Morgunblaðið - 09.07.1976, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 09.07.1976, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JULI 1976 29 fclk í fréttum Sínum augum lítur hverásilfrið... + Oft er undan því kvartað ad blöð og aðrir fjölmiðlar geri gjarna skuggahliðum tiiver- unnar góð skil en minna fari fyrir því sem til heilla horfi og víst má það til sanns vegar færa á margan hátt. Ekki eiga þó allir fjölmiðlar hér óskiptan hlut að máli og til marks um það má nefna ritið Fréttir frá Sovétríkjunum, sem fréttastofa APN á íslandi gefur út. í þessu blaði er greint frá mönnum og málefnum um gjörvallt Garða- ríki og þar er allt svo undur jákvætt. Þar örlar hvergi á óánægju eða úrtölum nokkurs konar og allir virðast leggjast á eitt í framleiðslu og fórnarlund undir rauðum einingarfána flokks og þjóðar. I síðasta hefti þessa rits er eins og oft áður sagt frá sósíalisma og sannleikanum um hitt og þetta, söngvum og döns- um og sól í Júrmala, vinnusveit- um stúdenta og, síðast en ekki sízt, vináttufélaginu SSSR- ísland, sem nýlega hélt aðal- fund sinn í Moskvu. Frá þvi er greint í blaðinu að fundir hafi verið haldnir í félagsdeildum í mörgum borgum Rússlands, sem síðan hafi sent fulltrúa sína til aðalfundarins og vorú þeir 75 talsins. Auk þeirra voru mættir vísindamenn, blaða- menn og námsmenn og Hannes Jónsson, sendiherra, starfsfólk íslenzka sendiráðsins og aðrir íslenzkir gestir. Formaður félagsins, Sergei Stúdentskí, flutti skýrslu stjórnar og gat um helztu við- burði, sem voru hátíðahöld i Sovézk skólabörn heilsa fundargestum tilefni af 50 ára afmæli Sovét- ríkjanna, mánuður sovézk- íslenzkrar vináttu i tilefni af 25 ára afmæli Menningarfélags íslands og Ráðstjórnarrikjanna (MÍR) og einnig var getið um hátiðahöld í báðum löndunum vegna þrjátiu ára afmælis stjórnmálasambands ríkjanna. Þegar skýrslu formanns lauk gengu ungherjar í salinn í hvít- um skyrtum með rauða háls- klúta og þökkuðu félaginu gott starf í nafni sovézkra barna við mikla hrifningu viðstaddra og ekki minnkuðu fagnaðarlætin þegar lesið var upp hedlaskeyti sem ráðstefnunni barst frá MÍR. Að lokum tók Hannes Jónsson, sendiherra, til máls og þakkaði fyrir sig og sína og sagði að samskipti landanna hefðu ávallt verið góð eða eins og Gromyko hefði sagt við Einar Ágústsson, utanrikisráð- herra: „Lengi geta góð sam- skipti batnað.“ Eftir frásögninni í Fréttum frá Sovétríkjunum að dæma hljótum við að eiga frændum að fagna í Austurvegi en ekki virð- ast þó allir vera á einu máli i þeim efnum og til þess að alls hlutleysis sé gætt birtum við hér auk fyrirsagnar fréttarinn- ar um aðalfundinn, mynd af fyrirsögn annarrar greinar þar sem kveður við dáiítið annan tón. Barðir af landamæravörð- um og settir í einangrun sam- kvæmt fyrirmælum ráðherra Rætt við Eystein Þorvaldsson for- mann Júdósam- bands íslands um ferð júdómanna til Sovétríkjanna Lengi geta góð samskipti batnað Dóttir Churchills snýr aftur — sem sígauni + Sarah Audley, dóttir Winstons heitins Churchills, sem lítið hef- ur verið í sviðsljósinu slðustu tuttugu árin, er nú komin fram á sjónarsviðið á ný — sem sígauni. Sarah, sem er ekkja Audleys ISvsrósr tiefur f?.!!!?t 5 aA taka að sér aðalhlutverkið I amrfskum söngleik en fyrir 20 árum var hún mikilsvirt leikkona Dóttir Churchills — ávallt verið hrifin af sfgaunum f London en dró sig þá skyndilega f hlé og helgaði sig húsi og heim- ili. Þessi amrfski söngleikur fjall- ar á gamansaman hátt um sfgauna og segir Sarah að hún hafi tekið að sér hlutverkið vegna Knce 'iA Knn haff vprið hrif- in af lífsmáta þeirra. Faðir Söruh, Winston Church- iII, hefur líklega verið sama sinn- is og dóttirin þvf að árið 1949 sá hann til þess að sfgaunar, sem fram til þess tfma höfðu staðið utan við lög og rétt nytu sömu réttinda og aðrir enskir þegnar. LANCÖME sérfræðingur verður til leiðbeininga viðskiptavinum okkar í dag frá kl. 1 —6. Lktstá- Laugavegi17 Sími 13155. Nýir þægilegir skór í ferðalagið Leðurskórm/ hrágúmmísóla. Litir: blátt, rautt og brúnt, brúnt, grænt og orange. Sérlega mjúkir og þægilegir Litir: brúnt og rauðbrúnt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.