Morgunblaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGUST 1976 17 Hér fer á eftir setningar- ræSa Matthíasar Bjarna sonar sjávarútvegsráðherra á 15. norrænu fiskimála- ráSstefnunni, sem hófst I fyrradag. Góðir ráðstefnugestir Ég tel vel viðeigandi, nú í upphafi þessarar ráðstefnu, að ræða lltillega þau mál, sem efst eru á baugi í fisk- veiðimálum okkar Islend- inga. Fremst I minum huga er að sjálfsögðu útfærsla fiskneiði- lögsögu okkar f 200 milur, en með reglugerð 15. júlí á fyrra ári kom þessi útfærsla til framkvæmda 15 okt. 1975, eins og flestum er kunnugt. Þann dag var stigið lokaskrefið i f baráttu okkar fyrir fullum yfirráðum yfir fiskimiðunum umhverfis landið. Segja má að barátta þessi hafi hafist með setningu landgrunnslaganna um vis- indalega verndun fiskimið- anna hinn 5. apríl 1948, en á grundvellí þeirra hefur út- færsla fiskveiðilögsögunnar byggst, fyrst með 4 mílna friðunarsvæði út af Norður- landi á árinu 1950, síðan með útfærslu fiskveiðilögsög- unnar í 4 mílur 1952, í 12 mflur 1 958, 50 milur á árinu 1 972, og lokaáfanginn f 200 mílur á s.l. ári. Þessar aðgerðir hafa ekki verið sársaukalausar, en við höfum þeirra vegna orðið að heyja þrjú svonefnd þorska- strið, við höfum verið beittir viðskiptaþvingunum af ýmsu tagi, nú siðast af Efnahags- bandalagi Evrópu, löndunar- bönnum á fiski og fiskafurð- um og kærðir fyrir Alþjóða- dómstólnum i Haag, allt af hendi bræðraþjóða, sem staðið hafa okkur mjög nærri, þjóða sem við höfum verið i nánu samstarfi við. Við höfum unnið lokasigur í þessum orustum, stundum með stuðningi góðra vina t.d. á Norðurlöndum, sem við erum þakklátir fyrir. Aðrar þjóðir hafa yfirleitt fylgt fordæmi okkar í þessum efnum, og nú eygjum við alþjóðlega viðurkenningu á 200 mílna fiskveiðilögsögu á Hafréttarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna, og að viður- kenndur verði réttur strand- rlkja til að ákveða hámarks- afla og getu þeirra til að nýta hann. Má ég í þessu sambandi minna á, að það var að til- lögu fslensku fulltrúanna á ársfundí Sameinuðu þjóð- anna árið 1949, að alþjóð- legu laganefndinni var falið að rannsaka til hlitar haf- réttarmál, en f framhaldi af þvi hófust hafréttarráðstefn- ur Sameinuðu þjóðanna á ár- inu 1958, 1960 og sú sem væntanlega lýkur störfum nú á haustmánuðum. Ég hygg að öllum sé Ijós tilgangur íslendinga með út- færslu fiskveiðilögsögunnar, en í raun er hann aðeins framhald á sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, baráttu fyrir til- veru hennar sem sjálfstæðrar þjóðar Fiskveiðar hafa verið, eru og munu f næstu framtíð verða undirstaða efnahags- lífs þjóðarinnar og allra efna- hagslegra framfara. Fiskur- inn er mikilvægasta auðlind þjóðarinnar og án hans getur hún ekki lifað menningarlifi. Tækniframfarir frá lokum siðustu heimstyrjaldar og stóraukin sókn i flesta fiski- Matthías Bjarnason s j ávarútvegsr áðherra: Efnahagsástandið leyfir ekki að f arið sé að ýtrustu óskum fiskifræðinga stofna í heimshöfunum með skipum, sem búin eru full- komnustu fiskileitartækjum og búnaði til að nýta hráefnið um borð, skipum sem hirða allt kvikt, sem úr sjónum kom og skilja eftir dauðan sjó — hlýtur að reka á eftir strandrikjunum, sem byggja afkomu sina á fiskveiðum, til að gera einhverjar gagnráð- stafanir. Það þarf því engan að undra þótt fiskverndunar- sjónarmið hafi verið ofarlega í hugum okkar, og fyrstu viðbrögðin hlutu að vera út- færsla fiskveiðilögsögunnar, til að tryggja okkur stjórn á fiskrmiðunum við strendur landsins. Það hefur lengi verið vitað að mikilvægustu fiskistofn- arnir við strendur landsins hafa verið fullnýttir eða of- nýttir. Vil ég minna á niður- stöðu Alþjóða hafrannsókna- ráðsins frá áripu 1 972, en þá var talið að draga þyrfti 50% úr sókn i Islenska þorskstofn- inn. En hvernig gátum við brugðist við? Var hægt að ákveða aflakvóta fyrir íslenska fiskimenn á meðan útlendingar fóru ránshendi um miðin — en ég vil minna á að einmitt á þessu sama ári færðum við fiskveiðilögsög- una út i 50 mtlur, og háðum þorskastrið nr. 2. Þannig var skilningur vinaþjóða í Evrópu á þessari alvarlegu viðvörun visindamanna margra landa, þar á meðal þeirra eigin fiski- fræðinga. Ég tel rétt að það komi fram, að við höfum i mörg ár beitt visindalegri stjórnun í sambandi við veiðar á ýms- um fisktegundum, sem aðrar þjóðir hafa ekki getað veitt vegna þess hve n'ærri landi þær veiðar eru stundaðar. Þannig hafa verið aflakvótar á rækju, humar og síld við suðurströnd landsins. SHd- veiðar voru meira að segja algjörlega bannaðar ( nokkur ár, en sú friðun virðist nú vera að bera árangur, þannig að veiðar á 1 2 þúsund tonn- um voru leyfðar á s.l. ári og 1 5 þúsund tonn verður leyft að veiða I ár. Þegar hval- veiðarvoru hafnar á ný við strendur landsins, voru settar strangar reglur um þær veið- ar, og veit ég ekki annað en að við höfum fengið almennt lof fyrir stjórn á þessum veið- um á fundum Alþjóða hval- veiðiráðsins. Ég nefndi hér áðan full- nýtta og ofnýtta fiskstofna við strendur landsins. Alvar- legast er ástandið í sambandi við þorskinn, en hann er mik- ilvægastur i sambandi við efnahagslega afkomu þjóðar- innar. Vinnunefnd á vegum Alþjóða hafrannsóknaráðs- ins, en í nefndinni voru fiski- fræðingar frá Danmörku, Noregi, Færeyjum, Englandi, Skotlandi, Vestur-Þýskalandi og íslandi, sat á fundum í marsmánuði s.l. og fjallaði um þorsk- og ýsustofnana við ísland. Komst nefndin að þeirri dapurlegu niðurstöðu um þorskinn að hrygninga- stofninn hafi minnkað úr 670 þúsund tonnum árið 1970 i 230 þúsund tonn árið 1975. Heildarstofnstærð þorsks- ins (3 ára og eldri?) var árið 1955 talin 2,6 milljón tonn en er nú talinn 1 milljón tonn, enda er talið að sóknar- aukning hafi vaxið um 30—40% frá 1970—1975) Svipaða sögu er að segja af ýsunni, en hámarksafli náðist 1962 eða 120 þús- und lestir á móti 44 þúsund lestum árið 1975, sem er 35% undir meðaltali tima- bilsins 1955—1975. Heild- arþorskaflinn á íslandsmið- um var 372 þúsund tonn árið 1975, en islenskir fiski- fræðingár telja æskilegt að ekki verði veiddar yfir 230 þúsund lestir i ár og 290 þúsund tonn árið 1977. Stjórnskipuð nefnd telur að óhætt muni að veiða 280 þúsund tonn af þorski á yfir- standandi ári og sama magn á árinu 1 977, en þessar tölur eru byggðar á umsögn Haf- rannsóknarstofnunarinnar og talið að rneð þvi sé hafin uppbygging þorskstofnsins. Að þessu er stefnt og hafa i þvi sambandi verið gerðar ýmsar ráðstafanir. Við megum ekki stefna þorskstofninum í neina tví- sýnu, en efnahagsástand þjóðarinnar leyfir ekki að við göngum eins langt og ýtr- ustu óskir fiskifræðinganna, enda þótt það væri hið ákjós- anlegasta. Þrátt fyrir hið lélega ástand fiskistofnanna, og þá einkum þorskstofnsins, höfum við séð okkur til neydda að semja til skamms tíma við útlendinga um veiðar innan 200 milna fiskveiðilögsög- unnar, en þeir samningar þýða verulegan samdrátt á veiðum þeirra, einkum á þorski. Með þessum samn- ingum höfum við i raun og veru fengið viðurkenningu á 200 milna fiskveiðilögsög- unni og fulla stjórn á öllum veiðum innan hennar, og verða hinir erlendu aðilar að hlita hverskonar friunarað- gerðum, sem ákveðnar hafa verið eða ákveðnar verða Með þessum samningum er og tryggt að við getum að mestu ráðið þorskveiðum út- lendinga á íslandsmiðum á næsta, ári, án tillits til þess hver niðurstaðan verður á Hafréttarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna. Ég tel, að með útfærslu fiskveiðilögsögunnar og hin- um skammvinnu samningum við aðrar þjóðir hafi náðst verulegur áfangi til fisk- verndunar, en auk þess hefur ýmislegt fleira verið gert i fiskverndunarmálum. Ég gat áður um aflakvóta á nokkrum fisktegundum, friðuð svæði hafa verið stóraukin, bæði á hrygningarslóðum þorsksins og eins til verndunar á smá- fiski. Skyndifriðanir hafa ver- ið teknar upp og verið er að koma á virku eftirliti með fiskveiðum. Möskvastærð i pokum togveiðafæra hefur verið aukin og er nú ákveðin 155 m/m frá næstu áramót- um, en nú þegar eru i gildi reglur um að möskvastærð i dragnót skuli vera 170 m/m. Þá hafa verið settar strangar reglur um búnað veiðafæra og lágmarksstærð- ir fisktegunda, sem heimilt er að landa. Allar ákvarðanir i þessum efnum eru teknar i samráði við Hafrannsókna- stofnunina og Fiskifélag ís- lands. Þess má og geta að innflutningur fiskiskipa hefur verið stöðvaður Aukin sókn okkar samfara uppbyggingu og endurnýjun fiskiskipaflotans hefur ekki leitt til aukins aflamagns, og afli á sóknareiningu hefur minnkað ár frá ári. Þessari þróun verðum við að snúa við, en það er ekki hægt nema með þvi að auka hlut- deild okkar i heildaraflanum á kostnað afla annarra þjóða hér við land. Afkastageta fiskiskipaflota landsmanna sjálfra er slík, að við eigum að geta fullnýtt alla fiski- stofna hér við land — og að því stefnum við. Við erum að auka veiðar á fisktegundum, sem ekki hafa verið fullnýttar og hefja veiðar, vinnslu of markaðsöflun fyrir aðrar fisk- tegundir, sem litt hafa verið veiddar hér til þessa. í þessu sambandi er vert að hafa i huga, að eina vörn okkar gegn vaxandi styrkja- stefnu stórþjóðanna til fisk- veiða og fiskiðnaðar, er að auka eigin afla á sóknarei.- ingum. Sjávarútvegurinn er undirstaða efnahags okkar, og getur hann þess vegna ekki sótt neina beina styrki til annarra, en á þetta vil ég leggja sérstaka áherslu. Það er Ijóst af þvi, sem ég hefi nú sagt, að i framtiðinni getum við ekki gert samn- inga við neina þjóð um veið- ar innan fiskveiðilögsögu okkar, nema þvi aðeins að um gagnkvæma samninga sé að ræða um fiskveiðirétt- indi. Ég ætla að Ijúka máli minu með þvi að taka undir orð formanns undirbúnings- nefndarinnar og bjóða ykkur velkomna til þessarar ráð- stefnu og hina erlendu gesti velkomna til landsins, og láta i Ijós von mína um að dvölin hér verði ykkur ánægjuleg Ég vona að þessi ráðstefna verði til gagns fyrir sjávarút- veg Norðurlandaþjóðanna og með ráðstefnu sem þessari sé stigið enn eitt skref til aukins samstarfs og skilnings þjóða Norðurlanda. Góðir ráðstefnugestir — það er von mín, að ,.den 15 nordiske fiskerikonference i Reykjavik'' verði árangursrik og segi hana hér með setta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.