Morgunblaðið - 05.09.1976, Side 23
mBmtémtmmmmtiKíwvwM'úmiiw.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1976
23
|St. Jósefsspítali í Hafnarfirði 5i ’-a dag|
um starfið, Hér voru líka til
ýmiss konar tæki sem ekki voru
annars staðar, röntgentæki ljós-
böð, og fleira svo aðstaða eftir
þess tíma mælikvarða var hér
mjög góð.“
Hvernig atvikaðist það að þú
hófst hér störf?
„Það var nú þannig að ég
spilaði hér við helgihald i
kapellunni og þá frétti ég það
að hér vantaði mann til ýmissa
starfa.
Mitt aðalstarf fyrst var að sjá
um alla kyndingu spítalans og
seinna leikskólans, sem
systurnar reka, en þá var ailt
kolakynt. Síðar komu fleiri
störf til sögunnar, m.a. að sjá
um garðinn, alifugla, sem
systurnar höfðu og fleira og hef
ég alltaf spilað hjá þeim líka og
geri það ennþá. Margt skemmti-
legt hefur komið fyrír svona
innan um og saman við og hér
hefur verið alveg prýðilegt að
starfa og get ég ekki húgsað
mér betra hlutskipti, mér
finnst að ekki verði á betra
kosið.“
Það eru ekki mjög mörg ár
síðan lyftu var komið fyrir í
spítalanum og þurfti því áður
en hún kom að bera alla sjúkl-
inga milli hæða. Víð skulum að
lokum heyra frásögn Eiríks frá
því:
„Það var víst í ein þrjátíu og
fimm ár sem við urðum að bera
alla sjúklingana á milli hæða,
til að fara í aðgerðir og milli
sjúkrastofa og þetta var oft
nokkuð mikið verk, stundum
margir á dag. Systurnar báru á
móti mér og þetta komst nú upp
í vana hjá manni, og það urðu
að sjálfsögðu mikil viðbrigði að
fá lyftuna, en það var árið
1953,“ sagði Eiríkur Jóhannes-
son að lokum.
„Gott að vera hér
í Hafnarfirði”
0 St. Jósefssystrareglan var
stofnsett í Frakklandi árið 1650
og hóf reglan líknarstarf í Dan-
mörku 1856. Til Islands komu
St. Jósefssystur fyrst 25. júlí
1896 en það voru fjórar systur,
sem unnu á Fáskrúðsfirði að
hjúkrun, aðallega meðal er-
lendra sjómanna. Sjúkrahúsið
á Landakoti var stofnsett eftir
að þær hófu störf i Reykjavík,
sem var árið 1902, en til
Hafnarfjarðar komu þær til
spítalastarfa þegar sjúkrahús
það, sem þær reistu þar fyrstar
allra, var tilbúið. Það var vigt
hinn 5. september 1926 og
framkvæmdi vígsluna præfekt
Meulenberg.
Príorinna í dag er systir
Eulalia og hefur hún gegnt því
starfi nú síðan 1971, en hún var
einnig príorinna frá 1958 til
1970.
„Ég kom hingað 1958 frá
Danmörku og var áður í Þýzka-
landi," sagði systir Eulalia, „en
í Danmörku vann ég við
hjúkrunarstörf. Síðan hef ég
verið hér nema eitt ár sem ég
var í Danmörku, 1970—’71. Við
erum núna alls 7 sem störfum
hér og er okkar hlutverk aðal-
lega við hjúkrun, en ein starfar
í eldhúsinu og við grípum líka í
að sauma og fleira sem fellur
til, svo sem að þrífa og vinna í
garðinum en þar ræktum við
svolítið af grænmeti.”
Hvernig fannst þér að koma
hingað fyrst?
„Það var dálítið erfitt í upp-
hafi aðallega vegna málsins en
það hefur lagazt, íslenzkan er
erfitt mál að læra, en við höfum
reynt að kenna okkur sjálfum.
Samstarf við lækna og aðra hér
hefur verið mjög gott og hef ég
kunnað mjög vel við mig hérna
í Hafnarfirði.”
Systir Eulalia sagði að
systrunum helði fækkað nokk-
uð hjá þeim, þær hefðu flestar
verið 12, en þær voru 9 sem
komu upphaflega til starfa
1926. Núna eru þeim til aðstoð-
ar 6 Mercy-systur frá Írlandi og
hefur þeirra hjálp gert það
mögulegt að halda spítalastarf-
inu áfram. Hún sagði að það
Rætt við
príorinnuna,
systir Eulaliu
væri erfitt að fá nunnur til
starfa núna, þeim færi alltaf
fækkandi og væru margar
ástæður fyrir því. Mætti meðal
annars nefna að áður fyrr
skipuðu klausturskólar mikinn
sess í menntarnSlunum, þar
vær hægt að fá ýmiss konar
Hér afhendir Pétur Thorsteinsson, formaður orðunefndar, systur
Eulaliu riddarakross fálkaorðunnar.
sérmenntun se <vki var veitt
annars staðar og stórar fj-öl-
skyldur útheimtu að einhver
færi að heiman, en slíkt er ekki
fyrir hendi lengur.
Systir Eulalia lýsti starfsdeg-
inum hjá þeim:
„Við byrjum kl. 7:30 á morgn-
ana og erum við okkar störf
fram eftir degi, með stuttum
hvíldum. Við vinnum ekki á
kvöldin nema þess sé þörf, en
við búum í spítalanum svo það
er alltaf hægt að ná í okkur.
Annars byrjum við kl. 6:15 í
kapellunni og höfum þá okkar
bænastundir og einnig á kvöld-
in kl. 6:30. Á sunnudögum
reynum við að eiga frí en þá
eru messur hjá okkur bæði fyr-
ir og eftir hádegið.”
Það segir ekki allt þót systir
Eulalia segi að vinnudagurinn
sé frá morgni og fram eftir
degi, þvi þær eru sífellt eitt-
hvað að starfa í þágu spítalans,
þótt það sé ekki bein umönnun
sjúklinganna. Þær sauma sjálf-
ar.eins og hún nefndi, t.d. er
ekki keypt neitt léreft tilbúið,
og eru notaðar lausar stundir
inn á milli til að sauma og geta
þær allar gripið í það. Uti i
garðinum rækta þær kartöflur
og rófur og aðra jarðávexti og
þegar heimsóknartimi stendur
yfir og minna er að gera inni
huga þær að garðinum.
Að lokum segir systir Eulalia
frá ferðum þeirra utan spítal-
ans:
„Við förum í eitthvað fri á
hverju sumri ef við getum og
þriðja hvert ár heimsækjum við
ættingja okkar, en áður gátum
við það aðeins fimmta hvert ár.
Við höfum líka alltaf samband
við systurnar á Landakoti og
eru gagnkvæmar heimsóknir
milli okkar, sérstaklega á hátið-
um. Þær eiga sumarbústað í
Kjósinni sem við dveljum
Framhald á bls. 47.
— Rætt við Eirík
Framhaid af bls. 20
dómarasætið, og upp á það hef
ég, eins og ég sagði áðan, ekkert
bréf“.
Föng og félagslegar skáldsög-
ur: „Ég hef einkum einbeitt
mér að íslandsklukkunni hing-
að til. Mér hefur þótt skemmti-
legra að vinna athugun einnar
bókar vel og Ijúka henni. Að
vísu hef ég Iíka stungið niður í
nokkrum öðrum verkum
skáldsins, til dæmis smásögu
sem byggir á samtali við Karl
Einarsson Dunganon i Lesbók
Morgunblaðsins og ljóðum sem
skáldið aflar sér fanga í kvæð-
um eftir forföður Dunganons
og Halldór Helgason. En ég hef
aðallega bundið mig við ís-
landsklukkuna. Það er eðlilegt
að skáld noti einna helzt heim-
ildir við samningu sagnfræði-
legrar skáldsögu eins og henn-
ar. Og það ætti að vera mikið
rannsóknarstarf óunnið að
þessu leyti varðandi hinar svo-
köliuðu félagslegu skáldsögur
Laxness, sérstaklega — Sjálf-
stætt fólk, Sölku Völku og Ljós-
víkinginn. Þar eru ýmsir at
burðir, persónur og tilsvör sem
eru fengin úr öðrum rituðum
samtimaheimildum. Mér er nú
þegar kunnugt um allmörg slík
atriði, og það væri vissulega
mjög gaman að geta haldið á
þau mið sfðar. Og svona mætti
vafalaust kanna verk margra
annarra höfunda”.
Tómstundir og rannsóknir:
„Hér er sannarlega mikið og
heillandi starf óunnið, sem bíð-
ur þeirra sem aðstöðu fá til að
vinna það. Þar sem hinar fé-
lagslegu skáldsögur Laxness
eru bundnari tilurðatíma sín-
um en önnur verk hans, þá er
það auðveldara samtimamönn-
um hans en öðrum að rannsaka
þær. 1 þessum sögum speglast
samfélagsveruleiki sköpunar-
tíma þeirra. En það fer geysi-
lega mikill tími í svona athug-
un. Ég hef notað svo il allar
mínar tómstundir til þeirra. Og
nú er ég að hefja kennslu að
nýju og þá verður tíminn til
frekari konnunar á þessu sviði
af skornum skammti. Jú, ég
hefði auðvitað mikinn áhuga á
að geta helgað mig þessu alveg.
Maður gerir þetta af áhuganum
einum. Maður vinnur sér ekki
inn peninga á meðan og tíman-
um yrði vafalaust betur varið
öðru vísi til að afla sér fjár.“
Kennslubók fyrir skáld? „Ég
dreg í efa að ég hafi mörg tæki-
færi til frekari athugunar á
næstunni. Gefist mér hins veg-
ar tóm til mun ég hefjast handa
á ný. Það er mikið eftir af rann-
sókn minni á íslandsklukkunni
og mér þætti gaman að geta
lokið henni. Þessar greinar í
Lesbókinni eru nú orðnar 14
talsins, og 5 til viðbótar eru
tilbúnar ef áhugi er fyrir birt-
ingu þeirra. Ég veit ekki nema
Lesbókin sé búin að fá nóg af
þessu. Nei, ég hef engin áform
uppi um að gefa þetta út á bók.
Fyrst er nú að ljúka verkinu.
En það kann til dæmis að vera
að svona athugun á aðföngum
íslandsklukkunnar gæti orðið
hin sæmilegasta kennslubók
fyrir skáld. Alla vega reyni ég
sjálfsagt að halda þessu áfram
eftir getu“.
Viðbrögð og upplýsing stað-
reynda: „Ég hef satt að segja
litið orðið var við viðbrögð
manna við þessum greinum, —
nema þá úr næzta umhverfi
mínu og í gegnum aðra. Ég
vona alla vega að fólki hafi
fundizt þetta fróðlegt. En ég
veit til dæmis ekkert um það
hvaða augum bókmenntafræð-
ingar við Háskóla tslands líta
þessa athugun. Ég hef aldrei
heyrt frá þeim. Nei, ég veit
ekki heldur hver er skoðun
Halldórs Laxness sjálfs á
henni. Ég hef enga ástæðu til
annars en að ætla að hann hafi
ánægju af því að staðreyndir
séu upplýstar. Að sjálfsögðu
hefur hann notfært sér þessi
föng vegna þess, að hann hefur
talið slíkt eðlileg vinnubrögð.
Og varla getur það talizt að-
finnsluvert að upplýsa hvernig
eðlileg vinnubrögð eru. Könn-
un af þessu tagi kann einnig að
hafa þann kost að 'dýpka skiln-
ing manna á einstökum þáttum
í höfundarverki skáldsins”.
Að mörgu er að hyggja,
er þú þarft að tryggja
Brunar og slys eru of tíðir vióburóir í okkar þjóófélagi. Þegar
óhapp skeóur er hverjum manni nauósyn, aó hafa sýnt þá
fyrirhyggju, aó fjárhagslegu öryggi sé borgió.
Hagsmunir fyrirtœkja og einstaklinga eru þeir sömu.
SJÓVÁ tryggt er vel tryggt
SUÐURLANDSBRAUT 4 -SÍMI 82500
11