Morgunblaðið - 26.08.1976, Side 16

Morgunblaðið - 26.08.1976, Side 16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26 ÁGUST 1976 Sr. Pétur Sigurgeirsson: Ur Svíþjóðarför HÁSKÓLA- og KIRKJUBÆR Lundur í Svíþjóð vakti at- hygli mína einkum fyrir tvennt. Hann er háskólabær. Háskólinn var stofnaður 1666, og þar nema nú um 17000 stúd- entar. Svíar gera vel við náms- menn sína innlenda og erlenda. Þess njótum við íslendingar, því að margir námsmenn okkar stunda framhaldsnám í þessum háskóla. Sá stuðningur er okk- ur þeim mun mikilvægari þar sem námsfólk okkar á erlendri grund á annars í fá hús a venda. Að styðja vel við bakið á þeim, sem eru að afla sér æðri menntunar úti í hinum stóra heimi, er að leggja gull i lófa framtíðar íslands. Og Lundur er kirkjubær. Þegar á hinum elztu timum voru 27 kirkjur og 8 klaustur í Lundi. Einn er þó sá helgidóm- ur, sem mesta athygli vekur. Það er dómkirkjan í Lundi. Um svipað leyti og Ari prestur fróði sat við að skrifa íslendingabók hér uppi á Fróni, tóku þeir til við að steinsmíði dómkirkju suður þar. Verk beggja aðila, íslenzkar bókmenntir ristar á skinn og helgidómar miðaida meitlaðir i stein, eiga að heita má jafn langa sögu. Þess er vert að minnast, þegar við hörmum það, að ekki skyldi byggt úr varanlegu efni hér heima i þá daga þegar okkar elztu guðshús risu af grunni. LUNDAR-STRAKARNIR Lundur á lengri trúarsögu en þá, sem segir frá kristni. Nafn- ið Lundur er dregið af stað ein- um rétt við borgina, þar sem fram fóru blót við skurðgoða- myndir Óðins, Þórs og Freyju. Til þess helgistaðar sótti fólk víða að I heiðni vegna trúariðk- ana sinna. í dag á fjöldi manna erindi i Lund til þess að lita hinn fagra helgidóm kristninn- ar og eiga þar sínar hljóðu bænastundir. Skánn er víðáttumikið slétt- lendi, og löngu áður en komið er í borgina, gefur hún sig til kynna með tveimur hátt risandi turnum dómkirkjunnar, sem gnæfa yfir. Skánungar gáfu þeim nafnið „Lunna Páka“ (Lundar-strákarnir!) — og þetta eru turnarnir oft nefndir í daglegu tali. Kirkjan er í mið- borginni. Húsin í kring standa all nærri, og því leynist kirkjan gestum og gangandi. „Strákarn- ir“ fara I felur á bak við nálæg tré og kirkjan kemur ekki í ljós fyrr en gengið er all nærri henni. „KIRKJA VORSGUÐS ER GAMALT H(JS“ Yfir 800 ár hefur dómkirkjan staðið þarna á leið kynslóðanna gegnum aldirnar, að mestu .. HEYRÐI HANN HLJÓÐ- FÆRASLATT OG DANS.“ (L(JK, 15, 25) Dómkirkjan í Lundi á allt í serin: sagnhelgi, trúhelgi og listhelgi. Hún laðar að sér til- biðjendur og ferðalanga, og dyr hennar standa opnar allan dag- inn. Auk venjulegra helgi- stunda og messugjörða var I sumar sýndur helgileikur eftir Gunnar Edman, sem vakti nokkra athygli. Efni helgileiks- ins er dæmisaga Jesú um glat- aða soninn. í sambandi við leik- inn léku þrir unglingar samleik á fiðlu, flautu og gítar skammt fyrir innan aðalinngang kirkj- unnar. Þeir spiluðu aðallega þjóðlög. Helgileikurinn heítir á sænsku: „Som bláste en vind mig fri.“ Og hann var leikinn af Framhald á bls. 20 Flytjendur helgileiksins I skrúðgöngu fyrir utan kirkjuna. uppruna, og meðan hans naut við var grunnur kirkjunnar og elzti hluti hennar fullgerður. — Össur Sveinsson, fyrsti erki- biskupinn í Lundi (1104), vígði grafhvelfingu kirkjunnar 1123. Hún var helguð Jóhannesi skír- ara. Svo vill til, að honum er einnig helguð dómkirkjan á Hólum i Hjaltadal, sem Jón helgi Ögmundsson byggði eftir að hann kom heim frá vígslu sinni í Lundi eftir aldamótin 1100. E.t.v. hefur hann fengið hugmyndina þar, hverjum hann skyldi helga fyrstu dóm- kirkju Hólabiskupsdæmis. ÞJÓÐSAGAN UM FINN Til er þjóðsaga um byggingu kirkjunnar. Sækir sagan stoð sína í súlur tvær i grafhvelf- ingu. Á annarri súlunni er út- höggvin mynd af manni, sem heldur utan um súluna. Á hinni súlunni er á sama hátt mynd af konu, sem auk þess heldur á barni í fanginu. Ekki er með vissu vitað, af hverjum mynd- irnar eru, — eða hvað þessar frumlegu fígúrur eiga að tákna. Þjóðsagan er á þá leið, að heilagur Laurentius hafi fengið Finn jötunn til að byggja kirkj- una. Verkið átti Laurentius að greiða með sinum eigin augum, nema því aðeins að hann hefði uppi á nafni risans áður en verkinu væri lokið. — Rétt áð- ur en risinn lauk verkinu, heyrði Laurentius, hvar kona risans raulaði við barn sitt, að nú færi Finnur bráðum að koma heim til þeirra með augu hins heilaga. Fagnandi flýtti Laurentius sér til risans, þar sem hann var að ljúka kirkju- byggingunni, og ávarpaði hann með nafni. Gramur yfir þvf að hafa tapað skundaði risinn nið- ur í grafhvelfinguna, tók utan um eina súluna, reyndi að fella hana en það tókst ekki. Er kraftana þraut, varð risinn að steini — Sennilegri skýring á myndunum er sú, að þær eigi að tákna Simson, einn af dóm- urunum og Lazarus í faðmi Abrahams. SJAHIMINS OPNAST HLIÐ Tuttugu og tvö ár liðu frá því að grafhvelfingin var vígð, þar til hægt var að vígja sjálfa kirkjuna. Hún var vígð 1145 af Eskil erkibiskupi að viðstödd- um miklum fjölda fólks og mörgu stórmenni. Klukka ein mikil í norðvest- urhorni kirkjunnar dregur mjög að sér athygli ferðafólks. Hún er næsta fornfálegt spil- verk enda frá því um 1300. Það er ekki aðeins að klukka þessi telji tímann og segi fyrir um 2. grein stundir, daga, vikur, mánuði og ár, heldur reiknar hún gagn himintungla. Á klukkunni eru helgimyndir, sem hreyfast eftir vissum reglum. Efst uppi á klukkunni eru tveir riddarar með brugðnum sverðum. Þeir berja hvor á öðrum í takt við klukkusláttinn. I miðri klukk- unni situr María guðsmóðir með Jesúbarnið. Dyr eru hvor sínum megin við sæti hennar. Um þær ganga vitringarnir frá Austurlöndum ásamt þjónum og heilsa Maríubarninu með kurteisi. Þegar þessi viðhöfn á sér stað tvisvar á dag, safnast ferðafólk i kirkjunni saman fyrir framan klukkuna og horf- ir á. Meðan helgimyndirnar hreyfast inn og út um dyrnar heyrist einradda sálmalagið: Sjá himins opnast hlið. (In dulci jubilo). „Lundar- strákarnir” leyti eins og hún var í upphafi. Hún stendur á sama grunni og kirkja Knúts helga, sem var þar um 1100, en dómkirkjan nær yfir miklu stærra svæði. Hún er 280 fet á lengd og turnar henn- ar 180 feta háir. Hún er byggð úr fögrum sandsteini, er sóttur var til Höör á Skáni, sem liggur nokkuð fyrir norðan Lund. Kirkjan er krosskirkja í rómönskum stfl. Húsameistari kirkjunnar var listamaðurinn Donatus, sennilega ítalskur að Dómkirkjan I Lundi. Rætt við skiptinema og fjölskyldu þeirra „Áhugi minn á veröldinni hefur aukizt” • ÍSLENZKUM fjolskyldum hefur löngum tekizt að finna eitthvað til að gera sér sumartímann ánægjulegan, og jafnvel gagnlegan. Ein þessara fjölskyldna er fjölskylda Eirfks Jóns- sonar og Helgu Helgadóttur, en þau ákváðu að gera sitt sumar ánægju- legt með þvf að taka inn á heimili sitt skiptinema til tveggja mánaða dvalar. Dóttir þeirra, Martha, var á s I vetri skiptinemi f Belgíu á vegum AFS Inter- national Scholarships Þegar svo var farið að undirbúa komu skiptinema til íslands á vegum AFS, ákváðu Eiríkur og Helga að taka skiptinema Eftir að hafa fyllt út umsóknarblöð, sá AFS hér á íslandi um að senda þau til aðalskrif- stofu samtakanna, og þar var valinn skiptinemi, sem álitið var að myndi eiga vel við fjölskylduna hér á íslandi Fyrir valinu varð Brenda Reid, frá Colombus í Indianafylki í Bandaríkjun- um Brenda kom svo hingað til lands 25 júní, ásamt 7 öðrum skiptnemum Fyrstu tvo dagana dvöldust þau á Laugarvatni á kynningarnámskeiði, sem AFS hélt um ísland og Islenzku þjóðina, en sfðan dreifðust þau um landið og hver nemi fór á sitt heimili Blm Mbl heimsótti fjölskyldu Eirfks og Helgu að Sæviðarsundi 4, og spurðum við Brendu fyrst hvernig henni hafi litizt á að vera send til íslands ,.Eftir að ég sótti um að fá að vera skiptinema, var það ávallt haft f flimt- ingum heima hjá mér, að ég yrði send til íslands,” sagði Brenda ,,Það kom mér því skemmtilega á óvart þegar mér var tilkynnt að ég ætti að fara til íslands. Ég trúði því hreint alls ekki Mér fannst nafnið svo kuldalegt, að ég gat varla gert mér í hugarlund hvernig væri að vera hér Ég ákvað þó að hrinda frá mér öllum fordómum og hóf að lesa mér til um landið Ég komst þá fljótlega að ýmsu athyglisverðu um land og þjóð, sérstaklega vakti það athygli mína hvernig föðurnöfn eru á íslandi og svo hin gamla saga lands- ins, og hve vel tungumál íslendinga hefur varðveitzt. Það sem ég las var þó aðeins brot af þvf mörgu áhugaverða, sem ég hef kynnzt hér og ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa komið hingað Ég held að ég hafi verið mjög heppin með land ' Aðspurð sagði Brenda, að það hefði komið sér á óvart hve frjálsir fslenzkir unglingar væru og hve Iftið kynslóðabil virtist vera hér „Reykjavík svipar um margt til heimabæjar mfns,” sagði hún „Þó get ég ekki orða bundizt yfir hve fullkomið almenningsvagnakerfi þið hafið hér Þið farið líka miklu meira í bíó en við Hið eina, sem ég sakna, eru fþróttavið- burðir, en þó var mjög gaman að sjá sovézka fimleikaflokkinn fyrir skemmstu.” Brenda sagðist álíta íslendinga vel upplýsta um heiminn og það væri aðdáunarvert hve margir töluðu ensku Þó fannst henni sem nokkuð gætti fordóma gagnvart Bandaríkjunum Hún sagðist hafa reynt að leiðrétta þá, en á þessu hafi hún einnig lært nokkuð um eigið land. „Fyrir utan það allra bezta, sem er að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.