Morgunblaðið - 05.09.1976, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1976
Hann teiknaði húsið; Þor- Húsið á Njarðargötu 9.
lákur Ófeigsson.
Hún endurnýjaði húsið;
Bergljót Gunnarsdóttir.
BRAGI ASGEIRSSON:
VERÐLAUNAHtJSIÐ 1976
OG HÖNNUÐUR ÞESS.
ÞAÐ hefur vakið óskipta
athygli að lítið og nýuppgert
timburhús að Njarðargötu 9
skyldi hljóta sæmdarheitið
fegursta hús Reykjavíkur 1976.
Margur vill gleyma því að hér
er ekki verið að verðlauna
fegursta hús borgarinnar í bók-
staflegum skilningi, heldur er
hér um að ræða árvissa hefð
með sömu forsendur að baki og
þegar t.d. fegursti garðurinn er
verðlaunaður, eða fegursta
gatan hlýtur sömu viður-
kenningu. Um þessi atriði er
hins vegar ekki hægt að dæma í
algildum skilningi né heldur
verðlauna sömu staðiha ár eftir
ár. Fjölmiðlar gleymdu þannig
að tengja ártalið 1976 nægilega
við fréttina um fallegasta húsið
og olli það nokkrum mis-
skilningi og mun hafa komið
sumum úr jafnvægi og m.a. orð-
íð til að einn borgarráðsmaður
bar fram mótmæli á fundi
ráðsins.
Slík árviss venja, að verð-
launa ræktarsemi og fagurt
handbragð á afmælisdegi
Reykjavíkurborgar, er tvímæla-
laust mjög nytsamleg því að
hún vekur athygli á því sem vel
er gert og til eftirbreytni hvet-
ur.
— Nokkrum dögum áður en
fjölmiðlar greindu frá valinu,
átti ég af tilviljun leið um
Njarðargötuna í bifreið er góð-
vinur minn ók — sá bendir mér
á húsið og segir: „Bragi, þú átt
að skrifa um þetta hús!“ Ég
svaraði: ,Já, því ekki það,“ því
að ég hreifst strax af einfald-
leik þess og því, hve stíll og
yfirbragð hússins komast vel til
skila í þess nýja búningi.
Ekki vissi ég þá að hönnuður
hússins, sá er teiknaði það i
febrúar 1923, væri Þorlákur
Stílfegurð
einfaldleikans
Þorláki Öfeigssyni. Hinn
fimmta maí sama ár er dagsett
bréf frá byggingarnefnd til
Kristjáns Snorrasonar er svo
hljóðar: „Byggingarnefnd og
bæjarstjórn hafa leyft yður að
byggja íbúðarhús úr timbri,
66,88 ferm að stærð, á lóð þeirri
við Njarðargötu, sem þjer hafið
keypt úr Laufástúni, með því
skilyrði, að þjer sjáið sjálfur
fyrir vatnsleiðslu og afrensli.
Byggingarleyfisgjald, kr. 17.00,
greiðist byggingarfulltrúa."
Ófeigsson byggingameistari, sá
mikli öðlingur og bollvinur
minn, sem ég á mikla skuld að
gjalda. Ég hafði þvi ríka ástæðu
til að ræða um þessa viður-
kenningu, því að mér er einkar
ljúft að minnast þessa vinar
mins, hins merka borgara og
einstaka manns, um leið og ég
fjalla um verðlaunahúsið 1976.
Fjölmiðlar hafa hér að auki
kynnt húsið eftir Guðmund H.
Þorláksson og margur hefur
forvitnazt um þann mann. —
Rétt er að Guðmundur smíðaði
húsið samkvæmt teikningum
Þorláks Öfeigssonar sem telst
höfundur þess, en að sjálfsögðu
ber Guðmundi allur sómi af
sjálfu handverkinu, og fyrir að
hafa samvizkusamlega útfært
teikningar meistarans og án efa
undir eftirliti hans, svo sem
venjan var og er. Einungis
Morgunblaðið hefur leiðrétt
þessa mistúlkun í nýlegu viðtali
við núverandi eiganda hússins.
FORSAGAN.
Hinn 30. april 1923 ritar
Kristján Snorrason byggingar-
nefnd Reykjavíkur eftirfarandi
bréf: „Hjer með leyfi ,ég mjer
að æskja þess að byggingar-
nefnd Reykjavíkur leyfi mjer
að byggja búðarhús úr timbri á
lóð minni við Njarðargötu hjer,
eftir meðfylgjandi uppdr.
Virðingarfyllst...“ Fylgdi
bréfinu uppdráttur dagsettur
19. febrúar 1923. áritaður af
í tilefni Reykjavíkurskákmótsins, er fram fer um þessar
mundir, þykir mér fara vel á að birta hér mynd af Þorláki
Ófeigssyni frá hans yngri árum þar sem hann situr að tafli
I húsagarði við Lækjargötu árið 1912 eða 13. Mótherji
Þorláks á myndinni er Sumarliði Sveinsson er síðar
verður mágur hans og þá mun ásamt Pétri Zóphónlassyni
hafa verið öflugasti skákmaður landsins. Á fyrsta skák-
þingi íslands var Sumarliði efstur allt til síðustu umferðar
og hafði þá unnið Pétur, en tapaði svo fyrir neðsta manni
mótsins og nægði það Pefri til sigurs. Sumarliði fluttist
árið 1913 vestur um haf og tók sér þar nafnið Sumi
Swanson. Maðurinn á milli skákmannanna er Jón Jóns-
son frá Rútsstaðahjáleigu í Flóa, bróðir Ásgríms málara.