Morgunblaðið - 19.08.1976, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGUST 1976
- Meðaltalsveltan
Framhald af bls. 32
Reykjavfkur og sé það sakadóms
að svara og ákveða hvaða upplýs-
ingar verði gefnar um þetta mál.
Hann kvað þá athugun eða rann-
sókn, sem fram hafi farið í Seðla-
bankanum, hafa náð yfir 2 ár,
1974 og 1975. Þá var Reiknistofn-
un bankanna ekki tekin til starfa,
en hún á að stöðva slíkt misferli
með ávfsanir á þeim svæðum, sem
hún nær til. Enn sem komið er
nær Reiknistofnunin aðeins til
Faxaflóasvæðisins. Allt það
tékkamisferli, sem komizt hefur
upp um, er fyrir tilkomu stofn-
unarinnar.
Guðmundur Hjartarson kvaðst
ekki geta skýrt frá því, hve háar
upphæðir væri um að ræða, en
þær væru umtalsverðar. Þá vildi
Guðmundur heldur ekki segja,
hve margir menn væru viðriðnir
þennan ávísanahring, en hann
benti á að komið hefði fram í
fréttum að þeir væru á þriðja tug.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Morgunblaðið hefur aflað sér
er f raun ekki hægt að nefna
ákveðnar eða endanlegar tölur i
sambandi við það fjármagn, sem
þeir einstaklingar, er hlut eiga að
máli, hafa haft til ráðstofunar
með þessum hætti. Það mun hafa
verið mjög breytilegt. Hins vegar
mun láta nærri, að meðaltalsvelta
ávísanahringsins hafi numið um 4
milljónum króna á dag en úr-
vinnsla Seðlabankans á tékka-
reikningum þessara aðila náði til
tveggja ára eða u.þ.b. 500 daga,
sem bankastofnanir hafa verið
opnar á þessu tímabili. Þessi tala
gefur ekki vísbendingu um raun-
verulegt ráðstöfunarfé, sem með-
limir ávísanahringsins höfðu út
úr iðju sinni.
Morgunblaðinu hefur ekki tek-
izt að fá áreiðanlegar upplýsingar
um, hvaða einstaklingar eiga hér
hlut að máli. Blaðinu hefur held-
ur ekki tekizt að fá öruggar upp-
lýsingar um f hvaða lánastofnun-
um tékkareikningar þeir voru,
sem notaðir voru í þessu skyni, en
þar mun vera um að ræða pen-
ingastofnanir bæði í Reykjavfk og
utan Reykjavíkur.
Benedikt Guðbjartsson, einn af
lögfræðingum Landsbankans,
staðfesti í viðtali við Morgunblað-
ið í gær, að í marzmánuði hefði
Landsbankanum borizt beiðni frá
Sakadómi Reykjavfkur um upp-
lýsingar um tékkaviðskipti ákveð-
inna einstaklinga í Landsbankan-
um. Samkvæmt dómsúrskurði
væru bankar skyldugir til að veita
slíkar upplýsingar og hefði það
verið gert.
•Eitt þeirra atriða, sem sakadóm-
ur Reykjavíkur lagði mikla
áherzlu á að yrði kannað f þessari
rannsókn var, hvort einhver
tengsl fyndust milli umræddra
manna og Geirfinns Einarssonar.
Hefur Morgunblaðið það eftir
áreiðaniegum heimildum, að eng-
in slík tengsl hafi fundizt við
rannsóknina og nafn Geirfinns
hafi hvergi verið að finna á ávís-
unum, sem kannaðar voru.
— Bankarán
Framhald af bls. 1
veitingahúss í næsta húsi. Létu
þeir starfsmann bankans að
vfsu vita um þetta en hann
skrifaði athugasemdirnar að-
eins niður á blað og lét þar við
sitja. Segir lögreglan að ef
öryggisverðirnir hefðu hugsað
um það starf sem þeir voru
sérstaklega ráðnir til, hefði
verið hægt að grípa ræningj-
ana glóðvolga. Talið er að hér
kunni að vera um að ræða
mesta rán sögunnar.
— Ford
Framhald
af bls. 1
ara. Val Schweikers var sem
kunnugt er mjög umdeilt. Frétta-
menn sögðu að Reagan virtist
mjög þreyttur og vonsvikinn eftir
atkvæðagreiðsluna í fyrrakvöld,
en hann sgaðist sjálfur viss um
sigur þrátt fyrir allt.
Þeir menn sem helzt eru nefnd-
ir sem hugsanleg varaforsetaefni
Fords eru öldungadeildarþing-
maðurinn Howard Baker,
William Ruckelshaus fyrrum að-
stoðar-dómsmálaráðherra, sem
sagði af sér fremur en að hlýðnast
skipun Nixons forseta um að reka
Archibald Cox sérlegan saksókn-
ara Watergatemálsins, Elliot
Richardson viðskiptaráðherra,
William Simon fjármálaráðherra
og John Conolly fyrrum fjármála-
ráðherra og fylkisstjóri Texas,
sem var demókrati en gekk í
Repúblikanaflokkinn fyrir nokkr-
um árum.
— Rækjumið
Framhald af bls. 32
búa sig á þær. Eru það Berghildur
og Stefnir frá Isafirði.
Höfrungur landaði nýlega á Isa-
firði 9 tonnum. Aflinn fæst þann-
ig, að á fjórum togtimum fæst um
það bil eitt tonn af rækju. Fyrsta
svæðið sem fannst var norðaustur
af Sporðagrunni. Það fann Dagný
frá Siglufirði. Sólmundur sagði að
þau mið væru stór og fullkomlega
tímabært væri að gera út á þau.
Við Kolbeinsey fann Langanes
talsvert af rækju — nánar tiltekið
um 47 sjómílur réttvísandi frá
Skagatá. Fékkst þar svipað magn.
Virðist svo sem góð og stór rækju-
mið séu frá Reykjafjarðaráli og
vestur undir Kolbeinsey.
Norðmenn og Færeyingar hafa
veitt við Grænland góða rækju,
sem flokkuð hefur verið þannig,
að í fyrsta flokk fer rækja, þar
sem 90 rækjur eru I kílói eða
færrí. Til annars flokks telst
rækja, þar sem 90 til 120 rækjur
eru í kílói og til þriðja flokks telst
rækja, þar sem 120 til 140 rækjur
eru í kílói. Er þá miðað við soðna
rækju og frysta f skel. Á Langa-
nesi gerði áhöfnin mælingu og
kom hún mjög vel út. 80% aflans
var í 2. flokki, þ.e.a.s. færri rækj-
ur en 120 voru I kílói og 44% voru
undir 90 f kílói, þ.e.a.s. fór f 1.
flokk. Má það teljast mjög gott.
Verðmunur á 1. og 2. flokki er um
það bil ein sænsk króna eða um 40
íslenzkar krónur.
Uppboðsaðgerðir
Framhald af bls. 2
hverjar væru ástæður þess, að
þessum tilteknu gerðum hefði
verið áfrýjað. Margar ástæður
gætu legið að baki þvf að gerðum
væri áfrýjað, t.d. vegna formgalla
og stundum væru ástæður ekki
sýnilegar. Þá væri því ekki að
leyna að menn gætu séð sér hag f
slfkum áfrýjunum. Þannig fengju
þeir frest og á meðan rýrnaði
krafan þvf enda þótt innheimtir
væru 2% dráttarvextir fyrir
hvern mánuð sem liði vægi það
ekki upp á móti verðbólgunni
eins og hún væri nú.
— Vísitalan
Framhald af bls. 32
á vörugjaldi úr 10% f 18% hinn 7.
maí sfðast liðinn, en hækkunar-
áhrif þess voru ekki komin fram f
vöruverði að fullu f júníbyrjun.
Samkvæmt kjarasamningum er
næsta rauða strik hinn 1. október
og greiðist verðlagsuppbót , ef
verðlagsþróun fer upp fyrir strik-
ið, frá og með 1. nóvember. Sam-
kvæmt áætlunum, sem gerðar
hafa verið, er búizt við því að
þróunin verði sú að farið verði
yfir rauða strikið og nemi hækk-
unin umfram það allt að 2%. Um-
samin 6% launahækkun kemur 1.
október, en hækkun f kaupi sam-
kvæmt verðlagsuppbót kæmi
hinn 1. nóvember. Ekki er ljóst,
hvar rauða strikið verður ná-
kvæmlega vegna þess að launalið-
ur bóndans í verðlagsgrundvelli
landbúnaðarafurða, svo og hækk-
un á áfengi og tóbaki hefur ekki
áhrif til kaupgjaldshækkunar.
Búizt er samt við því að rauða
strikið verði einhvers staðar á bil-
inu 615 til 618 stig.
— 14 vilja
Framhald af bls. 32
bankastjórarnir verða
tveir. Alls hafa 14 manns
sótt um aðstoðarbanka-
stjórastöðu við Búnaðar-
bankann.
Stefán Valgeirsson alþingis-
maður og bankaráðsformaður
Búnaðarbankans sagði f viðtali
við Mbl. í gær að allir umsækjend-
urnir um aðstoðarbankastjóra-
stöðuna eða stöðurnar, ef niður-
staðan verður að tveir verði ráðn-
ir, séu starfsmenn bankans, þar
af tveir útibússtjórar. Ennfremur
hafa tveir starfsmenn annarra
banka sótt um aðstoðarbanka-
stjórastöðu.
— Danmörk
Framhald af bls. 1
stað víða um landið í mótmæla-
skyni f dag, þrátt fyrir yfirlýsing-
ar danska Alþýðnsambandsins
um að það væri andvígt ólögleg-
um verkföllum þrátt fýrir það að
það væri í andstöðu við stjórnina
um þessar aðgerðir.
Jafnaðarmenn hafa 54 sæti af
179 á þingi, en njóta stuðnings
róttækra, miðdemókrata og
Kristilega þjóðarflokksins, sem
alls hafa 26. sæti. Þá styður einn-
ig Jörgen Lembourn stjórnina, en
hann sagði sig úr þingflokki I-
haldsmanna. Gert er ráð fyrir að
endanleg atvkæðagreiðsla um
málið fari fram á þing á morgun.
— Niðurstaða
Framhald af bls. 32
Niðurstaðan skiptir
miklu máli
Samningurinn sem gerður var
milli LÍU og FFSI hinn 1. marz
var felldur í allsherjaratkvæða-
greiðslu með 198 atkvæðum gegn
136. Hófust samningaviðræður að
nýju og lagði FFSl þá ekki fram
skriflega kröfugerð. Samningar
hafa ekki tekizt. Á meðan þessu
fór fram undirrituðu aðiljar máls-
ins viðbótatsamning við samning-
inn, sem undirritaður hafði verið
1. marz en felldur í áðurnefndri
atkvæðagreiðslu og var viðbótar-
samningurinn undirritaður af
beggja hálfu án nokkurs fyrir-
vara. Skip fóru á sjó strax eftir 1.
marz s.l. og er ekki ágreiningur
um það, að frá þeim degi hefur
verió greitt kaup eftir þeim samn-
ingum, sem undirritaðir voru 1.
marz og 14. maí. I þessu sambandi
skiptir mikiu máli hvort samning-
urinn frá 1. marz s.l. eða samning-
urinn frá 9. marz 1974 ásamt við-
bótum er í gildi, því verulegar
breytingar urðu samfara seinni
samningnum vegna breytinga
sem gerðar voru á sjóðakerfinu.
Álit dómsins
í áliti dómsins segir orðrétt:
„Stefnandi, Farmanna- og fiski-
mannasamband Íslands, sagði
þann 30. október 1974 upp samn-
ingum þeim, sem aðiljar máls
þessa höfðu undirritað 9. marz
s.á. frá 1. desember 1974 að telja.
Samþykkti stjórn stefnda, Lands-
sambands íslenzkra útvegsmanna,
að taka þá uppsögn gilda á fundi
21. nóvember s.á.
Eins og áður er rakið hefur þvi
verið haldið fram :f hálfu stefn-
anda, að aðiljar máls þessa hafi
gert nýjan kjarasamning 30. apríl
1975. Því hefur verið einddregið
mótmælt af hálfu stgfnda. Ekki
hefur verið lagt fram neitt undir-
ritað eintak af samningi þessum
og verður að telja ósannað, að
hann hafi verið gerður. Sam-
kvæmt þvi sem nú hefur verið
rakið verða samningarnir frá 9.
marz 1974 ekki taldir gildandi
kjarasamningar milli aðilja, og
hefur ekki verið farið eftir þeim i
skiptum þeirra frá 1. marz 1976.
Aðalkrafa stefnanda verður því
ekki tekin til greina.
Aðiljar máls þessa undirrituðu
nýja kjarasamninga 1. marz s.l. en
þeir voru felldir í allsherjarat-
kvæðagreiðslu innan félaga stefn-
anda, og ekki samþykktir af
stjórn stefnanda, svo sem áskilið
hafði verið við undirskrift. Þegar
af þeirri ástæðu öðluðust þeir því,
ekki gildi milli aðilja. Aðal- og
varakrafa stefnda verður því ekki
tekin til greina.
Um það er hins vegar ekki
ágreiningur, að frá 1. marz 1976
hefur kaup verið greitt og önnur
kjör félagsmanna stefnanda
ákvarðast af samningum þeim,
sem undirritaðir voru 1. marz
1976 og viðbótarsamningi sem að-
iljar gerðu 14. maí s.á. Meðan
þannig er unnið eftir þessum
samningum, verður að leggja þá
til grundvallar í skiptum aðilja
um kaup og önnur kjör eins og
um sé að ræða kjarasamning, sem
sagt hefur verið upp (lausan
samning).
Samkvæmt þessu hefur enginn
kjarasamningur verið formlega i
gildi milli aðilja máls þessa frá og
með 1. desember 1974. Þar sem
varakrafa stefnanda er miðuð við
1. marz 1976, og ekki hafa verið
settar fram aðrar kröfur er lengra
ganga, verður við það timamark
miðað og krafa hans tekin til
greina með þeim takmörkunum,
sem að ofan greinir, sbr. og og
þrautavarakröfu stefnda.
Rétt þykir að málskostnaður
falli niður.
Dóm þennan kváðu upp Halldór
Þorbjörnsson, Bjarni Kristinn
Bjarnason, Guðmundur Vignir
Jósefnsson, Ragnar Olafsson og
Sigurður Líndal.
Dómsorð:
Milli aðilja máls þessa hefur
enginn kjarasamningur verið
formlega i gildi frá og með 1.
marz 1976.
Að öðru leyti fer um skipti
aðilja samkvæmt því sem segir i
niðurlagi forsendna dómsins.
„I samræmi við það
sem tíðkast hefur“
Morgunblaðið snéri sér í gær til
Jónasar Haraldssonar lögfræð-
ings LlU og innti eftir áliti hans á
niðurstöðu dómsins. Jónas sagði:
„Þessi niðurstaða Félagsdóms
er i samræmi við það sem tíðkast
hefur í samskonar tilvikum hér-
lendis en slíka reglu hafa t.d.
Danir lögfest í sinni vinnulöggjöf
þar sem segir að aðilar vinnu-
markaðarins séu skyldir til að
fara eftir ákvæðum kjarasamn-
ings, enda þótt samningstími hans
sé liðinn eða honum hafi verið
sagt upp, þangað til að nýr samn-
ingur sé gerður eða vinnustöðvun
framkvæmd. Með þessu ákvæði er
greinilega verið að tryggja að
vinnufriður haldist, þrátt fyrir að
ekki hafi verið formlega gengið
frá nýjum kjarasamningi, en það
atriði vegur þungt á metunum
ivinnumálarétti.
Venjan hefur verið sú undan-
farin ár, að gert hafi verið upp
samkvæmt felldum kjarasamn-
ingi, svo framalega sem vinnu-
stöðvun hafi ekki verið fram-
kvæmd, en frekari samningsvið-
ræðum haldið áfram unz viðbótar-
samningur hafi verið gerður á
grundvelli hins fellda samnings,
sá samningur felldur inn i hinn
fyrri og þeir þannig gefnir út.
Þessi niðurstaða Félagsdóms er
því staðfesting á þessari reglu, er
gilt hefur lengi á þessu sviði“.
„Geta farið
í verkfall
nú þegar“
Þá snéri Morgunblaðið sér enn-
fremur til Finns Torfa Stefáns-
sonar lögfræðings FFSÍ og innti
eftir hans áliti á dómnum. Finnur
Torfi sagði:
„Eftir atvikum málsins er þetta
niðurstaða, sem hægt er að sætta
sig við. Ég átti allan tímann von á
að úrslitin yrðu eitthvað lík
þessu. Ég vek athygli á því, að
varakrafa sem ég setti fram var
tekin til greina, þ.e. að enginn
kjarasamningur er nú i gildi milli
aðiljanna. Þetta þýðir í raun að
félagar í Farmanna og fiski-
mannasambandi Islands geta far-
ið í verkfall nú þegar ef þeim
sýnist svo og án fyrirvara. Dómur-
inn staðfestir að þegar svona er
ástatt, geta félög farið í verkfall
án fyrirvara."
Góður gestur í heimsókn
íslandsvinurinn Haye W.
Hansen, fornleifa-
fræðingur og málari, er
nú staddur hér á landi en
um þessar mundir
stendur yfir sýning á
verkum hans á Mokka. Á
sýningunni eru um 45
myndir, — olíuverk,
vatnslitamyndir,
teikningar, steinprentun
og tréskurðarmyndir
sem flestar eru unnar
hér á landi frá 1950 og
Haye W. Han-
sen sýnir 45
myndir á Mokka
fram til þessa dags.
Haye W. Hansen kom fyrst
hingað til lands árið 1949 og
ætlaði þá aðeins að vera í einn
mánuð. Þessi eini mánuður
varð að tveimur og hálfu ári og
síðan hefur hann haft hér við-
dvöl af og til og nú síðustu árin
hefur hann komið hingað sem
fararstjóri þýskra ferðamanna.
Haye W. Hansen hefur oftlega
sýnt hlýhug sinn til Iands og
þjóðar í verki, m.a. með gjafa-
bréfi frá árinu 1953 þar sem
hann ánafnaði fslenzka rikinu
eftir sinn dag, allar teikningar
og málverk sem hann hafði gert
af íslenzkum þjóðbúningum og
bændabýlum. Þá hefur hann
ritað bók um tsland sem fyrst
var gefin út í Þýzkalandi árið
1965 og mun væntanlegá verða
endurútgefin í desember n.k. í
bókinni fjallar hann m.a. um
lanúafræði og jarðfræði
íslands, sögu landsins, forn-
leifarannsóknir o.m.fl.
Haye W. Hansen ásamt nokkrum verka sinna á Mokka.
(Ljósm. Brynjólfur)