Morgunblaðið - 01.09.1976, Page 29

Morgunblaðið - 01.09.1976, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1976 29 VELVAhCAÍMDI Velvakandi svarar í stma 10-100 'ikl, 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu-í dags. 0 Eru tengsl milli veðurs og skapgerðar? Þ.K. skrifar eftirfarandi hug- leiðingu: „Skyldi óblíð veðrátta eiga ein- hvern þátt í því að hugir manna mengist, ef svo má að orði komast. Það er sem sumt fólk þoli ekki langvarandi dimmviðri og gripi þá til einhverra óyndisúrræða. Þetta ár virðist ætla að verða met- ár i afbrotum. Svo er það sumt annað fólk, sem áhrifin af veðr- inu ná ekki eins hættulega til. Þó mun það hafa þau áhrif, að þeita fólk er mjög skapbrátt og hneykslunargjarnt og hefur þörf fyrir að ausa úr skálum reiði sinn- ar, til dæmis hneykslunin yfir kaffiauglýsingu í sjónvarpinu hér um daginn. Litlir telpukrakkar i síðum kjolum i „þykjústuleik" eins og þau kalla það, látast vera að drekka þetta auglýsta kaffi. Þetta mundi maður nú halda að væri meinlaust grín. Leikir af þessu tagi hafa lengi verið iðkaðir hér á landi og mér vitanlega ekki hlotizt skaði af. Það skal tekið fram, að sá sem þetta skrifar hef- ur engra hagsmuna að gæta i þessu sambandi, nema það að hann hefur gaman af að sjá börn að leik, sem hann tók sjálfur þátt í i æsku. Fróðlegt væri að vita hvernig ýmsir þjóðflokkar bregðast við veðrinu. Sagt hefur verið um Indiána, að í vondu veðri væru þeir kátir af þvi að á eftir mundu þeir örugglega fá gott veður, aft- ur á móti mjög óhressir í góðu veðri. Við skulum vona að okkar veður og skap fari nú að lagast. Þ.K.“ Ekki skal sagt hér hvort það var nein sérstök skapæsing sem varð tilefni til skrifa út af kaffiauglýs- ingunni eða erfitt veðurfar, sem olli því, en víst er, að hún hefur valdið nokkrum deilum og um- ræðum, og fólk hefur fullt leyfi til að finnast auglýsing góð eða vond fyrir börn sín. Um sambandið milli veðurs og skaps er ekki gott að segja, það er kannski mjög líklegt að mönnum verði þyngra í skapi í langvarandi dimmviðri, fólki leiðist kannski að fara á fæt- ur á morgnana vitandi það, að móttökurnar utan dyra eru aðeins vindur og regndropar. En það gleymist allt saman þegar sólin loks lætur sjá sig og miðbærinn i Reykjavík hreinlega fylltist af fólki á mánudaginn var þegar sól skein mikinn hluta dagsins. Það er ótrúlegt, að allur þessi mann- fjöldi hafi bara verið að safnast á útsölurnar, margir voru að njóta sólarinnar. En við skulum aftur snúa okkur að umræðuefni dags- ins, það var um sjónvarpið. 0 Annað sjónvarp Kona nokkur hringdi og sagði hún m.a.: „Það myndi gleðja mig mikið ef Keflavíkursjónvarpiið kæmist i gang að nýju. Allir tala um það, hvar sem maður heyrir, að það sé alveg nauðsynlegt að svo verði. Fólk er fegið þvi, að nú skuli hafa verið hreyft við þessu máli, og þökk sé fyrir það. Ég vildi stinga upp á þvi, að einhver þingmaður tæki að sér að fjalla um, hvort ekki mætti opna Keflavíkurstöð- ina aftur. Stefania Pálsdóttir." Það eru margir og fjölbreytileg- ir málaflokkarnir sem hægt er að taka til umræðu varðandi sjón- varp, bæði íslenzkt og erlent. „Er nú ekki auðveldara að verjast ein- um vágesti en tveim af sama toga“ hefur einn af andstæðing- um sjónvarps sagt, og aðrir vilja fá tvær dagskrár úr að velja þ.e. innlenda og erlenda og enn aðrir vilja tvær íslenzkar dagskrár. Sennilega er þó langt í land með að svo verði. Þá er hér næst bréf um útvarpið og það á vel við inn í þessa umræðu um fjölmiðia hér. # Draumatónlist Þorsteinn Jónsson skrifar nokkrar linur og sendir visur með. Þar sem Velvakandi er eng- inn visnaþáttur verður hann að biðja bréfritara sína að koma hugsunum sínum frekar á fram- færi í óbundnu máli. En hér kem- ur bréf Þorsteins og birtist úr þvi ein visa úr ljóði sem hann gerði: „Velvakandi góður. Ég vil biðja þig að koma á fram- færi þakklæti til Guðmundar Jónssonar fyrir þáttinn hans „Drauma". Eins og jafnan er það sem hann tekur sér fyrir hendur með slikum sóma, að unun er á að hlýða. Alveg sérstaklega eru svona þættir sem þessi hjá Guð- mundi Jónssyni ánægjulegir á kvöldin. Þessi þáttur hlýtur að hafa orðið fleirum en mér til gleði. Það rifjaðist meðal annars upp yfir mér draumur, sem mig dreymdi um foss. Ég reyndi að gera ljóð um fossinn eins og mér fannst hann vera i draumnum, en mig dreymir æði oft. Þið hefðuð átt að lita hann lika ljóshvíta fegurð hans. Sjá hann bifast í blíðunni, og brosa til þessa lands. í iðunni enginn straumur, en eins og brúðardans. Virðingarfyllst, Þorsteinn Jónsson, Barmahlið 11.“ Mitt verk er ekki að athuga hvað hver er. Hver og einn er sá sem hann segist vera. En ég er byrjuð að velta fyrir mér hvort ekki vak- ir eitthvað annað og mikilvægara fyrir yður en þér hafið fram að þessu viljað vera láta. — Ef svo væri vænti ég þess að þér skiljið að ég ætti ekki auðvelt með að skýra yður frá þvf. — Þér viljið sem sagt að ég treysti yður, hvað svo sem þér eruð að fást við? — Eg býst við það mætti orða það svo, já. — Þér haldið að eittvað sé bog- ið við þetta, er það ekki? — Ég veit það ekki. — Ef þér haldið það, hvers vegna snúið þér yður þá ekki tii lögreglunnar? — Hvaða ástæðu ætti ég að gefa? Mannrán, kannski. En hon- um hefur ekkí verið rænt. Takið hvaða blað sem þér viljið og alls staðar sjáið þér hann sitja á heim- ili sfnu, hressan og brosandi um- kringdan flokki blaðamanna. Ég veit það. Ég var i þeirra hópi. — Var Helen þar lfka. — Já, ég talaði augnablik við hana. Hún virkaði mjög tauga- óstyrk og ófús að segja neitt... HÖGNI HREKKVÍSI en það var hinn 25. nóvember 1966, sem við gáfum út fyrstu bókina, LANDIÐ ÞITT, eftir Þorstein Jósepsson. Við minnumst afmœlisins með þeim hœtti að gefa almenningi kost á að eignast „feg- ursta og dvrasta prentgrip á íslandi“ eftir Benedikt Gröndal með sérstaklega liagstœðum kjörum. Bók þessa gáfum við út til þess að minnast 150 ára afmœlis Gröndals sem verður hinn 6. október n.k. Bókin er með eftirmála á íslensku og ensku um Gröndal sem náttúrufrœðing, eftir Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Greiðslukjör: Bókin kostar 60 þúsund krónur, en hin hagstœðu greiðslukjör eru þannig að kaupandinn þarf aðeins að greiða 20 þúsund krónur við móttöku og síðan 10 þúsund annan hvern mánuð eða 5 þúsund mánaðarlega. Tilboð þetta stendur til afmœlisdagsins 25. nóvember n.k., nema að bœkurnar seljist fyrr upp. Bókin fœst aðeins i forlagi okkar Vestur- götu 42, sími 25 722 og í póstkröfu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.