Morgunblaðið - 04.08.1976, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST 1976
33
fclk í
fréttum
+ Það tóku margir sprettinn
þegar hin nýja og glæsiiega
sundhöll ( Vestmannaeyjum
var vfgð fyrir skömmu og þar á
meðal voru flestir fulltrúar (
bæjarstjórn Vestmannaeyja.
Myndin er tekin ( grunnu laug-
inni. Frá vinstri: Páll Zóphón-
(asson bæjarstjóri, Jóhannes
Kristinsson, Sigurgeir
Kristjánsson, Sigurbjörg
Axelsdóttir, Einar Haukur
Eirfksson, Garðar Sigurðsson
og Jóhann Friðfinnsson. Ljós-
mynd Mbl. Sigurgeir (Eyjum.
+ Þessi mynd er einnig tekin
á vígsludegi sundhallarinnar [
Eyjum og hér er það fram-
kvæmdanefnd hússins sem er á
dagskrá með sama svip og gilti
( störfum nefndarinnar, áræði
og Iffsgleði. Frá vinstri: Páll
Zóphónfasson bæjarstjóri,
Stefán Runólfsson forstjóri for-
maður framkvæmdanefndar og
Magnús Bjarnason, en á mynd-
ina vantar einn nefndarmanna,
Kristján Eggertsson, sem synti
( kafi og neitaði að koma upp á
yfirborðið (myndartöku.
+ Það er nýjast að frétta af þeim sfðhærða bítli Ringo Starr, að nú
hefur hann iosað sig við lokkana og lætur sólina skfna á beran
skallann. Þessi mynd var tekin af Ringo f Mónakó nýl^ga og eins og
sjá má er ekki stingandi strá á höfði hans.
+ Greta Garbo, sem löngum
hefur búið utan föðurlandsins,
Svfþjóðar, ætlar þó að gera sér
ferð á fornar slóðir nú f sumar,
enda á hún erindi. Hún ætlar
að vitja arfs eftir gamlan mál-
ara sem kvæntur var hálfsystur
föður hennar. Arfurinn hljóðar
upp á 120.000 krónur.
+ Paul McCartney stóð fyrir
miklu kökukasti á dögunum. 1
afmælisveizlu sem hann hélt
tók hann upp á þvf að ausa
kampavfni yfir gestina og fékk
að launum rjómatertu framan f
sig. Paul svaraði fyrir sig og
þegar látunum linnti var varla
þurr þráður á gestunum sem
voru útataðir rjóma og kampa-
vfni.
— Stöðvast
Framhald af bls. 40
yfir helgi eða þar til unnt væri að
byrja að dreifa olíunni um landið.
Jón Reynir Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Síldarverksmiðja
ríkisins, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi, að verk-
smiðjan á Raufarhöfn myndi eiga
nægar svartoliubirgðir þar til
nýja olían kæmi, en þangað væri
nú skip á leið með olíu, öðru máli
gegndi með verksmiðjuna i Siglu-
firði ef mikil bræðsla yrði, því þar
væri til mjög lftið af svartolíu
eins og á fleiri stöðum á landinu.
— Karl prins
Framhald af bls. 40
til Vopnafjarðar. Var farið yfir
Hellisheiði f fegursta veðri,
nema hvað þoka var á háheið-
inni. Var prinsinn kominn að
Hofsá um kl. 8.30 á mánudags-
morgun og fór hann beint út að
á, þar sem hann fékk 4 laxa
fyrsta klukkutimann eins og
fyrr sagði. Laxarnir voru allir
kringum 10 pund á þyngd og
þeir tveir sem hann fékk siðar
um daginn voru áþekkir á
þyngd.
Þegar Karl prins hefur lokið
veiði i Hofsá kemur hann við í
Reykjavlk áður en hann heldur
heim á leið á ný. Mun hann m.a.
hitta að máli forseta íslands,
dr. Kristján Eldjárn.
— Dauðaveira
Framhald af bls. 1
isráðuneytis Pennsylvaníu, kvað
of snemmt að segja um hvort hinn
dularfulli sjúkdómur í Phiia-
delphia stafaði af New Jersey-
veirunni sem bandarisk heil-
brigðisyfirvöld óttast að kunni að
vera sami vírus og olli spænsku
veikinni sem varð 20 milljónum
manna að bana eftir fyrri heims-
styrjöldina.
— Níutíu særðir
Framhald af bls. 1
un og honum lyki ekki fyrr en
öllum særðum hefði verið bjargað
úr búðunum. Hann kvaðst hafa
fengið þær upplýsingar í Tel Al-
Zaatar að um 1.000 manns i búð-
unum væri illa særðir. Alls hafast
þar við 30.000 manns.
Hann sagði að alvarlegasta
vandamál fólksins í flóttamanna-
búðunum væri skortur á vatni. Að
sögn Hoefligers verða 16 vöru-
flutningabílar notaðir til að flytja
fólk úr búðunum á morgun miðað
við niu í dag og tveir sjúkrabílar
hafa einnig verið teknir i notkun.
Hoefliger sagði að meðal þeirra
sem bjargað var í dag hefði verið
sænsk hjúkrunarkona, Eva Stahl.
Eiginmaður hennar var
palestinskur skæruliðaforingu er
dó fyrir tæpum tveimur mánuð-
um. Taka varð af henni annan
handlegginn og hún missti fóstur
f umsátrinu.
Sáttasemjari Arababandalags-
ins, dr. Al-Kholi, sagði að flestir
þeirra sem hefðu verið fluttir úr
búðunum hefðu verið konur og
börn. Hoefliger gaf í skyn að flutt
hefði verið burt fólk sem hefði
batavon. Hann sagði að i búðun-
um dæi fólk á hverjum degi og
nauðsynlegt væri að halda brott-
flutningunum áfram þar til öllum
særðum hefði verið bjargað.
Kunnugir segja að slíkt geti tek-
ið langan tima þar sem hægri-
menn sögðu að þeir mundu hefja
aftur árásir á búðirnar um leið og
starfsmenn Rauða krossins væru
farnir. Samkvæmt samningum
við deiluaðila getur Rauði kross-
inn aðeins flutt burtu sært fólk.
Dr. Kholi sagði að allsherjar-
vopnahlé sem ráðgert væri að
hæfist á morgun kæmi ekki til
framkvæmda þar sem enn væri
eftir að ganga frá nokkrum
smáatriðum.
— Smástirni
og loftsteinar
Framhald af bls. 3
gaf út ritið Stjörnufræði —
Rimfræði í ritasafninu Alfræði
Menningarsjóðs, 1972. Þetta er
hin ágætasta uppsláttarbók,
sem skýrir merkingu heita í
stjörnufræði og íslenzkri rim-
fræði og veitir feikimiklar og
auðskildar upplýsingar, bæði i
tölum og orðum. Mæli ég mjög
með því að menn fái sér þessa
bók.
— Bretar
í Uganda
Framhald af bls. 1
í Soroti í Austur-Uganda á mið-
vikudaginn og ákærður fyrir
njósnir. Skömmu siðar fór Tully
til lögreglustöðvarinnar i bænum
til að spyrjast fyrir um Clegg en
var sjálfur handtekinn.
Uganda-stjórn neitaði því í dag
að hún vissi nokkuó um Tully og
Clegg og sagði að fréttir um að
þeir hefðu verið handteknir væru
rætinn áróður.
— Færa út
Framhald af bls. 1
legt að færa út fiskveiðilögsög-
una við Færeyjar til að vernda
fiskstofna, bæta útgerðinni það
sem hún missti á öðrum mið-
um, tryggja fiskimönnum
veiðimöguleika við Færeyjar
og treysta stöðu Færeyinga f
viðræðum við önnur lönd um
fiskveiðar.
1 samtali við Mbl. sagði Atli
Dam að frumvarpið hefði kom-
ið til fyrstu umræðu f gærmorg-
un og önnur umræða færi fram
á föstudag. Hann kvaðst gera
ráð fyrir þvf að frumvarpið yrði
samþykkt einróma. Sfðan hæf-
ust viðræður við dönsku stjórn-
ina, en viðræður hefðu farið
fram við hana f marga mánuði
og danska stjórnin gerði sér
grein fyrir erfiðleikum Færey-
inga. Þess vegna kvaðst hann
ekki gera ráð fyrir erfiðleikum
f viðræðunum við Dani, enda
mundu þeir taka þátt f sameig-
inlegri útfærslu EBE-
landanna.
Atli Dam lögmaður sagði að
bráðabirgðaviðræður hefðu
þegar farið fram við Kanada-
menn, Norðmenn og Efnahags-
bandalagið, en samningur
hefði verið gerður við lslend-
inga. Hann kvaðst gera ráð fyr-
ir að rætt yrði að nýju við Is-
lendinga eftir fyrirhugaða út-
færslu færeysku landhelginnar
á þeim grundvelli að tslending-
ar fengju að veiða sfld við Fær-
eyjar sfðar.
Dam sagði að um þetta væri
ekkert meira hægt að segja á
þessu stigi en hins vegar væru
Færeyingar að reikna út um
þessar mundir hvað aðrar þjóð-
ir veiddu mikið við Færeyjar
og hvað Færeyingar veiddu
mikið við önnur lönd og þá um
leið verðmæti þessa afla. 1 öðru
lagi væru Færeyingar að vinna
að undirbúningi reglugerðar
um eigin veiðar innan 200
mflna markanna við Færeyjar
og hve mikið þeir gætu veitt
sjálfir af hverri fsiktegund fyr-
ir sig.
Hann sagði að Færeyingar
hefðu við svipuð vandamál að
glfma gagnvart Efnahags-
bandalaginu og tslendingar.
Færeyingar þyrftu að ná nýj-
um samningum vað EBE en
hins vegar yrði gangur þess
máls engan veginn ljós fyrr en
( haust.
Hann kvað Ijóst að endur-
skipuleggja yrði færeyska
fiskiskipaflotann og sagði að
þótt hér væri um flókið vanda-
mál að ræða teldi hann að unnt
mundi reynast að endurskipu-
leggja stóran hluta flotans. Atli
Dam lögmaður sagði að lokum
að fiskveiðar við Færeyjar
hefðu hlutfallslega dregizt
mikið saman miðað við sókn og
þess vegna yrðu Færeyingar að
færa út landhelgina.