Morgunblaðið - 05.09.1976, Side 22

Morgunblaðið - 05.09.1976, Side 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1976 22 iSt. Jósefsspítali í Hafnarfirði 50 ára í dagl „Get ekki hugsað mér betra hlutskipti” Hér er Eirfkur Jóhannesson (garðinum við spftalann. unnið við hann, hefði hann séð að mikil sparsemi og útsjónar- semi hefði alltaf ráðið ferðinni og það væri ástæða þess að þær hefðu alltaf getað yfirstigið þá fjárhagserfiðleika sem hefðu steðjað að spítalanum. MARGIR OG GÓÐIR STARFSMENN Fyrsta heila starfsárið voru 339 sjúklingar á spítalanum og s.l. starfsár voru þeir 1.642. Á liðnum fimmtiu árum hafa 33.404 sjúklingar komið i spítal- ann til lengri eða skemmri dval- ar. Fyrsti sjúklingurinn, Lucia A. Kristjánsdóttir, var lögð inn á vígsludaginn af héraðslækn- inum, Þórði Edilonssyni. Fyrsti sjúklingur Bjarna Snæbjörns- sonar lagðist inn í nóvember 1926 en þá var Bjarni nýkom- inn úr námsferð til Danmerkur. Hann var sá læknir, sem lengst hefur starfað við spítalann. Hann var aðalskurðlæknir og yfirlæknir allt frá byrjun og til ársioka 1955 og mikill hvata- maður að byggingunni í upp- hafi. Bjarni var og hollur ráð- gjafi um allan rekstur og um- bætur meðan honum entist starfsorkan. Núverandi yfirlæknir er Jón- as Bjarnason og hefur hann verið það allt frá 1955. Enn- fremur starfar þar nú annar sérfræðingur i kvensjúkdóm- um, Víglundur Þór Þorsteins- son, lyflæknarnir Jósef Ólafs- son og Bergþóra Sigurðardóttir, Björn Þ. Þórðarson sérfræðing- ur í háls-, nef- og eyrnasjúk- dómum, Árni Björnsson skurð- læknir, Ásmundur Brekkan röntgenlæknir og Stefán Boga- Framhald á bls. 37 segir Eiríkur Jóhannesson elzti starfs- maður spítalans 0 EINN af elztu starfsmönn- um St. Jósefsspítalans i Hafnar- firði er Eiríkur Jóhannesson og hitti blaðamaður hann þar sem hann var að störfum i þvotta- húsi spítalans, en Eiríkur á spitalanum, eins og hann er jafnan nefndur, er maður vel ern þótt hann sé orðinn nálega sjötíu og sex ára gamall og vinnur hann enn fuilan vinnu- dag á spítalanum. Við spurðum hann hvenær hann hefði hafið störf þarna: „,Það var fjórða júní árið 1927 og hef ég starfað hér síðan, svo það eru rúmlega 49 ár. Ég hef fengizt við hitt og þetta hér, bæði inniverk og útivinnu og nú hef ég umsjón með þvotta- húsi spítalans." Eiríkur hefur sem sagt varið nærri öllum sínum starfsaldri í þjónustu spítalans og þá lá næst við að spyrja hvort hann ætti ekki einhverjar góðar minningar frá þessum langa starfsferli: „Jú, þær eru margar minningarnar og helzt ein- hverjar persónulegar minning- ar en þó er það tvennt, sem ég hef dáðst mest að hér, og það er þrautseigja systranna að halda spítalanum gangandi á þeim erfiðu tímum sem svo oft hafa gengið yfir og hitt er að sjá og verða vitni að þolinmæði sjúkl- inganna i þrautum þeirra og veikindum. Hér hefur maður fylgzt með mörgum sem hafa legið hér árum saman og þeir margir orðið beztu kunningjar en þeir eru margir erfiðieikarn ir í sambandi við langvarandi sjúkdóma. ** Sjúklingarnir hafa verið víða að úr nágrenninu og áður fyrr voru fleiri sjúklingar frá Suðurnesjum en nú eru, þegar Bjarni Snæbjörnsson var yfir- læknir, en þá var ekki neinn spítali í Keflavík og fyrstu árin var Landspítalinn ekki heldur, svo fólk kom víða að og ég hef kynnzt mörgu góðu fólki gegn- Þessi mynd er tekin I nýrri skurðstofu, sem verður bráðlega tekin 1 notkun. Frá vinstri Jónas Bjarnason yfirlæknir, Jósef Ólafsson, Björn Þ. Þórðarson, prforinnan systir Eulalia, Vfglundur Þór Þorsteinsson, Bergþóra Sigurðardóttir og Stefán Bogason. ALLT TIL SKÓLANS Á EINUM STAD. ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ LEITA VÍDAR. BÓKAVERZLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR AUSTURSTRAETI 18 (Jtsala Útsala MIKIL VERÐLÆKKUN Glugginn Laugaveg 49 Bœkur sem Persónuleiki ; skólabamgns Páll Skúlason hugsun og veruleiki Hlaöbúð Persónuleiki skólabarnsins í útgáfu dr. Matthiasar Jónassonar 12 sérfræðingar skrifa um þróun persónuleika barna og unglinga. Ómiss- andi öllum foreldrum, kennurum, kennaranemum og fóstrum. Hugsun og veruleiki eftir Pál Skúlason prófessor Alþýðlegt heimspekirit sem fjallar um ýmsar ráðgátur mannlífsins sem á flesta leita. Bókin er skrifuð á aðgengilegan og einfaldan hátt án þess að slakað sé á kröfum um fræðilega nákvæmni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.