Morgunblaðið - 26.08.1976, Side 2

Morgunblaðið - 26.08.1976, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1976 STJÖRN Mjólkursamsölu Reykjavíkur efndi til blaða- mannafundar nú f vikunni, einkum I þeim tilgangi að „bera hönd fyrir höfuð sér“ vegna blaðaskrifa um þær breytingar, sem munu eiga sér stað f vetur á sölu mjólkur. Á fundinum voru kynntar vörur Mjólkursamsölunnar, ost- ar, ístertur og fleira góðgæti og Agnar Gíslason, yfirmaður upp- lýsingarstofnunar landbúnaðarins, gerði grein fyrir sögu samsölunnar og sagði frá yfirstandandi breytingum. Stefán Björnsson, fram- kvæmdastjóri MS, gerði grein fyrír afstöðu samsölunnar til þeirra. Varðandi umræður í fjölmiðlum um lokun mjólkur- búðanna sagðist Stefán fyrst vilja leiðrétta þann mis- skilning, að þar væri um að ræða mál Mjólkursamsölunnar og því dygði lítið að veitast að forráðamönnum hennar í mót- mælum gegn breytingunum. Um það hefðu verið sett lög á Alþingi, að Mjólkursamsalan annaðist aðeins heildsölu á mjólk frá og með 1. febrúar n.k. og Mjólkursamsalan er aðeins að hlýða þeim lögum, sagði Stefán. Ennfremur furðaði hann sig á þeirri mótmælaöldu, sem risið hefði upp á móti lok- un mjólkurbúðanna. „Við höf- um verið skammaðir eins og hundar fyrir einokun og lélega þjónustu og þykir mér því þessi mótmælabylgja bæði ósann- gjörn og óréttlát." Stefán visaði ennfremur til greinar í Frjálsri verzlun frá árinu 1974, þar sem Hreinn Sumarliðason kaup- maður setti fram kröfur verzlunarmanna um að fá að selja mjólk og aðrar vörur sam- sölunnar og kvað það ekki vera neitt launungarmál, að verzlunarstéttin hefði átt sinn þátt i að lokun mjólkurbúðanna varð að lögum. Stefán sagði það hafa verið a.m.k. sína skoðun, að bæði neytendur og verzlunarmenn myndu fagna þeim lögum, sem nú er verið að framfylgja. Þá sagðist Stefán hafa orðið var við þann mis- skilning, að tvenns konar verzlunarkerfi gætu þróazt í Reykjavík, þ.e. annars vegar sérverzlanir Mjólkursamsöl- unnar og sala mjólkurafurða í venjulegum verzlunum. Annað- hvort ættu allir kaupmenn að fá að selja mjólk eða enginn. Hvað snerti atvinuvandamál þeirra, sem nú starfa í búðum Mjólkursamsölunnar, sagði Stefán að samsalan hefði strax í upphafi gert sér grein fyrir þessu vandamáli og rætt um Framhald á bls. 20 Stjóm Mjólkursamsölmmar bjartsýn á atvinnuhorfur sölustúlkna í mjólkurbúðum Blóðsöfnunarblllinn, sem ávfsanadeildir bankanna hafa nýlega gefið Rauða krossi tslands. I bílnum eru sæti fyrir átta manns og einnig eru í honum kælitæki. Þessi nýi bfll mun vera mun meðfærilegri en sá gamli, sem ávísanadeildirnar gáfu einnig, en sá bfll hefur nú verið sejdur. Ljósm. rax Samið við Norðmenn um járnblendiverksmiðjuna KINS og áður hefur komið fram í fréttum, var viðræðum haldið áfram f Reykjavík s.l. mánudags- kvöld 23. þ.m. milli fulltrúa iðn- aðarráðuneytisins og norska fyrirtækisins Elkem- Spigerverket a/s um þátttöku Bensínhækkunin: Auknar tekjur hins opin- bera 323 milljónir króna Bensínverð hefur frá því í nóvember hækkað um 33,3% BENStN hefur frá þvf f nóvem- ber í fyrra hækkað um 33.3%. Þá kostaði hver Iftri bensíns 57 krónur, en nú eftir sfðustu hækkun kostar lítrinn 76 krónur. Samtals mun bensfn selt á innanlandsmarkaði fyrir tæplega 8 milljarða króna. Sfðasta hækkun bensfns, sem varð nú 19. ágúst, var úr 70 krónum f 76 krónur, eða 8.6%. Þessi sfðasta hækkun sem er 6 krónur, skiptist þannig sam- kvæmt bráðabirgðaútreikning- um, að 1,54 krónur eru breyt- ing á innkaupsverði hvers lftra, cif-verð miðað við að bensfnið sé komið í geyma hér á landi. Þessi hækkun er aðallega vegna gengissigs undanfarna mánuði. Tollur, vegagjald, söluskattur og önnur opinber gjöld hækka um 3.08 krónur. Þá standa af 6 króna hækkuninni eftir 1.38 krónur. Sú upphæð skiptist þannig að 65 aurar eru staðfest hækkun á dreifingarkostnaði og 43 aurar eru vegna hækkunar verðjöfn- unargjalds og 30 aurar eru hækkun til sölumanna úti um land og ætti þvf sá liður raunar að teljast til dreifingarkostn- aðar, þótt hann sé hér aðgreindur. Á ári seljast á Islandi um 105 milljonir Iftra. Hlutur opin- berra gjalda f bensfnhækkun- inni frá 19. ágúst gefur þvf á ársgrundvelli rfkinu f auknar tekjur 323 milljonir króna. Dreifingarkostnaður hækkar á ársgrundvelli samkvæmt þess- um tölum um 68 miljónir króna og á ársgrundvelli bætast rúm- lega 45 milljónir f verðjöfn- unarsjóð. Umboðslaun hækka á ársgrundvelli um 31.5 milljónir króna. Vegna gengis- sigs hækkar innkaupsverð bensfns á ársgrundvelli um 162 milljónir króna. fyrirtækisins í byggingu og rekstri járnblendiverksmiðjunn- ar f Hvalfirði. Almennar samningaviðræður fóru fram í gær og leiddu þær til jákvæðrar niðurstöðu. Hafa full- trúar viðræðuhópanna náð sam- komulagi um þau meginatriði, sem verið hafa til umræðu á fyrri fundum. Þess er að vænta, að gerð aðal- samnings og tæknisamninga verði komin á lokastig að rúmum mán- uði liðnum. Standa vonir til að unnt verði að ljúka endanlegri afgreiðslu þeirra mála, sem enn eru óútkljáð varðandi byggingu verksmiðjunnar á skömmum tíma eftir það. Sérfræðingar beggja aðila munu næstu daga fjalla um tæknileg atriði varðandi samning- ana og fyrirtækið. Fyrir nokkru var sótt um lán til byggingar versmiðjunnar hjá Norræna fjárfestingarbankanum í Helsingfors. Lánsumsóknin var rædd í dag við bankastjóra Norræna fjárfestingarbankans, hr. B. Lindström. Endanleg af- staða bankastjórnarinnar mun liggja fyrir síðar í haust. I byrjun þessa mánaðar var haf- in bygging vinnubúða að Grund- artanga fyrir 64 menn. Verða þær fullbúnar í lok október n.k. Því næst er áformað að hefja fram- kvæmdir við undirstöður verk- smiðjunnar. Samkvæmt þeim áætlunum, sem nú liggja fyrir', mun verk- smiðjan hefja framleiðslu með einum bræðsluofni á miðju ári 1978, en slðari ofn verða tekinn í notkun um áramótin 1979—1980. Formenn viðræðunefndanna eru sem áður dr. Rolf Nordheim, framkvæmdastjóri hjá Elkem- Spigerverket a/s og dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri. (Frétta- tilkynning frá iðnaðarráðuneyti) Búnaðarbankinn: Hannes Pálsson og Svavar Markússon aðstoðarbankastjórar BANKARÁÐ Búnaðarbankans ákvað á fundi sínum I gær að ráða tvo nýja aðstoðarbanka- stjóra frá^l. september að telja. Urðu'þeir Hannes Páls- son, útibússtjóri Austúrbæjar- útibúsins á Hlemmi, og Svavar Markússon, forstöðumaður víxladeildar aðalbankans, fyr- ir valinu. Að sögn Stefáns Val- geirssonar, formanns banka- ráðsins, voru umsækjendur um þessar stöður alls 14 og þeir allir I hópi reyndustu og traustustu starfsmanna bank- ans. Kvað Stefán bankaráðinu því hafa verið vandi á höndum að velja á milli umsækjenda, enda var fjallað um ráðning- una á bankaráðsfundum tvo daga I röð. Góður afli hjá Runólfi í síðustu veiðiferðinni TOGARINN Runólfur sem Haf- rannsóknastofnunin hefur haft til umráða undanfarið við kol- munnaveiðar, er nú á leið til lands úr sfðustu veiðiferð skips- ins að sinni. Að sögn Jakobs Jakobssonar, fiskifræðings, gekk þessi slðasta ferð mjög vel sem hinar fyrri, og átti Runólfur að landa hluta aflans I Hornafirði en hinum hlutanum I Þorlákshöfn. Skipið fékk samtals 60 tonn I þessari ferð. Að sögn Jakobs hafa þessar til- raunaveiðar á kolmunna farið fram úr björtustu vonum manna. Tilgangur þessara veiða var tvenns konar — annars vegar að kanna hvort unnt væri að stunda SKÁKIR í annarri umferð Reykjavíkurskákmótsins voru tefldar I gær og urðu úrslit sem hér segir: Antonshin vann Hauk Ang- antýsson í 26 leikjum, Timm- an vann Keen I 35 leikjum, Najdorf vann Margeir Péturs- son I 27 leikjum, en jafntefli gerðu Guðmundur Sigurjóns- son og Westerinen, Friðrik og Vuchewich, Helgi Ólafsson og Gunnar Gunnarsson. Skák Tukmakov og Inga R. Jóhanns- sonar fór I bið og hefur Ingi þar betri stöðu, svo og skák Björns Þorsteinssonar og Mat- era en þar stendur Björn höll- um fæti. þessar veiðar hér yfir sumarið og hins vegar að afla hráefnis til ilraunavinnslu á kolmunnanum. Jakob sagði að ekki væri afráðið með frekari framvindu þessara veiða. Hins vegar hefðu tveir bát- ar farið á þessi mið aðallega ein- kum til að veiða kolmunna til bræðslu en það hefði ekki gefizt vel, þar eð skipin hefðu ekki haft nægan eða réttan útbúnað til veiðanna. Sýndi þetta hversu mikilvægt væri að skipin væru með rétt veiðarfæri. Oráðið hvenær Hæstiréttur tekur Alfsness- málið fyrir MORGUNBLAÐIÐ sneri sér til Magnúsar Torfasonar, forseta Hæstaréttar, og spurði hann hvenær mætti vænta þess að Hæstiréttur tæki fyrir áfrýjun lögmanns Sigurbjarnar Eiríksson- ar á uppboðsskilmálum fógeta- réttar vegna jarðar Sigurbjarnar, Álfsness á Kjalarnesi — hvort það yrði tekið fyrir eftir röð mála sem fyrir réttinum lægju eða hvort úrskurði yrði hugsanlega hraðað. Magnús svaraði því til, að yfirleitt væru mál tekin fyrir í þeirri röð sem þau bærust réttin- um en þó kæmi fyrir að einstök mál væru tekin fram fyrir mála- röðina ef þau þættu þess eðlis. Kæmu slík tilfelli til ákvörðunar réttarins. Hins vegar kvað Mag- nús ekkert hafa verið fjallað um það innan réttarins hvaða háttur yrði hafður á með þetta tiltekna mál. Réttarhlé er nú hjá Hæsta- rétti en hann tekur aftur til starfa um miðjan næsta mánuð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.