Morgunblaðið - 09.07.1976, Qupperneq 7
J
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1976
Hér á eftir verður tek-
inn stakur steinn af víða
vangi dagblaðsins Timans
í gær. Orðrétt segir í blað-
inu (kaflafyrirsagnir eru
og Tímans):
Matthías
dansar
Matthías Johannessen
er gott skád, bæði i
óbundnu og bundnu máli.
Hin mikla og frjóa skáld-
skapargáfa hans veldur
hins vegar þvi, að hann á
oft erfitt með að komast
að efninu. Hann hagar sér
þó stundum ekki ólíkt og
Ali hnefaleikakappi, sem
dansar i kringum and-
stæðing sinn, þeaar hann
er ýmist hræddur við
hann eða getur ekki hitt
hann. Á sama hátt dansar
Matthías oft með miklum
léttleika i kringum aðal-
atriði málsins, og skrifar
stundum margar Morgun-
blaðsíður, án þess að
koma nærri því.
Þennan dans iðkar
Matthias með engu minni
léttleika en Ali í Stak-
steinum Mbl. í gær, þegar
hann er að svara fyrir-
spurn Timans um hver
það sé, sem Mbl. hefur
verið að dylgja um, en
kunni að „kippa í spott-
ann" og hindra rannsókn
þeirra sakamála, sem nú
eru til meðferðar.
Dylgjur Mbl.
Tilefni þessarar fyrir-
spurnar Timans, voru
einkum ummæli, sem birt-
ust í siðasta Reykjavíkur
bréfi Mbl. Þar var komizt
svo að orði, að upplýstist
ekki um þau sakamál,
sem nú eru til rannsóknar,
þá muni „fólkið í landinu
fyllast tortryggni og efa-
semdum i garð þeirra,
sem um stjórnvölinn
halda, og þá verður erfitt
að telja mönnum trú um,
að einhver hafi ekki
„kippt i spottann", eins
og svo oft heyrist, þegar
talað er um þessi mál
manna á milli."
í tilefni af þessum um-
mælum Mbl , var bent á
það hér i blaðinu, að erfitt
væri að skilja þessi um-
mæli öðru vísi en að þeim
væri beint að dómsmála-
ráðherra, en ef svo væri
ekki, væri óskað eftir
skýringum á þvi, hvað
Mbl. ætti við. Þjóðin ætti
heimtingu á að vita, hver
þessi „einhver" væri,
sem Mbl. væri að dylgja
um.
Hver er
„einhver”?
í tilefni af þessari fyrir-l
® AVlOfl' ; T!
1 I
itpM S|fi
spurn Timans, dansar
Matthías ótal hringi f
Staksteinum Mbl., en
þrátt fyrir allan dansinn er
þvf alveg ósvarað, hver
þessi „einhver" er, sem á
að hafa „tekið í spott-
ann" og hindrað rannsókn
sakamálanna, ef þau upp-
lýsast ekki. Með loðnu
orðalagi er að vísu reynt
að gefa i skyn, að hér sé
ekki átt við Ólaf Jóhann-
esson, en þó er það hvergi
nærri afdráttarlaust.
Þjóðin á heimtingu á
því, að Mbl. geri fulla
grein fyrir því, hver þessi
einhver er, sem geti verið
líklegur til að kippa i
spottann og hindra rann
sókn sakamála. Það er
ekki nóg að dansa og fela
sig bak við „fólkið í land-
inu", og segja að það segi
þetta. Það minnir aðeins á
gömlu konuna, sem var
fræg fyrir dylgjur og róg
sögur, og bætti oftast við:
Ólyginn sagði mér.
Enn einu sinni er spurn-
ingin til Mbl. endurnýjuð:
Hver er þessi „einhver"?
Kippt
í spottann
Matthías telur það óvið-
eigandi ummæli um rit-
stjóra Mbl. að Geir Hall-
grfmsson eða aðrir eig-
endur Mbl. geti „kippt í
spottann" og ráðið ein-
hverju um skrif hans eða
Styrmis Gunnarssonar. En
hvað finnst Matthiasi þá
um aðdróttun Mbl. i garð
þeirra rannsóknarmanna,
sem fást við að upplýsa
hin örðugu sakamál, sem
þeir hafa til meðferðar? Er
ekki með ummælum Mbl.
verið að gefa i skyn, að
þeir láti stjórnast af þvi,
að kippt sé i spottann og
svlkist um að upplýsa
málin af þeirri ástæðu.
Hér er vissulega vegið að
þessum mönnum á hinn
ósæmilegasta hátt. Það
eru einmitt svona dylgjur
útbreiddra fjölmiðla, sem
oft hafa átt mikinn þátt i
þvi að veikja tiltrú til
stjórnvalda og loggæzlu
manna og orðið vatn á
myllu niðurrifsafla og ein-
ræðisflokka. Þetta mætti
Matthías íhuga vel áður
en hann byrjar næsta
dans."
Ekki ástæða
Morgunblaðið telur
ekki ástæðu til sérstakra
viðbragða í tilefni framan-
birts Timapistils. Hins
vegar er rétt að gefa fleiri
en lesendum Timans ein-
um tækifæri til að lesa og
draga ályktanir af því,
sem þarna er um fjallað.
24. og 25.
Efnt verður til hestamannamóts í Skógarhólum
helgina 24. og 25. júlí n k. Auk gæðinga-
keppni fara fram kappreiðar, en keppt verður í:
250 m skeiði
250 m unghrossahlaupi
300 m stökki
800 m stökki
1 500 m brokki
Skráning kappreiðahrossa fer fram á skrifstofu
Fáks milli kl. 14—17, sími 30178 og hjá
formönnum hestamannafélaganna til 16. júlí
n.k.
Veittir verðlaunapeningar í fyrstu 3 sætin í
öllum greinum.
Veitingasala
Tilboð óskast í veitingasölu á Skógarhólamót-
inu 1976 og skulu tilboð sendast skrifstofu
Fáks fyrir 16. júlí n.k Nánari upplýsingar eru
veittar á skrifstofu Fáks v/Elliðaár.
Hestamannafélögin
Andvari, Fákur, Gustur, Hörður,
Ljúfur, Logi, Máni, Sörli ogTrausti.
I
á T7
L] M J
Vörumarkaðurinn
Leyft verð
Okkar verð
OPIÐ TIL KL. 10
Vandaöir og þægilegir
fótlaga
leóurskór
Litur brúnt og svart,
hrágúmmísóli.
Stæröir 41—45
Verö kr. 6.580
Litur svart og Ijósbrúnt.
Stæröir 41—45
Verö 6.080. —
Póstsendum