Morgunblaðið - 05.09.1976, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1976
Eíríkur Jorissuu: „ V aría xetur það iaiizt aótinnsíuvert ao upptysa nvermg eólileg vinnubrögó eru“.
„Ég hef ekki
fengið neitt
skipunarbréf í
dómarasæti”
FÖNG Halldórs I.axness nefn-
ast yfirlætislitlar greinar sem
birzt hafa í Lesbók Morgun-
blaósins undanfarió ár. En
þrátt fyrir hávaðalaust yfir-
bragó hafa greinar þessar vakið
verulega athygli. Þar hefur ver-
ió raðaó upp með fræðilegri
hlutlægni dæmum um
vinnubrögð rithöfundarins
Halldórs Laxness við heimilda-
notkun og efnisaðföng f verk
sfn. Sá samanburður sem
lesendur skáldsins komast þar (
kynni vió hefur oft á tfðum
komið á óvart.
Höfundur þessara greina,
Eirfkur Jónsson er lektor f
stærðfræói við Kennaraháskóla
Islands. Á æskuheimilum hans
f Dölum og á Ströndum var
hann hins vegar alinn upp við
þaó að hafa gaman af bókum.
Hann Iftur samt ekki svo á :ð
það sé þversagnarkennt aó
stærófræðingur stundi bók-
menntarannsóknir. „Stærð-
fræðin er æstetískt fag“, segir
hann, „ef hún er rétt skoðuð.
Yfir henni þykir mér mikill
sjarmi." Hann las bækur af
ýmsu tagi og höfunda af ólfku
sauðahúsi, en engan mann seg-
ist hann hafa lesið jafn mikið
og Halldór Laxness. Blaðamað-
ur Morgunblaðsins ræddi nú
fyrir helgina við Eirfk Jónsson
um það hvernig lestur á bókum
Laxness leiddi til fræðilegra
samanburðarrannsókna á þeim.
Langur aðdragandi: ,,Það er
óaralangt siðan kveikjan að
þessum könnunum mínum varð
til. Ætli það hafi ekki verið í
kringum 1950 eða svo. Ég hef
allt frá æskuárum lesið verk
Halldórs I.axness með áhuga.
Síðan gerist það um þetta leyti
að við lestur annarra bóka, til
að mynda fræðirita sem ég hef
líka lesið af ýmsu tagi, fer ég að
rekast á hluti sem ég minnist að
hafa- lesið í einhverju verki
Laxness. Meðal þessara bóka
voru til dæmis Einkabréf Árna
Magnússonar og ævisaga hans,
og þar kviknuðu tengsl við Is-
landsklukkuna. En það er fyrst
nú síðustu árin að ég hef unnið
að þessari rannsókn að nokkru
marki, — einkum tvö síðustu
ár. Síðasta ár var ég frá
kennslu og það ár notaði ég
óspart til þessara athugana".
Hending og leit: „Eg taldi
mig sem sagt hafa orðið þess
áskynja að Laxness hafði stuðzt
óspart við aunað ritað mál,
samtímarit, við samningu
ýmissa skáldverka sinna. Það
er auðvitað eðlilegt. En mér
fannst þetta anzi forvitnilegt,
því um þessi vinnubrögð hans
hefur ekki mikið verið vitað.
Þetta hefst þannig með því að
ég rekst á kunnuglega hluti úr
verkum Laxness í öðrum bók-
um af hreinni hendingu. Það
skal strax tekið fram, að ég hef
ekki haft aðgang að handrítum
skáldsins. Öll þau föng, sem ég
hef dregið í dagsins ljós hafa
orðið á vegi mínum á liðnum
árum við lestur bóka, bæði af
-Rætt við Eirík
Jónsson um
athuganir hans
á föngum Hall-
dórs Laxness
Viiltal: Arni Þórarinsson
!Vfvn<l: Ragnar AxeLsson
hendingu, og svo síðar með
skipulegri leit. Ég vil líka leið-
rétta þann orðróm, sem ég hef
orðið var við, að ég hafi þegið
að láni athuganir annarra
manna á föngum skáldsins.
Híns vegar hef ég leitað þeirra
þar sem mér þótti eðlilegast að
skáldið sjálft hefði leitað
þeirra."
Tugþúsundir blaðsíðna: „1
þessari leit minni að föngum
Halldórs hef ég bæði notað
bækur sem ég á sjálfur, en
bókasafn á ég allgott. Og síðan
hef ég setið á söfnum, einkum
Landsbókasafninu. Þetta er al-
veg geysileg safnavinna. Ég
vissi Ifka um mjög margt :f
þessu þar sem ég hafði lesið
það áður, og gat því gengið að
því. Þetta hefur verið anzi mik-
il lesning. Ekki neita ég því.
Ætli bækurnar skipti ekki
mörgum tugum. Eg held að
fjöldi þeirra sem ég hef vitnað f
séu um 50. Margar þessara
bóka eru hnausþykkir doðrant-
ar, þannig að blaðsíðurnar
skipta áreiðanlega tugum þús-
unda. Bara t.d. Einkabréf Árna
Magnússonar, sem ég las frá
orði til orðs eru um 700 blaðsíð-
ur. Nei, mér hefur aldrei leiðst
við þessa yfirlegu. Það er ein-
hver spenna sem fylgir því að
leita.“
Hlutlægni og tilfinningagos:
„Það liggja ýmsar ástæður til
þess að ég fer að kanna þessi
föng. Forvitni er kannski aðal-
ástæðan. Mig langaði til að vita
nánar um þennan þátt í vinnu-
bröðgum Halldórs Laxness en
ég vissi áður. Þessi þáttur í
tilurð bóka hans hafði lítt eða
ekki verið kannaður, og þótt
þessar athuganir nái að vfsu
skammt, er það von mín að þær
verði upphaf að víðtækari
könnunum á föngum skáldsins.
Nákvæm og ýtarleg rannsókn á
þeim ætti meðal annars að auð-
velda stílrannsókn á verkum
hans. Timi er til þess kominn,
að hlutlægt mat verði lagt á
verk I,axness. Satt að segja
vekja bókmenntaskýringar
sumra manna á þeim nokkra
furðu. Verk hans hverfa stund-
um í því mikla tilfinningagosi,
sem frá þeim streymir, þegar
þessir menn skýra skáldskap
hans. Raunin verður oft sú, að
þeir lýsa fremur sjálfum sér en
þeim verkum er þeir fjalla um.
Þess vegna eru þessi tilfinn-
ingagos gjarnan gleymd um
leið og þeim lýkur. Ég vil bæta
því við til frekari skýringar, að
þegar ég áður fyrr færði það í
tal við ýmsa menn, að Halldór
Laxness ynni oft á þann hátt,
sem ég tel mig hafa sýnt fram á,
þá varð ég þess áskynja, að
sumir þeirra drógu mjög í efa,
að ég færi með rétt mál. Vera
má að nú hafi nokkuð dregið úr
þeim efa.“
Ekkert skipunarbréf f dóm-
arasæti: „Jú, ég hef gengið út
frá þeim forsendum í framsetn-
ingu þessara athugana, að ég
hafi ekki fengið neitt skipunar-
bréf í dómaraembætti yfir
vinnubrögðum skáldsins. Eg
hef aðeins skipað saman þeim
gögnum sem Laxness vinnur úr
annars vegar og hins vegar því
hvernig hann skilar þessu frá
sér í skáldverki. Menn geta
dregið sínar ályktanir sjálfir.
Sjálfur tel ég að of mikið sé af
hvatvíslegum dómum í þessu
efni. Nei, ég vil ekki láta uppi
neina skoðun á þessum saman-
burði. Ég get aðeins svarað á
þann veg, aó það skiptir aðra
menn engu máli hvað mér
finnst. Ella væri ég korfiinn í
Framhald á bls. 23
Gagnfræðaskólum
Reykjavíkur
Leiðrétting frá Hagaskóla
Skólinn verður settur mánudaginn 6. september sem
hérsegir: 7. bekkur kl. 9.
8. bekkur kl. 10. 9.
10. bekkur kl. 11.
álnavöru
markaður
í GLÆSIBÆ
Handklæði
150 x 75 cm
áður kr. 1.024.—
Nankin 150 sm br
áður kr. 1.411.—
Terylene 150 sm br
áður kr. 1.212 —
Jersy
áður kr. 1.727.—
Kjóla og
blússuefni
áður kr. 686.—
Kjóla og
blússuefni
áður kr. 793 —
Handklæði
150 x 75 sm
áður kr. 1.024 —
Handklæði
5- x 105
áður kr. 530.—
Straufrí
sængurvera-
efni 2,74 sm br.
áður kr. 1.167.—
Nú
990
990
990
990
390
490
700
400
800
Ýmis efni á
150 kr^ metrinn