Morgunblaðið - 04.09.1976, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1976
25
fclk f
fréttum
Leirmyndir
og lœrdómur
+ HANN Carl Sferrazza er 17
ára gamall og leggur stund á
sögu, einkum sögu sfns heima-
lands, Bandarfkjanna. Þó að
Bandarfkin séu vart af barns-
aldri sem sjálfstæð þjóð hafa
þó 37 menn gegnt forsetaemb-
ætti þar f landi og það vildi
stundum vefjast fyrir Carli að
henda reiður á þeim og muna
hvað hver hefði gert eða sagt.
Carl sá að við svo búið mátti
ekki standa og tók sig þvf til og
mótaði f leir alla forsetana, og
ekki aðeins þá heldur konur
þeirra Ifka.
Nú sækist Carli námið miklu
betur. Þegar hann les um ein-
hvern tiltekinn forseta stillir
hann forsetahjónunum upp
fyrir framan sig og gýtur til
þeirra hornauga öðru hverju og
nú er svo komið að hann veit
ekki aðeins hvað drifið hefur á
daga hvers og eins heldur
standa forsetarnir honum Ijós-
lifandi fyrir hugskotsjónum.
Þetta framtak Carls hefur
vakið mikla athygli vestra og
gætum við ef til vill einnig tek-
ið það okkur til fyrirmyndar
við sögukennslu, einkum
kennslu Islandssögu.
Sophia brýt-
ur odd af
oflœti sínu
+ FVRIR 34 árum hét Sophia Loren'
sjálfri sér þvf að Ifta föður sinn aldrei
oftar augum en fyrir nokkrum dögum
ákvað hún að brjóta odd af oflæti sfnu og
vitja hans deyjandi á sjúkrahúsi f Róm.
Astæðan fyrir þessari heitstrengingu
Sophiu er sú að faðir hennar yfirgaf þær
systur, Mariu og Sophiu, og móður
þeirra og tók saman við aðra konu, og
átti með henni tvo syni. Seinna, þegar
Sophia var orðin fræg og fjáð leitaði
faðir hennar til hennar og bað um hjálp
f fjárhagserfiðleikum sem hann átti við
að strfða en Sophia sagði þvert nei.
Það var seinni kona föður þeirra sem
fékk talið Sophiu og systur hennar á að
koma til sjúkrahússins og sagði hún að
hann óskaði þess eins að biðja þær fyrir-
gefningar á því mótlæti sem þær hefðu
orðið að þola af hans völdum.
+ ÞÓ AÐ frægðarsól enska
popparans Cliff Richards sé að
ganga til viðar á Vesturlöndum
er hún enn f hádegisstað fyrir
austan járntjald. A hljómleik-
um sem Cliff hélt I Leningrad
fyrir skömmu var hrifning
áhorfenda svo mikil að þeir
reyndu að ryðjast upp á sviðið
til hans. Rússnesk yfirvöld
báðu Richard margfaldlega af-
sökunar og lofuðu þvf að hans
skyldi betur gætt framvegis.
+ EKKI fer allt sem ætlað er og
hann mátti reyna það leikarinn
George C. Scott sem brá sér til
Englands á dögunum til að
leika golf með þeim frægu
mönnum Bing Crosby og Sean
Connery. George fékk sér full-
mikið f staupinu og lagði hótel-
herbergið f rúst, neitaði að
borga reikninginn og hélt heim
á leið f miklu fússi.
+ SYLVIA Kristel, sem kunn-
ari er sem Emmanuelle, segir f
viðtali við franskt blað, að
klámbylgjan muni fjara út á
næsta ári. Kristél hefur þó sam-
ið um að leika I tveimur mvnd-
um til viðbótar.
Ljósmæðrafélag
Reykjavíkur
hefur happdrætti, fatamarkað og kökubasar í
félagsheimilinu í Hveragerði næsta hús við
Eden, sunnudaginn 5. september kl. 1 eftir
hádegi.
Stjórnin.
Vélaverkstæði
til sölu
vegna sérstakra ástæðna er smávélaverkstæði
til sölu eða leigu. Verkstæðið er á góðum stað í
Reykjavík og með góð þjónustusambönd. Þeir,
sem hafa áhuga, leggi inn á blaðið nafn, og
heimilisfang fyrir 10. sept. merkt: „trúnaðar-
mál 6200".
Messa í
Dómkirkjunni
Séra Hannes Guðmundsson, sem sækir um
annað embætti í Dómkirkjuprestakalls, messar í
Dómkirkjunni sunnudag 5. sept. kl. 1 1 árdegis.
Guðsþjónustunni verður útvarpað á mið-
bylgjum 1412 kiloherts eða 212 metrum.
Sóknarnefnd Dómkirkjunnar.
þusundir metra
hlægilegt veró ,
Í þ°RUkssom
Skúlagötu 30_ 5- .
* MOROMAMM H.E,