Morgunblaðið - 09.07.1976, Síða 34

Morgunblaðið - 09.07.1976, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚLl 1976 isianasmðllfl 3. dellð 1 KS með fullt hús stiga ÞRIÐJU deildar keppnin í knatt- spyrnu er nú í fullum gangi og eru línurnar teknar að skýrast nokkuð f flestum riðlunum. Það sem einna mest hefur komið á óvart er góð frammistaða KS, Knattspyrnufélags Siglufjarðar, sem virðist vera yfir burðalið í smum riðli, og vann 2. deildar lið Þórs frá Akureyri orugg lega í bikarkeppninni. Vann KS mik- inn yfirburðasigur í leik sínum við Tindastól um síðustu helgi, 11 — 3, og hefur liðið enn sem komið er ekki tapað leik i keppninni. Er markatala liðsins einnig hin glæsilegasta, eða 23—5 Um síðustu helgi léku Víðir og Stjarnan i 3. deildinni, og urðu úrslit þau að Viðir sigraði i leiknum með 4 mörkum gegn 1, en fram að þessum leik hafði Stjarnan haft forystu f sfnum riðli. í leik þessum skoruðu Einar Björnsson, Valbjörn Þorsteins- son, Guðmundur Knútsson og Jónat- an Ingimarsson fyrir Viði, en Birkir Sverrisson skoraði fyrir Stjörnuna. í Grindavfk léku heimamenn við Fylki, en Fylkir hefur örugga forystu í þeim riðli. Kom það á óvart að leikurinn var mjög jafn og var það ekki fyrr en alveg undir leikslok að Fylkismönnum tókst að skora sigur mark. Lauk leiknum 2—1 fyrir Fylki. Mörk Árbæjarliðsins skoruðu þeir Grettir Gfslason og Guðmundur Bjarnason en Björn Birgisson skoraði fyrir Grindavfk. Á Varmárvelli léku sfðan Aftureld ing og Bolungarvík og lauk þeim leik með 3:0 sigri Aftureldingar. Mörkin skoruðu þeir Steinar Tómasson og Hafþór Kristjánsson sem gerði tvö mörk. „ÞEIR HALDA AÐ VÖLLURINN HLAUPI" EINS OG skýrt var frá í Morgun- blaðinu nýlega vann 3. deildar lið KS á Siglufirði óvæntan sigur yfir 2. deildar liði Þórs frá Akureyri í bikarkeppni KSÍ á dögunum. Nú hafa Þórsarar kært leik þennan, á þeim forsendum að völlurinn á Siglufirði sé ólöglegur. — Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lið frá Akureyri kærir vegna vallarins eftir tapleik, sagði Sigl- firðingur er skýrði Mbl. frá kæru- málinu. — Þeir kærðu einnig í fyrra og þá var völlurinn mældur upp og reyndist vera löglegur. Reyndar í lágmarki þess sem regl- ur KSI kveða á um. Virðist nú sem Akureyringar hafi gleymt þessu kærumáli ,og niðurstöðu þess, nema þá að þeir haldi að völlurinn hlaupi í rigningu, en nokkur rigning var meðan um- ræddur leikur fór fram. SKEMMTILEGT MÚT ÞAÐ ER mál manna að Kalott-keppnin sem fram fór á Laugardals- vellinum s.l. þriðjudag og miðvikudag hafi verið ein skemmtileg- asta frjálslþróttakeppni sem fram hefur farið hérlendis um árabil, og stemmningin á áhorfendapöllunum minnti stundum á hin marg- rómuðu „gullaldarár“ I frjálsum (þróttum. 1 öllum keppnisgreinum var um harða og jafna baráttu að ræða, og árangur var yfirleitt ágætur. Það eina sem skyggði á gleði áhorfenda var að íslenzkur sigur skvldi ekki verða f keppninni, en Finnar hlutu flest stig samtals úr karla- og kvennakeppninni. Meðfylgjandi myndir tóku Ijósmyndarar Morgunblaðsins Friðþjóf- ur Helgason og Ragnar Axelsson I keppninni. Á efri myndinni má sjá að menn brugðu stundum á leik. Úrslitin virðast vera bræðra- bylta, en Svfinn og Finninn sem á horfa virðast hafa gaman af átökunum. Myndin til hliðar er af Ingunni Einarsdóttur sem stóð sig allra keppenda bezt á mótinu og vann sigur f eigi færri en f jórum einstaklingsgreinum. MIKIL AUKNING ÁHORFENDA AÐ LEIKJUM1. DEILDARINNAR r VALSMENN HAFA HAFT1554 AHORFENDUR AÐ MEÐALTALI AÐSÓKN að leikjum 1. deildar keppni íslandsmótsins f knatt- spyrnu hefur til þessa verið mun meiri en hún var á sama tíma f fyrra og er aukníng áhorfenda á leiki sumra lið- anna með ólfkindum. Útkoma liðanna er gffurlega mismun- andi og hefur Valur t.d. fengið tæplega fjórum sinnum meira í sinn hlut en Þróttur, en þessi tvö lið eru með mesta og minnsta aðsókn f 1. deildinni. Hafa áhorfendur á leikjum Vals í fyrri umferðinni að með- altali verið 1534 talsins, en 486 að leikjum Þróttar. Sjálfsagt er það fleira en eitt sem kemur til að leikir eru nú betur sóttir af áhorfendum en nokkru sinni fyrr, en höfuð- ástæðan er ugglaust sú, að knattspyrnan hefur verið betri hér í sumar en um langt árabil. Er ekki að sökum að spyrja að þegar áhorfendur eiga von á góðum leikjum, þá fjölmenna þeir á völlinn. Veður hefur einnig oftast verið nokkuð hag- stætt, en það hefur þó sýnt sig að áhorfendur láta slæmt veður ekki svo mikið á sig fá eigi þeir von á spennandi og skemmti- legum leik. Valsmenn hafa fengið lang- beztu aðsóknina að leikjum sin- um það sem af er keppnistíma- bilinu. Sá leikur sem laðaði til sín flesta áhorfendur var viður- eign Vals og Akraness, en á þann leik komu samtals 2148 áhorfendur og gaf leikurinn 704.400,00 kr. brúttótekjur. Annar í röðinni er svo leikur Vals og Fram. Á hann komu 2005 áhorfendur og tekjurnar voru 669.700,00 kr. Þriðji bezti leikurinn hvað aðsókn varðar var svo leikur Vals og Keflavík- ur. A hann komu 1909 áhorf- endur og gaf hann af sér 619.900,00 kr. brúttótekjur. Vert er að taka sérstaklega fram, að í áhorfendatölunni er aðeins gefin upp sú tala áhorf- enda sem greiðir sig inn á völl- inn, en jafnan er töluvert um áhorfendur sem hafa boðsmiða, og því má búast við að tala Framhald á bls. 20 Tvíbætti heimsmetið BÚLGARSKA stúlkan Ivanka Hristova tvfbætti heimsmetið í kúluvarpi kvenna um helgina. Á laugardaginn keppti hún á móti f Sofia og varpaði þá 21,87 metra og á sunnudaginn keppti hún á móti sem fram fór f Belmeken og varp- aði þá 21,89 metra. Eldra heims- metið átti Marianne Adam frá Austur-Þýzkalandi og var það 21,67 metrar. .^LYMPIULEIKAR S/GJa. \Meis/ndt*.É'/is c-e/t-ot /»í> rvsJ VV/Jl/t, /nO/JU He/íroc-/* e/i/> ///>•//>!/, $e/n SreeWot /*V jr/ttos* s itZ/t/WiJ/ry //ri///J ’paw/J eeA.«i /rte/AA eW s/eeA /-aa *a/J - //,f///// -ró//’íT f/Afi seei i/ítr/AWA/nOi/i/ /n/sroAsr /A* * /iA/jA /Ai/t^ ' fSÓAiJnd A/í Í./OJ />fid/l £A d/JD/UQ suep/. ue/s - n\uu.€A. missr/ /ner/9 i ueep- OA. Uodd, DAW/J F/lAféA fAÁ 'AsrAAi id. tiasi AewwAA vaa er.oiseu /y lzr£VIU-ION--AVAH\ JWT STUDIOS ARFTAKI FIASCONAROS ÍTALINN Carlo Grippo náði frá- bærum árangri f 800 metra hlaupi á móti sem fram fór f Turin á ítalíu í fyrrakvöld. Hljóp hann á 1:45,3 mín., og er það annar bezti árangurinn sem náðst hefur í þessari grein f heiminum f ár. Bendir þessi árangur Grippos, sem er 21 árs tögreglumaður, til þess að hann muni blanda sér alvarlega f haráttuna um gullið á leikunum í Montreal, en hann verður þar eini ftalski keppand- inn f 800 metra hlaupi. Heims- metið f 800 metra hlaupi á landi Grippos, Marcello Fiasconaros og er það 1:43,7 mfn„ sett árið 1973.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.