Morgunblaðið - 05.09.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1976
31
Umfangsmildð
starf kristni-
boðs í Eþíópíu
JÖHANN Ólafsson læknir og
kristniboði hefur allmörg undan-
farin ár dvalizt úti f Eþfópfu
ásamt konu sinni Áslaugu
Johnsen og sex börnum þeirra.
Þau voru hér heima f leyfi fyrir
skömmu og náði Mbl. tali af Jó-
hannesi og ræddi við hann um
störf hans að kristniboðinu. Arið
1960 fóru þau f fyrsta sinn út til
Eþfópfu ot dvöldu þá f 5 ár, voru
sfðan 2 ár heima og aftur 5 ár úti
frá 1967. Sfðast voru þau á Isalndi
fyrir fjórum árum, en þá var leyf-
ið stutt, aðeins þrfr mánuðir, þar
sem Jóhannes átti að taka við
stjórn á sjúkrahúsi sem var verið
að reisa f Arba Minch.
„Já, ég var beðinn að hraða mér
út þar sem ég átti að taka við
þessu fylkissjúkrahúsi, sem var
verið að setja I gang en þegar út
kom var nú ekki allt tilbúið og
nokkur bið varð á að ég tæki til
starfa þar. Það er vfða þannig að
kristniboðið sér um að útvega
lækna og má t.d. nefna héruðin
Gamu Gofa og Sidamo, og það
undirstrikar samvinnuna sem
verið hefur milli kristniboðsins
og stjórnarinnar. Samstarf við
heilbrigðisyfirvöld hefur alltaf
verið gott.
Á meðan ég beið eftir að komast
á sjúkrahúsið í Arba Minch starf-
aði ég á sjúkrahúsi á gullleitar-
svæðinu Shjakkiso, en þar starfa
mörg þúsund manns. Þeir hafa
ekki gefið upp neinar tölur varð-
andi árangur gullleitarinnar."
Jóhannes hefur undanfarið 1 ár
gegnt starfi framkvæmdastjóra
kristniboðsstarfsins í Eþíópfu og
haft aðsetur í höfuðborginni,
Addis-Abeba. Við báðum hann að
lýsa starfi sínu þar.
„Nokkur undanfarin ár hef ég
verið í stjórn kristniboðsstarfsins
og varaformaður um tíma og það
féll í minn hlut að taka við þessu
starfi sumarið '75. Starf kirkjunn-
ar og kristniboðsins hefur verið
að renna meira og meira saman á
síðustu árum og nú eru starfandi
um 163 kristniboðar í Eþíópíu á
vegum Norsk Luthersk Misjons-
samband, en við íslendingarnir
höfum starfað f náinni samvinnu
við norska sambandið og það kem-
ur fram fyrir hönd þeirra félaga
frá Norðurlöndum sem starfa að
kristniboði f Eþíópíu. Skrifstofa
er i Addis-Abeba og var starf mitt
að halda uppi bréfaskriftum til
Noregs og vera milligöngumaður
milli kristinboða og krikjunnar,
og koma fram í nafni kristniboðs-
ins gagnvart krikju og yfirvöldun-
um.“
Allt í endurskoðun
Eins og kunnugt er var gerð
bylting i landinu haustið 1974 og
Jóhannes var spurður hvort hún
hefði haft áhrif á starf kirkjunn-
ar eða kristniboðsins:
„Byltingin hefur haft ýmis
áhrif og má segja að nú sé allt í
þjóðfélaginu í endurskoðun. Nær
þessi endurskoðun til allra þátta
þjóðlífsins og öll viðhorf til lifsins
eru í endurskoðun. Eftir bylting-
una var skólaæskan send út á
land til skylduvinnu, að byggja
vegi, skóla og fleira en ekki hefur
orðið eins mikið úr vinnunni og
til stóð, enda þótti þetta hálfgert
glæfrafyrirtæki. Ný lífsviðhorf
eru að koma fram sérstaklega hjá
menntafólkinu, nýjar bókmenntir
hafa komið inn í landið og menn
kynna sér Karl Marx og Maó en
þeirra rit eru boðin fram á hverju
götuhorni og ríkisstjórnin hefur
lýst yfir fylgi við vísindalegan
sósialisma.
Það er líka nýtt fyrir Eþíópiu að
nú eru menn að halda þvf fram að
enginn guð sé til. Þeir hafa alltaf
verið mjög trúhneigðir, f landinu
eru múhameðstrúarmenn og heið-
íngjar og fleiri og þeir hafa alltaf
Viðtal við
Jóhannes
Ólafsson
lækni og
kristniboða
trúað að einhver guð væri til. Nú
kemur svo æskan og segir að eng-
inn guð sé til. Þetta hafa kristnir
menn verið illa undir búnir og
líka allar stjórnmálaumræður,
þær voru ekki leyfðar, en lítill
hópur menntananna heldur þeim
uppi og aðallega heyrist rödd
kommúnismans. Ef menn eru á
annarri skoðun, mega þeir vara
sig, það sitja fjöldamargir í fang-
elsi fyrir skoðanir sínar og íhalds-
menn eru álitnir hættulegir þjóð-
inni.“
Kristnir menn
í ágyrgðarstöðu
Hafa aðrar breytingar siglt í
kjölfar byltingarinnar?
„Það eru miklar framfarir I
landinu, en þvi er ekki að neita að
bilið milli hinna ríku og fátæku
er enn mikið, þótt búið sé að laga
það nokkuð. AHir voru sammála
um að einhver breyting varð að
verða á, sérstaklega varðandi
jarðalögin. Bændur eiga að
mynda með sér félagsskap og
þessi félög eiga að sjá um skipt-
ingu landsins. Kristið fólk hefur
Jóhannes Ölafsson og Aslaug Johnsen ásamt fimm börnum sfnum —
það elzta var fjarstatt þegar myndin var tekin.
verið mjög upptekið við þetta
starf, eins og aðrir en það er ein-
kennandi fyrir Suður-Eþíópiu, að
kristnir menn hafa valizt mikið í
ábyrgðarstöður. Skyringin er að
nokkru leyti að þeir eru margir
læsir og hafa reynslu í félags-
störfum, en hvert félag á að reka
skóla og sjúkraskýli á sfnu
svæði.“
Við snúum talinu aftur að mál-
efnum krikjunnar. Jóhannes var
s.l. vor kosinn í stjórn kirkjunnar,
sem fulltrúi suður-synódunnar,
en hann hefur i allmörg ár verið i
stjórn hennar.
„Kirkjan í Eþíópíu heitir
Mekane Yesus og er hún sprottin
upp úr starfi kristniboðsins, en
norska kristniboðið kemur til sög-
unnar eftir stríðið. Dvelja nú i
landinu um 160 kristniboðar eins
og ég sagði áðan, samtals um
300—400 manns ef við teljum
fjölskyldurnar með. Kirkjan kem-
ur meira fram sem sjálfstæð
stofnun og við störfum i nafni
hennar og allar eigur kristniboðs-
ins hafa nú verið færðar á nafn
hennar, sjúkraskýlin, skólar s.s.
landbúnaðarskóli og iðnskóli.
Þetta gerðist árið 1972 eins og
margir vita sjálfsagt.
Kristniboðarnir eru þvi smám
saman að draga sig í hlé og inn-
lendir starfsmenn að taka við.
Kirkjan vill þó enn hafa kristni-
boðana og hefur starf þeirra ekki
breytzt svo mjög en Eþíópar eru
sem sagt að taka við störfum
þeirra eftir þvi sem menntun og
þjálfun þeirra leyfir."
Menntun er
viðkvæmt verkefni
„Starfið í Eþíópíu er mjög fjöl-
þætt, auk kristniboðsstarfsins er
það að miklu leyti þróunarhjálp,
skólar og sjúkrahús, sem ég
nefndi áðan og alls kyns hjálpar-
starf og það er mikið verk að taka
við þessum störfum. Það er erfitt
verkefni og viðkvæmt að mennta
þjóðina og það hefur stundum
viljað brenna við að menntamenn
fá sínar skrifstofur eða bíða eftir
sínum skrifstofum að loknu námi
en eru of finir til að faraaftur út í
sveitina til starfa þar. Hér hefur
reynzt erfitt að finna réttu leiðína
og kristniboðið hefur verið gagn-
rýnt fyrir að fara of hægt I þessa
hluti, en við verðum að gæta þess
að kippa þeim ekki inn í 20. öld-
ina í einu vetfangi. Tilhneigingin
hefur verið sú að miða menntun
fólksins við það stig sem það er á,
þ.e. að hún komi þeim að sem
mestu gagni heima i héruðunum,
að koma því til hjálpar í þorpun-
um sjálfum."
Ný stöð á vegum
Islendinga
I Konsó-héraði hafa Islendingar
starfað i Eþíópíu og borið ábyrgð
á kristniboðsstöðinni þar. Nú er
Jónas Þórisson þar með sinni fjöl-
skyldu og er hann stöðvarstjóri,
en hann er eini kristniboðinn sem
nú er úti á vegum islenzka kristni-
boðssambandsins, þar sem Skúli
Svarvarsson er nú heima í leyfi.
Jóhannes greindi að lokum litil-
lega frá starfinu þar:
Framhald á bls. 37
HEIMILISTÆKI SF.
HAFNARSTRÆTI 3 ^ ,
SÆTÚNI 8 ^—»
o
ökemmbiiega bjangM
meó philip?