Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12. AGUST 1976 A myndinni lengst til vinstri sést Hannes Hafstein gefa skuttogaranum nafn. i miðiðer skuttogarinn óskýrður f dráttarbrautinn. Lengst til hægri eru þeir Þorgeir Jósefsson og Hannes með blómvönd sem barst. Ljósm. Mbl.: Júlíus. Júlíus Hafstein: Fyrsti skuttogari Húsvíkinga Akranesi 11. ágúst „JULÍUS Hafstein skal hann heita", sagði Hannes Hafstein framkvæmdastjóri Slysavarna- félags tslands um leið og hann þeytti kampavfnsflösku f stefni skuttogarans, sem Þorgeir og Ellert h.f. á Akranesi hafa verið að byggja fyrir Hús- vfkinga. — Hannes ðskaði sfðan skipi og skipshöfn gæfu og gengis. Fjöldi gesta var viðstaddur þegar skuttogaranum var gefið nafn. Meðal gesta voru tveir synir Júlíusar Hafstein og nokkrir ættingjar. Ennfremur voru framámenn Húsavíkur- bæjar viðstaddir. Hrópuðu gest- ir þrefallt húrra fyrir skipi og áhöfn. Júlfus Hafstein er 285 rúm- lestir að stærð, og er 37 metra langt. I skipinu er 1250 ha M.A.K. aðalvél og er það búið öllum fullkomnustu siglingar- og veiðitækjum. Eigandi Júlíus- ar Hafstein er hlutafélagið Höfði á Húsavík. Upphaflega átti að setja Július Hafstein á flot í dag, en Framhald á bls. 16 Iðnaðarráðuneytið: Ekki ástæða til sérstakra ráðstafana á Kröflusvæðinu SEM stendur er ekki talin nein ástæða til sérstakra ráðstafana á Kröflusvæðinu umfram þær sem þegar hafa verið gerðar. Hins veg- ar má ekki slaka á þeirri árvekni sem viðhöfð hefur verið frá þvf að gosið I Leirhnúk hófst. Þetta kem- ur fram f fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu barst I gær frá iðnaðarráðuneytinu. 1 fréttatilkynningunni segir m.a.: Samkvæmt orkulögum er Norræn fiskimálaráð- stefna hefst í Reykja- vík í næstu viku FIMMTANDA Norræna fiski- málaráðstefnan verður haldin f Reykjavík dagana 17.—19. ágúst. Ráðstefnan er haldin á vegum sjávarútvegsráðuneytisins og sækja hana um 230 fulltrúar, þar af um 80 íslendingar, en þetta er í þriðja sinn sem ráðstefna sem þcssi er haldin á Islandi. Matthías Bjarnason sjávarút- vegsráðherra setur ráðstefnuna, sem verður haldin á Hótel Sögu. Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri, flytur ávarp í upp- hafi ráðstefnunnar. A ráðstefnunni verða haldnir fimm fyrirlestrar, og meðal fyrir- lesara eru þrír Islendingar, dr. Sigfús Schopka, fiskifræðingur, flytur erindi um íslenzka þorsk- stofninn, dr. Björn Dagbjartsson, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, talar um nýtingu nýrra fiskstofna og dr. Jónas Bjarnason, verkfræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins, ræðir um næringarástand fisks og áhrif annarra liffræði- legra þátta á gæði hráefnis fisk- iðnaðarins. Á ráðstefnunni verða sex vinnunefndir starfandi og verða frummælendur frá öllum Norður- löndunum, þar verður m.a. f jallað um mengun, nýtingu %jávarafla, rannsóknir, útflutning og markaðskönnuh svo eitthvað sé nefnt. Þrír ráðherrar verða á ráðstefn- unní auk Matthíasar Bjarnasonar verða þeir Paul Dalsager frá Dan- mörku og Peter Reinert frá Fær- eyjum. orkustofnun ráðgefandi stofnun fyrir iðnaðarráðuneytið f orku- máltim og annast virkjunarrann- sóknir. I samræmi við það hefur henni verið falið að standa fyrir rannsóknum i tengslum við virkj- unarframkvæmdir við Kröflu, bæði almennum jarðhitarann- sóknum og nauðsynlegum sér- rannsóknum vegna jarðhræringa á svæðinu nú undanfarið. Hefur stofnunin fyrirmæli um að gera ráðuneytinu strax aðvart ef hún telur þróunina á svæðinu gefa tilefni til breytinga á fram- kvæmdum þar. Hefur stofnunin sent ráðuneytinu skýrslur um rannsóknir sfnar við og við, eftir þvf sem þeim hefur miðað áfram og tílefni hafa verið til." Þá segir i tilkynningunni að þegar vísbendingar um vaxandi skjálftavirkni við Kröflu komu fram snemma í sumar óskaði iðn- aðarráðuneytið sérstaklega álits Orkustofnunar á þeim. Þessari málaleitan svaraði Orkustofnun með orðsendingu hinn 16. júnf, sem staðfest var með bréfi hinn 18. júní. í bréfinu segir m.a.: „Eins og fram kemur í orðsend- ingunni er sem stendur ekki talin nein ástæða til sérstakra ráðstaf- ana á Kröflusvæðinu umfram þær sem þegar hafa verið gerðar en hins vegar má ekki slaka á þeirri árvekni, sem viðhöfð hefur verið frá þvf að gosið í Leirhnúk hófst. Telji Orkustofnun ástæðu til við- vörunar verður hún að sjálfsögðu send iðnaðarráðuneytinu." Að lokum segir að Orkustofnun hafi hinn 10. ágúst sent ráðuneyt- inu skýrslur þar sem raktar séu rannsóknir stofnunarinnar við Kröflu og niðurstöður þeirra. Á grundvelli þessara rannsókna og með tilliti til aðstæðna að öðru leyti telji stofnunin ekki ástæðu til að breyta framkvæmdaáætlun að svo stöddu en hins vegar ástæðu til aukinnar varúðar. Norðurlöndin heita stuðningi RÍKISSTJÓRNIR Oanmerkur, Noregs, Svíþjóðar, íslands og Finnlands hafa f sameiningu lát- ið frá sér fara yfirlýsingu vegna ástandsins f Lfbanon. t yfirlýsingunni segir að ástandið f Lfbanon hafi valdið miklum áhyggjum um allan heim og vakið mikla samúð. Rfkis- stjórnir Norðurlandanna vilja lýsa yfir harmi sfnum vegna hinna miklu þjáninga og eyði- leggíngar, sem orðið hefur f Ltbanon vegna stöðugra bardaga. Þá heita rikisstjórnir Norður- landanna fullum stuðningi sínum við allar tilraunir til að koma á varanlegum sáttum, til að endur- uppbygging í landinu geti hafizt. Jafnframt lýsa ríkisstjórnirnar yfir stuðningi við starf Rauða krossins og hvetja til að starfserni hans til hjálpar særðum og þjáð- um í Tel Al-Zatar og annars stað- ar í Libanon verði styrkt. Norður- landaþjóðirnar munu halda áfram að styrkja Rauða krossinn f járhagslega og á öðrum sviðum. Brendan í geymslu BATSMENN af Brendan unnu að þvi í gær að fjarlægja úr bátnum matarbirgðir og tæki, sem þar hafði verið komið fyrir til undirbúnings siglingunni til Ameríku. Eins og sjá má á myndinni ætluðu þeir að hafa með sér mikið af mat, dósamat, súpur og fleira þess háttar, en eitthvað af þessum birgðum verður nú flutt aftur til Bret- lands, en annað skilið eftir hér þar til ferðinni verður haldið áfram að vori. Bátur þeirra liggur enn i Reykjavíkurhöfn en í dag verður hann fluttur í geymslu í flugskýli Landhelgis- gæzlunnar, þar sem hann verð- ur I vetur. Bítsmenn halda á næstunni hver til síns heima, en koma aftur að vori til þess að halda ferðinni áfram. Kakkalakkar í Lagarfossi I SÍDUSTU ferð elzta skips Eim- skipaféiags íslands, Lagarfoss, til lslands urðu skipverjar varir við kakkalakka og yniis ontiiir skor- kvikindi um borð i skipinu og urðu sumir þeirra fyrir biti. Þeg- ar skipið kom til Reykjavikur var haft samband við heilbrigðiseftir- litið. Starfsmenn þess lokuðu öll- um loftopum og gluggum á skip- inu og blésu inni sérstakri tegund af gasi til að útrýma skorkvikind- unum. Þetta er í annað sinn á stuttum tima, sem vart verður við kakka- lakka i skipi Eimskips, en s.l. vor varð þeirra vart í Álafossi og var þeim eytt í Reykjavík. Sigurlaugur Þorkelsson, blaða- fulltrúi Eimskips, sagði i samtali við Morgunblaðið I gær, að kakka- lakkar og aðrar tegundir skordýra kæmust um borð í skipin með vörum sem skipað væri um borð í erlendum höfnum. Þetta væri ekki algengt, en alltaf erfitt að koma- í veg fyrir að svona nokkuð kæmi fyrir. Gamli maður- ínn látinn GAMLI maðurinn, sem varð fyrir bifreið á Snorrabraut s.l. mánu- dag lézt af völdum meiðslanna í Borgarspítalanum daginn eftir. Hann hét Þorsteinn Magnússon, Bústaðavegi 93, Reykjavik. Hann var 84 ára gamall. Þjófabjallan fældi þjóf- inn á brott INNBROT var framið I verzlun- ina Fjarðarkaup I Hafnarfirði i fyrrinótt. Ekki var þjófurinn kominn nema stuttan spöl inn á góif verzlunarinnar þegar mikil þjófabjalla fór af stað. Tók þjóf- urinn til fótanna, og hefur ekki fundizt. Jóhannes Páll Jónsson rann- sóknarlögregíuvarðstjóri í Hafn- arfirði, sem Mbl. ræddi við í gær, vildi nota tækifærið og hvetja for- stöðumenn fyrirtækja og verzlana til að koma sér upp slíkum þjófa- bjöllum, slik fjárfesting borgaði sig eins og í þessu tilfelli. 33. þing A.S.Í. hefst í nóvember 33. ÞING Alþýðusambands Is- lands hefst í Reykjavik 29. nóv- ember n.k. og á að ljúka 3. desem- ber. Þetta verður fyrsta þing sam- bandsins eftir að ákveðið var að halda þau á fjögurra ára fresti I stað tveggja. Meðal mála sem verða tekin fyr- ir á þinginu má nefna: fræðslu- og menningarmál, vinnulöggjöfin, mál Alþýðubankans 70 ára í dag SJÖTUGUR er I dag Vernharð Jósefsson, bóndi frá Atlastöðum í Fljótavik, nú til heimilis að Heimabæ 5, Hnifsdal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.