.
Hafi „kerr“ verið til I islenzku
máli fornu og merkt kjarr, gæti
það sem bezt verið fyrri liður-
inn i Kermóar. Og hvað ætti
„ker“ að merkja i nöfnunum
Víðiker og Kerhólar annað en
kjarr? Því mun víst vera ósvar-
að. En allt um það dettur mér í
hug, að Kermóafoss kunni að
draga nafn af kjarri vöxnum
móum, sem eflaust hafa verið
þar i grennd öldum saman.
Örnefni þetta bar á góma i
spjalli okkar H.H. skömmu
áður en hann birti fyrr nefnda
grein. Þá hafði ég orð á því við
hann, að það myndi ef til vill
dregið af kjarri. Virtist mér
hann þá fallast á röksemdir
mínar. Þó lætur hann þær sem
vind um eyru þjóta I grein
sinni. Hver skyldi vera skýring
hans sjálfs á því?
Reykjavík, 7. júli 1976,
Magnús Björnsson.
Hljóða-
kort
af landi
oglýð
í ÁGÚST n.k. kemur hingað til
lands Breti að nafni Tony Att-
wood, sem starfar við svokallaða
Listasmiðju f ræðslumálaráðs
Lundúnaborgar. Hann ætlar að
ferðast um sveitir landsins með
segulbandstæki og taka upp
hljóðin, sem náttúra þess og íbú-
ar gefa frá sér.
Tilgangurinn er að búa til allra
fyrsta ..hljóðakortið" af landinu
Hvinir hveranna, fuglasöngur,
skriðjöklaskruðningur og syngjandi
mannsraddir verður fest á band,
sem síðar verður notað í verkefni
listasmiðjunnar fyrir unglinga
Þeim verður gert að túlka sitt eigið
hljóðumhverfi eftir að hafa heyrt
upptökuna. Auk þess vonast Att-
wood til að geta selt hljómplötufyr-
irtæki hljóðin. Væntanlegir íslands-
farar myndu þá geta keypt n.k
hljóðvísi um landið á plötu. ,,Við
notum heyrnarskynið afar mikið,"
segir Attwood ,,Það er kominn tími
til að tilraunir verði gerðar með
svona hljóðakort "
URVAL...
■
... af sportfatnaði!!
□ DENIMBUXUR □ DENIMVESTI □ DENIMSKYRTUR
] DENIMBLÚSSUR □ DENIMHETTUBLÚSSUR
□ SKYRTUR □ ÁPRENTAÐIR BOLIR □ DENIMMUSSUR
□ DENIMKJÓLAR □ DENIMJAKKAR □ STUTTERMA
JERSEY SKYRTUR □ FROTTESKYRTUR
□ FLAUELISSKYRTUR DBOLIR GEYSI MARGAR GERÐIR
□ NYLON STUTTJAKKAR □ KICKERS-DÖMU- OG
HERRASKÓR MEÐ STÓRRIFFLUÐUM BOTNUM
] NÝ STÓRKOSTLEG HLJÓMPLÖTUSENDING