Morgunblaðið - 22.07.1976, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.07.1976, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JULI 1976 LOFTLEIDIR sswBÍLALEIGA S 2 1190 2 11 88 fy^BILALEIGAN— felEYSIR • o |RENTAL 24460 e 28810 r Útvarpog stereo. kasettutæki Mínar innilegustu þakkir sendi ég öllum sem glöddu mig i tilefni af sjötugsafmæli minu. Hjartans kveðjur til nemenda minna og sérstakar þakkir til ,,12 ára A 1965". Sigurbjörg Guðjóns- dóttir Langeyrarvegi 7 6, Hafnarfirdi. AUM.VSINCASÍMINN KR: 22480 „Mótmæla vanskilum á orlofsfé” A STJORNARFUNDI I Verka- mannafélaginu Hllf, 15. júlf 1976, var eftirfarandi álvktun sam- þykkt: „Fundur haldinn í stjórn Verkamannafélagsins Hlífar, 15. júlí 1976, telur að það ástand sem skapast hefur vegna vanskila at- vinnurekenda á orlofsfé, inn- heimtu Pósts og sfma áorlofsfé og skilagrein þeirra sé með þeim hætti að eigi verði lengur við un- að. Þess vegna verður verkalýðs- hreyfingin að grípa til sinna ráða og knýja það fram að verkafólk fái það orlofsfé er það hefur áunnið sér, og þá á réttum tíma, svo hægt sé að nota orlofið svo sem lög gera ráð fyrir. Skorar fundurinn á stjórn Verkamannasambands íslands að beita sér fyrir myndun nefndar sem skipuð verði fulltrúum 7 stærstu verkalýðsfélaga innan Verkamannasambandsins. Taki nefnd þessi orlofsmálih til rækilegrar athugunar og leggi siðan niðurstöður sfnar fyrir fund i verkalýðsfélögunum Morgunblaðið ræddi stuttlega við Hermann Guðmundsson for- mann Hlífar en hann var einn af nefndarmönnum sem unnu að setningu nýju laganna um orlofs- fjárgreiðslur. „Sannleikurinn er sá,“ sagði hann, „að við sem stóð- um að þessum breytingum áor- lofsfjárreglunum yfir í gírókerfið vildum stuðla að því og tryggja að menn gætu nýtt orlofsféð í sumar- fríin sín, en oft hefur það verið þannig að menn hafa hreinlega ekki haft efni á að fara í sumarfrí. Þetta kemur hins vegar þannig út núna að atvinnurekendum er lát- ið haldast uppi að greiða aðeins eftir dúk og disk og þegar menn ætla í frí er féð ekki fyrir hendi. Staðreyndin er sú að það er mjög alvarlegur misbrestur á fram- kvæmd þessara mála og við erum óánægðir hvað Póstur og sími er lélegur innheimtuaðili. T.d. hefur hann heimild til að beita lögtaks- aðgerðum. Það er almenn óánægja í minu byggðarlagi hjá verkafóiki með framkvæmd þessa nýja kerfis, místökin eru of mikil.“ Útvarp Reykjavik W FIM44TUDKGUR 22. júlf MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Marinó Stefánsson lýk- ur lestri sögu sinnar „Manna litla“ (4). Tilkynningar kl. 9.30. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við Tómas Þorvaldsson 1 Grindavík — þriðji þáttur. (áður útv. f október). Tónleikar. Morguntónleikar kl. 11.00: Nicanor Zabaleta og Sin- fóníuhljómsveit útvarpsins I Berlín leika Hörpukonsert f C-dúr eftir Boieldieu; Ernst Márzendorfer stjórnar / Fíl- harmonfusveit Lundúna leik- ur „Þrjá dansa frá Bæheimi“ eftir Edward Elgar; Sir Adri- an Boult stjórnar / Jascha Heifetz og RCA Victor sin- fónfuhljómsveitin leika Fiðlukonsert nr. 2 í d-moll op. 44 eftir Max Bruch; Izler Soiomon stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Frá Ólympíuleikunum f Montreal: Jón Asgeirsson segir frá. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ A frfvaktinni. Margrét Guð- mundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Römm er sú taug“ eftir Sterling North. Þórir Friðgeirsson þýddi. Knútur R. Magnússon les (10). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.40 Litli barnatfminn. Finn- borg Scheving stjórnar. 17.00 Tónleikar 17.30 Spjall frá Noregi. Ingólfur Margeirsson talar um norska verkalýðsskáldið Rudolf Nielsen. Síðari þátt- ur. 18.00 Tónleikar. Tiikynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Ttl- kynningar. KVÖLDIÐ_______________________ 19.35 Nasasjón. Arni Þórar- insson og Björn Vignir Sigur- pálsson ræða við Gunnar Reyni Sveinsson tónskáld. 20.10 Gestir I útvarpssal. Bernhard Wilkinsson leikur á flautu og Lára Rafnsdóttir á píanó. a. Sónata I g-moll eftir Jo- hann Sebastian Bach. b. Sónata I D-dúr eftir Carl Philipp Emanuel Bach. 20.35 Leikrit: „Bældar hvat- ir“ eftir Susan Glaspell. Þýð- andi: Þorsteinn Ö. Stephen- sen. Leikstjóri: Helga Bach- mann. Persónur og leikendur: Henrietta Brfet Héðinsdóttir FinnbjörnBorgar Garðarsson Marfa .................... ....Kristfn Anna Þórarinsd. 21.10 Holbergsvfta op. 40 eftir Edvard Grieg. Walter Klien leikur á pfanó. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Litli dýrl- ingurinn" eftir Georges Simenon. Asmundur Jónsson þýddi. Kristinn Reyr les (15). 22.40 A sumarkvöldi. Guð- mundur Jónsson kynnir FÖSTUDKGUR _______23. JÚLt__ MORGUNNINN_______ 07.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna ki. 8.45: Hailfreður Örn Eirfks- son byrjar lestur þýðingar sinnar á tékkneskum ævin- týrum.Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Tónleikar kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: János Starker og György Se- bök leika Sónötu fyrir selló og pfanó í D-dúr op. 58 eftir Mendelssohn / Ríkishljóm- sveitin f Dresden leikur Sin- fóníu nr. 5 í B-dúr eftir Schubert; Wolfgang Swakkisch stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tifkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Frá Ölympfuleikunum f Montreal: Jón Asgeirsson segir frá. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Römm er sú taug“ eftir Sterling North Þórir Friðgeirsson þýddi. Knútur R. Magnússon les (II). 15.00 Miðdegistónleikar Tékkneska fflharmónfusveit- in leikur Slóvanska svftu op. 32 eftir Vftézslav Novák; Václav Talich stjórnar. Hallé-hljómsveitin leikur „Dóttur Pohjola", sinfónfska fantasfu op. 49 eftir Jean Sibelius; Sir John Barbirolli stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.30 „Fótgangandi um fjöll og byggð“ Brynja Benediktsdóttir les ferðaþætti eftir Þorbjörgu Arnadóttur. Fyrri lestur. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Iþróttir Umsjón: Bjarni Felixson. 20.00 Sinfónfskir tónleikar frá útvarpinu í Köln Flytjendur: Rose Wagemann og Sinfónfuhljómsveitin f Vestfalen. Sigfried Landau stjórnar. a. „Egmont“, forleikur op. 84 eftir Beethoven. b. „Ah, perfido", komsert- arfa op. 65 eftir Beethoven. c. Forleikur og ástarandlát tsoldar úr óperunni Tristan og ísold eftir Wagner. 20.40 Til umræðu: Hugsan- legar breytingar á fslenzkri kjördæmaskipan. — Þátt- takendur: Svavar Gestsson, ritstjóri og Halldór Blöndal. Baldur Kristjánsson sér um þáttinn. 21.15 Kórsöngur Danski útvarpskórinn syngur sjö Ijóðasöngva eftir Svend S. Schultz. Höfundurinn stjórnar. 21.30 Utvarpssagan: „Stúlkan úr Svartaskógi" eftir Guð- mund Frímann Gfsli Halldórsson leikari les (2). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Litli dýrling- urinn“ eftir Georges Sime- non Asmundur Jónsson þýddi. Kristinn Reyr les (16). 22.40 Afangar Tónlistarþáttur f umsjá Ás- mundar Jónssonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. HVAÐ EB AÐ HEYRA? Gunnar Reynir Sveinsson hefur að baki f jölbreytilegan feril sem tónlistar- maður og af honum fáum við að heyra í þættinum Nasasjón. 0 „GUNNAR Reynir er maður æðihress og tæpitungulaus í viðræðu", segja Björn Vignir Sigurpálsson og Árni Þórarins- son, umsjónarmenn þáttarins Nasasjón, sem á dagskrá er i kvöld kl. 9.35 , en þar ræða þeir vað Gunnar Reyni Sveinsson tónskáld. „Hann er hálfgerður ævintýramaður i músikinni og Nasasjón í kvöld kl. 19.35: „Ævintýramaður í músíkinni” Leikritið Bældar hvatir kl. 20.35: á óvenjufjölbreytilegan íeril að baki. Hann spilaði ungur i mörg ár í ballhljómsveitum hér á Is- landi, þar á meðal I KK- sextettinum, — fyrst á tromm- ur og siðar á vibrafón, — og var þó fyrst og fremst einn af okkar fremstu jazzleikurum. Meðal annars spilaði Gunni Sveins, eins og hann var kallaður í bransanum, erlendis við góðan orðstír, og var t.d. hálft ár i Þýzkalandi. En skyndilega kú- vendir hann og sezt 26 ára að aldri í tónlistarskólann hér, „í sjö ára bekk“ eins og hann orð- ar það sjálfur, snýr sér að aka- demísku tónlistarnámi, bæði hér og síðar við tónlistarháskól- ann í Amsterdam. Síðan hefur hann verið í hópi kunnustu nú* tímatónskálda okkar, en hefut jafnframt samið verk af ýmsum gerðum — poppverk, jazzverk, elektrónísk verk, lög við tezta Halldórs Laxness 'og margt fleira." Að sögn umsjónarmanna er ætlunin að reyna að veita smá- nasasjón af ferli, viðhorfum og tónlist Gunnars Reynís Sveins- sonar í þessum þætti, en jafn- framt er skotið inn stuttu síma- viðtali við Ólaf Stephensen, framámann í jazzheiminum hér um árabil, og hann rifjar upp kynni sín af jazzistanum Gunna Sveins. Varasamt að hætta sér of langt út á braut sálkönnunar FIM MTUDAGSLEIKRIT útvarpsins er að þessu sinni Bældar hvatir eftir bandariska höfundinn Susan Glaspell og hefst flutningur þess kl 20.35. Þýðinguna gerði Þorsteinn Ö Stephensen, en leikstjóri er Helga Bachmann, og er þetta annað leikritið, sem hún leikstýrir í útvarpi Helga hefur auk þess stjórnað tveimur leikritum á sviði Leikendur í Bældum hvötum eru Briet Héðmsdóttir, Borgar Garðarsson og Kristin Anna Þórarinsdóttir. Um höfundinn, Susan Glaspell, er það að segja, að hún er fædd i Davenport í lowa árið 1882 Hún stundaði m.a. nám við háskólann i Chicago og fékkst við að skrifa bæði leikrit og skáldsögur Glaspell og maður hennar, rithöfundurinn George Cram Cook, áttu þátt i að stofna leikflokkmn ,,Provincetown Players" árið 1915 og skrifuðu mörg leikrit fyrir hann, einkum einþáttunga Af skáldsogum Susan Glaspell má nefna ,,The Glory of the Conquered" Hún fékk Pulitzerverðlaunin ánð 1931 fyrir leikritið ,,Alison s House Glaspell lézt árið 1948 ,,Bældar hvatir" (Suppressed Desires) var frumsýnt 1914 Þar segir frá Finnbirni Hanssyni húsameistara og konu hans, Henriettu Frúin er mjög hrifin af öllu sem varðar sálarlifið og undirvitundina og uppgötvar ótrúlegustu hluti hjá manni sirujm á því sviði, ekki sízt eftir að systir hennar, María, kemur i heimsókn. Henrietta gerir nefnilega þá uppgötvun að það getur reynzt varasamt að hætta sér of langt út á braut sálkönnunar Af öðrum leikritum Susan Glaspell mætti nefna ..Trifles". ..Tickless Time" og ,.The Gutside Helga Bachmann er leikstjóri leikritsins Bældra hvata, sem flutt verður í kvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.