Morgunblaðið - 04.08.1976, Síða 12
12
-2______________________________________________________
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST 1976
Frá Rauðhettu.
Þangað komu um
6000 manns
víni var vísað frá staðnum. Við
leit fundust aðeins 5 flöskur af
áfengi og tók Sveinn það fram
að sárafáir virtust reyna að
brjóta þær reglur sem þeir
settu á þessum mótum. Þau
hafa verið haldin allt frá árinu
1967 og kvað Sveinn það fólk-
inu sjálfu að þakka hvað alit
fór vel fram, mótin væru fyrst
og fremst sómi þeirra sem
sæktu þau, en ekki þeirra sem
sæju um þau. Lögreglan á
Hvolsvelli sÉi, um gæslu og
greiddi fyrir umferð og var hún
mjög ánægð með samstarfið við
stjórnendur bindindismótsins.
Rauðhetta ’76 hét mót, sem
fram fór við Ulfljótsvatn og var
Tryggvi Jónsson framkvæmda-
stjóri þess. Skátasamband
Reykjavikur sá um mótið og
sagði hann að þangað hefðu
komið 6.000 manns. Þar fór allt
vel fram, enda margt starfsfólk,
voru skátarnir með 250 til 260
manna lið. „Lögreglan tók þá
ákvörðun að ekki skyldi leita að
víni, em í auglýsingum mótsins
var tekið fram að notkun áfeng-
is væri bönnuð,” sagði Tryggvi.
„Krakkarnir brugðust líka vel
við því, urðu allt öðru vísi í
viðmóti og miklu jákvæðari út í
lögregluna og hennar starf, en
lögreglan tók mjög vel á málun-
um og við komumst ,að raun um
það að þetta er rétta aðferðin."
Þá sagði Tryggvi að ungling-
ar á aldrinum 13—17 ára hefðu
verið meirihluti mótsgesta, en
einnig voru þarna fjölskyldu-
búðir dálítið frá. Á dagskrá var
ýmislegt til að stytta sér stundir
við og má nefna hæfileika-
keppni, tívolí, bátaleiga var
starfrækt ' og flugeldasýning
eitt kvöldið. Hann vildi þakka
öllum þeim sem komu við sögu
að allt fór vel fram, starfsfólk-
inu á staðnum, starfsfólki Um-
ferðarmiðstöðvarinnar og lög-
reglunni í Árnessýslu, en hún
sagði að ekki hefði hún áður
„Mótið er sómi þeirra
sem sóttu það”
Fjölmenn mót fóru vel fram um verzhmarmannahelgina
ÞÚSUNDIR manna söfnuðust saman á ýmsum stöðum
um verzlunarmannahelgina þar sem haldin voru mót
og útisamkomur. Á flestum stöðum fór allt vel fram
þrátt fyrir erfið veðurskilyrði á köflum en nokkuð
rættist þó úr því og var víðast á landinu gott veður
þegar Ifða tók á helgina.
Sigurður Agústsson hjá Um-
ferðarráði veitti blaðinu þær
upplýsingar að alls staðar hefði
umferðin gengið greiðlega og
mjög lítið verið um slys og
óhöpp þrátt fyrir gífurlega um-
ferð. Mest var umferðin sunn-
anlands þar sem nokkur þús-
und manns söfnuðust saman í
Galtalækjarskógi og við Úlf-
ljótsvatn en einnig var mikil
umferð við Mývatn, á hesta-
mannamótinu á Vindheimamel-
um og á Eiðum en þar voru um
eitt þúsund manns um helgina.
Sigurður sagði að í Skaftafelli
hefðu verið talin um 214 tjöld,
u.þ.b. 700 manns og á Þingvöll-
um 120 tjöld. Þá var og margt
manna á Laugarvatni en færra
í Þórsmörk og Landmannalaug-
um. Umferð var mest í kringum
þessa staði og var hún að mestu
slysalaus eins og fyrr sagði.
í Galtalækjarskógi voru um
2500—3000 manns að sögn
Sveins H. Skúlasonar. Þar fór
fram bindindismót og var þar
mikið um fjölskyldufólk, enda
mótið og dagskrá þess gerð með
það fyrir augum að sem flestir
aldursflokkar fái eitthvað við
sitt hæfi. Sagði Sveinn að allt
hefði farið vel fram hjá þeim,
aðeins einum manni hefði þurft
að vísa frá mótsstað, en reglan
er sú að þeim sem voru með
Slysahjálp skátanna á Rauðhettu ...
... kom að góðum notum