Morgunblaðið - 19.08.1976, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1976
5
Snyrtilegustu garðarnir í Firðinum
Þúfubarð 4.
FEGRUNARNEFND Hafnar-
fjarðar veitti á þriðjudaginn sl.
viðurkenningu fyrir snyrtileg-
ustu garðana í bænum. Þeir
sem hlutu viðurkenningu voru:
Guðjón Sigurjónsson og Steib-
unn Jónsdóttir, Þúfubarði 4,
Ragnar Sveinsson og Erla Þórð-
ardóttir Stekkjarhrauni 9,
Eyjólfur Einarsson og Ásta
Jónsdóttir Þrastarhrauni 6, og
eigendur fjölbýlishúsanna að
Álfaskeiði 102 og 104.
Ennfremur var félaginu Hval-
ur h.f. veitt viðurkenning fyrir
snyrtilegt umhverfi. Meðfylgj-
andi myndir tók Brynjólfur af
verðlaunagörðunum í Hafnar-
firði.
Garðurinn við Stekkjarkinn 9.
■ö VrJRÉI
L'' ,
Garðurinn við f jölbýlishúsið að Álfaskeiði 102—104.
Við Þrastarhraun 6.
Hvalur hf. fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegt um-
hverfi.
Opið hús
I SUMAR hefur Norræna húsið
haft svokallað „Opið hús“ á
fimmtudagskvöldum með dag-
skrá sniðna fyrir norræna ferða-
menn.
1 dag, fimmtudaginn 19. ágúst,
er næst síðasta „opna húsið“. Þá
mun dr. Sigurður Þórarinsson
flytja erindi, sem hann kallar Eld-
fjallavirkni á Islandi, og sýna
skuggamyndir með. Erindið mun
dr. Sigurður flytja á sænsku og
hefst það kl. 20.30.
Kl. 22.00 verður sýnd kvikmynd
Ósvaldar Knudsens Surtur fer
sunnan.
í kvöld
I bókasafni Norræna hússins er
sýning á bókum um tsland og
sænsk listakona, Dagmar Mártas
sýnir þar vatnslitamyndir.
I anddyri hússins er nú sýning
á vatnslitamyndum eftir
Færeyinginn Tránd Patursson, en
hann er meðal skipverja á skinn-
bátnum Brendan og hefur hann
gert myndirnar um borð i bátnum
á leiðinni frá Færeyjum til ís-
lands.
Kaffistofa Norræna hússins er
opin frá kl. 20.00 til 23.00 á
fimmtudagskvöldum.
Varasöm naglabyssa
í umferð í Kópavogi
NÝLEGA var stolið 1 Kópavogi
kraftmikilli naglab.vssu ásamt
skotum.
Þar sem hætta er talin á því að
börn hafi byssuna undir höndum,
hefúr rannsóknarlögreglan í
Kópavogi meðið Mbl. að beina
þeim tilmælum til foreldra í
Kópavogi, að þeir séu á verði og
láti lögregluna strax vita ef þeir
verða varir við byssuna í vörzlu
barna. Það þarf ekki að taka það
fram, að slíkar byssur geta verið
stórhættulegar í höndum þeirra,
sem ekki kunna með þær að fara.
NVR SENDIHERRA BANDARtKJANNA — Þessi mynd var tekin
þegar nýskipaður sendiherra Randarfkjanna á tslandi, James J. Blake,
hafði svarið embættiseið. A myndinni eru Blake sendiherra og kona
hans, frú Ástríður og Hans G. Andersen sendiherra Islaqds 1 Banda-
ríkjunum og Frederick Irving fyrrum sendiherra Ban'darfkjanna á
tslandi og kona hans. Irving er nú, sem kunnugt er, einn aðstoðarutan-
rfkisráðherra Bandaríkjanna.
HOOVER
er heimilisprýði
EFTIR AÐ
fraMieiðslu
SÉRHVERRA
TEGUNDA
ER HÆTT
HOOVER þvottavélar
Stærð: HxBxD. 85x59x55 sm.
Þvottamagn: 5 kg af þurrum þvotti.
Þvottakerfi:
1 2 til 16 algjörlega sjálfvirk þvottakerfi.
Vatnsinntak:
Heitt og kalt (blandar),
eða eingöngu kalt vatn.
Vatnshæðir:
Vélarnar velja á milli vatnshæða.
Sápuhólf: Skúffa sem skipt er í 3 hólf,
forþvottur, aðalþvottur og bætiefni.
Hitastig:
30 gr. C, 40 gr. C, og 60 gr. C, og 95 C
Öryggi: Öryggislæsing á hurð,
vatnsöryggi á sápuskúffu.
1 3 A rafstraumsöryggi.
Þvottatromla úr ryðfríu stáli.
Vélarnar eru á hjólum.
Allur stjórnbúnaður er staðsettur að framan.
Þær falla því vel í innréttingar eða undir
borð.
Einnig má sameina þvottavél og
tauþurrkara á þann hátt
að skorða þurrkarann ofan á vélina.
VARAHLUTI
í 20 ÁR,
FÁLKIN N*
Suðurlandsbraut 8 Simi 8-46-70
HOOVER Tauþurrkarar.
Stærð:
Hæð 85 cm, breidd 59 cm, dýpt 55 cm.
Hleðsla: 3,5 kg, af þurrum þvotti.
Þurrkkerfi: Tvö, annað fyrir náttúrulegan
vefnað en hitt fyrir gerfiefni.
Hitastig: 55 C, 75 C
Tímastillir: 0 til 110 mínútur.
Öryggi: Öryggislæsing á hurð,
1 3 A rafstraumsöryggi,
Taurþurrkarinn er á hjólum.
Allur stjórnbúnaður er staðsettur að framan.
HOOVER-
VERKSMIÐJURNAR
ÁBYRGJAST