Morgunblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 38
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1976 r Atti fimm af sex lengstu köstunum BÚLGARSKA kraftakerl- ingin Ivanka Khristova, heimsmethafi í kúluvarpi kvenna, átti ekki í erfið- leikum með að krækja í Ólympíumeistaratitilinn í sinni grein, þegar keppt var til úrslita í henni á leikunum f Montreal á laugardaginn, jafnvel þótt meðal keppinauta hennar væru tveir fyrrverandi heimsmethafar: Nadyezhda Chizhova frá Sovétríkunum og Helena Fibingerova frá Tékkó- slóvakíu, en sú fyrrnefnda vann gullverðlaun í þess- ari grein á Ólympíuleikun- um í Múnchen fyrir fjór- um árum. Khristova, sem nú er 34 ára að aldri og starfar sem skrifstofu- stúlka í heimaborg sinni, Sofíu, varpaði 21,16 metra í keppninni í Montreal og náði betri árangri i fimm köstum sinum af sex en helzti keppinautur hennar, Chizh- ova. Þykir afrek Khristovu enn athyglisverðara fyrir það, að hún varð að hætta æfingum og keppni árið 1974, er hún eignaðist barn. Þá ætlaði hún sér ákveðið að hætta þátttöku í íþróttum, en þeg- ar hún náði mjög góðum árangri i smámóti sem hún tók þátt i s.l. ár, ákvað hún að æfa fyrir Ólympiu- leikana í Montreal. Og árangur- inn lét heldur ekki á sér standa. Hún setti tvö heimsmet í kúlu- varpi á sama sólarhringnum í sumar, og bætti síðan Ölympíu- meistaratitlinum við á laugardag- Geysilegur fögnuður er Pól- verjar h utu gullverðlaun í blaki PÓLVERJAR sigruðu Sovétmenn i úrslitaleik blakkeppninnar á Ólym píuleikunum i Montreal með þremur hrinum gegn tveimur í leik sem lengi verður í minnum hafður fyrir hversu spennandi og vel leikinn hann var. Ætlaði allt vitlaust að verða í blak- hollinni i Montreal þegar sigur Pól- verjanna var i höfn, en þeir fjöl mörgu áhorfendur sem voru við- staddir leikinn voru nær allir á bandi Pólverjanna, og var auðséð að að- stoð áhorfenda kom sér mjög vel fyrir þá, samfara þvi að lætin virtust fara i taugarnar á Sovétmönnum, sem náðu tæpast að sýna sitt bezta i leiknum Sovétmenn höfðu töglin og hagldirnar í leiknum til að byrja með Voru yfir í fyrstu hrinunni frá upphafi til enda, en ekki var þó um neina yfirburði að ræða, þar sem úrslitin urðu 1 5—11 í annarri hrinunni höfðu Sovétmenn yfir til að byrja með en Pólverjar snéru síðan leiknum sér í hag og sigruðu 1 5— 1 3 Þriðja hrinan fór 15—13 fyrir Sovétmenn, þannig að staðan var orðin 2—1 þeim í vil Geysileg barátta var í þriðju hrinunni og þurfti upphækkun til þess að fá fram úrslit Pólverjar sigruðu 19—17, þannig að staðan var aftur jöfn 2 — 2 Þá var komið að úrslitahrinunni Sovétmenn byrjuðu mjög vel og komust í 4 — 0 þegar eftir 5 mínútna leik En þá náðu Pólverjar sér heldur betur á strik og skoruðu næstu fimm stig Virtist þetta gefa þeim byr undir báða vængi svo um monaði, og eftir- leiðis var nánast ekki um keppni að ræða Pólverjarnir sigruðu 15—7, og að leik loknum dönsuðu þeir sann- kallaðan sigurdans inni á vellinum með öskur áhorfenda sem undirspil Kúbumenn urðu í þriðja sæti í blakinu, sigruðu Japana i úrslitaleik um það sæti 3—0 (1 5—8, 1 5—9 og 15—8) I blaki kvenna sigruðu japönsku stúlkurnar nokkuð örugglega í úrslita- leik sínum við Sovétríkin: 15—7, 15— 8og 15—2 Ný-Sjálendingurinn John Walker hlaut Ólympfugull f 1500 metra hlaupinu á laugardaginn, og kom það engum á óvart. Það vakti hins vegar furðu margra að hann skyldi ekki komast f úrslit f 800 metra hlaupinu, en þessi mynd er úr undankeppninni f þvf og sýnir Englend- inginn Clement (nr. 357) skjótast fram úr Walker á sfðustu metrun- um. Varð Walker f fjórða sæti f hlaupinu og komst þvf ekki áfram. _ FJARVERA BAYIS ER SKUGGI A ÓL-MEISTARATITLI WALKERS Vopnaðir öryggisverðir voru hvarvetna á Ólympfusvæðinu. Kanada- menn önduðu léttar á sunnudagskvöldið þegar leikunum var lokið, án þess að nokkurt meiri háttar óhapp yrði. NÝ-SJÁLENZKI heims- methafinn { míluhlaupi. Betra að hafa pappírana í lagi Frá Agústi I. Jónssyni í Montreal; laugardag. ÖRYGGISEFTIRLITIÐ virðist vera mjög mismunandi hér í Montreal og bitna á ólfkan hátt á fólki. Þannig höfðu tslendingarn- ir Bjarni Stefánsson og Guðmundur Sigurðsson gengið um allt innan Olympfuþorpsins og utan þess allt frá þvf að þeir komu hingað þar til á fimmtudag- inn, án þess að hafa nokkurn stimpil f passanum sfnum. Kom þetta fyrst í ljós á fimmtudaginn og var málunum þá snarlega kippt f liðinn, þannig að þeir Bjarni og Guðmundur hafa nú eins og aðrir stimpil f passanum sfnum. Eftir að fréttist um að pössum hefði verið stolið og aðrir höfðu verið seldir, er allt eftirlit miklu nákvæmara og þess vegna hefur örugglega komið f Ijós að tslendingarnir tveir voru með stimplalausa passa. Frá því hefur verið sagt, að Kanadamaður einn bauð vini sín- um gistingu í Ólympíuþorþinu og hafði vinurinn verið með skilrfki Kanadamannsins í tæpa viku, þegar glæpurinn uppgötvaðist og voru báðir sendir heim með það sama, en þeir aðrir sem meðsekir voru í þessu máli sluppu með áminningu. Þá voru sex kanadískir kepp- endur sendir heim til sín í vik- unni, en þeir höfðu fengið sér i staupinu og voru með einhvern gauragang i þorpinu. Bannað er að hafa vín um hönd í Ólympíu- þorpinu og voru þessar aðgerðir nokkurs konar viðvörun til ann- arra, en nokkur brögð munu hafa verið að þvi að keppendur lyftu glösum eftir að þeir hafa lokið keppni. Blaðamenn hafa ekki alveg sloppið við að verða fyrir barðinu á öryggiskerfinu. Þannig misstu sænskur blaðamaður og vestur- þýzkur Ijósmyndari passa sína um tíma, eftir að hafa óhlýðnast fyrir- mælum starfsmanna í íþróttahöll- unura. Undirritaður ætlaði sér i 'Ólympíuþorpið s.l. fimmtudag, en ekki gekk það þrautalaust að komast þangað inn. Þegar að síð- asta hliðinu við þorpið kom fundu lögreglumenn út að hinir nauð- synlegu pappírar og passar voru ekki rétt út fylltir. Þurfti undir- ritaður því að fara aftur á skrif- stofu þá sem útbýtir pössum og fá pappírunum breytt. Stúlkan sem það gerði krassaði kæruleysislega yfir vitleysuna og skrifaði það sem átti að standa á pappírunum. Ekki líkaði lögregluþjónunum þetta þegar að hliðinu kom í ann- að sinn. Sögðu þeir að undirritað- ur hefði falsað þetta sjálfur og með það sama var hann leiddur af tveimur lögregluþjónum á lög- reglustöð við Ólympíuþorpið. Þar hringdu lögregluþjónarnir síðan í allar áttir þar til þeir eftir hálf- tima voru sannfærðir um að þeir höfðu ekki klófest glæpamann og mistökin voru þeirra eigin fólks, en ekki blaðamanns Morgun- blaðsins. Fékk undirritaður nú lögreglufylgd inn f þorpið eins og Elísabet Bretadrottning á dögun- um og þegar inn fyrir hliðið kom háðu þessir kanadisku herra- menn mikillega afsökunar. Bentu þeir þó réttilega á að þeirra starf væri að sjá um að gæta öryggis þorpsbúa og að enginn færi inn fyrir hliðið nema hafa alla sína pappíra rétt útfyllta. fjórir flóttamenn Aðeins AÐEINS fjórir iþróttamenn frá Austur-Evrópu urðu eftir í Kanada er þátttókuliðin héldu heimleiðis að loknum Ólympiuleikunum. Fyrirfram hafði verið búizt við þvi að taSa pólitiskra flóttamanna úi hópi keppenda og áhorfenda frá Austur Evrópu yrði mun hærri eða svipuð og i Munchen 1972 en þá báðust 117 iþróttamenn hælis. Það voru tveir Rúmenar, einn Sovétmaður og einn af þjóðerni sem ekki hefur enn verið gefið upp. sem urðu eftir i Kanada. Mikið fjaðrafok varð út af flótta Sovétmannsins. og hótuðu Sovétmenn þvi að hætta þátt- töku á leikunum og fara heim, yrði honum ekki skilað. Sá er hér um ræðir var keppandi i dýfing- um og er aðeins 1 7 ára að aldri. Kanadamenn vildu ekki skila piltinum, og svo fór að Sovét- menn hættu við að hætta. John Walker, varð að hafa meira fyrir sigri sfnum í 1.500 metra hlaupinu á Ól- ympíuleikunum í Montre- al á laugardaginn en vænta mátti. Eftir að heimsmet- hafinn í þessari grein, Tanzanfumaðurinn Filbert Bayi, hélt heamleiðis um það leyti er Ólympíuleik- arnir hófust var almennt búizt við því að eftirleikur- inn yrði Walker auðveld- ur. Úrðu það öllum frjáls- fþróttaunnendum sár von- brigði að þessir tveir frá- bæru hlauparar skyldu ekki fá tækifæri til þess að leiða saman hesta sína á leikunum, þar sem þeir hafa verið framúrskarandi undanfarið og náð frábær- um árangri í hverju mót- inu af öðru. Byrjunarhraðinn í 1.500 metra hlaupinu í Montreal á laugardag- inn var mjög lítill og henti það sem oft kemur fýrir I byrjun slíkra hlaupa á stórmótum þar sem sigurinn skiptir miklu meira máli en árangurinn, að enginn virtist vilja taka forystuna og ráða ferðinni. Þar kom þó að tran- um Eamonn Coghlan leiddist þóf- ið, tók forystuna og jók hraðann. Þegar einn hringur var eftir voru hlaupararnir enn i þéttum hnapp, en upp úr þvl hófst baráttan fyrir alvöru. Belgíumaðurinn Ivo van Damme tók forystuna og Walker fylgdi á hæla hans. Þegar um 300 metrar voru eftir af hlaupinu lét Walker til skarar skríða, en Belg- inn þráaðist hins vegar við um stund. Walker tókst síðan að kom- ast fram úr van Damme, en aldrei að slíta hann af sér. Fylgdi van Damme honum sem skuggi alla leiðina I markið og munaði aðeins 1/10 úr sekúndu á tíma þeirra. Fyrir leikana hafði Walker sagt, að hann óttaðist van Damme jafn- vel enn meira en Bayi, og kom það á daginn, að sá ótti var ekki ástæðulaus. — Það var auðvitað afskaplega gaman að sigra I þessu hlaupi, sagði John Walker, eftir sigurinn — en gleðin er svolítið blandin vegna fjarveru Filberts Bayi. Menn munu endalaust segja: Hvað hefði gerzt ef Bayi hefði verið með? Sjálfur er ég ákaflega leiður yfir því að misvitrir stjórn- málamenn skyldu eyðileggja möguleika þessa frábæra Iþrótta- manns til að taka þátt i leikunum, sem hann var búinn að eyða svo miklum tlma I að undirbúa sig fyrir. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að ég hefði unnið jafn örugglega þótt Bayi hefði verið með. Hlaupið hefði auðvitað orðið allt öðru vísi. Það er háttur Bayis að taka forystuna þegar I upphafi og freista þess að hlaupa þá keppinauta sína af sér. Ég vár búann að búa mig sérstaklega undir slfkt hlaup I Montreal, og það sem gerðist I úrslitahlaupinu var því alls ekki I takt við undir- búning minn. Sigur John Walkers var Ný- Sjálendingum eðlilega ákaflega kærkominn. Þeir höfðu gert sér vonir um betri frammistöðu sinna manna á leikunum I Montreal, og átt von á þvf að þeir Dick Quax og Rod Dixon yrðu atkvæðamiklir. Quax hlaut reyndar silfurverð- laun I 5.000 metra hlaupinu, en fyrir kappa sem hann var það ekki einu sinni hálfur sigur, hvað þá meira. John Walker er nú 23 ára að aldri. Sjálfur segist hann engin áform hafa um framtíðina, önnur en þau að hann ætlar sér að setja heimsmet i 1500 metra hlaupi. — Hvort ég þrauka það lengi I þessu að ég eigi erindi á leikana 1980, það er alveg óvist. — Það er orðið svo krefjandi að æfa með það fyrir augum að vera i fremstu röði sinni grein, að menn geta ekki staðið I því nema mjög tak- markaðan tíma, sagði Walker.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.