Morgunblaðið - 22.07.1976, Side 20

Morgunblaðið - 22.07.1976, Side 20
20 MORGUNBLAÐÍÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1976 Garðar Valdimars- son skipaður skatt- rannsóknastjóri FJÁRMALARAÐHERRA hefur skipað Garðar Valdimarsson í embætti skattarannsóknastjóra við embætti rfkisskattstjóra frá og með 1. október 1976. Garðar Valdimarsson er fæddur 19. ágúst 1945. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla íslands vorið 1966 og embættis- prófi í lögfræði frá Háskóla ís- lands árið 1972. Garðar hlaut lög- gildingu sem endurskoðandi á ár- inu 1975, en námi löggiltra endur- skoðenda lauk hann sumarið 1974. Síðan haustið 1974 hefur Garð- ar stundað framhaldsnám í skattarétti við Kaupmannahafn- arháskóla, og er nú að ljúka rit- gerð um tekjuhugtak íslenzkra tekjuskattsiaga og þróun þess frá 1921 —1971. Ritgerð þessi er unn- in fyrir Nordisk Skatteviden- skabligt B’orskningsraad, sem veitt hefur Garðari sérstakan styrk til þeirra rannsóknarstarfa, sem ritgerðin byggist á. Garðar Valdimarsson er kvænt- ur Brynhildi Brynjólfsdóttur. Vöruskiptajöfnuð- urinn hagstæður um 15,2 m. kr. í júní VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN við útlönd varð hagstæður um 15.2 milljónir í júnimánuði sl., en i sama mánuði í fyrra var hann óhagstæður um tæpa 5.3 milljarða. í júnimánuði fluttu landsmenn út vörur fyrir 8.097.5 milljónir kr., en inn fyrir 8.082.3 millj. króna. Vöruskiptajöfnuðurinn tímabil- ið janúar til júní i ár er óhagstæð- ur um tæpa fjóra milljarða kr., en á sama tíma í fyrra var hann óhagstæður um tæpa 14 milljarða kr. Kolmunninn dreifir sér — ÞAÐ SEM af er deginum hefur kolmunninn verið dreifður og okkur þvi gengið frekar erfiðlega að ná honum. Við komum hér á miðin í Seyðisfjarðardýpi fyrri hluta nætur og núna erum við komnir með rösklega 20 tonn, sagði Sveinn Sveinbjörnsson fískifræðingur, leiðangursstjóri á Runólfi i samtali við Morgunblað- ið í gær. Að sögn Sveins hafa fengizt að þessu sinni 4—9 tonn í hali og þegar Mbl. hafði samband við hann var verið að taka 4. halíð. Runólfur þurfti aö leggja af stað til Þorlákshafnar í gærkvöldi, þar sem skipið á að landa þar á föstu- dagsmorgun. Akveðið er að aflinn Verði unninn í marning hjá Meitl- inum og settur í herzlu hjá Guð- bergi Ingólfssyni í Garðinum. Vír slóst í andlit tog- arasjómanns SKUTTOGARINN Guðsteinn GK kom á laugardagsmorgun til isa- fjarðar með slasaðan skipverja. Vír hafði slegizt í andlit manns- ins, þar sem hann var við vinnu sína. Maðurinn var þegar fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflug- vél, þar sem gerð var aðgerð á honum á Borgarspitalanum. Að sögn Guðmundar Ingvason- ar framkvæmdastjóra Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar, sem sér um útgcrð Guðsteins, leið manninum eftir atvikum vel í gær. BSR bílstjórar í nýtt húsnæði FYRIR nokkrum dögum hófst bygging á nýju húsnæði fyrir bil- stjóra á Bifreiðastöð Reykjavíkur. Að sögn Eggerts Thorarensens framkvæmdsstjóra BSR, verður nýja húsið á sama stað og hið gamla, en litið eitt stærra. — Hús- ið verður tímburhús eins og hið gamla, en það er frá árínu 1943, og er orðið alls ófullnægjandi, sagði Eggert. — Skák Framhald af bls. 18 Rf7, 56 Bf5 — Rd6, 57. Be6 + — Ke5, jafntefli. (J.Þ.Þ.) Og þá er að líta á viðureign Guð mundar og Ungverjans Sax Hvitt: Guðmundur Sigurjónsson Svart: Gyula Sax Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4 Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — e6, 6 Be2 — a6, 7. f4 — Dc7, 8 0 0 — Be7, 9 Del — 0 0, 10 Dg3 (Velþekkt staða úr Scheveningen af- brigðmu Hér er mun algengast að svartur leiki 10 — Rc6, en Sax velur annan og tvleggjaðri leik) 10 — Db6?!, 11 Be3 — Dxb2. 12. Bf2 — Db4, (Svartur hefur eytt þremur leikjum í að ná peðinu á b2 Nú gat hvitur reynt 13 Hb1 — Da5, 14 Rf 5!? — exf5, 15 Bb6 — Rxe4, 16 Rxe4 — Dd5. 1 7 Rc3 — De6 og staðan er afar flókin) 13. e5?! (Þessi leikur litur ..sóknarlega" út, en er þó hættulitill við nánari athugun) 13. — dxe5, 14. fxe5 — Re8, 1 5. Re4 — Rd7, 16 Bd3 — Da5, 17. Rf3 — f5!, 18 exf5 frhjhl. — Rdxf6, 19. Rxf6 — Rxf6, 20. Hae 1 — Dxa2. 21 Bd4? (Eftir þennan leik missir Guðmundur endanlega af strætisvagninum Með 21 Dh4! gat hann haldið sókninni gangandi) 21 — Dd5, 22. Dh4 — Bc5! (Nú vinnur svartur leik, sem skiptir öllu) 23 Bxc5 — Dxc5 + . 24 Kh1 — Dh5, 25 Db4 — a5, (Þetta peð á eftir að reynast hvitum erfitt) 26 Db6 — a4, 27. Bc4 — Da5, 28 Dd6 — a3, 29 Re5 (Eða 29 Bxe6 — Bxe6, 30 Dxe6 — Kh8, 31 Re5 — Dd5 og svartur þarf ekkert að óttast) 29 — He8, 30 He3 — a2, 31. Ha 1 — Rd5, 32. Bxd5 — Dxd5, 33. Dc7 — Hf8, 34. Hg3 — Bd7! (Upphafið að skemmtilegri fléttu, sém gerir út um skákina) 35. Rxd7 — Hf 1 +!, 36. Hxf1 — a 1D, 37. Df4 — Dxd7, 38 Hgf3 — Df6 og hvítur gafst upp. (J.Þ.Þ.). Ekki hefur mér enn tekizt að fá botn i skákirnar úr 11 umferð, en vonandi getum við birt þær með næsta þætti — Séra Sigurpáll I rarnhald af bls. 2 formaðuriim heldur því fram að ræðan hafi ekki ve’rið í kristilegum anda og hefur skýrt frá því að safnaðarfund- ur f Fljótum hefði ákveðið að senda ræðu séra Sigurpáls biskupi íslands til umfjöllun- ar. Segir sóknarnefndarfor- maðurinn að prestur hafi not- að ferminguna til að flytja ræðu um samskipti sfn við sóknarbörnin og málflutning- ur hans valdið hnevkslun. — Fiskveiði- sjóður Framhald af bls. 36 I samtali við Morgunblaðið í gær staðfesti Guðjón Halldórsson hjá Fiskveiðasjóði islands, að beiðni Snorra Snorrasonar um fyrirgreiðslu hefði verið synjað hjá sjóðinum. Hann var spurður um forsendur þeirrar ákvörðun- ar, og svaraði hann því til, að þær væru fyrst og fremst að fjárhags- staða sjóðsins hefði ekki leyft það að verða við þessari beiðni. Benti hann á, að innflutningur skipa eða nýsmíðar skipa hefðu ekki verið samþykkktar nú um skeið og það væri sömuleiðis undirrót þess, að fé væri af skornum skammti. Þá sagði Guðjón að jafnframt hafi það haft sitt að segja, að fjárhagsstaða umsækjanda hafi ekki verið nægiléga sterk þegar á heildina var litið. Hann sagði, að áætlað hafi verið að þetta tiltekna skip myndi kosta einhvers staðar á bilinu 360—400 milljónir króna. Af þessari upphæð hefði sjóður- inn þurft að fjármagna um 60% af 2/3 hlutum verksins og að hluta með 75% framlagi. Þetta hefði þannig haft i för með sér töluvert fjárútlát fyrir sjóðinn, að því er Guðjón sagði. Ætlunin hafi verið að smíða skrokk skipsins úti, setja þar í það vélina og flytja síðan heim hlið- stætt og væri nú með togara sem væri í smíðum fyrir Dalvík. Þá sagði Guðjón að fyrir ákvörðun forráðamanna sjóðsins hefðu einnig legið þær röksemdir, — með tilliti til ástands fiski- stofna hér við land, — hvort ekki mætti þá taka eitthvað af þeim skipum sem fyrir væru í landinu,* gera á þeim breytingar og kanna þannig djúprækju öllu frekar. Þá væri því heldur ekki að leyna að það hafi verið haft í huga að fyrir- greiðsla fyrir þessu eina skipi hefði getað leitt til þess að fleiri kæmu á eftir, sem erfitt hefði þá verið að standa á móti vegna for- dæmisins. Sagði Guðjón, að hon- um hefði t.d. verið kunnugt að menn hér hefðu verið að velta fyrir sér norsku skipi til þessara veiða sem hefði átt að kosta um 265 millj. króna. Það væri nú til- búið og unnt að afhenda það i ágúst. Það væri þess vegna margt sem kæmi til álita áður en heim- ild fyrir fyrirgreiðslu sem þessari væri veitt. i samtali við Morgunblaðið sagði Snorri Snorrason útgerðar- maður, að honum þættu vinnu- brögð þau sem beitt hefði verið i sambandi við umsókn hans ekki sæmandi. Umsókn hans hefði ver- ið tekin fyrir miðvikudag i sl. viku, en ákvörðun þá frestað vegna athugasemda frá tækni- deild Fiskifélagsins. Einnig hafi verið leitað umsagnar Hafrann- sóknastofnunar og Fiskifélagsins en síðan hefði hann lagt mikla vinnu í að koma með nánari út- skýringar á athugasemdum, sem stundum hefðu verið í meira lagi hæpnar. -* Snorri kvað sér þó þykja sárast, að hann hafi ítrekað áður en hann réðst í það fyrir alvöru að leita þessarar heimildar, beðið um skýr svör hvort nokkuð þýddi að fara fram á fyrirgreiðslu sem þessa og þau svör sem hann hefði þá fengið verið nógu jákvæð til þess að hann réðst í þetta. Nú væri honum ljóst að hann hefði einungis verið dreginn á asnaeyr- unum og ekki bætti það úr skák að hann hefði fyrir nokkru siglt rækjubát þeim er hann átti fyrir til Englands, þar sem hann hugð- ist selja hann upp í kaupverð nýja skipsins. Kvaðst hann nú ekki vita hvernig því máli myndi reiða af fyrir sig. Snorri sagði ennfremur, að hann hefði ekki getað skilið sam- þykkt ríkisstjórnarinnar fyrir nokkru vegna þessara málaleitun- ar hans öðru vísi en þannig að hún væri hvetjandi þess að ráðist yrði í þessi kaup en það virtist svo sem embættismenn biðu öllu birg- inn og hefðu sitt fram. — Sendiherra Framhald af bls. 1 sprenginguna, og að fundinum loknum sagði Liam Cosgrave for- sætisráðherra að morðárás þessi fyllti alla heiðvirða Íra viðþjóði og skömm. i London sagði James Callaghan forsætisráðherra að morðingjar sendiherrans væru fjandmenn bæði Englands og ír- lands, sem nauðsynlegt væri að handsama. Talið er víst að öfgasinnar úr Írska lýðveldishernum, I.R.A., hafi komið sprengjunni fyrir. Bústaður brezka sendiherrans er í útjaðri Dýflinar, og þaðan liggur Murphystown Road inn til borgarinnar. Hafði sprengjan ver- ið grafin inn í veginn, að þvi er virðist frá skurði, sem grafinn var undir veginn frá auðu svæði við vegarbrúnina. Telja sérfræðingar að hundruð kílóa af sprengiefni hafi verið í sprengjunni, og end- urómaði sprengingin frá nær- liggjandi hæðum. Tveir írskir leynilögreglumenn óku rétt á eft- ir bifreið sendiherrans. Brotnaði framrúða bifreiðar þeirra við sprenginguna, en þeir sluppu óskaddaðir. Ewart-Biggs sendiherra var 54 ára, og gekk með svart einglyrni frá þvi hann særðist í heimsstyrj- öldinni síðari. Hann hafði aðeins starfað í Dýflini tæpar tvær vik- ur, en áður var hann við brezka sendiráðið í Paris frá árinu 1971. Hann var höfundur nokkurra skáldsagna, sem hann gaf út und- ir skáldanafninu Charles Elliott, en ein bóka hans — ..Trial by Fire“ frá árinu 1956 — var bönn- uð á Írlandi vegna kynlífsfrá- sagna. Fyrri kona hans lézt árið 1959, og árið eftir kvæntist hann á ný. Síðari eiginkonan hafði skroppið í heimsókn til Englands í gærkvöldi. Auk konunnar lætur sendiherrann eftir sig tvær dæt- ur, 15 og 8 ára og 13 ára son. — Hættuástand Framhald af bls. 1 innrás á Kýpur fyrir réttum tveimur árum, en styrjaldaróttinn hefur magnazt að undanförnu og virðist allt velta á því nú hvort tyrkneska rannsóknarskipið „Hora“ verður sent til oliuleitar á hafsvæði á Eyjahafi, sem Grikkir telja sig ráða yfir. Grikkir hafa lýst þvi yfir að verði skipið sent, muni þeir sökkva því, en Tyrkir hafa hótað hefndum verði það gert. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Tyrkir hyggjast senda skipið til rann- sókna, en það gæti orðið hvenær sem er næsta mánuðinn eða svo. — Foli Framhald af bls. 1 Bandarikjanna. Áður var hæsta verð, sem greitt hafði verið fyrir veturgamlan fola, 715 þúsund dollarar. Eigandi metsölufolans, sem seldur var í gær, var Nelson Bunker Hunt, auðjöfur frá Texas, en folinn er hálfbróðir hryssunnar Dahlia, sem hefur skilað 1V4 milljón dollara í hreinan hagnað i kappreiðum. — Rigningin Framhald af bls. 3 var mikill handagangur í öskjunni. Þarna voru um 30 strákar í hörku- vinhu í rigningunni, en við vildum ekki trufla þá, svo við snerum okkur að nokkrum, sem voru í „smápású' _ „Þeir eru að bíða eftir helginni, svo þeir geti farið á ball," sagði verkstjórinn þeirra og var horfinn um leið Þeir voru allir sammála um að þarna væri gott að vinna og ágætt upp úr þessu að hafa „Það er gott að vinna svona úti, alveg sama hvernig veðrið er," sagði einn. „Rigningin þarf ekkert að vera verri en sólin, því þá getur orðið svo heitt og loftlaust niðri í lestunum að mað- ur verður bara latur " — Skipstjórinn Framhald af bls. 36 hefur fregnað að málið hafi dregizt af ýmsum orsökum fyr- ir hæstarétti, ekki sízt þar sem skipstjóri togarans í veiðiferð- inni, Werner Masteit, er lát- inn. Morgunblaðið snerí sér í gær til Þórðar Björnssonar rtkis- saksóknara og spurði hann hvort málinu yrði haldið áfram. Þórður sagði, að skip- stjóri togarans hefði fallið frá áður en málinu hefði Iokið fyr- ir hæstarétti og að sínu mati væri ekki hægt í opinberu máli að halda áfram saksókn á hendur manni, sem væri lát- inn. Þá sneri Morgunblaðið sér til Jóns N. Sigurðssonar hrl., sem var verjandi skipstjórans í málinu, en hann vildi ekkert um það segja. — Þotunni sleppt Framhald af bls. 1 Nakuru og hafnarborgina Momb- asa. Jafnframt hermir Kenya- útvarpið að 2,000 Ugandaher- menn hafi gert uppreisn og að uppreisnin hafi breiðzt út þar sem herinn hafi verið beðinn að undirbúa innrás i Kenya. Blaðið Daily Nation i Nairobi segir að uppreisnarmenn hafi heitið þvi að berjast unz yfir ljúki gegn stjórn Amins. Uppreisnar- mennirnir hafa búizt rammlega til varnar í Mubende og Bombo skammt frá höfuðborginni til að verjast hugsanlegum tilraunum Amins til að bæla uppreisnina niður að sögn blaðsins. — Mars Framhald af bls. 1 sóknarstöðinni i Pasadena, sem fá allar upplýsingar frá Mars- ferjunni, segja að litmyndin af yfirborðinu sé með afbrigðum skýr og góð. Raunar er hér um þrjár myndir að ræða, sem teknar eru gegnum mismun- andi litsíur, en síðan settar saman í tölvu. Segja vísinda- mennírnir að yfirborðið sé ótrúlega líkt eyðimörkum, eins og þær líta út til dæmis i suð- vesturhéruðum Bandaríkjánna og í Ástraliu. Jarðvegurinn er rauðbrúnn, en steinarnir ljós- ari, og virðist sumsstaðar vera á steinunum grænleik slikja, sem gæti þó verið skuggar. Dr. Thomas Mutch, yfirmað- ur ljósmyndadeildarinnar við Víkingsleiðangurinn til Mars, sagði um litmyndina að um- hverfið væri ótrúlega líkt því, sem sjá mætti hér á jörðunni, og gjörólíkt umhverfi á tungl- inu. Köfnunarefni, sem nauðsyn- legt er öllu jurta- ög dýralífi á jörðu, hefur ekki áður fundizt á Mars, þótt vísindamenn hafi haft grun um að það væri þar að finna I mjög litlu magni. Samkvæmt upplýsingum frá Mars-ferjunni er köfnunarefni um 3% af andrúmsloftinu á Mars, en hér á jörðu er það um 80%. Bíða menn þess nú með enn meiri áhuga en áður að fá fyrstu upplýsingarnar um samsetningu jarðvegs reiki- stjörnunnar, en þær upplýsing- ar eru væntanlegar eftir um það bil viku. — Rætt við Jóhannes Framhald af bls. 15 mjólkurframleiðslu sé viðhaldið á stöðum, þar sem slíkt er mjög óhag- kvæmt " Má gera ráð fyrir mjólkurskorti i framtiðinni? „Það má búast við að árstiða bundinn skortur verði á áfallasöm- um árum Eg er hins vegar þeirrar skoðunar að ef góður vetrarvegur kæmi yfir Holtavörðuheiði mætti brúa þetta bil, því það er ekkert lengra að sækja mjólk ingað á Blönduós en austur i Vik i Mýrdal " „ÓKLEIFT AÐ KOMA UPP BÚSKAP Á JÖRÐNEMA TIL KOMI SÉRSTAKAR AÐSTÆÐUR" Að siðustu barst talið að mogu- leikum ungs fólks til að hefTá búskap og í því sambandi sagði JóhanneS: „Ef ungur maður vill kaupa nýlega uppbyggða jörð má ætla að hún kosti milli 20 og 25 milljónir en lán til jarðakaupa eru ekki nema um ein milljón og það sér hver maður að það tekur enginn 20 milljónir upp úr vasanum, þegar hann veit fyrir- fram að afraksturinn af búinu fyrstu árin stendur ekki undir vöxtum. Sömu vandamál og engu minni mæta þeim, sem geta fengið óbyggðar jarðir Mér hlýtur að of- bjóða hvað illa er að þessum at- vinnuvegi búið, að það sé ókleift að koma upp búskap á jörð nema til komi sérstakar aðstæður s.s. erfðir og skyldleiki Þetta getur ekki geng- ið til lengdar, ef landbúnaður á áfram að verða við líði í landinu " ~t.g

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.