Morgunblaðið - 05.09.1976, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1976
13
Sjötugur:
Magnús Sveinsson
frá Hvítsstöðum
Vinur minn Magnús Sveinsson
frá Hvitsstöðum, kennari og
fræðimaður, er sjötugur á morg-
un, 6. september. Sjötíu ár er ekki
ýkja hár aldur nú á dögum og því
vondur siður að fjalla um ekki
eldri menn sem öldunga, þó að
samfélagið nánast skipi þeim að
setjast í helgan steip um aldur
fram. Enda er skemmst frá því að
segja að engin ellimörk er að sjá á
Magnúsi vini mínum, hvorki í
sjón né raun.
Magnús Sveinsson er fæddur á
Hvftsstöðum í Álftaneshreppi í
Mýrasýslu 6. september 1906. For-
eldrar hans voru Sveinn Helgason
bóndi þar og síðari kona hans,
Elisabet Guðrún Jónsdóttir.
Magnús stundaði fyrst nám í Hvit-
árbakkaskóla á árunum 1928—30,
en siðan lá leiðin til Svíþjóðar til
náms í Tárna Folkehögskola um
eins árs skeið. Kennaraprófi lauk
svo Magnús í Reykjavík 1935. Enn
var ekki nóg að gert og tók því
Magnús sig upp árið 1946 og hélt
öðru sinni til Svíþjóðar, nú til
náms í landafræði við Stokk-
hólmsháskóla, en í þeirri grein
lauk hann fyrri hluta prófi árið
eftir. Auk þess hefur Magnús sótt
allmörg námsskeið bæði heima og
erlendis, enda jafnan verið
óþreytandi að efla menntun sína
og starfshæfni.
Mestan hluta starfsævi sinnar
hefur Magnus verið kennari og
skólastjóri. Fyrstu sjö árin var
hann farkennari, lengst af í Rang-
árvallasýslu. Þá skólastjóri á
Hesteyri 1941—46, kennari við
gagnfræðaskólann á ísafirði
næsta áratug og loks við Réttar-
holtsskólann í Reykjavik frá 1957
þar til hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir síðast liðið haust.
Magnús Sveinsson hefur tals-
vert fengist við fræðistörf og sam-
ið tvær bækur sem út hafa komið
auk margra blaða- og tímarits-
greina.
Fræðistörf þessi eru á sviði
þjóðlegs fróðleiks og öll unnin í
stopulum fristundum, einkum hin
síðari ár, ekki til fjár, heldur af
rótgróinni hneigð til þess konar
iðju. Bækur þessar eru Mýra-
mannaþættir 1969 og Hvítár-
bakkaskólinn 1974. Magnús mun
eiga ýmislegt efni óbirt í fóru'm
sínum. Bæði bera þessi rit fróð-
leik, eljusemi og vandvirkni hans
vitni. Þau eru rituð á vönduðu
íslensku máli, frásögnin lipur og
ljós, gjarna blandin góðlátlegri
kímni. Hvitárbakkaskólinn er
merkilegt framlag til skólasögu
landsins og margur fróðleiksmol-
inn hefði farið í súginn ef Magnús
hefði ekki haldið honum til haga.
Magnús er tvikvæntur. Fyrri
kona hans var Guðný Margrét
Björnsdóttir sem andaðist árið
1953 eftir tæpra fimm ára sam-
búð. Þau eignuðust eina dóttur,
Guðnýju Margréti, listakonu í
Reykjavík. Siðari kona Magnúsar
er Guðný Sveinsdóttir.
Fundum okkar Magnúsar bar
fyrst saman haustið 1963 er við
urðum samstarfsmenn. Góður
kunningsskapur tókst þegar með
okkur og hefur haldist æ síðan.
AUGLYSING.V
SÍMINN ER:
Magnús er jafnan glaður i
bragði á vinnustað, bjartsýnn og
laus við vol og víl. Hann er ötull
fræðari og nemendum sínum ætíð
velviljaður, enda tók hann einatt
svari þess sem á var hallað.
Magnús er manna félagslyndastur
og því hrókur alls fagnaðar á
góðri stund meðal samstarfs-
manna. Skyldurækinn er hann
með afbrigðum eins og margir af
hans kynslóð og má ekki vamm
sitt vita. Ég minnist þess ekki að
hann hafi nokkru sinni vantað til
vinnu þann áratug sem við vorum
á sama vinnustað, utan örfáa
daga, enda ekki verið kvellisjúk-
ur um dagana.
Magnús er við prýðisgóða
heilsu, léttur í spori, hvatlegur og
unglegur i fasi.
Nú þegar næðisamara er orðið
gefst honum betra tóm til að
sinna hugðarefnum sínum, og um
leið og ég færi honum árnaðarósk-
ir á þessum áfang'a ævinnar á ég
enga ósk betri honum til handa en
að honum endist örendi til að
sinna þeim um mörg ókomin ár
sjálfum sér til gamans og öðrum
til nokkurrar uppbyggingar.
Hákon Tryggvason.
Til sölu
rúmgóður sumarbústaður austan fjalls um 1 00
km frá Reykjavík. Honum fylgir gott land 3,5
ha., hentugt til beitar eða ræktunar. Þeir, sem
áhuga hafa leggi nöfn sín til Mbl. merkt:
„sumarhús — 6102".
EFÞAÐERFRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
BEOSYSTEM 901
HLJOMTÆKI ÞESS VIRÐI AÐ HLUSTA Á
jafnvel eftir aö þér hafiö kynnt yöur verðið
MEÐ BEOMASTER 901, FÁIÐ ÞÉR
ÚTVARP, SEM ER MIKLU BETRA EN
HIFI STAÐALLIIMIM.
BEOSYSTEM 901 frá BANG & OLUFSEN
er sjálfstætt sett.
Þegar BEOSYSTEM 901, var hannað var mark-
miðið, að einbeita sér að tóngæðum, en prjál,
látið sitja á hillunni. Þetta er ástæðan fyrir því
að tækin eru hljómgóð jafnvel á fullum krafti.
Ekki mun verðið fæla yður.
Auk þess
BEOSYSTEM
901 skynsám
legt HiFi tæki,
vegna þess að
einstaka einingar
eru tæknilega
fullkomnar ásamt
því að hönnun
tækisins er lista-
verk, sem finnst í
nútíma listasafni
New York borg-
ar.
Þér borgið einungis fyrir gæði í hæsta flokki
BEOSYSTEM 901 er í einingum.
BEOMASTER 901 hjarta kerfisins
útvarp og magnari (2 X 20 sin wött).
Tæknilegar upplýsingar eru fjölþættar og
veitum vér yður aðstoð til glöggvunar og
samanburðar.
BEOGRAM 1203: Algerlega sjálfvirkur plötu-
spilari hlaðinn gæðum.
Öll stjórn í einum takka.
Sjálfvirk mótskautun, uppfinning sem
einungis B&O má nota.
BEOVOZ P 30 eða S-30
Þetta eru hátalarar framtíðarinnar.
Þeir kallast „Uni-Phase" þ e. þeir
vinna saman í stað þess að eyði-
leggja hvor fyrir öðrum.
B&O hefur einkaleyfi yfir „Uni-
Phase" hátalarakerfið.
KYNNIST TÆKJUNUM
HEYRIÐ MUNINN.
»*<*• < >*y.W<< <« *. *«<»««(*> < :-WMo, **♦:,,*«***.
Verð 227.267,—
BANG & OLUFSEN
NÓATÚNI, SÍMI 23800,
KLAPPARSTÍG 26, SÍMI 19800.