Morgunblaðið - 19.08.1976, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 197fi
7
Þjóðviljinn
og þorskurinn
t umræðum þeim,
sem fram fóru um land-
helgismál, þegar sam-
komulagið var gert við
Breta og raunar I öllum
umræðum um þessi mál
á liðnum vetri byggðu
kommúnistar málflutn-
ing sinn á þvf að stinga
höfðinu f sandinn og
loka augunum fyrir
veiðum útlendra togara
hér við land. Þegar rætt
var um hvort og þá með
hvaða skilyrðum bæri
að semja við Breta um
landhelgismálið sögðu
kommúnístar, að undir
engum kringumstæðum
ætti að semja við Breta
m.a. vegna þess, að há-
markstölur þær, sem
fiskifræðingar hefðu
nefnt um leyfilegt afla-
magn á þessu ári, dygðu
aðeins handa tslending-
um einum. Þá lokuðu
kommúnistar gersam-
lega augunum fyrir þvf,
að Bretar höfðu mánuð-
um saman haldið uppí
veiðum með valdbeit-
ingu og fyrirsjáanlegt
var, að þeir mundu gera
það áfram. Nú er þess-
ari sömu hugsanavillu
flíkað á nýjan leik. 1
forystugrein f Þjóðvilj-
anum f gær er fjallað
um það aflamagn sem á
land er komið og þar
segir m.a.: „Án veiða út-
lendinga og samninga
rfkisstjórnarinnar við
þá hefðum við þann 1.
ágúst sfðastliðinn átt
eftir að veiða f ár
60—70 þúsund tonn
þess þorskafla, sem
sj ávarút vegsr áðherra
og allra bjartsýnustu
fiskifræðingar hafa lát-
ið f Ijós, að óhætt mundi
að taka hér á þessu ári
af þorski.“ Hér er enn
gripið til sjálfsblekk-
ingarinnar. 1 fyrsta lagi
lokar Kjartan Ólafsson
ritstjóri Þjóðviljans
augunum fyrir þvf, að
ef ekki hefði verið sam-
ið við Breta, hefðu þeir
haldið veiðum sfnum
áfram eins og ekkert
hefði í skorizt f skjóli
valdbeitingar og f öðru
lagi lokar hann einnig
augunum fyrir þvf, að
ef ekki hefði verið sam-
ið við Breta hefðu horf-
urnar um ástand fisk-
stofnanna verið þeim
mun fskyggilegri, þar
sem fyrirsjáanlegt var,
að Bretar mundu án
samninga veiða a.m.k.
30—40 þúsund tonnum
meira af fiski á tslands-
miðum það sem eftir
var ársins. Auðvitað er
það svo, að forystumenn
Alþýðubandalagsins og
ritstjórar Þjóðviljans
gera sér þessar stað-
reyndir algerlega Ijós-
ar, en vandi þeirra er
sá, að sú afstaða sem
þeir hafa markað f land-
helgismálum og fisk-
veiðimálum verður ekki
studd með rökum og
fellur ekki að stað-
reyndum málsins og þá
er gripið til þess ein-
falda ráðs að loka aug-
unum gjörsamlega fyrir
vissum veigamiklum
þáttum þess. Þetta get-
ur kannski gengið f
stuðningsmenn Alþýðu-
bandalagsins en vfst er
um það, að þorskstofn-
inn við tsland er á eng-
an hátt betur settur,
þótt við f sjálfsblekk-
ingarskyni grfpum til
þess ráðs að loka augun-
um fyrir tilteknum
veiðum.
Hvað vilja
kommúnistar
gera?
Eins og kunnugt er
hefur ríkisstjórnin und-
ir forystu Matthfasar
Bjarnasonar sjávarút-
vegsráðherra gripið til
mjög vfðtækra ráðstaf-
ana til þess að draga úr
sókninni f þorskstofn-
inn. En þrátt fyrir þess-
ar umfangsmiklu ráð-
stafanir sýnist Ijóst, að
þorskveiðar á þessu ári
verði nokkru meiri en
nemur þeim 280 þús-
und tonnum, sem fiski-
fræðingar hafa nefnt
sem leyfilegt aflamagn.
Þar með er að vfsu ekki
sagt, að ekki verði unnt
að halda aflanum innan
560 þúsund tonna á
tveimur árum, þegar lit-
ið er yfir árin
1976—1977 sem eina
heild. En á undanförn-
um vikum hefur Þjóð- |
viljinn hvað eftir annað
veitzt að sjávarútvegs- |
ráðherra vegna þess, að
hann hafi ekki gert ráð- |
stafanir til þess að ,
skera þorskveiðarnar |
margfalt meira niður. ,
Nú er það að vfsu at- |
hyglisvert, að Lúðvfk ,
Jósepsson, fyrrverandi I
sjávarútvegsráðherra i
og formaður þingflokks I
Alþýðubandalagsins,
hefur lýst eindregnum ,
stuðningi við þá af- |
stöðu, sem Matthfas ,
Bjarnason hefur tekið f |
þessum málum en engu ,
að sfður væri fróðlegt |
að fá upplýsingar um ,
hvaða ráðstafanir Þjóð- |
viljinn vill gera f þess- ,
um efnum. Er það skoð- |
un Þjóðviljans að ,
leggja eigi hluta flotans |
fram að áramótum? Er ,
það skoðun Þjóðviljans |
að banna eigi þorskveið- ,
ar frá ákveðnum lands- |
hlutum og þá ákveðnum ,
sjávarplássum hluta |
ársins? Er það t.d. skoð- ,
un Kjartans Ólafssonar |
að banna eigi Vestfirð- ,
ingum algjörlega þorsk- |
veiðar á haustmánuð- ,
um?
Á sama tfma og Þjóð- ,
viljinn veitist að sjávar- I
útvegsráðherra (og ,
Lúðvfk Jósepssyni) |
vegna afstöðu þeirra ,
verður þess krafizt að I
blaðið geri grein fyrir ,
þvf hvaða ráðstafana I
það vill grfpa til. Og þá ,
dugar ekki að benda á I
veiðar Breta. Þeir hefðu i
veitt 30—40 þús. tonn- I
um meiri þorsk, ef ekki I
hefði verið samið við '
Vel heppnaðar
kappreiðar
Harðar þrátt
fyrir erfið
skilyrði
ÁRLEGAR kappreiðar Hesta-
mannafélagsins Harðar voru
haldnar á skeiðvellinum við Arn-
arhamar laugard. 14. ágúst s.l.
Þrátt fyrir fremur óhagstætt veð-
ur tókust þær vel, en þar sem
völlurinn var mjög þungur eftir
langvarandi rigningar, náðust
lakari tímar en efni stóðu til. Sú
nýbreytni var tekun að hafa ung-
lingakeppni í tveimur aldurs-
flokkum, og jók það á fjölbreytni
mótsins.
Á kappreiðunum var félaginu
afhentur veglegur silfurbikar að
gjöf frá þeim hjónum Ólafíu Jóns-
dóttur og Guðmundi Þorsteins-
syni gullsmið. Er hann gefinn til
minningar um reiðhest þeirra
hjóna, er Blesi hét og ber nafn
hans. Veitist hann árlega þeim
hesti innanfélagsmanns, er nær
beztum árangri á skeiði á Harðar-
kappreiðum.
(Jrslit voru, sem hér segir:
Alhliða gæðingar. Keppt um Skæringshik-
arinn og verðlaunapeninga:
1. Gjósta, Guðmundar Jónssonar, Reykj-
um, 8,46.
2. Skjóni, Halls Jóhannssonar, 7,90.
3. Snælda, Þorgeirs Jónssonar, Möóruvöll-
um, 7,73.
Klárhestar m. tölti. Keppt um Leóshikar og
verðlaunapeninga:
1. Seifur, Sigurveigar Stefánsdóttur, 7,56.
2. Goði, Kristjáns Þorgeirssonar. 7,50.
3. Ljúfur, Hugrúnar Þorgeirsdóttur, 7,36.
Unglingakeppni 10—12 ára. Keppt um
verðlaunapeininga:
1. (Ilfhildur Haraldsdóttir, á Bleik.
2. Óskar Jónsson á Venus.
3. Garðar Hreinsson á Austra.
Unglingakeppni 13—15 ára. Sömu verðl.:
1. Bjarni Bjarnason á Valentfnusi.
2. Dísa Þórarinsdóttir á Faxa.
Unghrossakeppni. Keppt um útskorna bók
og verðlaunapeninga:
1. Vordfs, 5 vetra, Einars Ellertssonar.
2. Stjarna, 5 vetra, Hreins ólafssonar.
3. Sokki, 4 vetra, Ellerts Gfslasonar.
Skeið, 250 metrar. Keppt um Blesahikar og
verðlaunapeninga:
1. Gjósta, Guðmundar á Reykjum, 27,5 sek.
2. Ljúfur. Harðar Albertssonar. 28,7 sek.
Unghrossahlaup, 250 metrar. Keppt um
Framhald á bls. 23
og aörir guöfræöingar munið
Samveru um helgihald
í Skálholti
dagana 6.-8. september
Nánari upplýsingar er að finna hjá skólastjóra
Skálholtsskóli.
TILSÖLJUÍ
Fólksbílar til sölu
1974 Volvo 1 45 DL station verð kr. 1 .950
þús
1 974 Volvo 1 44 DL verð kr. 1 .900 þús.
1 974 Volvo 1 42 DL verð kr. 1 .950 þús
1973 Volvo 1 44 verð kr. 1.450 þús
1 972 Volvo 1 44 DL verð kr. 1.300 þús
1971 Volvo 1 44 verð kr. 1 .050 þús
1971 Volvo 1 44 verð kr. 950 þús
1970 Volvo 1 42 verð kr. 815 þús
1 969 Volvo 1 44 DL verð kr. 760 þús
1 967 Volvo 1 44 DL verð kr. 600 þús
1 974 Citroen Super verð kr. 1.750 þús
1 974 Saab 99 verð kr. 1.750 þús
Vörubílar til sölu
1 974 Volvo N7 6x72 verð kr. 8 millj
1 972 Volvo FB 86 verð kr. 6 millj.
I^VOLVOSALURINN
%CvfSuðUrlandsbraut 16-Simi 35200
StarmiX handþurrkur og
hárþurrkur ávallt
fyrirliggjandi
Bankaslrœli9 sími 11811
ífll
1 C t
3 3 í.