Morgunblaðið - 22.07.1976, Side 29

Morgunblaðið - 22.07.1976, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JUU 1976 29 fclk f fréttum Liza feimin viðRedford + Hvað gerir maður, sem hittir óvænt uppáhaldskvikmyndaleikarann sinn á förnum vegi? — Stamar, flissar, roðnar eða fer í flækju eins og kallað er? — Allt þetta henti Lizu Minnelli þegar hún stóð I fyrsta skipti augliti til auglitis við uppáhaldið sitt. kvikmyndaleikarann Robert Redford. Það gerðist I samkvæmi sem Redford hélt nýlega I New York I tilefni nýjustu myndar sinnar „All The President’s Men“. Þótt sjálf sé Liza heimsfræg kvikmyndaleikkona hegðaði hún sér nákvæmlega eins og venjuleg gagnfræðaskólastelpa og stamandi bað hún Redford um eiginhandaráritun. Liza jafnaði sig þó fljótt og er líða tók á samkvæmið höfðu góð kynni tekizt með henni og uppáhaldinu... Burton flytur í hús Gretu Garbo + Richard Burton, sem nú stendur á fimmtugu, er nú fluttur inn í nýtt einbýlishús ásamt hinni nýju vinkonu sinni, Susan Hunt, sem er 29 ára. Húsið, sem er í- Kaliforníu, átti áður Greta Garbó, en ekki fylgir sögunni hvert söluverðið var. Ljósin tendruð + Þessi mynd af Jacquelinc Onassis var tekin í New York fyrir skömmu. Hún er hér að kveikja á Ijósabúnaði, sem lýsa á upp styttuna af Mercury, sem stendur fyrir framan Grand Gentral Terminal-bygginguna í New York. Knattspymu maðurinn Elton John + Rokksöngvarinn Elton John hefur hér brugðið sér f gervi knattspyrnumannsins og ekki að tilefnislausu, því hann hefur nú nýlega keypt hlut í knattspyrnufélaginu „Los Angeles Aztecs“. Elton vildi semsagt vekja athygli á Ifði sínu og knattspyrnu almennt, en eins og kunnugt er, á sú fþróttagrein fremur örðugt uppdráttar í Bandarfkjunum. Sagt er að tiltæki Eltons hafi vakið athygli vestra og mælzt vel fyrir... — Gos Framhald af bls. 3 andi auga með Kröflusvæðinu vegna hennar. Kröflusvæðið er engan veginn enn komið i jafn- vægi og meðan svo er verður að telja allmiklar likur á þvf, að eld- ur kunni að brjótast út á ný.“ í sambandi við mælingar á bor- holum við Kröflu og Námafjall segir i áætluninni, að þær breyt- ingar sem þar hafa mælzt, séu afleiðingar gossins i Leirhnjúk. Þess vegna sé erfitt að nota niður- stöður þeirra mælinga til að segja fyrir urh likur á nýju gosi. Rannsóknirnar, sem hér um ræðir, voru ekki ráðgerðar i fjár- lögum 1976 og fóru aðilar þeirra, þ.e. Norræna eldfjallastöðin, Landmælingafélag íslands, Orku- stofnun, Raunvisindastofnun Há- skólans og Veðurstofa íslands, fram á viðaukafjárveitingu til rannsókna á grundvelli áætlunar- innar. Ríkisstjórnin hefur nú fall- izt á aó verja sérstakri fjárveit- ingu til verkefnanna, sem gert er ráð fyrir í áætlun ofangreindra stofnanna. Heildar- fjárveiting ár- ið 1976 mun nema kr. 5.954 þús. og árið 1977 3.656. þús. kr. Samstarfshópur myndaður af fulltrúum þeirra stofnana, sem taka þátt i rannsóknunum, mun gera ráð fyrir að senda frá sér skýrslu um gang mála eigi sjaldn- ar en á þriggja mánaða fresti. — Lygamælir Framhald af bls. 5 þrýsting, æðaslátt, öndun og skinnmótstöðu við rafmagni. Einn galli Dektor P.S.E. tækja er sá að það hefur ekki enn verið nægilega rannsakað hvort breyt- ingar á microsveiflum í röddinni eigi sér stað hjá öllum einstakl- ingum þegar um streitu er aó ræða. Þetta á sennilega allt eftir aó koma i ljós við frekari rann- sóknir. Gisli lætur Vel af starfinu hjá rannsóknarlögreglunni. „Ég tel, áð reynslan sem ég hef öðlazt hér við lögreglustörf, bæði i götulög- reglunni og rannsóknarlögregl- unni hafi verið mér ómetanleet í sambandi við nám mitt og veitt mér ótrúlega mikla innsýn i sálar- fræðina," segir hann. „Maður um- gengst svo marga í þessu starfi og kynnist högum svo margs fólks við mismunandi aðstæður — í stuttu máli þá sér maður i þessu starfi meira um mannlegar að- stæður en nokkru sinni i vinnu sem sálfræðingur.” Gisli hefur einnig leitað viðar fyrir sér, þvi að um tíma starfaði hann einnig á vegum félagsmála- stofnunar Reykjavikur og hafði þar aðallega afskipti af barna- og unglingamálum og starfaði þá í nánum tengslum við Helga Dani- elsson sem fer með þessi mál hjá rannsóknarlögreglunni. Reyndar kvaðst Gísli hafa verið að hugsa um það aó loknu B.S.-prófi í sálar- fræði að snúa sér að afbrotafræði og hafa verið búinn að fá vist í Cambridge háskóla i þeirri sér- grein, en síðan tekið klínsku sál- arfræðina fram yfir þegar hann sá að hún bauð upp á mun meiri verklega þjálfun en gafst i af- brotafræðinni. — BHM Framhald af bls. 3 að taka á sig til jafns við aðra þá kjaraskerðingu sem nauðsynleg kann að reynast vegna tímabund- inna efnahagsörðugleika. En nú ríkir mikil óánægja í röðum ríkis- starfsmanna.” Töldu fulltrúarnir þrautreynt, að leiðrétting mundi ekki ná fram að ganga án verkfalls eða annarra aðgerða. Fyrir þvi séu engin hald- bær rök, að ríkisstarfsmenn eigi áð líða meiri kjararýrnun en sam- bærilegir starfshópar á almenn- um vinnumarkaði. Fulltrúar BHM á fundinum lögðu á það áherzlu að BHM mun halda áfram baráttunni fyrir af- námi tekjuskatts og þá ekki sizt með tilliti til þess, að opinberir starfsmenn bera mun þyngri skattabyrðar en almennt gerist og enn fremur fyrir verkfallsrétti, ekki sízt núna, „þegar ljóst er að aðrar aðgerðir hafa verið árangurslaúst þrautreyndar." ASTMA- OG LUNGNASJÚKIR Samband islenskra berklasjúklinga og Samtök astma- og ofnæmissjúkl- inga halda fræðslunámskeið fyrir astma- og lungnasjúk börn og aðstandendur þeirra i Reykholtsskóla í Borgarfirði dagana 7.—14. ástúst n.k. Læknir, sjúkraþjálfari og íþróttakennari verða með hópnum til leiðbein- ingar og fræðslu. Þeir, sem áhuga kynnu að hafa fyrir þátttöku, hafi samband við skrifstofu S.Í.B.S., Suðurgötu 10 sími 22153. Ný sending

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.