Morgunblaðið - 09.07.1976, Side 35

Morgunblaðið - 09.07.1976, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JULI 1976 35 VIKINGAR OG VALS- MENN SÝNDU SÍNAR BEZTU HUBAR IGÆR - Valur sigraði 3-2 og hefur góða forystu VALSMENN stigu mjög mikilvægt skrcf ( áttina að tslandsmeistara- titlinum f knattspyrnu er þeir lögðu Vfkinga að velli f mjög skemmti- legum og vel leiknum leik sem fram fór á Laugardalsvellinum f gærkvöldi að viðstöddum 3289 áhorfendum — fleiri en verið hafa á nokkrum öðrum leik það sem af er Islandsmötinu. Urslitin urðu 3—2 fyrir Valsmenn og máttu þeir raunar þakka fyrir að Vfkingar kræktu ekki f annað stigið. Ekki þar fyrir að Valsmenn voru lengst af betra liðið, en vegna þess að Vfkingum mistókst herfilega að skora úr upplögðu tækifæri sem þeir fengu sex mfnútum fyrir leikslok. Þá urðu Valsvörninni á hrikaleg mistök sem leiddu tif þess að Óskar Tómasson fékk knöttinn við markteiginn fyrir opnu marki. Virtist meiri vandi fyrir hann að skjóta framhjá en hitta markið, en Óskari brást illa bogalistin, og þar með fór von Vfkinga um annað stigið f leiknum. Fyrri hálfleikur leiksins í gær var einn sá bezti sem sézt hefur til íslenzkra knattspyrnuliða í a.m.k. mjög langan tíma. Bæði liðin reyndu til hins ítrasta að leika knattspyrnu — knötturinn var látinn ganga frá manni til manns, og leikmennirnir reyndu að hugsa fyrst og framkvæma síðan. Hvað eftir annað sáust stórkostlega skemmtilegir samleikskaflar, einkum þó hjá Valsmönnum sem voru í essinu sínu og liðið náði að sýna sínar beztu hliðar sem vissu- lega eru góðar um þessar mundir. Knattspyrna Víkinganna var dá- lítið öðru vísi, en eigi að síður ágæt og það var mikill kraftur og baráttuvilji í hverjum einasta leikmanni. GLÆSILEGT MARK I LEIK- BYRJUN Fyrsta mark leiksins kom þegar á 7. mínútu, en þá höfðu bæði liðin komist nokkrum sinnum í góð færi. Ingi Björn Albertsson fékk knöttinn við vallarmiðju, lék fram í átt að vítateignum, og skaut þaðan hörkuskoti i mark- hornið uppi. Átti Diðrik Ólafsson ekki möguleika á að ná til knattarins. VlKINGAR JAFNA Það hefur verið sagt um Vals- liðið I sumar, að það nái ekki vel saman nema það sé yfir í mörk- um, og þess vegna áttu margir von á því að liðið myndi láta kné fylgja kviði eftir þessa góðu byrj- un. En Víkingarnir voru ekki á þeim buxunum að láta mótlætið á sig fá og á 12. mínútu jöfnuðu þeir. Jóhannes Bárðarson lék upp kantinn og sendi knöttinn fyrir markið, þar sem Óskar Tómasson náði að skalla hann fyrir fætur Stefáns Halldórssonar sem var í dauðafæri og skoraði af öryggi. VALSMENN I GANG Það sem eftir lifði hálfleiksins léku bæði liðin á fullu og sáust oftsinnis svo lagleg tilþrif að áhorfendur klöppuðu leikmönn- unum lof í lófa. Valsmenn náðu smátt og smátt góðum tökum á miðjunni, og eftir það fór að verða meiri þungi í sókn þeirra. Þegar kom upp að vítateignum freistuðu Valsmenn þess að draga vörn Víkinganna sundur með skemmtilegu samspili og tókst það nokkrum sinnum vel. Upp úr því komu góð færi og góð skot, en Diðrik Ólafsson markvörður Vik inganna varði tvívegis stórkost ingi björn Albertsson skallar að marki Vfkinga og Ragnar Gfslason á ekki annars úrkosta en að verja með höndum. Ur vftaspyrnunni skoraði Ingi Björn sfðan örugglega. Unglingameistaramót Norður- landa í Laugardalslaug í kvöld UNGLINGAMEISTARAMÓT Norðurlanda f sundi hefst f Laug- ardalssundlauginni f kvöld og verður sfðan fram haldið á sama stað á morgun og á sunnudaginn. Verður alls keppt f 24 sundgrein- um og koma allir beztu sund- menn Norðurlanda f unglinga- flokki til keppninnar. Sex íslenzkir unglingar taka þátt í mótinu, og verður það að teljast fremur lítil þátttaka þegar tekið er tillit til þess að keppnin fer fram hérlendis. Mun ástæðan fyrir því að ekki voru valdir fleiri keppendur héðan til mótsins vera sú, að ekki var talið rétt að senda aðra til keppni en þá sem talið var lfklegt að ættu möguleika á að blanda sér í baráttuna um efstu sætin. tslenzku ungljngarnir sem keppa á mótinu eru'’ Hrefna Rún- arsdóttir, Olga Agústsdóttir, Pét- ur Sigurðsson, Kristbjörn Guð- mundsson, Sonja Hreiðarsdóttir og Þórunn Magnúsdóttir. Keppnisgreinar í kvöld verða sjö og eru þær eftirtaldar: 100 metra flugsund stúlkna, 100 metra flugsund drengja, 200 metra fjórsund stúlkna, 200 metra fjórsund drengja, 800 metra skriðsund stúlkna, 1500 metra skriðsund drengja, 4x100 metra fjórsund stúlkna og 4x100 metra fjórsund drengja. Guðmundur Þorbjörnsson hefur rutt sfðustu hindruninni úr vegi, Diðrik Ólafssyni Vfkingsmarkverði, og andartaki sfðar lá knötturinn f markinu. lega vel, er hann fékk hörkuskot af stuttu færi á markið. Það fyrra kom á 17. mínútu er Albert Guðmundsson skaut þrumuskoti og hið seinna á 30. minútu er Hermann Gunnarsson átti góðan skalla. I bæði skiptin náði Diðrik að slá knöttinn yfir. MARKAKÓNGURINN A FERÐ Á 40. minútu fékk Guðmundur Þorbjörnsson, markakóngur Vals- manna, loks tækifæri til þess að sýna hæfni sína. Hann brauzt í gegnum Vikingsvörnina með tvo menn á baki og náði síðan að skjóta á markið. Diðrik hafði hendur á knettinum, en missti hann frá sér og Guðmundur sem fylgt hafði vel eftir skoraði. Þarna þurfti harðfylgi til, og það hefur þessi ungi og lagni piltur til að bera. Minútu fyrir lok fyrri hálfleiks- ins bættu Valsmenn svo þriðja markinu við. Gífurlegur þungi var þá í sókn þeirra að Víkings- markinu og fór svo að Ragnar Gíslason bakvörður tók það fanga- ráð er knötturinn var að sigla í markið að verja með höndunum. Ur vítaspyrnunni skoraði Ingi Björn svo af miklu öryggi. DAUFARI SEINNI HALFLEIKUR I seinni hálfleik var leikurinn heldur daufari, en bauð þó oft upp á skemmtilega spretti og færi. Valsmenn voru meira með knöttinn og munaði þar mestu að þeir höfðu æ betri tök á miðjunni, þar sem þeir drottnuðu sem kóng- ar í ríki sínu. A 20. mínútu hálfleiksins var dæmd hornspyrna á Valsmenn. Stefán Ilalldórsson tók spyrnuna og sendi fyrir markið. Varnar- menn Vals voru til staðar en mis- tókst að hreinsa frá og Helgi Helgason náði til knattarins og potaði honum fram hjá allri þvög- unni sem var á markteignum og í markið framhjá Sigurði. Eftir mark þetta tvíefldust Vik- ingarnir en að sama skapi virtust taugarnar bila nokkuð hjá Vals- mönnum. Voru Vikingar meira í sókn undir lokin og áttu sæmileg færi — aldrei þó eins og er Óskar „brenndi af“ svo sem lýst er í upphafi greinarinnar. LIÐ 1 FRAMFÖR Það er mjög ánægjulegt að sjá hversu miklar breytingar hafa orðið á Víkings- og Valsliðinu nú milli ára. Bæði liðin leika mun betri knattspyrnu en þau gerðu i fyrra, og er allur annar bragur yfir þeim en þá. Þyngslin eru horfin, en í staðinn er leikin létt og hröð knattspyrnu, þar sem það er haft að leiðarljósi að það þarf að skora mörk til þess að vinna leik, og það er ekki nóg að hindra að andstæðingurinn skori. Vel má vera að þetta sé ekki eins árangursrikt þegar til lengdar lætur og varnarknattspyrnan, en vist er að það er annað fyrir alla aðila að horfa á slfk tilþrif. Framlína Valsliðsins er geysi- lega skemmtileg og vinnur vel saman. Þar er enginn veikur hlekkur, en i þessum leik voru þó Ingi Björn og Hermann beztir. Hefur Ingi Björn örugglega ekki verið betri en hann er nú, og flest það sem Hermann gerði í leiknum var vel gert — sendingarnar góðar og nákvæmar. í vörn Vals- liðsins var svo Dýri aðalmaður- inn, en hann gætti hins hættulega og fljóta sóknarleikmanns Vík- inga, Stefáns Halldórssonar, sem sjáaldurs auga síns. Víkingarnir leika enn svolitið um of af kröftum, og einstaka leikmenn liðsins eins og t.d. Ragn- ar Gíslason bakvörður eru of gróf- ir i aðgerðum sinum. Víkingsliðið er lið sem er að springa út og Framhald á bls. 20 LIÐ VlKINGS: Diðrik Ólafsson 4, Ragnar Gfslason 2, Magnús Þorvaldsson 3, Eirfkur Þorsteinsson 3, Helgi Helgason 3, Róbert Agnarsson 3, Adolf Guðmundsson 2, Gunnlaugur Kristfinnsson 2, Stefán Halldórsson 2, Jóhannes Bárðarson 2, Óskar Tómasson 2, Lárus Jónsson (varamaður) 1. LIÐ VALS: Sigurður Dagsson 2, Vilhjálmur Kjartansson 2, Magnús Bergs 3, Dýri Guðmundsson 4, Bergsveinn Alfonsson 3, Atli Eðvaldsson 2, Ingi Björn Albertsson 3, Hermann Gunnars- son 3, Guðmundur Þorbjörnsson 2. Kristinn Björnsson 1, Albert Guðmundsson 2. DÓMARI: Magnús V. Pétursson 4. íþróttamiðstöð Í.S.Í. Laugavatni Vegna forfalla er hægt að fá íþróttamiðstöðina leigða frá 23. — 26. júlí. Upplýsingar á skrifstofunni, sími 83377. íþróttasamband íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.