Morgunblaðið - 05.09.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.09.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1976 7 ÞAÐ er ekki ýkjalangt síðan maður nokkur vék sér að mér og spurði mig, hvað kirkjan ætti við með orðinu friðþæging, og svo væri líka verið að tala um einhverja „friðþægingarkenningu." Hann sagðist stundum heyra á þetta minnst, en aldrei hafa skilið það til fulls. Við rædd- um þetta dálitla stund og ég reyndi að útskýra þetta fyrir honum Ég held hann hafi skilið mig, en hann bað mig jafnframt að skrifa um þetta hugvekju. íslenska orðabókin segir að sögnin að friðþægja þýði að bæta fyrir og einkum að bæta fyrir syndir. Hugsunin á bak við hinar fornu fórnir Gyðinga og annarra, sem dýrka Guð eða guði með fórnarþjónustu, ersú, að maðurinn' veit um synd sína og sekt, veit það, að guð- dómurinn muni ekkert ánægður með líf hans og breytni En hann treystir sér ekki til að kippa þessu í lag sjálfur, hann sé jafnvel dauðasekur oft og tíðum Þess vegna er fórnardýrið tekið og látið koma í stað mannsins, þvi er fórnfært sem friðþægingarfórn. Kristnir menn hættu að taka þátt i fórnarþjónustu Gyðinga. Þeirfóru smám saman að líta svo á sem Kristur væri hið eilifa fórnar- lamb, er Guð hefði sjálfur fórnfært til heilla fyrir mennina. En menn hafa ekki allir getað orðið sammála um gildi og tilgang fórnardauða Kristsá krossinum. Þess vegna hafa orðið til ýmsar friðþægingarkenningar. Sú sem almennust er meðal hinna svo nefndu rétt- trúnaðarmanna og títt nefnd ..friðþægingarkenningin” er venjulega kennd við Anselm biskup af Kantaraborg og á máli fræðimanna kölluð hin „objektíva" kenning. Hún telur að Kristur hafi dáið fyrir syndir mannanna og með því forðað þeim frá illum örlög- um annars heims. Hún telur, að Kristur hafi með fórn sinni breytt afstöðu Guðs til mannanna. Og allir þeir sem játa trú á Krist sem Drottin sinn og frelsara þeir eignist hlutdeild i friðþægingunni, sáttargjörðinni milli manns- ins og Guðs. Aðrir hafa ekki treyst sér til aðsamþykkja þetta, hafa talið fráleitt að trúa því að almáttugur Guð, skapari al- heimsins, skyldi þurfa að borga fyrir mennina, sín eig- in börn, með blóði Jesú Krists. Það geti ekki hafa verið tilgangurinn með kross- festingu Krists. Persónulega hef ég tekið undir þessa gagnrýni Ég hef aldrei getað aðhyllst hina Frið- þæging „objektívu" kenningu, heldur miklu frekar þá kenningu, sem á fræðimannamáli hefur verið nefnd hin „subjektíva" kenning. Hún segir, að krossdauð- inn kunngjöri kærleika Guðs. Eins og Kristur líður saklaus á krossinum og biður fyrir þeim, sem eiga sök á dauða hans, af því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra — slíkur er kærleikur Guðs Hann er fórnandi, fyrirgef- andi kærleikur. Og þótt hann virðist biða ósigur, þá er slikt aðeins hið ytra borð. Stærstu fórnirnar hafa alltaf reynst gefa stærstu sigrana, og ein- mitt það sannar krossdauði Krists, því hann hefurað mínum dómi ekki sagt sitt síðasta orð, fyrren á þáska- dagsmorgun. Fórnardauði Krists á Gol- gata á langa frjádegi og upp- risa hans á páskum eru í mínum huga tveir óaðskiljan- legir þættir. Lífið dó, en lifið lifir. Kristur tapaði, en vann þó eilífan sigur. Hann lét lifið sem maður, en reis upp kröftuglega auglýstur að vera Guðs sonur Já, slíkur er kærleikur Guðs. Hlýtur hann ekki að hafa áhrif á þig? Þannig er kjarni þeirrar krosskenningar, sem ég hef aðhyllst og boðað söfnuðum minum allan minn starfs- tíma. Ég hef gert það af því að þessi kenning talar til min, vekur hjá mér lotningu fyrirslíkum hugsunarh ?tti og þrá eftir að mega eig aast hann sjálfur Og hvar sem hún hefuráhrif á mannlegan hug i þá átt að efla kærleika hans, rekur hún erindi Krists sjálfs, og þá er nóg. Oskum eftir að ráða DEILDARSTJÓRA í VÉLADEILD aðeins maður með reynslu og tæknikunn- áttu á sviði jarðvinnslu og þungavinnu- tækja kemur til greina. Upplýsingar hjá framkvæmdastjóra, ekki í síma til 29. sept. n.k. ® P. STEFÁNSSON HF. HVERFISGÖTU103 REYKJAVÍK SÍMI 26911 PÓSTHOLF 5092 Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Kaupgengi pr. kr. 100. 1965 2. flokkur 1513 84 1966 1 flokkur 1366 21 1966 2. flokkur 1290 22 1967 1. flokkur 1229 63 1970 1 flokkur 685,41 VEÐSKULDABRÉF: 1 —3ja ára fasteygnatryggð veðskulabréf með hæstu vöxtum 8— 1 0 ára fasteignatryggð veðskulabréf Höfum seljendur að eftirtoldum verðbréfum. VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEIIMI RÍKISSJÓÐS: 1970 2. flokkur Sölugengi pr kr. 1 00 - 516 56 1972 2. flokkur 381 69 1973 2 flokkur 268 90 1974 1. flokkur 183 09 1975 1. flokkur 152 00 HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS: 1973 B Solugengi pr. kr 1 00 326 63 1974 D 244 14 1974 E 172 76 1976 H (6.5% afföll) 111 64 VEÐSKULDABRÉF: 6 ára fasteignatryggð veðskuldabréf með 1 0% vöxtum PffÚtPSmnCARPÉUKi fóUMDS HP.j Verðbréfamarkaður Lækjargötu 12, R (Iðnaðarbankahúsinu) Sími20580 Opið frá kl. 1 3.00— 1 6.00 alla virka daga. ORÐSENDING FRA B.S.A.B. Erum að hefja byggingu raðhúsa við Engjasel. Þeir sem hug hafa á að byggja sér raðhús hjá félaginu, gerið svo vel að hafa samband við skrifstofuna að Síðumúla 34. B.S.A.B

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.