Morgunblaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. ÁGUST 1976 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. simi 10100 Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22480 Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. Aundanförnum mánuðum hefur mátt sjá ýmis bata- merki i efnahagsmálum okk- ar íslendinga, sem eru ótvi- ræð vísbending um, að þær ráðstafanir í efnahagsmálum, sem ríkisstjórnin hefur gripið til að síðustu tveimur árum, séu smátt og smátt að bera nokkurn árangur Jafnframt h^fur verðlagsþróun á út- flutningsafurðum okkar ver- ið hagstæð og þessvegna að mörgu leyti bjartari horf- ur en veríð hefur um skeið. Það er einnig Ijóst að fram- kvæmdir hafa verið miklar á þessu sumri og ótti manna við að erfitt mundi reynast að finna vinnu fyrir þann mikla fjölda skólafólks, sem kemur á vinnumarkaðinn á hverju sumrí. hefur reynzt ástæðulaus með öllu En þótt þannig sé ástæða til nokkurrar bjartsýni ber okkur að ganga hægt um gleðinnar dyr og alveg sérstak- lega verðum við að hafa tvennt í huga í þessu sambandi Fyrst er þess að gæta, að verðbólga er enn mjög mikil hér á landi. Því er spáð, að hún verði um 27% frá ársbyrjun til ársloka og hefur þá tekizt að draga úr henni um helmíng frá þeim verðbólguvexti, sem hér var við lýði, þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Það er umtalsverður árangur, en ekki nægilegur samt. Verð- bólga er enn mun meiri á ís- landi en í nálægum löndum og Ijóst er, að nágrannaþjóðir okk- ar, sem átt hafa við verðbólgu- vanda að striða, hafa náð mun meiri árangri heldur en við og má þar til nefna bæði Norður- landaþjóðir og Breta. Hinir síð- arnefndu hafa náð mjög mikl- um árangri i baráttu sinni við verðbólguna á undanförnum mánuðum. Sérstök ástæða er til að undirstrika þetta vegna þess, að hin mikla verðbólga, sem hér er enn, kallar á áfram- haldandi mjög strangar að- haldsaðgerðir á þessu ári og næsta ári. Nú í ár hefur mjög rík áherzla verið lögð á að halda fjármálum rikisins á rétt- um kili og að tryggja greiðslu- hallalausa afkomu ríkissjóðs I ár. Það er ein megin forsenda þess, að okkur miði eitthvað áfram í viðureigninni við verð- bólguna. Nú um þessarmundir er unnið að undirbúningi fjár- laga fyrir árið 1977. Einmitt meðan á þeim undirbúningi stendur er nauðsynlegt að itreka, að engu minna aðhalds verður að gæta i útgjöldum rikissjóðs og sveitarfélaga á næsta ári heldur en á yfirstand- andi ári. Þingmenn verða að gæta hófs f útgjaldaóskum sín- um, þegar fjárlagafrumvarpið kemur til þeirra kasta i haust. Hin æðisgengna verðbólga sem hér hefur geisað frá tímum vinstri stjórnar hefur leikið þjóðfélag okkar grátt og mikil verðmæti hafa brunnið á báli verðbólgunnar. Þess vegna er nauðsynlegt að allur almenn- ingur geri sér Ijóst, að þótt nokkuð hafi miðað áfram I þessari baráttu er henni engan veginn lokið. Ein megin forsenda þess, að baráttan við verðbólguna beri árangur á næstu misserum er að sjálfsögðu, að kjarasamn- ingar þeir, sem væntanlega verða gerðir á næsta ári, taki mið af þeirri nauðsyn að ná verðbójgunni niður. Sjálfsagt getum við margt lært af ná- grannaþjóðum okkar í þessum efnum. Lykillinn að árangurs- ríkri baráttu Breta gegn verð- bólgunni er samkomulag milli rtkisvalds og aðila vinnumark- aðar um að halda launahækk- unum i skefjum. Jafnvel þótt mönnum kunni að sýnast grundvöllur til launahækkana vegna batnandi viðskiptakjara út á við, verða menn að gera sér grein fyrir því, að miklar launahækkanir geta verkað eins og olia á verðbólgueldinn. En þar kemur einnig fleira til. Á þeim erfiðleikaárum, sem á undan hafa gengið, hefur skuldasöfnun þjóðarinnar verið mjög mikil, einfaldlega vegna þess að landsmenn voru ekki tilbúnir til þess að skerða lífs- kjör sín jafnfljótt og jafnmikið og versnandi ytri skilyrði gáfu tilefni til á árunum 1974 og 1975. Þær auknu tekjur, sem þjóðarbúinu kunna að áskotn- ast á næstu mánuðum og miss- erum vegna hagstæðari ytri skilyrða geta ekki fyrst í stð gengið til þess að bæta Iffskjör fólks og auka kaupmátt launa í landinu. Þessi tekjuauki verður að ganga til þess að greiða niður þær skuldir, sem af fram- angreindum ástæðum hafa safnazt upp á síðustu árum og eru geysimiklar. Að þessu leyti er þjóðarbúinu nákvæmlega eins farið og einstaklihgi, sem af einhverjum ástæðum neyð- ist til þess að safna skuldum á tilteknu timabili Þegar hagur hans batnar hlýtur hann að nota batann til þess að greiða upp skuldir fyrri ára áður en hann leyfir sér þann munað að nota tekjuaukann til þess að auka lífsþægindi sín og bæta lífskjör. Þetta tvennt, áframhaldandi barátta gegn verðbólgunni með aðhaldsstefnu á öllum sviðum og niðurgreiðsla þeirrar miklu skulda&úpu, sem við höf- um stofnað okkur í, hljóta að verða megin viðfangsefnin i efnahagsmálum okkar íslend- inga á næstu misserum. V erðbólgan og skuldasöfnunin tStíi, THE OBSERVER THE OBSERVER étffc THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER Kommúnistar ráða ferð- inni í ítölskum stjómmálum RÓM — Eftir glæsilegan kosningasigur I júní sl. hafa kommúnistar á ttalfu komizt í öfundsverða valdaaðstöðu, enda þótt þeir fari ekki með stjórn landsins f orði kveðnu. Þeir ráða örlögum minnihluta- stjórnar Guilio Andreottis með þvf að sitja hjá við atkvæða- greiðslur, ef vantraust er borið fram á hana. Á hinn bóginn teljast þeir á engan hátt ábyrgir fvrir þeim mistökum, sem stjórninni kann að verða á. Það var Andreotti, sem átti hugmyndina að þessu stjórnar- fyrirkomulagi. en það var eina leiðin til að binda enda á stjómarkreppu á ítalíu. Ókleift reyndist að mynda starfhæfan þingmeirihluta. Flokkur Andreottis, Kristilegir demókratar, er enn sem fyrr stærsti stjórnmálaflokkur landsins, en honum tókst ekki að mynda meirihlutastjórn, þar sem bandamenn hans urðu fyrir gífurlegu fylgishruni í kosningunum á dögunum. Kommúnistar og sósíalistar fengu heldur ekki þingmeiri- hluta í sameiningu. Á þennan hátt féllu völdin kristilegum demókrötum í skaut, en sá böggull fylgdi skammrifi að kommúnistar tóku stöðu að tjaldabaki og munu hafa hönd í bagga með öllu, sem gerist. Ríkisstjórn Andreottis rifun væntanlega gera sér far um að ljá stjórnmálum á ítalíu annað svipmót en verið hefur, en óljóst er enn, hverjar breyt- ingar munu helzt verða gerðar. Þrfr gamlir garpar úr herbúð- um flokksins hafa verið látnir vfkja, þeir Aldo Moro, Mariano Rumor og Emilio Colombo, og vist er um það, að þeir tóku því ekki með glöðu geði. Hins vegar er fátt um ný andlit í ríkis- stjórninni að undanskilinni fyrstu konunni, sem hlýtur ráð- herradóm á ítalíu, og flestir aðrir ráðherrar hafa átt sæti í fyrri ríkisstjórnum kristilegra demókrata. En að sjálfsögðu verður stjórnin að sníða sér stakk eftir vexti þvf að hún stendur dag- lega andspænis þeirri vá, að kommunistar snúi við blaðinu, og þar með er hún fallin. Að þessu leyti verður hún ólík öll- um fyrri ríkisstjórnum Kristi- legra demókrata. Vegna þess hvernig málum er háttað verða bæði stjórn og stjórnarandstaða að sýna miklu meiri röggsemi og festu en hingað til. Fundir neðri deildar italska þingsins i Palazzo Montecitorio hafa löngum einkennzt af lognmollu og deyfð, en ekki er ólíklegt, að nú færist meiri hiti i leikinn og andrúmsloftið verði svipað því sem ríkir í neðri málsstofu brezka þingsins. Kommúnistar hafa fengið miklar ábyrgðarstöður á ítalska þinginu. M.a. er forseti þings- ins úr þeirra hópf og enn- fremur formenn fjárlaga- og fjárhagsnefnda í báðum þing- Guilio Andreotti ávarpar ftalska þingið. deildum. Það gefur því auga leið, að hver sú löggjöf er varðar skattheimtu, fjárhags- áætlanir og hvers konar efna- hagsstefnu mun hljóta nákvæma athugun og yfirveg- un hjá hinum færustu efna- hagssérfræðingum kommúnista. En ýmislegt í ítölskum stjórn- málum er með öðrum hætti en víðast hvar tíðkast. Þótt þver- stæðukennt sé, virðast kommúnistar miklu ákveðnari í því en aðrir að ríkisfyrirtæki lúti lögmálum hins frjálsa eftir David Willey markaðskerfis. Að þessu leyti eru þeir jafnvel einarðari en kristilegir demókratar, sem þó eru oft álitnir kapítalistar í itölskum stjórnmálum. Nýlega fjallaði Eugenio Peggio, einn helzti talsmaður kommúnista i efnahagsmálum, um hinn hrikalega taþrekstur ítalska flugfélagsins Alitalía, sem er ríkisrekið. Tap fyrir- tækisins orsakaðist að miklu leyti af lélegri stjórn, en einnig gerði langt og erfitt flugmanna- verkfall stórt strik í reikning- inn, Peggio var ómyrkur í máli er hann sagði: „Þegar fyrirtæki er ekki arðbært og tekst ekki að halda velli á almennum mark- aði, þá er engin önnur lausn á málinu, en að það verði gert gjaldþrota. Þetta á ekki aðeins við um fyrirtæki í einkaeign, heldur einnig rikisfyrirtæki". Það verður forvitnilegt að sjá, hvernig kristilegir demókratar taka slíkri rök- semdafærslu, en þeir hafa veitt almannafé í hvert ríkisbáknið á fætur öðru á undanförnum árum. Kristilegir demókratar og kommúnistar hafa enn ekki komið sér saman um, hver skuli verða formaður sérstakrar rannsóknarnefndar er fjallar um hneykslismál, þar sem fyrr- verandi ráðherrar ítölsku stjórnarinnar koma við sögu. Þar er m.a. um að ræða einn anga af Lockheed-hneykslinu svonefnda og mútuþægni gagn- vart alþjóðlegum olíuhringjum, en í þvf máli mun Andreotti sjálfum gert að svara til saka. Fyrir stjórnarskiptin skipuðu kristilegir demókratar mikinn meirihluta I nefnd þessari og tókst þeim ekki að varpa ljósi á ýmislegt óhreint, sem háttsettir fulltrúar þjóðarinnar voru taldir hafa I pokahorninu. Nú verður nefndin væntanlega skipuð á annan hátt, og gera má ráð fyrir að störf hennar verði árangursríkari en áður. Tvö brýn þjóðfélagsmál bíða skjótrar úrlausnar stjórnar Andreottis. Annars vegar úr- lausn til handa fólki þvi sem varð fyrir gaseitrun í nágrenni Milanó fyrir skömmu og hins vegar ráðstafanir gagnvart þeim sem misstu heimili sín við jarðskjálftann f Friuli. Er þar um að ræða 15.000 manns, og er útlit fyrir að það verði að dveljast í tjöldum næsta vetur, ef ekki verður undinn bráður bugur að þvf að útvega því verksmiðjuframleitt húsnæði. Nú er mikið í húfi fyrir kristilega demókrata og ríður á, að þeir geti efnt hin glæstu loforð sín um að veita þjóðinni forustu. Ef Andreotti mistekzt er það eina úrræðið að mynduð verði minnihluta- samsteypustjórn kommúnista og sósíalista. Tilhugsunin um slíka stjórn ætti að nægja til að ríkisstjórn Andreottis reyni að gera sitt ýtrasta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.