Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12. AGUST 1976 27 URSLIT BIKARKEPPNINNAR Ingi Björn Albertsson felldur innan vítateigs Fram og vftaspyrna dæmd. l'r vítinu skoraði Ingi Björn sigurmark Vals. Ljósm> Mbl. Friðþjófur. TVÖ MÖRK INGA BJÖRNS KOMU VÖLSURUM ÁFRAM Strax á 5. mínútu fram- lengingarinnar skoruðu Vals- menn og reyndist það mark vera sigurmark leiksins. Kom markið með þeim hætti að Hermann Gunnarsson átti góða sendingu fram til Inga Bjarnar sem eins og við fyrra mark Vals var fljótari en varnarmenn Fram. Er inn I víta- teiginn kom náði Símon Kristjáhsson þó að stöðva Inga með því að stjaka við honum og dæmdi Eysteinn Guðmundsson, allsæmilegur dómari þessa leiks, umsvifalaust réttilega víta- spyrnu. Ingi Björn skoraði sjálfur úr vítaspyrnunni af miklu öryggi. Eftir þessi úrslit eiga Valsmenn enn möguleika á sigri bæði í deild og bikar. Væri það vissulega kær- kominn sigur fyrir þá, én Fram- arar haf a tæplega sagt sitt siðasta orð í deildinni. Bæði lið stilltu upp slnum sterkustu leikmönnum í gærkvöldi nema hvað Hermann Gunnarsson kom ekki inn á í Vals- liðið fyrr en í byrjun fram- lengingarinnar. Þó Hermann væri ekki lengi inn á þá gerði hann margt laglegt og varð mun ineiri ógnun í liði Fram eftir að hann bættist í hópinn. Af Vals- mönnum átti Atli Eðvaldsson einna beztan leik, auk þess sem þáttur Inga Björns er að sjálf- sögðu ómetanlegur. Af Frömur- um stóð Asgeir Elíasson sig bezt, en einnig gerði Kristinn Jörunds- son góða hluti í leiknum. Tveir Valsmenn fengu gult spjald í leiknum, Magnús Bergs og Vil- hjálmur Kjartansson. -áij Oregið í dag t DAG klukkan 6 verður dregið um það hvaða lið leika saman í undanúrslitum bikarkeppni KSt. Valur, ÍA og FH hafa tryggt sér áframhald ( keppninni en fjórða liðið verður annaðhvort KR eða Breiðablik. Þessi tvö lið verða að leika að nýju og er ekki heiglum hent að koma þeim leik á þvf segja má að deildarleikir fari f ram dag hvern á næstunni og um aðra helgi verður svo landsleikur við Luxemborg. INGI Björn Albertsson er iðinn við kolann þessa dagana og skorar orðið f hverjum leik. t gærkvöldi skoraði hann bæði mörk Valsara f bikarleiknum við Fram og það dugði Valsliðinu til að komast áfram f keppninni, þvf Frömur- fyrst I síðari hálfleik, en siðan fór að þyngjast róðurinn fyrir Þrótt- ara og átti FH nokkur sæmileg tækifæri, sem þeim tókst ekki að nýta. Á 66. mín. tókst FH loks að skora. Magnús Brynjólfsson bak- vörður óð upp vinstri kantinn og gaf vel fyrir markið, þar sem Helgi Ragnarsson var fyrir og skallaði hann knöttinn í netið. Var þetta ódýrt mark, þar sem bæði markvörður og varnarmenn áttu auðveldlega að geta bjargað. Tveim mín. síðar bætti Helgi við öðru marki og var það með sama heppnisstimplinum og hið fyrra. Viðar Halldórsson tók aukaspyrnu skammt fyrir utan vítateig og skaut jarðarbolta að markinu, beint á markvörðinn, en hann hélt ekki knettinum og náði Helgi að pota honum i markið. Þannig lauk þessum leik með sigri FH, sem að þessu sinni áttu mjög slakan leik. Það var helst Viðar Halldórsson, sem eitthvað sýndi. Neskaupstaðar Þróttur kom nokkuð á óvart með hvað þeir stóðu í 1. deildar liði FH og sýndi liðið oft góð tilþrif, sérstaklega f fyrri hálfleik. Miðvörðurinn, Magnús Magnússon, var bestur í liði þeirra og sömuleiðis áttu þeir Sigurður Friðjönsson og Árni Guðjónsson góðan leik, en sá síð- arnefndi var rekinn af leikvelli skömmu fyrir leikslok, en hann hafði áður fengið gula spjaldið. Ólafur Danivalsson og Asgeir Sveinbjörnsson úr FH fengu einnig að sjá gula spjaldið hjá Öla Ólsen dómara, sem dæmdi mjög vel. —Hdan um tókst aðeins að skora einu sinni og var þar að verki Krist- innn Jörundsson. Framlengingu þurfti til að fá úrslit f leik þess- ara liða, sem nú berjast á toppi 1. deildarinnar. Hvort leikurinn f gærkvöldi var forsmekkurinn að þvf sem á eftir að gerast f íslands- mótinu veit enginn, en óneitan- lega þá lék Valsliðið betur f gær- kvöldi, þó svo að hvorugt liðið næði að sýna knattspyrnu eins og þau bezt geta. Fyrri hálfleikurinn var þóf- kenndur en þó jafn og var aðeins skorað eitt mark fyrstu 45 mínút- urnar. Það gerði Ingi Björn Al- bertsson á 22. mfnútu eftir að Guðmundur Þorbjörnsson hafði gefið mjög góða sendingu á Inga þar sem hann var á auðum sjó á miðjum vallarhelmingi Framara. Stakk Ingi varnarmenn Fram af með hinum mikla hraða sinum og þó svo að Árni Stefánsson mark- vörður Fram næði að verja skot Inga Björns þá var það skamm- góður vermir. Ingi Björn fékk knöttinn aftur og ekkert var auð- veldara fyrir hann en að renna knettinum í netið. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleiknum, en í byrjun seinni hálfleiksins áttu bæði liðin færi sem ekki nýttust. Bezta markskotið átti Trausti Haralds- son af um 20 metra færi, en Sigurður Dagsson sveif á eftir knettinum og varði glæsilega uppi alveg úti við stöng. Sigurði tókst þó ekki að hindra mark á 32. mínútu hálfleiksins. Kristinn Jörundsson skaut þá að marki Vals í gegnum þvögu og smaug knötturinn á milli fóta leikmanna alla leið í netið. Náði enginn að koma við knöttinn fyrr en Ágúst Guðmundsson jók aðeins ferð hans þegar boltinn var kominn yfir marklínuna. Færðist nú aukin spenna f leikinn og skiptust liðin á um að sækja, en Valsmenn voru öllu að- gangsharðari. Hvorugu liðinu tókst þó að skora og þurfti þvf að framlengja leikinn um 2x15 mínútur. Ottó Guðmundsson úr KR og Hinrik Þórhallsson, Breiðabliki, kljást um boltann. Jafnt í Kópavogi og Breiðablik og KR þurfa að leika annan leik KR-INGAR voru óheppnir að tryggja sér ekki sæti í 4-liða úrslitum bikarkeppninnar þegar þeir mættu Breiðabliki í Kópavogi f gærkvöldi. KR-ingar voru stcrkari allan leikinn og þeir fengu miklu fleiri marktækifæri en andslæðingarnir. En þeim gekk illa að skora og framlengja varð þar sem staðan var 0:0 eftir venjulegan leiktfma. 1 framlengingunni skoraði Jóhann Torfason fyrir KR og menn héldu að liðið ætlaði að fara með sígur af hólmi. En svo fór þó ekki. Haukur Ottesen skoraði sjálfsmark í seinni hluta framlengingarinnar. Leikn- um lauk því 1:1 og liðin verða að mætast að nýju f aukaleik í Reykjavík. Breiðabliksmenn léku undan nokkrum vindi í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það voru KR-ingarnir öllu sterkari úti á vellinum. Mark- tækifæri voru fá í hálfleiknum og það bezta félll í skaut Olafi Frið- rikssyni á 32. mínútu þegar hann skaut í stöng eftir mistök Magnús- ar markvarðar. í seinni hálfleik léku KR-ingar undan vindinum og sóttu mun meira en Breiðabliksmennirnir. Höfðu þeir algjör tök á miðjunni og mörkin hefðu vafalaust orðið mórg ef vörn Breiöabliks hefði ekki verið þétt fyrir. Bezta tæki- færi hálfleiksins fékk Haukur Ottesen á 10. mínútu en Bjarni Bjarnason bakvörður varði ágæt skot Hauks á línu. Nokkur bið var á því að fram- lengingin hæfist, þar sem dómari og línuverðir voru ekki vissir á því hvort framlengja ætti eða ekki. En eftir að hringt hafði verið á Laugardalsvöllinn og menn þar beðnir að fletta upp í reglugerðinni, var byrjað að nýju. KR-ingar sóttu sem fyrr af meiri krafti og skoruðu á 13. mínútu framlengingarinnar. Hálfdán Örlygsson lék upp vinstri kantinn, gaf síðan knöttinn vel fyrir markið þar sem Jóhann Torfason kom á fullri ferð og skoraði örugglega af markteig. Í seinni hluta framlengingarinnar bjargaði Breiðablik á línu, eftir að Olafur Olafsson hafði skallað að marki. Virtust KR-ingar hafa öll tök á Ieiknum þegar Breiða- blik fékk innkast 8 minútum fyrir leikslok. Haraldur Erlendsson tók innkastið og henti langt inn í teig- inn. boltinn fór í jörðina og hoppaði upp í loftið og Haukur Ottesen stökk h;erra en aðrir og skallaði boltann yfir' Magnús markvörð sem var í úthlaupi og í markið datt boltinn. Það þarf því aukaleik til að skera úr um hvort liðið heldur áfram i keppninni. Beztu menn hjá Breiðablik voru Olafur Hákonarson. Einar Þór- hallsson og Haraldur Erlend.sson en hjá KR voru beztir þeir Olafur Olafsson, Ottó Guðniundsson. Halldor Björnsson og Hálfdán Örlygsson. Magnús Pétursson dómari sýndi Halldóri Björnssyni gula spjaldið. —SS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.