Morgunblaðið - 05.09.1976, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.09.1976, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1976 LOFTLEIDIR guBÍLALEIGA •S- 2 1190 2 11 88 V^BILALEIGAN felEYSIR CAR RENTAL LAUGAVEGI 66 24460 28810 O IV e G n Útvarp og stereo,.kasettutæki FERÐABÍLAR hf. Bílaleiga, sími 81260. Fólksbílar, stationbílar, sendibíl- ary hópferðabílar og jeppar. BILALEIGA Car Rental SENDUM 41660-42902 i/i; ® 22*0-22* RAUDARÁRSTÍG 31 \_______________/ Síðasti þátturinn frá Biel Við getum haft þennan síð- asta þátt frá millisvæðamótinu í Biel stuttan, þannig voru flest- ar skákirnar í siðustu umferð- inni. Svo virðist sem spenna og þreyta hafi einkennt tafl- mennsku flestra keppenda, og þeir, sem stóðu í baráttunni, sömdu sumir um jafntefli eftir stutta viðureign. Þannig samdi Hiibner við Larsen eftir aðeins 24 leiki, og Smyslov við Sanguinetti eftir 28. Skiljan- legra er að Tal skyldi semja við Liberzon eftir 13 leiki og Smejkal við Matanovic eftir 12. Petrosjan tókst að þvæla vinn- ing út úr Kúbumanninum Diaz eftir harða en leiðinlega viður- eign og Byrne yarð að láta sér nægja jafntefli gegn Andersson þrátt fyrir ítrekaðar vinnings- tilraunir. Portisch var sá eini, sem vann léttilega, enda and- spyrnan ekki mikil: Hvftt: Castró Svart: Portisch Frönsk vörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. c3 — Rc6, 4. d4 — d5, 5. exd5 — exd5, 6. Be2 — Bd6, 7. dxc5 — Bxc5, 8. b4 — Be7, 9. 0-0 — Rf6, 10. b5 — Ra5, 11. Rbd2 — 0-0, 12. c4 — Bg4, 13. Rd4 — dxc4, 14. Bb2 — Bb4, 15. a3 — c3, 16. axb4 — cxb2, 17. Ha4 — Dxd4, 18. Bxg4 — Rc4, 19. Rxc4 — Dxc4, 20. Bf5 — Had8, 21. Df3 — Rd5, 22. Ha3 — g6, 23. Bbl — Hfe8, 24. g3 — Dcl, 25. Kg2 — Hel, 26. Hxel — Dxel, 27. De4 — Dxe4, 28. Bxe4 — Rf6 og hvftur gafst upp. IJrslit mótsins urðu sem hér segir: 1. Larsen 12,5 v., 2 — 4.' Petrosjan, Portisch og Tal 12 v., 5. — 7. Smyslov, Byrne og HUbner 11,5 v., 8. Andersson 10.5 v., 9. — 11. Smejkal, Csom og Geller 10 v., 12. Sosonko 9,5 v., 13. — 15. Liberzon, Gulko og Rogoff 9 v., 16. Sanguinetti 8,5 v., 17. Matanovíc 8 v., 18. Castró 6 v., 19. Lonibard 5 v., 20. Diaz 2.5 v. og þar með látum við þessum þáttunt frá millisvæða- mótinu IBtottokiA. Útvarp Reykjavík SUNNUD4GUR 5. september MORGUNNINN 8.00 Morgunandakt Séra Sigurður Pálsson vfgslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veður- fregnir. Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. tJtdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Concerto grosso í F-dúr eftir Antonio Vivaldi Cola Bobesco og Kammersveitin f Heidelberg leika. b. „Ah, che troppo inegali“, kantata fyrir sópran og strengjasveit eftir Hándel. Elly Ameling og Collegium aureum-strengj asveitin leika. c. Lútukonsert eftir Carl Kohaud. Julian Bream leikur með Montiverdi-hl jómsveitinni; John Eliot Gardiner stjórnar. d. Sinfónfa f D-dúr op. 35 nr. 1 eftir Luigi Boccherini. Ffl- harmonfusveitin f Bologna leikur; Angelo Ephrikian stjórnar. e. Píanókonsert nr. 21 f C-dúr (K467) eftir Mozart. Ilona Vered leikur með Ffl- harmonfusveit Lundúna; Uri Segal stjórnar. 11.00 Messa I Hallgrfmskirkju (hljóðrituð á sunnud. var). Dr. Einar Sigurbjörnsson á Reynivöllum predikar. Séra Karl Sigurbjörnsson þjónar fyrir altari. Organleikari: Páll Halldórsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. SÍODEGIÐ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Mér datt það f hug Sigurður Blöndal skógar- vörður á Hallormsstað rabb- ar við hlustendur. 13.40 Miðdegistónleikar: Frá hollenzku tónlistarhátfðinni f júnf Promenadehljómsveit út- varpsins f Hilversum, Roberta Alexander, Henk Smith, Stanley Black og kór hylla „Boston Pops“ hljóm- sveitina með tónlist eftir Berlin, Rodgers, Gilles, Bernstein, Joplin, Lai, Gershwin, Steffe og Mancer- ini. 15.00 Hvernig var vikan? Umsjón: Páll Heiðar Jóns- son. 16.00 Einsöngur: Sigurður Skagfield syngur fslenzk lög. Pfanóleikari: Fritz Weiss- happel. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Alltaf á sunnudögum Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 17.10 Barnatfmi: Gunnar Valdimarsson stjórnar Flytjendur auk stjórnanda: SKJÁNUM Klemenz Jónsson, Svanhild- ur Óskarsdóttir, Steinar og Hörður Ólafssynir, Knútur R. Magnússon og Sigrún Sig- urðardóttir. 18.00 Stundarkorn með rúm- enska tenórsöngvaranum Ion Buzea Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÓLDIÐ______________________ 19.00 Fréttir. Tilkynningar. . .. . " V " SUNNUDAGUR 5. september 1976 18.00 Bleiki pardusinn Bandarfsk teiknimynda- syrpa. 18.10 Sagan af Hróa hetti Lokaþáttur. Efni Fimmta þáttar: Leopold hertogi af Austur- rfki tekur Rfkarð konung höndum og krefst lausnar- gjalds. Móðir konungs hyggst afla fjárins, en laun- ráðamenn ákveða að bjóða Leopold hærra gjald, haldi hann Rfkarðí föngnum til æviloka. Neston sér Gisborne f nýju Ijósi og hættír við að gefa honum Marion. Móðir konungs hitt- ir Hróa á laun, og hann segir henni frá ólögmætri skatt- heimtu Jóhanns prins. Ut- lögunum tekst að ræna skattfé frá launráðamönn- um og gera að engu fyrir- ætianir þeirra. Gisborne heldur á fund Nestons f leit að fénu, vegur hann og tek- ur Marion nauðuga með sér. Þýðandi Stefán Jökulsson. Hlé. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Halldór Laxness og skáldsögur hans V 1 þessum þætti ræðir Dagný Kristjánsdóttir, bókmennta- fræðingur, við Halldór um Brekkukotsannál og Innan- sveitarkroniku. Stjórn upptöku Sigurður Sverrir Pálsson. 21.20 Jane Eyre Bresk framhaldsmynd f fímm þáttum, gerð eftir sögu Charlotte Bronté. Lokaþáttur. Efni fjórða þáttar: Jane Eyre snýr aftur til Thornfield frá dánarbeði frænku sinnar. Henni verð- ur fljótlega ljóst, að það er hún, sem Rochester vill fá fyrir konu, en ekki ungfú Ingram, og hún gefur jáyrði sitt, þegar hún sér, að hon- um er full alvara. brúkaups- dagurinn rennur upp, en giftingarathöfnin fer út um - þúfur, þegar lögfræðingur nokkur les skjal sem stað- festir, að Rochester er kvæntur fyrir. Hann játar þá, að hann hafi geðveika konu sfna f gæslu á Thorn- field-setrinu. Þegar svo er komið, sér Jane ekki annað vænna en hverfa á burt, þó að Rochester reyni með öll- um ráðum að telja hana af þvf. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 22.10 Iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 23.40 Að kvöldi dags Hákon Guðmundsson, fyrr- um yfirborgardómari, flytur I hugleiðingu. 23.50 Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 6. september 1976 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsíngar og dagskrá 20.40 Iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 21.10 Sólsetur handan flóans Breskt sjónvarpsleikrit eftir Alan Bennett. Aðalhlutverk Harry Markham og Gabrielle Daye. Leikritið greinir frá roskn- um hjónum, sem hafa búið alla ævi f iðnaðarborginni Leeds. Maðurinn kemst á ellilaun, og þau flytjast út til strandarinnar, þar sem þau hyggjast eyða elliárun- um. Lff þeirra er fábreytt, en þau reyna eftir bestu getu að hafa ofan af fyrir sér. Þýðandi Dóra Hafsteinsdótt- ir. 22.20 Mannsheifinn Sovésk fræðslumynd um rannsóknir á heilanum, möguleikum hans og tak- mörkunum. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 22.50 Dagskrárlok. Þrír góðir í DAG minnum við á þrjá útvarpsþætti, sem ættu að geta orðið forvitnilegir hver á sinn hátt og fyrir talsvert ólíka hlustenda- hópa, ef svo mætti að orði komast. Hvernig var vikan? nefn- ist þáttur Páls Heiðars Jónssonar. Þættir Páls Heiðars um hin margvís- legustu málefni hafa jafn- an notið vinsælda og oft ber þar ýmislegt forvitni- legt á góma í umræðum um liðna viku og sitthvað ann- að. Alltaf á sunnudögum, þáttur Svavars Gests er á dagskrá kl. 16.25 að vanda. Svavar hefur tekið fyrir ýmsa höfunda og gert þeim skil í þáttum sínum og skot- ið inn einum og einum brandara, og er ekki að efa að hann heldur sig við efn- ið í dag. Barnatíminn hefst svo klukkan 17.10. Honum stjórnar Gunnar Valdi- marsson og eru flytjendur auk hans í dag Klemenz Jónsson, Svanhildur Óskarsdóttir, Steinar og Hörður Ólafssynir. Knútur R. Magnússon og Sigrún Sigurðardóttir. Utvarp - mánudag: Ný saga kl. 17.30 RÉTT er að vekja athygli é því, aö á morgun, mánu- dag, hefst lestur nýrrai sögu í síðdegisútvarpinu Silja Aðalsteinsdóttir byrj ar lestur sögunnai „Sautjánda sumar Pat ricks“ eftir K.M. Peyton Þýðinguna gerði Silja og hefst lesturinn kl. 17.30. I sjónvarpi á mánudag Sólsetur handan flóans BREZKT sjónvarpsleikrit eftir Alan Bennett er á dagskrá sjónvarps kl. 21.10 á mánudagskvöld. Þar greinir frá rosknum hjón- um, sem hafa alla ævi búið í Leeds, iðnaðarborginni, RQl, HEVRR! en þegar maðurinn kemst á ellilaun hyggjast þau flytj- ast til strandarinnar, þar sem þau ætla að eyða elli- árunum. Líf þeirra er fá- breytt, en þau reyna að hafa ofan af fyrir sér eftir beztu getu. Dóra Hafsteins- dóttir þýddi. Gabrielle Daye og Harry Markham leika aðalhlutverkin f sjónvarpsleikritinu brezka, Sólsetur handan flóans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.