Morgunblaðið - 26.08.1976, Síða 12

Morgunblaðið - 26.08.1976, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. AGtJST 1976 Kirkjubœjarklaustur Fyrri hluti Ör uppbygging og fjörugtmanntíf ÞAÐ fer ekki hjá því, að ferðamenn sem leggja leið sFna um V-Skaftafellssýslu og staldra við á Kirkjubæjarklaustri, undri sig á þeirri öru uppbyggingu, sem þar hefur átt sér stað á örfáum árum. Kirkjubæjarklaustur eða bara Klaustur eins og Skaftfellingar segja. á sér langa og merkilega sögu að baki. í fornum ritum er sagt frá því að Klaustur hafi verið landnámsjörð Ketils fíflska, en staðarnöfn og gamlar rústir benda til að enn fyrr hafi staðurinn verið bústaður Papa. Ketill flflski var kristinn maður og talið er að kristni hafi haldizt á Klaustri allt fram að kristnitöku. Ævaforn sögn er til um það að heiðnir menn hafi ekki mátt byggja staðinn, enda fór svo þegar Hildir landnámsmaður, sem var heiðinn maður, vildi flytja bústað sinn að Klaustri að Katli látnum, að hann datt dauður niður við túngarðinn. Þar getur nú að IFta dys hans, sem nefnist Hildishaugur. Þegar talað er um Kirkjubæjarklaustur dettur sennilega flestum t hug nunnuklaustrið, sem þar var stofnað árið 1186. Klaustrið var talin hin merkasta stofnun, þótt misjafnar sögur færu af IFferni systranna. Ýmsar þjóðsögur eru tengdar Klaustri og þá sérstaklega frá tlð nunnuklaustursins. Vestan með fjallshlFðinni er klettastapinn Systrastapi, sem löngum hefur verið eitt af einkennum Klausturs. Uppi á honum er sagt að tvær systur hafi verið brenndar vegna óguðlegs Iffernis og fyrir að hafa brotið gegn reglum klaustursins. Uppi á fjallinu fyrir ofan bæinn er systravatn og úr þvf fellur Systrafoss. Þesi nöfn eru einnig tengd nunnunum f klaustrinu. Klaustur var lengi prests- setur og eitt mesta stórbýli í Skaftafellssýslu og á siðari árum hefur þar myndazt byggðakjarni, sem nú er I örum vexti. Þegar blm. Mbl. renndi í hlað á Klaustri i síðustu viku var dumbungur og dimmt í lofti. Þó fór hann ekki varhluta af tign staðar- ins. Bæjarstæðið er hið fegursta undir fjallshliðinni og fram af fjallsbrúninni fellur Systrafoss og er á að líta eins og slegið konuhár. í Klaustursbænum býr nú Valdimar Lárusson og hefur hann búið þar alla tið utan 10 ár, sem hann stundaði sjóinn. Valdimar er einn þeirra manna, sem bezt hafa getað fylgzt með staðnum og mannlífinu þar gegnum árin og bað blm. hann að segja frá þeirri breytingu sem orðið hefði á Klaustri i hans tíð. ..Framan af var Klaustur- bærinn eina húsið hér á staðnum og þá var hér stund- aður allur venjulegur búskapur. Á þessum árum var öllum vörum skipað upp við Skaftárós, en eftir að búið var að brúa mestu árnar var verzlunin flutt hingað. Upp úr því fór að myndast hér smá húsahverfi, læknirinn fluttist hingað, en hann bjó áður á Breiðabólsstað og svo kom presturinn frá Prest- bakka Þegar ég hætti á sjónum kom ég hingað aftur og tók þá við Pósti og sima, sem þá var verið að koma fyrir hér og þannig hefur með tímanum myndazt hér nokkurs konar þjónustumið- stöð fyrir sveitina. Það er þó ekki fyrr en á allra seinustu árum að uppbyggingin varð svona ör og nú er hér fjöldi íbúðarhúsa í smiðum og iðn- aður er að rísa hér upp Já, og maður gæti nú haldið að þessi uppbygging ætti eftir að halda áfram, því það er mikill hugur i fólkinu hér." Siggeir Björnsson er hreppstjóri Kirkjubæjar- hrepps. Siggeir býr á Holti á þessari mynd sést hluti af nýjum Ibúðarhúsum, sam spretta upp eins og gorkúlur. Á Kirkjubæjarklaustri. Siðu og þangað heim blm. hann og spurði f um helztu framkvæmd Klaustri og sveitunur kring. „Nú siðustu árin hefur verið mikill uppgangur á Klaustri," sagði Siggeir. „Þar eru nú 8 íbúðarhús i smíðum, heilsugæzlustöð og (búðir fyrir aldraða. Ég tel það rétta stefnu að stuðla að uppbyggingu á Klaustri enda brýnt fyrir sveitirnar hér i kring að þurfa ekki að leita ■ Y' 7t Unga fólkið á Klaustri var önnum kafiS við húsbyggingar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.