Morgunblaðið - 22.07.1976, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JULl 1976
27
Hjalti Lýðsson
forstjórí—Minning
F. 2. apríl 1900.
D. 16. júlí 1976.
Samskipti manna og
vináttutengsl eru oft næsta
tilviljanakennd. Svo var og með
kynni okkar Hjalta, en árið 1944
urðum við sambýlismenn, þegar
ég leigði íbúð í húsi hans við
Snorrabraut hér í borg. Ekki
þekktumst við persónulega, en ég
hann þó af orðspori og aðeins að
góðu. Það leið því ekki langur
tími þar til með okkur og
fjölskyldum okkar tókust hin
ánægjulegustu kynni og síðar
vinátta, sem ekki hefir borið
skugga á nú yfir þrjátíu ár.
Hjalti bar í mörgu mót þeirra
manna, sem nú eru oft taldir til
aldamótakynslóðarinnar
svonefndu, en þá er jafnan
undanskilið, að þessir menn hafi
haft það til síns ágætis að vera
menn hins nýja tima, bjartsýnir,
ótrauðir að leggja hönd á plóginn
og reiðubúnir að vinna landi og
þjóó allt það gagn, sem þeir
frekast máttu. Ætt, uppruni og
allt starf Hjalta staðfestir þetta.
Hann er fæddur 2. apríl,
aldamótaárið 1900. Að honum
stendur traust og dugmikið
bændafólk, einkum úr byggðum
Rangárþings: Faðir Hjalta var
Lýður Árnason, bóndi á
Hjallanesi, Árnasonar, bónda á
Skammbeinsstöðum í Holtum,
Finnbogasonar, bónda á Galtalæk
á Landi, Þorgilssonar, bónda á
Reynifelli á Rangárvöllum. Árni,
afi Hjalta, átti Ingigerði
Guðmundsdóttur hins ríka á
Keldum, Brynjólfssonar í
VestraKirkjubæ, Stefánssonar í
Árbæ, Bjarnasonar á Víkingslæk
(Víkingslækjarætt). Móðir Hjalta
var Sigríður Sigurðardóttir,
bónda I Saurbæ og Haga í
Holtum, Sigurðssonar, prests í
Guttormshaga, Sigurðssonar,
prests í Reynisþingum,
Jónssonar, en kona séra Sigurðar
í Guttormshaga var Sigríður
Jónasdóttir, prests i Holti, systir
Steingríms biskups i Laugarnesi.
Eins og af þessu sést á Hjalti til
góðra að telja í báðar ættir.
Margir ættmenn hans voru á
sínum tima annálað dugnaðarfólk
og er því ekki langt að leita
hvaðan Hjalta kom sá dugnaður
og atorka, sem jafnan einkenndi
hann og starf hans.
Foreldrar Hjalta eignuðust 12
börn, 10 syni og tvæ dætur og eru
nú aðeins tvö á lífi: Kristín og
Kristinn. Samheldni var jafnan
mikil með þeim systkinum öllum
og gagnkvæm hjálpsemi talin
sjálfsögð. Svo sem að líkum lætur
var Hjalta snemma haldið til
vinnu, eins og títt var um
unglinga í sveit á þeim tíma. Árið
1916, eða þegar hann var 16 ára,
varð breyting á högum hans.
Hann fluttist þá til Reykjavíkur.
Réðst hann þá ársmaður til Emil
Rogstads, n' . 3 manns, sem á
þeim árum h \ hér margháttaða
umsýslu og búskap. í þessari vist
dvaldi hann um fimm ára skeið.
Ekki flutti Hjalti með sér í hin
nýju heimkynni digran sjóð, en
hann hafði með sér annað
veganesti, sem ekki var minna um
vert: athafnaþrá, dugnaður og
vinnusemi’ var honum í blóð
borið. Vistin hjá Rogstad reyndist
honum hollur skóli. Kom hann
þar í nýtt umhverfi og sá þar og
lærði margt, sem honum var áður
fratnandi, en horfði þó
augljóslega til framfara og til
hagsbóta landi og lýð. Hann
kynntist þar einnig ýmsum
útlendingum, einkum
norðmönnum, sem forvitnilegt
var að blanda geði með. Allt hafði
þetta mikil áhrif á hinn unga
mann og hvatti hann til dáða.
Varð það til þess, að árið 1921
sigldi hann til Noregs og hugðist
kynija sér niðursuðu á fiski og
reykingu á matvælum. Sýnir
þetta m.a. framsýni og hugkvæmi
Hjalta, því að það er fyrst
áratugum síðar að farið er að taka
þetta nauðsynjamál alvarlegum
og föstum tökum.
I Noregi dvaldist Hjalti á annað
ár, aðallega i Fredriksstad og í
Haugasundi og kynnti sér og
starfaði að þessum málum. Þegar
heim kom setti hann á fót
fyrirtæki, sem hafði það verksvið
að vinna úr fiski, sjóða og leggja
niður síld o.fl. Hjalti er því meðal
þeirra fyrstu, sem kom auga á
mikilvægi þessarar
atvinnugreinar og gerði tilraun til
að byggja upp þessa starfsemi. En
hér átti hann við margvíslega
erfiðleika að stríða, m.a. féleysi
o.fl. Þessari tilraun hans lauk því
eftir nokkur ár með því að hann
snéri sér að kjötvinnslu og sölu á
kjöti. Rak hann um langt árabii
þrjár kjötverslanir hér í borg.
Kostaði hann jafnan kapps um að
hafa góða vöru á boðstólum, enda
blómguðust verslanir hans og
nutu almennrar hylli borgarbúa.
Þessa minnast enn margir, en hitt
má jafnframt gjarnan hafa í
huga, að hann var einn þeirra
fyrstu, sem hóf tilraun til að
koma hér á fót vísi að
lagmetisiðnaði, sem nú loks er að
verða einn af meiriháttar þáttum
íslensks efnahagslífs.
Eftir lok síðari heimsstyrjaldar
snéri Hjalti sér að nýju verkefni.
Réðst hann í að koma á fót og
reka kvikmyndahús
(Stjörnubió). Var þetta verkefni
að vísu næsta frábrugðið því, sem
hann áður hafði sinnt. En það er
skemmst frá að segja, að
fyrirtæki þessu vegnaði vel og má
hiklaust þakka það dugnaði,
árvekni og hyggni forstjórans.
Samstarf hans við aðra
starfsfélaga á hinum nýja
vettvangi var gott og var hann þar
metinn að verðleikum, m.a. átti
hann um árabil sæti í stjórn
Félags kvikmyndahúsaeigenda.
Hjalti hafði fyrir nokkrum árum
látið af forstjórastörfum hjá
fyrirtækinu, en við hefir tekið
tengdasonur hans Þorvarður
Þorvarðarson, og ér ekki annað
séð, að stjórn fyrirtækisins sé í
góðum höndum.
Hjalti var hamingjumaður í
einkalífi. Árið 1927 kvæntist
hann heitmey sinni, Elvíru, f.
Edwardsen, norskrar ættar frá
Frederiksstad, mikilli
mannkostakonu. Var sambúð
þeirra farsæl og til fyrirmyndar.
Frú Elvíra er mikil húsmóðir og
bjó hún manni sínum og börnum
fagurt heimili. Þau eignuðust
þrjú börn: Viktor, bifreiðarstjóra
kvæntur Elínu Pálmadóttur;
Erlu, gift Þorvarði Þorvarðarsyni
forstjóra og Unni gift Karl F.
Schioth flugstjóra. Barnabörnin
eru 9 og barnabarnabörn þrjú.
Elvíra og Hjalti voru mjög
samhent. Auk þess að styðja að
velferð barnanna áttu þau eitt
sameiginlegt áhugamál. Þau létu
sig jafnan kirkju- og kristindóm
miklu skipta. Þá studdu þau
ötullega kristniboðsstarf, bæði
hér heima og í fjarlægum
Iöndum. Var það augljóslega
þeirra hjartansmál.
Hjalti var alla tíð mikill
eljumaður og svo starfsamur á
yngri árum, að hann lagði oft nðtt
með degi, ef svo mætti segja.
Hvíldar unni hann sér þó, einkum
á síðari árum, en það var þá
einnig fólgið í starfi. Hann átti
bústað og land hér í nágrenni
Reykjavikur, nálægt Elliðavatni,
rétt við jaðar Heiðmerkur. Þetta
land ræktaði hann, gróðursetti
þar blóm og tré og prýddi á
margvíslegan hátt. Er þar nú einn
sérkennilegasti reitur í nágrenni
borgarinnar m.a. vegna þess, sem
þar er að finna, auk blóma, trjáa
og höggmynda, margvíslega lit
hraungrýtisbjörg, sem bjargað
hefir verið þangað frá
Rauðhólum, eftir að þeir á sínum
tíma voru eyðilagðir fyrir
skammsýni manna. Þarna undi
Hjalti sér öllum stundum. Þar var
hans sælustaður, hans
„Grænahlíð". Undanfarin ár átti
Hjalti við allmikla vanheilsu að
stríða, Hafði hann þá stundum á
orði, að þegar hann kveddi
þennan heim, mætti það gjarnan
vera á þessum sælureit. Honum
varð að ósk sinni. Hann andaðist i
sælureit sínum „Grænuhlið"
aðfaranótt 16. júlí lí(76.
Ég sem þessar linur rita, hafði
eins og áður segir, náin kynni og
vináttutengsl við Hjalta og
fjölskyldu hans yfir þrjátíu ár.
Við hjónin sjáum því á bak góðum
og tryggum vini, nú er leiðir
skilja. Okkur er þakklæti efst i
huga, er við vottum frú Elvíru og
börnum hennar innilega samúð
okkar og biðjum guð að blessa
þeim minninguna um ástríkan
eiginmann og góðan föður.
Oddur Friðjónsson.
Örfá minningarorð.
Kempa er hnigin í valinn. Hjalti
Lýðsson forstjóri andaðist
snemma dags þann 16. þ.m., 76
ára að aldri. Þessi fregn kom ekki
á óvart þeim er þekktu til, því að
Hjalti hefur verið árum saman
sjúkur maður þó að hann vildi
ekki láta mikið á því bera, enda
var hann karlmenni mikið og
ókvalráður. Samt hnykkti mér við
er ég heyrði þessa helfregn, en
þvi mun sjálfsagt hafa valdið
vinátta okkar Hjalta. Ég á bágt
með að hugsa mér hann riðinn á
braut á hinum bleika gandi. Svo
verður þó að vera.
Hjalti var aldamótabarn,
fæddur 2. apríl árið 1900 austur í
Rangárvallasýslu, að Hjallanesi i
Landssveit. Hann var einn tólf
systkina svo nærri má geta að
ekki var mikill auður í garði, —
vel að merkja veraldlegur auður.
Um þann hinn andlega auðinn
segir löngum minna, en af kynn-
um mínum við Hjalta og þau syst-
kina hans, er ég hef kynnst, dreg
ég þá ályktun að þau Hjallanes-
börn hafi verið vel búin að
heiman, að því er snertir dugnað
og trúmennsku og ódrepandi
áhuga á því að kömast áfram, eins
og löngum er sagt. Þau áttu líka
til góðra að telja. Foreldrarnir
voru sóma og dugnaðarfólk af at-
gervis og gáfuættum.
Hjalti fór ungur að heiman, að-
eins 16 ára, fluttist þá hingað tii
Reykjavíkur og dvaldist þar æ
síðan. Hann fór í vinnumennsku
til Emils Rogkstað, sem á þeim
tíma bjó á Bjarmalandi í Reykja-
vík og hafði mörg járn í eldi.
Hjalti sagði mér að þá hefði hann
þrælað mest á ævinni og slitnað
mjög um aldur fram, en hann var
kappsfullur og dró hvergi af sér.
Taldi hann sig bera menjar
þessarar vistar ævilangt. Á þess-
um árum kynntist Hjalti norskum
manni, Niels Fjeldberg, frá
Fredrikstad i Noregi. Þetta varð
til þess að Hjalti fór til Noregs að
áeggjan þessa vinar sins og
kynnti sér niðursuðu matvæla og
reykingu á fiski og kjöti. Þegar
heim kom starfaði hann um skeið
að þessum málum en setti síðan á
stofn kjötverslun og vann við
hana lengstan kafla ævi sinnar.
En Hjalti sótti meira til Noregs en
þekkingu á meðferð matvæla.
Þangað sótti hann einnig sína
elskulegu konu, Elvíru, frænku
áðurnefnds Fjeldbergs, en hún á
nú um sárt að binda, þegar ást-
vinurinn er fallinn frá, en í örm-
um hennar dó hann.
Árið 1949 keypti Hjalti ásamt
öðrum Stjörnubíó og gerðist for-
stjóri þess þar til nú fyrir
skömmu að tengdasonur hans,
Þorvarður Þorvarðarson tók við,
er sjúkleikinn gekk á Hjalta.
Okkar kynni hófust um þetta leyti
og urðu nánari með hverju ári
uns nú að tjaldið er dregið fyrir.
Af þessum kynnum man ég ekk-
ert nema gott eitt. Hjalti var mik-
— Voru það
óhlutdræg
vinnubrögð?
Framhald af bls. 25
verið, og þannig mun það sennilegast
verða svo lengi sem mannkynið endist,
og varla mun spurningunni svarað !
nútimanum frekar en fyrr. Hins vegar
er nauðsynlegt að standa vörð um og
tryggja tengsl við gamlan arf, það
skapar án efa betra jafnvægi I
óumflýjanlegri framþróun og breytingu
allra hluta D.H.F. segir réttilega, að
menning spanni vitt Við upptalningu
hennar freistast ég til að bæta t.d
húsa- og áhaldagerð — Torfkofar og
steináhöld eru liðin
menningarskeið —
Dóra Frodesen lýkur grein sinni með
þeirri von, ,.að sem fæstir útlendingar
hafi lesið og skilið greinina frá
Árósum Þvi það, að íslendingar séu
ið tryggðatröll og vinur vina
sinna. H:nn var kappsfullu.f'
maður en þó sanngjarn og sáttfús
og vildi hvers manns vandræði
leysa. Með dugnaði, mikiljý vinnu
og ósérhlifni komst hann í góð
efni, en peningar voru honum
ekkert markmið í sjálfu sér. Hann
mundi að vísu þá sáru fátækt, sem
hann bjó við í a»sku og vildi ekki
lifa þá daga á ný, en mesta gleði
hans var að hlúa að börnum sín-
um og vandamönnum bæði efna-
lega og á annan hátt og munu fáir
leika eftir. Á sambúð hans og
hans norsku konu féll aldrei
nokkur skuggi að kunnugra
manna sögn. Mér er næst að halda
að hann hafi verið jafn ástfang-
inn af henni við leiðarlok og í
upphafi vegar.
Hjalti og Eivira eignuðust þrjú
börn, einn son og tvær dætur, sem
öll eru nýtir þegnar í þjóð-
félaginu.
Hjalti reisti sér sumarbústað
fyrir ofan Elliðavatn. Þar hefur
hann unað sér best að hann sagði
mér. Þar hefur hann plantað
margvíslegum plöntu og trjá-
gróðri, flutt til „Grettistök" til að
skýla gróðrinum og skapað unaðs-
reit. Afkomendur Hjalta verða nú
að taka við að prýða þennan stað,
því blóma og trjágarður hans má
ekki undir nokkrum kringum-
stæðum verða eyðingunni áð
bráð. Hann undi sér þar best og
þar lauk ævi hans í faðmi eigin-
konunnar við ris miðsumarssólar.
Ég votta Elvíru og börnum
þeirra hjóna og vandamönnum
öllum mína dýpstu samúð. Missir-
inn er mikill en mikils var líka
notið um langa ævi.
Friðfinnur Ólafsson.
„Kkkorl líf án dau<)a. on^inn dauði án lífs '.
Enn á ný hefur verið höggvið
stórt skarð í hóp systkinanna frá
Hjallanesi svo nú lifa aðeins tvö
af tólf systkinum. Við fráfall
Hjalta hverfur af sjónarsviðinu
mikill atkvæðamaður og frum-
herji á ýmsum sviðum viðskipta-
lífsins, en mér er þó efst í huga
mannkostir hans og góð frænd-
semi.
Hjalti fæddist inn í þá öld sem
hóf land og þjóð úr örbirgð til
efna, úr ósjálfstæði til sjálfstæðis,
og hann tók virkan þátt i þessari
breytingu, barðist hörðum hönd-
um gegn hvers konar örðugleik-
um og sigraði með dugnaði sínum
og drengskap. — Eitt sinn spurði
ég Hjalta hvað hefði orðið honum
erfiðast á lífsleiðinni og hann
svaraði að það hefði verið þegar
hann á fermingaraldrí réðst til
bróður síns, sem þá hóf búskap að
Mykjunesi í Holtum. Bróðir hans
fór til sjóróðra um haustið og kom
ekki heim fyrr en eftir sumarmál
og varð því Hjalti að sjá einn um
búið, með litlum heyfeng og hörð-
um vetri. Ég held þetta hafi verið
erfiðasta tímabil ævi minnar, að
halda lífi í skepnunum og komast
yfir þau verk sem gera þurfti,
sagði Hjalti.
I umsvifum viðskiptalífsins
hættir mörgum til að fjarlægjast
önnur markmið, en Hjalta var
ekki svo farið. Ættir hans standa
föstum rótum austan heiða og
hann fylgdist vel með málum þar,
og átti þar marga vini. Hann var
og allra manna hjálpsamastur og
studdi það sem honum þótti til
framfara horfa eða mannbóta.
Sjálfur varð ég oft aðnjótandi
hjálpsemi hans og hef ég vart
fyrir hitt hreinskiptari mann og
víst var um það, að handsöl hans
voru haldbetri en margir löggiltir
samningar virðast vera nú til
dags.
Hjalti eignaðist norska konu,
Elvíru, sem lifir mann sinn. Þau
eignuðust þrjú börn, sem öll eru á
lífi og gift. Hann naut umönnunar
þessara barna sinna, tengdabarna
og barnabarna, og hin síðari ár
kom það sér einkar vel því heilsu
hans tók að hraka, enda starfsdag-
ur orðinn langur, og Hjalti kunni
ekki að hlífa sér.
Sérstaklega vil ég minnast um-
önnunar Elviru, sem var einstök.
Hún þurfti oft að halda aftur af
Hjalta, svo hann ofgerði ekki
sjálfunt sér, því hugur hans og
vinnugleði var ekki í réttu hlut-
falli við heilsu. Þetta hlutverk
hennar ntun oft hafa verið erfitt.
Þótt starfssvið Hjalta væri
bundið Reykjavík stóð hugur
hans einnig til sveitarinnar og
fljótlega byggði hann sér sumar-
hús á afgirtri landspildu hjá
Elliðavatni. Þarna var griðastað-
ur hans og þangað fór hann öllum
stundum einn eða tneð fjölskyldu
sinni og þangað var gaman að
koma í heimsókn.
í sumar er leið komum víð hjón-
in þangað sem oftar og ég minnist
þess er Hjalti gekk með okkur um
þennan fagra og sérkennilega reit
sinn, ræddi um fyrirhugaðar
framkvæmdir, hvenær elztu trén
voru gróðursett og hvert hraun-
drangarnir voru sóttir. Að síðustu
fór hann með okkur 'útsýnisturn-
inn þaðan sem sér vítt til fjalla.
Þótt ekki séu það sömu fjöllin og
gleðja augun í Landssveit, voru
þau augnayndi. Þessi paradís
Hjalta bar hug hans og hand-
bragði vitni. Þarna sem áður var
óræktarmói og grýttur, er nú alls
kyns gróður. Hjalti var maður
gróandans i lífi sínu og hann
kveður þennan heint er allur
gróður jarðar stendur i blóma og
einmitt i þessari paradís, sem
honum var svo kær, og í örmum
konu sinnar, sem reynst hafði
honum umhyggjusamur og góður
förunautur.
Við hjónin þökkum af alhug
hjálpsemi og vinarhug Hjalta um
leið og við vottum konu ha-ns,
börnum og venzlafólki dýpstti
samúð okkar. Megi minningin vm
góðan mann og föður létta s»rg
ykkar.
Bergsteinn SigurðssoB
frá Hjallaaesi.
að senda löndum sínum tóninn á
þennan hátt -— það er að mirmsta
kosti ekki góð landkynning
Það er nú e.t.v. kvikindisháttur af
mér að vekja sérstaka athygli á þessu
niðurlagi D.H.F., þessari safariku
rúsínu i pylsuendanum. En ekki gat ég
varizt brosi. Ég held, að Dóra Frodesen
geti alveg sofið róleg í þessari von
sinni. Þvi, þótt Mbl sé um flest ágætis
blað, þá held ég að öruggt megi telja,
að það hafi ekki öðlast mikla útbreiðslu
meðal erlendra þjóða. Ennfremur tel ég
öldungis vist, að þeir ferðamenn, sem
ísland kunna að hafa gist 24 aprírs I .
hafi notað tima sinn til annarra hluta
en glugga i og reyna að skilja það sem
i Morgunblaðinu hefur staðið Hins
vegar vakti þetta mig til umhugsunar,
hversu vel D.H.F. kunni að fylgjast
með almennum þjóðmálaumræðum á
íslandi, t d daglegum skrifum ýmissa
dagblaða Ef hún hefur einhverja
hugmynd, hlýtur henni að blöskra
endalaust landráðatalið um ýmsa góða
syni þjóðarinnar, og vitiskvöl má það
vera henni, ef tekið er útfrá
landkynningarsjónarmiðinul!
Væntanlega hefur heldur ekki farrfö
framhjá Dóru Frodesen, að til eru
íslendingar, sem, i fúlustu alvöru,
senda löndum sinum svo óþverralegar
kveðjur á prenti, að ekki eru etfrr
hafandi, og skýla sér svo á bak við
tjáningarfrelsi rithöfunda
Hvað má segja um slika framkomu,
slíkt framlag til islenzkrar menningar?
Árósum, 19. júti, 1976
Páll Bragi Kristjónsson.
Hreint
íÉ&land
fagurt
land
LANDVERND