Morgunblaðið - 04.09.1976, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1976
Ævintýrið um
móða Manga
eför BEAU BLACKHAM
— Hvers vegna ætli hringekjan sé ekki
í gangi, hugsaði Móði Mangi. Ekki getur
það verið vegna hestanna tveggja, sem
Finnigan gleymdi — ekki getur það hafa
stöðvaö hringekjuna. Hvað ætli sé ann-
ars að. . .?
t sama andartaki kom lestarvörðurinn
með Finnigan.
— Þakka yður fyrir, herra vörður,
sagði Finnigan, fyrir að færa mér hest-
ana. Þetta var ákaflega vel gert af yður,
verð ég að segja, og ég er yður mjög
þakklátur. En ég er hræddur um, að
þetta hafi lítið að segja. Hringekjan get-
ur ekki gengið, sjáið þér til, vegna þess
að vélin í henni er i ólagi.
Finnigan tók úr vasa sínum stóran
rauðan vasaklút með hvítum deplum og
þerraði svitann af enninu.
— Vitið þér, sagði hann, að þetta er í
fyrsta skipti, sem hringekjan hefir ekki
verið í gangi á skemmtistaðnum mínum?
í fimmtíu ár hefir ekkert á við þetta hent
mig! Þetta er voðalegt! Þetta er eiginlega
engin skemmtun, þar sem hringekjan er
biluð! —Þér hafið rétt fyrir yður,
Finnigan, sagði vörðurinn.
Meðan á þessu stóð, var Mangi að
reyna að finna eitthvert ráð til að hjálpa
Finnigan. Allt í einu datt honum snjall-
ræði í hug.
— Afsakið þér, herra Finnigan, sagði
hann, en get ég ekki komið hringekjunni
til að ganga?
— Ha? Látið hringekjuna ganga? sagði
Finnigan undrandi. Nú er mér nóg boðið!
Hvernig ættir þú svo sem að gera það?
— Nú, nú, sagði Mangi, hver veit nema
það sé hægt? Mér datt í hug, að ef ég
væri fluttur að hringekjunni og látinn
upp á eitthvað, svo að hjólin á mér snertu
ekki jörðina, þá gæti ég ef til vill komið í
staðinn fyrir mótor! Eða er það ekki rétt
hjá mér? Og Mangi leit á Finnigan og
velti því fyrir sér, hvort hugmynd hans
mundi verða tekin alvarlega, eða aðeins
vekja hlátur. En hann hefði ekki þurft að
hafa áhyggjur af þessu.
— Mér finnst þetta allra skynsamleg-
asta hugmynd, sagði Finnigan og baðaði
út höndunum. Við skulum reyna þetta!
M0RÖÚN-í^y_
kaff/nu m r®
Þú ættir eiginlega að vera
upp með þér Dúdda mín.því
venjulega koma bangsarnir til
þess eins að ná sér I eitthvað
að éta — á staðnum.
Voruð þið löggur ekki að fá
hækkuð launin ykkar?.
Það væru nú bót f máli ef þú
gætir Iagað stærðarhlutföllin
— að hún yrði mjórri en
hærri.
Þetta er dálftið skrftið. — Ég
sakna nefnilega líka pabba og
mömmu.
Á stríðsárunum stóð Hitler á
strönd Frakklands og horfði
löngunaraugum yfir sundið til
Englands. Loks sá hann að
vandamálið myndi verða sér
ofviða og kallaði þvf fyrir sig
elzta lögvitring meginlandsins
og hugðist leita til hans góðra
ráða. Hitler skýrði honum frá
vandamálinu og lögvitringur-
inn sagði:
— Þetta er nú ekki svo erf-
itt. Sömu erfiðleikar urðu á
vegi Móses fyrir 3000 árum.
— Hvað gerði Móses? spurði
foringinn.
— Hann leysti vandamál
þetta mjög auðveldlega, þegar
hann kom að Rauða hafinu.
Allt og sumt sem hann gerði
var að taka upp staf nokkurn
og snerta með honum vatnið
og þá var alft klappað og klárt.
— Nú, það er einmitt það,
sem ég vil gera, hrópaði
Hitler. Hvar er þessi stafur?
— A British Museum, var
svarið.
BÍIl, sem f voru tveir hátt-
settir þýzkir foringjar, stanz-
aði eitt sinn á strfðsárunum
hjá ungri norskri stúlku og
spurðu foringjarnir stúfkuna
hvaða vegur lægi til Fornebu.
— Má ég svara á ensku?
spurði hún.
Þjóðverjunum líkaði það
augsýnilega miður vel en sam-
þykktu þó.
— Eg veit það ekki, svaraði
stúlkan blfðlega á ensku.
X
Lftilf drengur f amerfskum ,
sunnudagaskóla var eitt sinn
spurður:
— Hvar var fyrsti maður-
inn?
— Georg Washington, svar-
aði snáði.
— Nei, það er ekki rétt,
sagði kennarinn, það var
Adam.
— Nú, ég vissi ekki að þú
værir að spyrja um útlend-
inga.
Fangelsi
óttans
Framhaldssaga eftir
Rosemary Gatenby
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
13
Góði Samverjinn tók tösku
Jacks og Olivettiritvélina.
— Þetta er sniðug vél, sagði
hann — og lauflétt. Þvf næst
rannsakaði hann hanzkahólfið.
— Og nú held ég að þetta sé
komið... Já, vel á minnzt, eruð
þér með peningabelti...?
Jack sýndi honum að syo var
ekki.
— Agætt.
Ökunni maðurinn leit hugsandi
á hann.
— Góða ferð.
Þegar Jack kreppti hnefana af
illsku bætti hann við.
— Þér eruð með nafnskfrteinið
yðar og ávfsanaheftió. Þér bjargfð
yður.
— Þakka hjartanfega.
Hinn stakk þá hendinni f vas-
ann eftir að hafa sem snöggvast
lagt töskuna og ritvélina á göt-
una.
— Hér er dálftið skotsiffur
sagði hann og kastaði einhverju
niður fyrir sig.
Hann tók aftur upp feng sinn
og gekk aftur á bak f áttina að
sfnum bfl og miðaði stöðugt á
Jack. Svo kastaði hann þvf sem
hann hafði hirt af Jack fnn f bfl
sinn, setti hann f gang og tók
stðra sveigju og brunaði á ofsa-
hraða aftur f áttina til Western
Spring. Hann hafði gætt þess að
kveikja ekki ijósin á bfln'um fyrr
en hann var kominn svo langt f
burtu, að Jack hafði enga mögu-
leika á að sjá númerið á bflnum.
Hann dvaldi af nóttina á móteli
f útjaðri Abilene.
Nú sat hann f skrifstofu sem
lyktaði fangar fejðir af nýrri
málningu og talaði við Carl Haver
lögreglumann f Abilene. Hann
nefndi ekki einu orði fund sinn
og þjóðvegarþjófsins kvöldið áð-
ur. Enda þótt hann gerði sér
grein fyrir að atburðurinn átti að
bera keim af venjufegri árás var
hann sannfærður um að maður-
inn var að leita eftir þvf hvort
Everest hefði laumað einhverju
að honum. Eða kannski uppkasti
að greininni, sem gæti sýnt hvort
fyrirætlun hans væri ekta eða
yfirskin eitt.
Jack var sannfærður um að það
væri ekki viturlegt að senda fög-
regluna til að snuðra f Western
Spring. Hann vissi nú hvar hann
hafði áður séð náungann frá
kvöldinu áður. Það var f forsaln-
um f gistihúsinu f Western
Spring.
— Hann Walter Carrington.
Hann ók alltaf óskaplega greitt og
gætti sfn ekkí, sagði lögreglufor-
inginn. — Hann var afræmdur
fyrir það f öllu rfkinu. En öllum
þótti vænt um hann. Og hann
skipti sér af öllu mögulegu.
Ekkert virtist vera honum óvið-
komandi. Hann var að braska með
olfu, kvikfjárrækt, baðmull. Gott
ef hann fékkst ekki vð stjórn-
málavafstur eitthvað Ifka. Og svo
var hann mikifl aðdáandi ’.-.venna.
— En hann keyrði sem sagt
alltof glannalega, hélt fögreglu-
foringinn áfram og hrukkaði enn-
ið. — Og f þessu tilfelli einnig. Og
hemfarnir biluðu skyndilega þeg-
ar hann var að fara f krappa
beygju. Hann lézt samstundis.
Konan sem var með honum f bfln-
um slasaðist alvarlega.
— Systir James Everest?
— Já, en hún heitir nú eitthvað
annað. White, held ég, Helen
White. Hún lá mjög lengi á
sjúkrahúsi, en mun hafa náð sér.
— Það er væntanlega ekkert
sem bendir til að þetta hafi ekki
verið slys...? Eg meina hvort það
gæti verið að einhver hefði fitlað
við hemlana?
Haver hrukkaði ennið.
— Hafið þér einhverja ástæðu
til að spyrja slfks.
— Nei, ég vil bara reyna að Ifta
á mál frá öllum hliðum.
— Þá get ég fultvissað yður um
að hefði eitthvað verið athugavert
við þetta hefðum við uppgötvað
það á stundínni, sagði lögreglu-
maðurinn og var sárlega móðgað-
ur.
Jack bandaði frá sér með hend-
inní.
— Já, vitanlega. Ég er viss um
að þið hefðuð fundið einhver
merki þess ef þið hefðuð gáð. Ég
vildi bara spyrja um hvort þið
hefðuð talið ástæðu til að gá að
einhverju slfku.
Lögreglumaðurinn ýtti skýrsl-
unni til hans.
— Mitt fólk kannaði þetta allt.
Þér getið lesið þetta sjálfur.
Jack las skýrsluna yfir og sá
ekkert bitastætt f henni. Hann
kinkaði kolli og leit upp.
— Ég ætla mér ekki að fara að
flækja neitt, sagði hann. — Ég
vildi bara sannfæra mig um að
slysið hefði verið slys...
— Ég veit hver orsökin var og
ég er búinn að segja yður það.
Hann var svo mikill glanni. hann
Walter. Þetta ér stöðugt að endur-
taka sig, enda þótt menn hljóti að
gera sér grein fyrir þvf hvaða
hættu þeir feggja sjálfa sig og
aðra f með svona ökulagi.
Hann hafði skrifað niður nafn-
ið á verkstæðinu sem hafði tekið
víð bffhræinu og leitaði það nú
uppi til vonar og vara.
— Bfllinn var fljótlega settur f
brotajárn, sagði bifvélavirkinn —*
það var ekki f honum heil brú.
Sfðan kom röðin að sjúkrahús-
inu, þar sem Helene hafði fyrir
rösku ári verið f margar vikur.
Hann talaði við yfirhjúkrunar-