Morgunblaðið - 04.09.1976, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 04.09.1976, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1976 29 VELVAKAINIDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu-i dags 0 Góður erinda- flutningur Valgerður Sæmundsdóttir vildi koma eftirfarandi á fram- færi: „Kæri Velvakandi. Viltu koma beztu þökkum til Sigurðar Öskarssonar fyrir hans ágæta erindi um daginn og veg- inn, sem hann flutti 30. ágúst. Ég held að þetta hafi verið einn bezti dagur og vegur, sem ég hef nokkurn tima hlustað á. Og getur þú ekki Velvakandi minn beðið Morgunblaðið að birta þennan út- varpsþátt. Sömuleiðis ka'rar þakkir til Helga Hallvarðssonar skipherra fyrir hans skemmtilegu stjórn á þættinum „Dagskrárstjóri í eina klukkustund" sem fluttur var 29. ágúst. Ég held að skemmtideild útvarpsins gæti lært að stjórna skemmtiþáttum hjá skipherranum. Valgerður Sa‘mundsdóttir.“ Eins og lesendur hafa eflaust tekið eftir er Valgerður ekki sú fyrsta sem er að þakka fyrir út- varpsefni, þvi nokkrir bréfritarar hafa látið i ljós þakklæti sitt fyrir eitt og annað sem flutt er í út- varpi eða sjónvarpi. Það er ágædt að heyra og sjá nokkur þannig bréf, sem eru ekki alltaf með ein- hverja óána'gju með hitt eða þetta — og vera má að það sé vegna þess að við Reykvikingar og fleiri syðra höfum haft alveg ágætis veður upp á síðkastið. Ef til vi 11 er hér visbending um sam- band milli veðurfars og skaps manna eins og leitt var getum að hér f.vrir stuttu. En það þarf þó alls ekki að vera og þetta eru aðeins getgátur, sem sennilega er erfitt að sanna eða sýna fram á á nokkurn hátt. Ut- varpsefni og sjónvarpsdagskrár eru óþrjótandi brunnur skoðana- skipta og rifrildis eins og fram hefur komið. Eitt sinn var á dag- skrá útvarpsins þátturinn Póst- hólf 120, þar sem lesin voru bréf f-á h! r.tendum um dagskrána og fleira í sambandi við útvarp en af einhverjum ástæðum hefur sá þáttur ekki verið á dagskránni um skeið. Vera má að menn hafi verið orðnir leiðir á honum og kannski verið enn leiðinlegra að lesa og fara i gegnum öll þau bréf sem honum bárust. Nóg um það í bili og næst tökum við til meðferðar nokkrar spurningar frá konu á Eskifirði. konuna. Lágvaxna, gráhærða og vinalega konu. Ungfrú Emily Cope. — Já, já. Ungfrú White. Yndis- leg stúlka. — Kom brððir hennar og heim- sótti hana meðan hún lá hér. — Hr. Everest! Já, hann kom alltaf öðru hverju. Fia <g hingað I einkavéi sinni. — Kom hann einn eða var ein- hver með honum? — Einn? Föl augu hennar handan gleraugnanna störðu á hann meðan hún reyndi að rifja upp fyrir sér hvernig þessu hafði verið háttað. Mér hefur skilizt að hr. Everest geri lftið af því að sýna sig á aimannafærí. Hann er hræddur við að á hann verði ráðizt af áfjáð- um aðdáendum. Ég var þess vegna að hugsa um hvort hann hefði kannski haft lffvörð með. — Já, SVOLEIÐIS! Hún kinkaði koili. — Nei, hann hafði engan varð- mann með, en stundum kom hann f fylgd með öðrum manni sem fór með honum upp. Ég held það hafi verið flugmaðurinn hans. Stundum fór hann einnig inn til ungfrú White en aðeins andar- 0 Hver eru þau lög? Herdis Hermóðsdóttir spyr: 1) Hver eru þau lög og hvar er þau að finna sem heimila fyrir- ta-ki að taka lán á lán ofan og setja eignir óviðkomandi manna i veð fyrir skuldunum? 2) Þar sem nú mun eiga að leggja bundið slitlag á veginn austur i sveitir frá Reykjavík vil ég spyrja: Verða eigendur lóða og jarða sem eiga svæði að veginum að borga þá gatnagerð í formi gatnagerðargjalda? Ég vildi gjarnan að viðkómandi ráðuneyti svöruðu þessum spurningum, og er þar um að ræða dómsmálaráðuneytið og samgönguráðuneytið. HerdísHermóðsdóttir. Þessum spurningum er hér með komið á framfæri ef viðkomandi aðilar vilja svara. Ur því að farið er að tala um gatnagerð er e.t.v. rétt að halda sig örlítið meira við það efni. Eins og menn rekur minni til var mikið deilt um aðferðir við varanlega vegagerð hér fyrir nokkrum árum og nú er í gangi tilraun Sverris Runólfssonar sem kunnugt er. Margir hafa deilt á Vegagerðina fyrir að hafa ekki viljað taka í notkun nýjar aðferðir við lagningu vega. Vegagerðin hefur að sjálfsögðu reynt að gera það sem hún getur til að fylgjast með á sviði tækni í vegagerð en á því sviði sem og öðrum í okkar þjóð- félagi kemur alltaf peninga- skortur til skjalanna og heldur öllum tilraunum og nýjungum i lágmarki. Sú staðreynd mun líka nokkuð merkileg að það fara ekki nærri því allir þeir fjármunir til vegagerðar sem innheimtir eru af bílum og bíleigendum í formi alls kyns gjalda. Talið er nauðsynlegt að eitthvað af þeim fjármunum renni í einhverjar aðrar fram- kva'mdir á vegum rikisins (ekki akvegum) og því fær Vegagerðir ekki eins mikla fjármuni og a>ski- legt væri. Meðan svo er getum við ekki búizt við miklum framförum í lagningu þjóðvega með varan- legu slitlagi og þeim kilómetrum fjölgar ha-gt sem eru þannig gerðir. Á þessu mætti verða lag- fa'ring. HÖGNI HREKKVÍSI OPIÐ TIL HÁDEGIS m ITÖLSKU SEGUL- LAMPARNIR KOMNIR AFTUR VERÐ KR. 2.440,- STÆKKUNAR- LAMPINN FRÁ LUXO VERÐ KR. 9.652,- SENDUM I POSTKRÖFU LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÖS & ORKA Suðurlandsbraut 12 sími 84488 INGÓLFS-CAFÉ GÖMLU DANSARNIR í KVÖLD KL. 9 HG KVARTETTINN LEIKUR SÖNGVARI GUNNAR PÁLL. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 7 sími 12826. Fiúðir — Haukar Haukar /eika að F/úðum / kvö/d Sætaferóir ffá B.S.Í. og Laugarvatni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.