Morgunblaðið - 26.08.1976, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 26.08.1976, Qupperneq 19
Lána- málin hindra og við- gerðir fiski- skipa innan- lands Það eru ekki aðeins fiskiskip sem þarfnast viðgerða. Hér er varðskipið Óðinn f slipp f Reykjavík, en nýlega var fram- kvæmd umfangsmikil viðgerð og breyting á skipinu f Dan- mörku. Höfðu betri iánakjör erfendis áhrif á þá ákvörðun? (ljósmynd Mats Wibe Lund). lánamálin hindra nýsmfði og viðgerðir fiskiskipa innan- lands... Mikið hefur verið fjallað nú síðasta árið um skuttogara- kaupin, sem gengið hafa yfir landið eins og flóðbylgja. Hafa margir orðið til að gagnrýna togarakaupin sem slík á þeirri forsendu, að fiskiskipaflotinn sé nú orðinn alltof stór, þó að enginn hafi enn, svo mér sé kunnugt, treyst sér til að gefa upp æskilegustu stærð flotans. Þrátt fyrir minnkandi þorsk- afla miðað við sókn og alvarleg- ar staðreyndir „svörtu" skýrsl- urinar má ekki dæma alla end- urnýjun fiskiskipaflotans sem eitthvert feigðarflan. Það er fullkomlega eðlilegur hlutur, að endurnýjun fiskiskipaflot- ans beinist að þeirri gerð skipa, sem náð geta miklum afla með tiltölulega lítilli áhöfn og býður auk þess upp á betri vinnuað- stöðu fyrir áhöfnina en áður hefur þekkzt. Annað mál er svo það, hvort skynsamlega hafi verið staðið að kaupum þessara skipa. Vil ég hér fjalla nokkuð um afleiðingar þessara miklu skipakaupa. I fyrsta lagi má nefna, að skipin voru keypt í tugatali af ýmsum gerðum og stærðum, án þess að reynsla væri fengin af þvi hvaða skip hentuðu bezt við islenzkar aðstæður. Nú hefur reynslan t.d. leitt i ljós, það sem forsvarsmenn innlends skipa- MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. ÁGUST 1976 19 Sveinn S. Hannesson viðskiptafræðingur: smiðaiðnaðar töldu sig sjá fyrir, þ.e. að litlir skuttogarar (undir 500 br. lestir) væru hagkvæm- ari við Islenzkar aðstæður en stórir skuttogarar (um og yfir 700 br. lestir). Annað atriði leiðir í raun beint af hinu fyrra, en það er geysileg skuldasöfnun erlendis með tilheyrandi þunga í greiðslubyrði vegna innflutn- ings svo margra skipa á fáum árum. Frá 1972 hafa erlend lán vegna kaupa á skuttogurum numið 80% af kaupverði skip- anna og verið til 8 ára, en þar af eru 13% með ríkisábyrgð og á sá hluti lánsins að greiðast upp um leið og erlendu lánin falla í gjalddaga. Þau 67%, sem eftir eru, eru lánuð úr Fiskveiða- sjóði tslands á þann hátt, að erlendu lánin greiðast upp á 8 árum, eins og áður sagði, en endurgreiðast af kaupendum skipanna á 18 árum. Af þessu má Ijóst vera, að fjármagn það, sem Fiskveiða- sjóður íslands hefur til ráðstöf- unar, er ekki aðeins bundið mörg ár fram í tímann, heldur fer þessi byrði vaxandi næstu árin, á meðan verið er að greiða niður erlendu lánin. Þriðja atriðið, sem ég vil telja alvarlegustu afleiðingu þessara miklu skipakaupa, eru áhrif á innlenda skipasmiði. Hætt er við, að innlend skipa- smíði dragist verulega saman eða leggist alveg niður, eins og gerðist í kjölfar skipakaupanna miklu I tið nýsköpunarstjórnar- innar eftir síðari heimstyrjöld- ina. Með þvi er ekki átt við, að um verkefnaskort verði að ræða, þar sem áætlað hefur ver- ið að afkastageta innlendra skipasmíðastöðva sé ekki svo mikil að nægi til að endurnýja nema hluta þeirra skipa, sem á næstu árum falla úr vegna ald- urs og tjóna auk þess, sem tii fellur af endurnýjun vegna úr- eldingar eða óhagkvæms rekst- urs og breyttra veiðiaðferða. Á hinn bóginn er þegar farið að gæta hjá innlendum skipa- smíðastöðvum áhrifa þeirra miklu greiðsluskuldbindinga, sem lagðar hafa verið á Fisk- veiðasjóð og hér að framan hef- ur verið getið. Fiskveiðasjóður á nefnilega einnig að lána til kaupa á fiskiskipum, sem smið- uð eru innanlands, og tii meiri- háttar breytinga og viðgerða á fiskiskipum, auk lána til fisk- vinnslustöðva. Lánum Fiskveiðasjóðs vegna nýsmiði fiskiskipa innanlands er í felstum tilfellum þannig háttað, að lán eru veitt í áföng- um eftir því sem smiði skip- anna miðar áfram. Lánin hafa numið 71% af kostnaðarverði framkvæmda, en endanleg lán til kaupenda skipa nema 75% af matsverði. Auk þessa lánar Byggðasjóður 10% af verði skipa, sem smíðuð eru innan- lands. Fjárskortur Fiskveiðasjóðs, og reyndar Byggðasjóðs líka, hefur nú þegar valdið því, að greiðslur til innlendra skipa- smíðastöðva hafa ýmist verið skornar niður eða þær dregist á langinn og þannig raskað eðli- legum framkvæmdahraða inn- lendu stöðvanna, sem aftur veldur auknum kostnaði við smíðina. Á sama tima hefur hins vegar verið staðið við gerða samninga við erlendar skipssmiðastöðvar og greiðslur til þeirra gengið með eðlilegum hætti. Margt bendir til þess, að nú rísi í kjölfar „skuttogaraöld- unnar“ önnur alda breytinga og endurbóta á öðrum fiskiskip- um. Hér er um að ræða annars vegar lengingar á skipum og hins vegar breytingar á yfirygg- ingu þeirra. Auk þess er auðvit- að mikil og vaxandi þörf fyrir venjulegt viðhald fiskiskipa með stækkandi skipastóli. Ekki skal hér lagt mat é nauðsun umræddra breytinga, en þær eru að mörgu leyti af sömu ástæðum og breytingin frá síðu- togurum í skuttogara, þ.e. vegna breytingar á notkun skipanna og kröfu um bætta vinnuaðstöðu áhafnar. Það er hins vegar ljóst, að verulegar breytingar á skipum, eins og lenging þeirra og nýjar yfir- byggingar, eru tiltölulega mjög dýrar og vandséð hvernig Fisk- veiðasjóður á að geta staðið undir slíku, á sama tíma og nýsmiði skipa tefst vegna fjár- skorts. Nú eru reglur Fiskveiðasjóðs þannig, að sjóðurinn á að lána 67% af kostnaðarverði breyt- inga af þessu tagi, þ.e.a.s. af viðbótarstofnkostnaði, þó að þvi tilskildu, að vátryggingar- verðmæti skipanna hækki sam- svarandi kostnaðinum. Til minniháttar viðgerða er lánað 50% af kostnaði með sömu skil- yrðum, en til venjulegs við- halds fiskiskipa er ekki lánað. Lánin eru til 5 ára og óháð því, hvort verkið er unnið innan- lands eða utan, að öðru en þvi, að sé verkið unnið erlendis, verða eigendur skipanna að út- vega erlend lán. Við fyrstu sýn kann að koma spánskt fyrir sjónir, að Fisk- veiðasjóður setur það skilyrði fyrir lánveitingum, að eigendur skipá útvegi erlend lán, en við nánari athugun kemur I ljós, að þetta er gert til að létta greiðslubyrði sjóðsins. Lán þessi eru annaðhvort tekin af viðskiptabanka hér heima (gjaldeyrisbanka) og endurlánuð eigendum skip- anna eða eigendurnir taka lán- ið sjálfir, en bankinn veitir ábyrgð á greiðslu þeirra. Lán Fiskveiðasjóðs vegna breytinga eða viðgerða erlendis eru síðan greidd út á 5 árum, jafnóðum og erlenda lánið fellur i gjald- daga, en eigendi skipsins greið- ir lánið hins vegar upp (til Fiskveiðasjóðs) á 7 árum, þann- ig að greiðslubyrði sjóðsins af þessum sökum er óveruleg — ef viðgerðin er framkvæmd er- lendis. Segja má að afgreiðsla leyfa til að framkvæma viðgerðir á skipum erlendis sé nú næsta sjálfvirk, enda geta erlendar skipasmiðastöðvar viðast hvar boðið upp á þau lán, sem krafizt er og oftast nema frá 60—80% af heildarkostnaðinum, án til- lits til þess hvort um er að ræða venjulegt viðhald eða viðbótar- stofnkostnað. Þá virðist ekki standa á bönkum að veita nauð- synlegar bankaábyrgðir til tryggingar á greiðslu erlendra lána, þó að slfkar ábyrgðir séu ófáanlegar ef viðgerðir eru framkvæmdar og fjármagnaðar innanlands. Ekki er undirrituð- um heldur kunnugt um að Langlánanefnd hafi synjað leyfis til lántöku erlendis vegna viðgerða eða breytinga á fiski- skipum, þó svo kunni að vera I einhverjum tilfellum. Forsvarsmenn innlendra skipssmíðastöðva telja hér um hættulega þróun að ræða, þar sem þeir vita sig í flestum til- fellum geta framkvæmt þær viðgerðir og breytingar, sem hér um ræðir, á sambærilegu verði og erlendar stöðvar, en vegna þeirra hagstæðu lána, sem eriendu stöðvarnar geta boðið með milligöngu lána- stofnana, er innlendu skips- smíðastöðvunum jafnvel ekki gefinn kostur á að bjóða í verk- in. Nú þegar er vitað um nokkuð mörg skip, sem fyrirhugað er að gera á meiriháttar breyting- ar og viðgerðir, þó mislangt séu á veg komnar. Ef framkvæma ætti þær hér innanlands myndi að sjálfsögðu verða að útvega meira fé til Fiskveiðasjóðs eða annarra lánastofnana. Það verður svo stjórnvalda að vega og meta, hvort ekki sé hagkvæmara fyrir þjóðarbúið að láta frekar framkvæma breytingar og viðgerðir á fiski- skipum hér heima ef það er hægt með sambærilegum kostn- aði. Ef erlend lán eru hvort sem er tekin til að fjármagna skipa- viðgerðir erlendis, virðist fátt mæla gegn því, að sambærileg lán séu tekin og endurlánuð til viðgerða hér innanlands, þar sem innlendar skipssmiðastöðv- ar eru nú starfræktar með skertum afköstum vegna fjár- skorts. Reykjavik 16. ágúst, 1976 Sveinn S. Hannesson viðskiptafræðingur. Það eru ekki aðeins fiskiskip sem þarfnast viðgerða. Hér er varðskipið Óðinn f sfipp f Reykjavfk, en nýlega var framkvæmd umfangsmikil viðgerð og breyting á skipinu í Danmörku. Höfðu betri lánakjör erlendis áhrif á þá ákvörðun? (ljósmynd Mats Wibe Lund).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.