Morgunblaðið - 04.08.1976, Qupperneq 22
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST 1976
Frímann Ingvars-
son — Kveðja
Mér er ljúft og skylt að minnast
vinar míns og trúbróður, Frí-
manns Ingvarssonar, með nokkr-
um þakkar- og kveðjuorðum.
Hann var hljóðlega kallaður heim
aðfaranótt 24. þ.m.
Ekki mun ég rekja æviferil Frí-
manns hér enda flestum vinum
hans kunnur. Aðeins einn þátt,
hið andlega starf hans, langar mig
lítillega að minnast á.
Kynni okkar hófust fyrir um
það bil tuttugu árum. Síðan hefi
ég haft mörg tækifæri til að kynn-
ast verkum hans, lífsstefnu og
markmiði. Frímann var mikill
trúmaður, hreinskilinn og hjarta-
hlýr, hæglátur og ljúfur í um-
gengni. Hann var boðberi Drott-
ins í orði og verki. Ötalin eru þau
spor, sem hann átti að baki með
vitnisburð um hjálpræðis- og náð-
arverk Frelsarans. Varla var
prentsvertan þornuð á sfðustu
játningu hans, þegar hann kvaddi
þennan heim.
Fyrir mörgum áratugum hlaut
hann sjálfur lækningu á fæti, sem
álitið var að mundi þurfa að taka
af honum. En fyrir trúarbæn eins
og þjónum Drottins varð hann
alheill. Frá þeirri stundu leitaðist
Frímann við að lofa Frelsarann
og útbreiða fagnaðarboðskap
Hans.
Þegar ég Ift til baka sé ég skýra
mynd, sem lýsir mjög vel trúar-
Minning:
Helga Þorsteins-
dóttir frá Kirkjubœ
Jarðarför Helgu Þorsteins-
dóttur frá Kirkjubæ fer fram hér
í Reykjavík þann 4. ágúst, —
fjarri heimabyggð hennar, en
auðvitað mun hún hvíla við hlið
bónda sfns, Þorbjörns heitins
Guðjónssonar fyrrum bónda að
Kirkjubæ, en hann lézt í nóv.
1974. Þau höfðu dvalizt hér í
Reykjavík eftir eldgosið í Heima-
ey. •
Helga fæddist 22. september
1898 I Vestmannaeyjum og var
því tæplega 78 ára gömul er hún
lézt. Þessarar gengnu ágætiskonu
er varla hægt að minnast nema
Þorbjörns sé að einhverju getið
líka, því svo voru þau samrýmd og
samtaka í einu og öllu, að þar sem
hún er í minningunni, þar er
hann líka. Saman gáfu þau og
glöddu menn og málleysingja og
gerðu gott, saman glöddust þau og
saman syrgðu þau og studdu
hvort annað eftir að þau þurftu að
flýja sína kæru Heimaey, er bær
þeirra brann og jörð þeirra öll
lenti undir hrauni og ösku í eld-
gosinu 23. jan. 1973.
Þau voru trygg og góð þeim sem
þau kynntust, og þeim sem unnu
hjá þeim við bústörf, en sérlega
þó þeim sem erfitt áttu á einn eða
annan hátt. Ótaldar eru þær
sendingar sem komu frá Kirkju-
bæ ár eftir ár til að gleðja og
hjálpa i mörgum heimilum í Vest-
mannaeyjum.
Fyrir hönd móður minnar og
okkar systranna flyt ég hjartans
þakkir fyrir allt gott sem við nut-
um þaðan.
Guð blessi fjölskyldu Helgu
heitinnar og styrki í sorginni eftir
góða móður og ömmu.
Lára Þórðardóttir.
+
Eiginmaður minn og faðir okkar
GUÐLAUGURJÓNSSON
Melgerði 1 7, Kópavogi
lést í Borgarspítalanum 2 ágúst
Margrét Ólafsdóttir og börn
Systir mín og móðursystir
ÁSTDÍS BERGÞÓRSDÓTTIR
lézt þann 26. júlí. Útförin fer fram frá Stokkseyrarkirkju, laugardaginn
7 ágúst kl 1 (Vegna viðgerðar á Eyrarbakkakirkju, fer athöfnin fram i
Stokkseyrarkirkju).
Fyrir hönd vandamanna,
Sigurbjörg Bergþórsdóttir
Guðmundur Lárusson
t
Ollum þeim, hinum fjölmörgu vmum og kunningjum, sem auðsýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
HARALDAR SIGUROSSONAR
Hlíðarvegi 30, Siglufirði,
sendum við alúðarþakkir og blessunaróskir
Valgerður Guðmundsdóttir
Guðmundur Haraldsson
Erla Björg Evensen
Svava Axelsdóttir
Grlmur Haraldsson.
Hrefna Böðvarsdóttir
— Minningarorð
staðfestu Frímanns. Hann gerða
nokkuð af því að fara út með blað
safnaðar sfns, ,,Fagnaðarboða“.
Hvar sem hann bar að garði var
það venja hans að ávarpa fólk
með hlýju brosi, en augun hvörfl-
uðu að næstu dyrum, jafnvel þó
um langan og ógreiðfæran veg
væri að ræða. Hann skeytti engri
hindrun, sem á vegi hans varð, en
gekk ótrauður styrkum skrefum
að þeirri hurð, sem hann hafði séð
og knúði þar dyra.
Þannig var trú hans, hann
horfði aðeins á náðardyr himna-
ríkis, Frelsara sinn, Drottin Jesú
Krist, með það eitt í huga að bera
honum ávöxt, og standa stöðugur
f trúnni allt til enda. Svo að loknu
dagsverki móttaka lífsins kórónu
í hópi endurfæddra vina sinna.
Trúsystkini hans senda eftirlif-
andi konu hans, Ingibjörgu
Narfadóttur, börnum þeirra,
tengda- og barnabörnum og öllum
þeim, er nú sjá eftir góðum vini,
hugheilar samúðarkveðjur með
bæn um að Drottinn gefi þeim
náð til að mæta honum aftur und-
ir náðarvæng Frelsarans.
Kristján Kristmundsson.
Fædd 26. nóvember 1906.
Dáin 8. júlf 1976.
Hrefna Böðvarsdóttir var dóttir
Böðvars Magnússonar og Ingunn-
ar Eyjólfsdóttur er bjuggu á
Laugarvatni. Hún ólst upp f stór-
um systkinahóp, en systurnar
voru 11 er upp komust og 1 bróð-
ir. Það mun því oft hafa verið
glatt á hjalla á heimilinu; heimil-
isfólkið margt eins og þá tfðkaðist
og svo þessi stóri og lfflegi barna-
hópur.
Ég ólst upp hjá afa mfnum og
ömmu, Böðvari og Ingunni, og
kynntist þvf Hrefnu vel. Hún var
glaðsinna og skemmtileg, hafði
góðan frásagnarhæfileika, var
fróð um menn og málefni og gat
því miðlað öðrum af þekkingu
sinni. Ég minnist þess sérstak-
lega, þegar við stóðum við þvotta-
balana, að þá sagði Hrefna mér
heilu sögurnar, sem hún hafði þá
verið að lesa og mundi þá svo vel
söguþráðinn og sagði svo vel frá,
að ég þurfti ekki að lesa þær
bækur á eftir.
Hrefna var góðum gáfum gædd
og fjölhæf. Það var alveg sama
hvað hún tók sér fyrir hendur,
það lék allt í höndunum á henni.
Hún vann skrifstofustörf, var við
sfma- og póstafgreiðslu, var einn
vetur barnakennari og þar að
auki var hún saumakona af Guðs
náð. Margar flíkurnar saumaði
hún um ævina.
Skólaganga Hrefnu var ekki
löng. Ung þreytti hún inntöku-
próf inn í Kvennaskólann í
Reykjavík og settist f 3. bekk og
tók gott próf um vorið. Það nám
hagnýtti hún sér vel bæði til
munns og handa.
Hrefna lék á orgel og var mörg
á organisti við Miðdalskirkju. Það
var því mikið spilað og sungið á
Laugarvatnsheimilinu, þar sem
systurnar skiptust á um að spila
undir sönginn. Minnist ég margra
ánægjustunda frá þeim tfma, er
ég var þar á meðal þeirra.
t júnf 1944 giftist Hrefna mikil-
hæfum manni, Stefáni Ingvars-
syni, bónda í Laugardalshólum,
og bjuggu þau þar, þar til að hann
lézt 12. nóvember 1963.
Hrefna eignaðist 3 börn, þáu
eru: Böðvar Ingi trésmíðameist-
ari kvæntur Halldóru Guðmunds-
dóttur; Friðgeir Smári bóndi
Laugardalshólum, kvæntur Eífn-
borgu Guðmundsdóttur; Kristfn
húsmæðrakennari, gift Gunnari
Kjartanssyni mjólkurfræðingi,
Selfossi.
Árið 1967 fluttist Hrefna til
Reykjavfkur. Var hún þá orðin
heilsulítil en þó alltaf hress og
kát. Hún var lögð inn á Borgar-
spítalann í nóvember 1975, þaðan
fór hún til dóttur sinnar og
tengdasonar á Selfossi og dvaldi
þar, þar til hún varð að leggjast
inn á sjúkrahúsið á Selfossi.
Hrefna vissi vel að hverju
stefndi og var búin að sætta sig
við að hverfa héðan úr heimi.
Hún gerði sér grein fyrir því, að
nú var það aðeins náð Guðs í Jesú
Kristi, sem var til bjargar, því að
„sælir eru þeir, sem f Drottni
deyja“. Jesús Kristur er eina
hellubjargið.
Hafi Hrefna þökk fyrir allt og
allt.
Ég bið Guð að blessa alla ástvini
hennar og votta þeim samúð
mfna.
Áslaug Stefánsdóttir.
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á því,
að afmælis- og minningar-
greinar verða að berast blað-
inu með góðum fyrirvara.
Þannig verður grein, sem
birtast á í miðvikudagshlaði,
að berast í síðasta lagi fyrir
hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera f
sendibréfsformi eða bundnu
máli. Þær þurfa að vera vél-
ritaðar og með góðu línubili.
eftir JÓN
Þ. ÞÓR
2. umferð í Biel
1 2. umferð millisvæðamóts-
ins í Biel var hart barizt. Marg-
ar skemmtilegar skákir voru
tefldar og ýmsir skákmeistar-
anna sýndu skemmtileg tilþrif.
Fyrst skulum við líta á skák
Liberzons hins ísraelska, sem
hér tefldi á næstliðnu hausti og
Svisslendingsins Lombard.
Lombard velur vafasamt af-
brigði af Meranvörn. Eftir all-
miklar sviftingar f byrjun kem-
ur hann út með peði minna, en
mislita biskupa. Smám saman
eykur Liberzon yfirburði sína
og eftir 53. leik gefst Svisslend-
ingurinn upp.
Hvítt: Liberzon
Svart: A. Lombard
Meranvörn
l.Rf3 — d5, 2. c4 — c6, 3. d4 —
Rf6, 4. Rc3 — e6, 5. Bg5 —
dxc4, 6. e4 — b5, 7. e5 — h6, 8.
Bh4 — g5, 9. Rxg5 — hxg5, 10.
Bxg5 — Rbd7,11. g3 — Bb7, 12.
Bg2 — Hg8, 13. Bxf6 — Rxf6,
14. exf6 —D(tf6, 15. a4 — b4, 16.
Re4 — Df5, 17. Hcl — c5, 18.
Rd6+ — Bxd6, 19. Bxb7 —
Hb8, 20. Bc6 — Ke7, 21. Hxc4
— cxd4, 22.Dxd4 — Dt‘5, 23.Dxe5
— Bxe5, 24. b3 — Hgd8, 25.
0—0 — Hbc8, 26. Hel — Bc3,
27. Hle4 — Hdl, 28. Kg2 —
Hdl, 29. Bb5 — Hxc4, 30. Bxc4
— Hb2, 31. g4 — Kf6, 32. Kg3
— Hd2, 33. h4 — Hd4, 34. He3
— Bd2, 35. Hf3 — Kg7, 36. a5
— Bcl, 37. a6 — Bd2, 38. g5 —
Bcl, 39. Bb5 — Hd8, 40. Kg2 —
Hb8, 41. Bc4 — Hd8, 42. Hg3 —
Bf4, 43. Hh3 — Hdl, 44. Kf3 —
Hd4, 45. Hhl — Bd2, 46. Ke2 —
Bf4, 47. Bd3 — Hd5, 48. Hgl —
Kf8, 49. g6 — fxg6, 50. Hxg6 —
Kf7, 51. Hg4 — Bd6, 52. h5 —
Bf8, 53. Bg6 og svartur gaf.
Ungversku stórmeistararnir
Csom og Portisch áttust við í
þessari umferð og varð viður-
eign þeirra snörp. Portisch not-
færði sér vel slaka byrjunar-
taflmennsku andstæðingsins og
eftir 26 leiki gafst Csom upp,
enda blasti mátið við.
Hvítt: I. Csom
Svart: L. Portisch
Réti byrjun
1. Rf.3 — d5, 2. b3 — Bg4, 3.
Bb2 — Rd7, 4. e3 — Rgf6, 5. h3
— Bh5, 6. Be2 — e6, 7. c4 — c6,
8. d3 — Bb4, 9. Rbd2 — Bxf3,
10. gxf3 — e5,11. a3 — Bd6, 12.
cxd5 — cxd5, 13. d4 — 0—0, 14.
Ha2 — He8, 15.Dal — Hc8, 16.
0—0 — exd4, 17. Bxd4 — Rh5,
18. Bb5 — a6, 19. Bxd7 —Ekd7,
20. Kg2 — He6, 21. Hhl — Hg6,
22. Kfl — Db5 23. Kel — Hg2,
24. Rfl — Ikb3, 25. Hb2 — Dd3,
26. Hxb7 — Hxf2 og hvftur
gafst upp.
Bent Larsen er I miklu stuði I
Biel. Hér kemur lagleg vinn-
ingsskák hans úr 2. umferð.
Hvftt: B. Larsen
Svart: R. Sanguinetti
Colle byrjun
1. d4 — Rf6, 2. Rf3 — e6, 3. Bg5
— Be7, 4. Rbd2 — c5, 5. e3 —
b6, 6. c3 — Bb7, 7. Bd3 — cxd4,
8. exd4 — Rd5(?>, 9. Bxe7 —
Dxe7, 10. 0—0 — 0—0, 11. Hel
— Rf6, 12. a4 — Bxf3, 13.Dxf3
— Rc6, 14. Dh3 — g6, 15.Dh6 —
Hfd8, 16. Rf3 — Hab8, 17. Bb5
— Hbc8, 18. Hadl — Df8, 19.
Dh4 — Dg7, 20. Bxc6 — dxc6, 21.
Re5 — Rd5, 22. Hd3 — Df6, 23.
I)h6 — Dg7, 24.Dd2 — a5, 25. Hf3
— Hc7, 26. h4 — a5, 27. dxc5 —
Df8, 28. h5 — Dxc5, 29. hxg6 —
hxg6, 30. c4 —Db4, 31. Hc3! og
svartur gafst upp.