Morgunblaðið - 09.07.1976, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚLI 1976
Svo er að sjá sem áhugi almenn-
ings fyrir mannréttindum sínum
hafi farið þverrandi hérlends
undanfarna áratugi og ber ýmis-
legt til.
Meðan Danir settu oss lög stóðu
menn almennt vel á verði gegn
erlendu valdi og voru sammála
um að láta löggjafann ekki ganga
of langt. Eftir að völd færðust inn
í landið töldu menn hættuna liðna
hjá og sofnuðu á verðinum.
Löggjafarvaldið hefur í vaxandi
mæli dregist úr höndum Alþingis
til stjórnvalda, þannig að lög og
reglur eru ekki ræddar á Alþingi
heldur samin af stjórnvöldum,
sem sjálf eiga að hlýða eða breyta
eftir hinum sömu reglum gagn-
vart þegnunum. Árangurinn verð-
ur í vaxandi mæli á sömu lund,
stjórnvaldið hefur allan rétt,
þegnar landsins þverrandi, jafn-
vel engan við þessi skilyrði.
A þennan hátt verða stjórnvöld
einsýnni og einsýnni við samn-
ingu laga. Og það er eins og
stjórnvöldum nægi ekki löggjaf-
arvaldið eitt, heldur reyna þau í
vaxandi mæli annaðhvort að
draga dómsvaldið til sín einnig,
eða a.m.k. bola því út.
Eftir því sem stjórnvöld fá
meiri völd að sama skapi skerðast
oft réttindi almennings.
Til þess að skýra mál mitt vil ég
taka lítið dæmi, sem mér finnst
vel til þess fallið, þar sem það
sýnir vel einsýni i lagasmið,
óvónduð vinnubrögð og réttinda-
leysi, sem við megum eiga von á í
vaxandi mæli, ef þessi þróun
heldur áfram. Er ekki seinna
vænna að menn spyrní vð fótum
og taki mál þessi til umræðu.
Með „Tilkynningu til inn-
flytjenda“ í Lögbirtingarblaðinu
9.12.74 vekur Fjármálaráðuneytið
athygli innflytjenda á reglugerð
nr. 38 1969 um skyldu inn-
flytjenda um að afhenda toll-
stjóra fullgild aðflutningsskjöl
innan 3ja mánaða frá þvi varan
kom til landsins. Þetta er gagnleg
regla fyrir tollþjónustu og inn-
flytjendur en ekki neinir lífshags-
munir, þar sem allra vörusend-
inga er getið í farmskrá
(manifest).
En þegar við litum á seinni
hluta „Tilkynningarinnar" sem
hefur að geyma viðurlög, sé toll-
skjölum ekki skilað tímanlega
koma í ljós sönn ólög, sem hljóða
svo:
„Hafi aðflutningsskjöl eigi ver-
ið afhent viðkomandi tollstjóra
fyrir þann tíma, sem fyrr greinir,
mun ákvæði þessu frá og með
næstu áramótum verða framfylgt
með stöðvun tollafgreiðslu á öðr-
um vörum til sama innflytjanda.
án þess að slík stöðvun verði til-
kynnt viðkomandi fyrir fram
hverju sinni."
Allir íslendingar, einstakling-
ar, fyrirtæki og stofnanir hafa
rétt til innflutnings frílistavarn-
ings og eru þetta lögvarin rétt-
indi, sem ekki má svipta þá nema
með lögum.
En með margnefndri „Tilkynn-
ingu“ er slikt gert af litlu tilefni.
Fyrir þá sem stunda innflutning
sem atvinnu þýðir beiting þessa
ákvæðis nánast stöðvun atvinnu-
rekstrar viðkomandi, sem telja
verður til þyngstu viðurlaga og
þvingunaraðgerða. Hér er ósam-
ræmið algjört. Þyngsta refsing
sem atvirinurekstur er beittur, er
beitt gegn töf á því að skila inn
skjölum.
Mann skortir orð yfir þetta fyr-
irbæri, dettur helst í hug að kalla
það ofurvald. Tel ég slíka reglu
brjóta meginstefnu islenzks rétt-
ar, og gera mönnum óþolandi
áhættu.
Byggi ég þessa skoðun mína á
efni reglunnar, sem er svo stór-
gallað að vart verður talin til rétt-
arreglna, óg er reyndar ófram-
kvæmanleg.
1. Menn fá ekki tækifæri til að
leiðrétta sin mál t.d. ef um
mistök hjá tollinum sjálfumer
að ræða, eða aðrar löglegar af-
sakanir, því tollstjóri þarf ekki
að tilkynna viðkomandi lokun-
ina fyrirfram. Hér gengur
„Tilkynningin'* lengra en
reglugerðarákvæðin og er því
þegar af þeirri ástæðu einni
ólöglegt.
Jóhann
J. Olafsson:
Ólög o g
ofurvald
2. Lítil skilyrði er sett tollinum |
til þess að beita ákvæðinu. Ef
tollskjöl koma ekki fram er
einfaldlega lokað fyrir viðkom-
andi án hans vitundar.
Þegar hann rekur sig á lok-
unina er honum fyrst sögð
ástæðan. Hvað segir nú „Til-
kynningin'' um rétt þolanda i
þessu tilviki. Er skylt að veita
honum frest til að athuga mál-
ið og ráða bót á? Nei.
Segir að hann megi áfrýja
ákvörðuninni til æðri stjórn-
valda? Nei.
Segir að fella verði ákvörðun
úr gildi meðan viðkomandi
leitar verndar dómstóla? Nei.
Segir „Tilkynningin" að ef
um mistök hjá tollinum sé að
ræða þá skuli hann vera ábyrg-
ur fyrir því tjóni sem af hlýst?
Nei. Hér gilda aðeins almenn-
ar reglur um að menn fari í
skaðabótamál, en það tómarúm
réttindaleysisins, sem verið er
að skapa er sist til þess fallið
að örfa menn til þess að leita
réttar síns.
3. Hugsum okkur sem dæmi að •
tollskjöi hafi farist, brunnið
eða glatast á einhvern hátt og
eigandi, sem lokað hefur verið
á segir þetta. Gæti þá tollurinn
ekki svarað? Þetta segja þeir
nú allir, getur þú sannað
þetta? Getur tollurinn þá í
slíkum tilfellum heimtað ógild-
ingsdóm fyrir hinum glötuðu
farmskírteinum áður en hann
opnar, en það tekur margar
vikur.
F'armskirteini er viðskipta-
bréf að lögum og því framselj-
anlegt. Kaupfélag getur t.d.
framselt kaupmanni vörusend-
ingu samkvæmt farmskírteini.
Ef kaupmaðurinn vanrækir að
skila tollskjölum, er lokað fyr-
ir kaupfélagið.
Menn deila oft i viðskiptum.
Seljandi segir pöntun hafa ver-
ið gerða. Hinn mótmælir því.
Nú er óumbeðin vörusend-
ing komin til íslands og send-
andi mótmælir, að varan sé
endursend.
Viðtakandi telur sér vöru-
sendingu þessa óviðkomandi.
Tollyfirvöld segja við lokun.
Hvað skal gera?
Er ekki auðvelt undir slikum
kringumstæðum fyrir yfirvöld
að búa til mistök og loka, Ieið-
rétta siðan eftir mikla eftir-
gangsmuni eða jafnvel dóm og
leyfa viðkomandi að dunda við
skaðabótamál gegn „kerfinu" í
2—3 ár?
Það sjá allir hversu þrúg-
andi er að starfa í slíku rétt-
indarleysi.
4. Hæpið er að reglum þessum
verði beitt jafnt gegn öllum.
Fráleitt virðist að stöðva eða
trufla rafvirkjunarfram-
kvæmdir vegna þess að Inn-
kaupastofnun ríkisins leggur
ekki fram skjöl yfir skólakrít-
ar.
Óhugsandi er að beita þessu
gegn Stórum aðilum svo sem
álveri, áburðarverksmiðju,
S.I.S. o.s.frv. Reglan hefur
heldur engin áhrif á þann sem
flytur inn aðeins eina vöru-
sendingu.
Nei, spjótum er beint gegn litla
manninum í þjóðfélaginu eins og
fyrri daginn. En hvernig stendur
á því að slík regla er sköpuð í
okkar réttarríki?
Hér er komið að stórum bresti í
stjórnarkerfi landsins sem ágerist
stöðugt.
Löggjafarvaldið er í höndum
Alþingis, þjóðkjörinna fulltrúa
fólksins.
Stjórnarfrumvörp eru undirbú-
in í stjórnarráðinu.
Fjármálaráðuneytið sendir toll-
yfirvöldum málið, sem hafa sér.
þekkingu á tollamálum.
Tollyfirvöld segja fyrir hvernig
reglur þurfi að vera og senda þær
til ríkisstjórnarinnar, sem leggur
frumvarpið fyrir Alþingi. Eftir að
tollyfirvöld hafa gefið sín fyrir-
mæli rennur frumvarpið orða-
laust í gegn um stjórnarráð og
Alþingi þar sem allir samþykkja
gagnrýnislaust, með bundið fyrir
bæði augu, að því er virðist.
Af þessum sökum ber lítið á
valdþurrð og valdnfðslu hjá yfir-
völdum, þvi þau virðast geta látið
„prenta" ný lög og reglur eftir
þörfum á þennan hátt.
Margnefnd reglaér að formi til
lög frá Alþingi. I lögum nr. 63 frá
1968 er fjármálaráðuneyti gefin
heimild til útgáfu reglugerðar.
Oftast eru lagaheimildir til reglu-
gerðarákvæða viss rammi sem
ráðuneytið á að fylla út í. En hér
er það ekki gert heldur er rammi
laganna einungis endurprentaður
i reglugerðinni og jafnvel farið út
fyrir hvorutveggja í „Tilkynning-
unni“ eins og áður var bent á.
En þvi mótmælir almenningur
ekki réttleysinu? Til þess liggja
ýmsar orsakir. Réttleysið snertir
oftast aðeins afmarkaðan hóp
manna, sem standa einir gagnvart
yfirvöldum, sem hafa orðið sér úti
um allan rétt, og eru þeim orðnir
svo háðir, að þeir kjósa frekar að
hafa hægt um sig.
Aðalástæðan er þó sú að ís-
lenzkir starfsmenn yfirvalda hafa
mikinn áhuga á að komast hjá
árekstrum og forðast að valda
óþægindum, og beita þannig ekki
þeim reglum sem þeir hafa, bók-
staflega, eða nota aðeins brot af
því valdi, sem þeim er fengið.
Þeir koma yfirleitt mjög vel fram.
Síðan er allt hægt að lempa og
laga. Með þessu skapast ný hætta.
Á þennan hátt er almenningur
svæfður, á meðan öll réttindi eru
dregin úr höndum hans.
Á þennan hátt skapast svokall-
aðar „starfsréglur“ yfirvalda. Þar
sem yfirvöld nota oft ekki nema
brot af valdi sínu, myndast starfs-
reglur, oftast óskráðar, um hvern-
ig valdinu skuli beitt. Stundum
eru reglur þessar skráðar í funda-
gerðarbækur, en alls ekki birtar, í
mesta lagi stungið niður í skúffu
til afnota fyrir stjórnvaldið sjálft.
Þannig hefur Jón ekki hug-
mynd um hvort hann fær sömu
meðferð og Páll. Hvaða aðrar
reglur gilda um ríkisverksmiðjur,
sveitafélög o.s.frv.
í því andrúmslofti sem þetta
ástand skapar hverfa allar skyld-
ur yfirvalda við þig, en þjónusta
yfirvaldsins byggist á því að það
er alltaf verið að gera þér greióa,
svo þú verðir þakklátur og skuld-
bundinn.
Þú þarft sífellt að mæta I eigin
persónu og bjarga málunum við
(redda).
Réttlátara væri að yfirvöld
hefðu ekki meiri völd en þau
komast minnst af með, en réttind-
in væru almennt í höndum fólks-
ins. Vanda þarf betur til lagasetn-
ingar.
Ég hef rætt ofanritaðar hug-
myndir mínar við ýmsa embættis-
menn, lögfræðinga, samstarfs-
menn og fleiri en fundist undir-
tektir daufar og áhugi lftill.
Ég finn mig því knúinn til að
birta skoðanir minar til þess að
lesendur geti skoðað hug sinn og
spurt hvort neisti frjálslyndis
leynist enn.
Ég vil sérstaklega taka fram að
ég er einungis að gagnrýna regl-
una og tilurð hennar en ekki þá
sem hafa framkvæmt hana, þ.e.
tollstjóra og starfsmenn hans,
sem hafa með góðri framkomu
sinni bætt úr göllum reglunnar
eins og þeim er frekast unnt. En
góðir menn eru engin afsökun
fyrir ólögum og réttleysi. Verri
menn geta tekið við. Þessi regla á
að hverfa fyrir nýrri, betri og
réttlátari.
Eitt meginhlutverk laga og ann-
arra réttarreglna er að veita þegn-
unum vernd fyrir ofríki annarra,
ofriki ríkisvaldsins ekki siður.
Að lokum hvet ég allan almenn-
ing til þess að vakna aftur til
meóvitundar um mannréttindi og
láta ekki bjóða sér hvað sem er,
því ég hefi aðeins sýnt fram á eitt
lítið dæmi um öfugþróunina.
Dæmið sem ég hefi tekið hefur
máske, þegar fljótt er á litið þann
galla að snerta innflytjendur, en
mjög hefur verið reynt að sverta
þá undanfarið.
En þegar betur er að gáð er það
einmitt prófsteinn á tilfinningu
almennings fyrir mannréttindum
hvort hann lætur alla þá móður-
sýki og moldviðri, sem reynt hef-
ur verið að skapa um innflutn-
ingsverzlunina villa sér sýn.
Jóhann J. Olafsson.